JWST á að leysa Hubble sjónaukann af hólmi og vonast vísindamenn til þess að hægt verði að nota hann til svara mikilvægum spurningum um uppruna alheimsins og nær- og fjarliggjandi stjörnuþokur.
Spegill JWST er 6,5 metrar að þvermál en til samanburðar er spegill Hubble er 2,4 metra breiður. Hann verður ekki á braut um jörðu eins og Hubble heldur verður hann í svonefndum Lagrange-punkti 2 í um 1,5 milljón kílómetra fjarlægð frá jörðinni í áttina frá sólu.
Sjónaukinn á taka myndir af stjörnuþokum sem voru með þeim fyrstu til að myndast í alheiminum.
Til stendur að skjóta JWST á loft þann 31. október frá frönsku Gíenu. Í tilkynningu á vef Geimvísindastofnunar Bandaríkjanna, NASA, segir að enn eigi eftir að gera nokkrar tilraunir áður en hægt verði að skjóta sjónaukanum á loft.
Hér má sjá útskýringarmyndband um það hvernig sjónaukinn mun virka þegar hann er kominn út í geim.
Sjónaukinn sé gerður úr mörgum hreyfanlegum hlutum og allt þurfi að vera fullkomið við geimskot, því þar sem sjónaukinn verður svo langt frá jörðu verður gífurlega erfitt, ef ekki ómögulegt að laga hann.
Upprunalega stóð til að skjóta honum á loft árið 2007 en miklar tafir hafa verið á framleiðslu hans og sömuleiðis hefur verkefnið kostað mun meira en áður stóð til.
Hér má svo sjá myndband þar sem farið er yfir James Webb verkefnið og hvað sjónaukinn á að gera.