Landlæknir hvetur alla til að uppfæra rakningarappið Hólmfríður Gísladóttir skrifar 12. maí 2021 11:41 Landlæknir kynnti Bluetooth-uppfærslu rakningarappsins á upplýsingafundinum í dag. Vísir/Vilhelm Á upplýsingafundi rétt í þessu kynnti Alma Möller landlæknir til sögunnar uppfærslu á smitrakningarappinu, sem felur í sér að nú geta símar „átt samskipti“ við aðra síma í nágrenninu með Bluetooth. Alma sagði smitrakninguna vera og verða einn af hornsteinum yfirvalda til að sporna gegn útbreiðslu kórónuveirunnar í samfélaginu. Með uppfærslu smáforritsins yrði smitrakningin sjálfvirkari en áður en fyrst og fremst væri um að ræða viðbót við núverandi aðgerðir. Sambærilegt app er í notkun í mörgum öðrum Evrópuríkjum, að sögn Ölmu. Eftir uppfærsluna mun smáforritið skrá „samtöl“ sem það á við aðra síma með appið og vista. Ef einstaklingur greinist með Covid-19, mun smitrakningarteymið óska eftir því að fá upplýsingar um þessi „samtöl“ og þannig getað haft samband við þá sem voru í nálægð við þann smitaða. Alma ítrekaði að forritið uppfyllti kröfur um bæði öryggi og persónuvernd. Gögnin væru aðeins vistuð á símanum og eigandi hans þyrfti að gefa leyfi fyrir notkun þeirra. Þá væri þeim eytt eftir fjórtán daga. Þeir sem vilja nýta sér nýjungina verða að uppfæra smáforritið og velja að fá tilkynningar um hugsanleg smit. Ef tilkynning berst leiðbeinir appið viðkomandi um að skrá sig í smitgát, sem er valkvætt, og fær í kjölfarið strikanúmer í sýnatöku. Forsenda góðs árangurs er að sem flestir sæki appið, sagði landlæknir og ítrekaði að yfirvöld teldu Bluetooth-eiginleikann sérstaklega miklivægan um þessar mundir, þegar samfélagið væri að verða opnara á ný. Biðlaði hún sérstaklega til unga fólksins sem væri mikið á ferðinni að uppfæra og nota forritið. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Fleiri fréttir Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Sjá meira
Alma sagði smitrakninguna vera og verða einn af hornsteinum yfirvalda til að sporna gegn útbreiðslu kórónuveirunnar í samfélaginu. Með uppfærslu smáforritsins yrði smitrakningin sjálfvirkari en áður en fyrst og fremst væri um að ræða viðbót við núverandi aðgerðir. Sambærilegt app er í notkun í mörgum öðrum Evrópuríkjum, að sögn Ölmu. Eftir uppfærsluna mun smáforritið skrá „samtöl“ sem það á við aðra síma með appið og vista. Ef einstaklingur greinist með Covid-19, mun smitrakningarteymið óska eftir því að fá upplýsingar um þessi „samtöl“ og þannig getað haft samband við þá sem voru í nálægð við þann smitaða. Alma ítrekaði að forritið uppfyllti kröfur um bæði öryggi og persónuvernd. Gögnin væru aðeins vistuð á símanum og eigandi hans þyrfti að gefa leyfi fyrir notkun þeirra. Þá væri þeim eytt eftir fjórtán daga. Þeir sem vilja nýta sér nýjungina verða að uppfæra smáforritið og velja að fá tilkynningar um hugsanleg smit. Ef tilkynning berst leiðbeinir appið viðkomandi um að skrá sig í smitgát, sem er valkvætt, og fær í kjölfarið strikanúmer í sýnatöku. Forsenda góðs árangurs er að sem flestir sæki appið, sagði landlæknir og ítrekaði að yfirvöld teldu Bluetooth-eiginleikann sérstaklega miklivægan um þessar mundir, þegar samfélagið væri að verða opnara á ný. Biðlaði hún sérstaklega til unga fólksins sem væri mikið á ferðinni að uppfæra og nota forritið.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Fleiri fréttir Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Sjá meira