Opna kaffihús og boða mikla uppbyggingu í Reykjadal Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 16. maí 2021 21:01 Skálinn er við minni Reykjadals. Aðsend/Reykjadalsfélagið Nýtt kaffihús opnaði um liðna helgi við minni Reykjadals í Hveragerði og hefur vakið þónokkra athygli. Mikil uppbygging hefur farið fram í Reykjadal að undanförnu. Göngustígar þangað hafa verið lagfærðir og búið er að malbika vegin alveg að gönguleiðinni, og sömuleiðis malbika bílastæði sem áður voru malarlögð. Á kaffihúsinu er ferðalöngum boðið upp á veitingar auk þess sem fataverslunin Kormákur og Skjöldur heldur þar úti lítilli búð þar sem fólk getur verslað útivistarfatnað áður en lagt er í göngu upp að baðlækjunum í Reykjadal. Göngustígurinn upp Reykjadal var endurnýjaður síðasta vor.Aðsend/Reykjadalsfélagið „Fyrsti fasinn í þessari uppbyggingu er þetta þjónustuhús sem við köllum Skálann. Þar erum við búnir að koma upp bæði veitingaaðstöðu, sem ber heitið Café Reykjadalur, og síðan erum við með útivistarverslun í samstarfi við Kormák og Skjöld, þannig að Kormákur og Skjöldur er með verslun þarna hjá okkur,“ segir Brynjólfur J. Baldursson, stjórnarformaður Reykjadalsfélagsins, sem stendur að uppbyggingu á svæðinu. Brynjólfur segir að þegar fram líða stundir verði í Skálanum upplýsingamiðstöð fyrir gesti og gangandi og að markmiðið sé að hægt verði að kaupa þar útivistarvörur áður en lagt er í göngur og hjólaferðir um svæðið. Icebike mun í sumar opna hjólaleigu og ferðaþjónustu með það að markmiði að byggja svæðið upp. „Til lengri tíma ætlum við að bæta í úrvalið en núna erum við bæði með kúrekahatta en líka mikið af praktískum vörum eins og göngustafi, sundföt og handklæði sem fólk getur nýtt í útivistina þarna á svæðinu,“ segir Brynjólfur. „Hugsunin er svo að vera með upplýsingagjöf þar sem við verðum með kort og við gefum upplýsingar um svæðið, gönguleiðir og hjólaleiðir og annað sem hægt er að gera á svæðinu. Þarna er golfvöllur, þarna er veiði í ánni, þarna eru göngu- og hjólaleiðir bæði á flatlendinu og svo uppi á hálendi.“ „Það verður að vera þannig að við séum að huga að öllum þessum þáttum, að mismunandi útivist fái að njóta sín. Við viljum huga að því að gera skemmtilega upplifun á svæðinu og reyna að passa að allir geti notið sín.“ Vilja dreifa álaginu í Reykjadal á fleiri gönguleiðir Ráðist var í endurbætur á gönguleiðinni í Reykjadal í fyrra vor auk þess sem lögð var ný brú yfir Hengladalaá sem leysir af hólmi gömlu staurabrúna. Brynjólfur segir það jákvæða þróun og segir að félagið vonist til að ráðist verði í enn frekari uppbyggingu á gönguleiðum um svæðið. Í Skálanum er kaffihús og verslun en til stendur að þar verði einnig þjónustu- og upplýsingaþjónusta þegar fram líða stundir.Aðsend/Reykjadalsfélagið Hveragerðisbær réðst í miklar úrbætur á svæðinu í fyrra en nú hefur bílastæðið verið malarlagt og stendur til að taka bílastæðagjald á næstunni.Aðsend/Reykjadalsfélagið „Framtíðin er að bæta aðgengi á svæðið. Bæta gönguleiðir og jafnvel búa til nýjar þannig að þetta sé til framtíðar útivistarparadís. Að fólk geti komið hingað oft og gert mismunandi hluti. Jafnvel ef fólk er bara að labba að það geti labbað mismunandi leiðir, ekki bara alltaf upp Reykjadalinn,“ segir Brynjólfur. „Þannig erum við líka að horfa á sjálfbærnina á svæðinu, að við séum að taka álagið af þessari einu leið sem er í dag. Svo þegar ferðamaðurinn dettur aftur inn þá er mikilvægt fyrir okkur að álaginu sé dreift, svo dalurinn fái hvíld og aðrar leiðir fái að njóta sín. Svo erum við með framtíðarpælingar um að fara í meiri uppbyggingu á okkar svæði og búa til meiri afþreyingu þar.“ Verslunin Kormákur & Skjöldur er með útibú í Skálanum.Aðsend/Reykjadalsfélagið Greint var frá því í desember síðastliðnum að Hveragerðisbær hyggist hefja gjaldtöku á bílastæðunum við Reykjadal. Hann segir vinnu vera hafna í samstarfi við sveitarfélagið Ölfuss um að tengja Reykjadalssvæðið við Hengilssvæðið. „Hveragerðisbær er að taka þetta gjald til að kosta sjálfbæra uppbyggingu á svæðinu,“ segir Brynjólfur. „Svo er Hengilssvæðið þarna fyrir ofan og markmiðið er að tengja það meira við svæðið í framtíðinni, þannig að fólk geti auðveldlega komist á það svæði, ekki bara í gegn um Reykjadalinn heldur á fleiri stöðum og það er framtíðardraumur hjá okkur. Þá erum við að vinna með Ölfus og Hveragerðisbæ í því. Þetta er stóra myndin sem komin er núna en í fyrsta skrefinu erum við að einblína á kaffihúsið.“ Ferðamennska á Íslandi Ferðalög Veitingastaðir Hveragerði Ölfus Mest lesið Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Viðskipti innlent Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Viðskipti innlent Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Viðskipti innlent Muni ekki hika við að hækka vexti Viðskipti innlent Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Viðskipti innlent Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Viðskipti innlent Davíð trónir enn og aftur á toppnum Viðskipti innlent Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Forstjórarnir sem möluðu gull í fyrra Ráðin framkvæmdastjóri Frama Afar ósátt við „óskiljanlega“ sekt Samkeppniseftirlitsins Taka sæti í framkvæmdastjórn Arctic Adventures Landsvirkjun sektuð um 1,4 milljarða fyrir að undirbjóða keppinauta Kalt stríð sé í gangi á netinu Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sjá meira
Á kaffihúsinu er ferðalöngum boðið upp á veitingar auk þess sem fataverslunin Kormákur og Skjöldur heldur þar úti lítilli búð þar sem fólk getur verslað útivistarfatnað áður en lagt er í göngu upp að baðlækjunum í Reykjadal. Göngustígurinn upp Reykjadal var endurnýjaður síðasta vor.Aðsend/Reykjadalsfélagið „Fyrsti fasinn í þessari uppbyggingu er þetta þjónustuhús sem við köllum Skálann. Þar erum við búnir að koma upp bæði veitingaaðstöðu, sem ber heitið Café Reykjadalur, og síðan erum við með útivistarverslun í samstarfi við Kormák og Skjöld, þannig að Kormákur og Skjöldur er með verslun þarna hjá okkur,“ segir Brynjólfur J. Baldursson, stjórnarformaður Reykjadalsfélagsins, sem stendur að uppbyggingu á svæðinu. Brynjólfur segir að þegar fram líða stundir verði í Skálanum upplýsingamiðstöð fyrir gesti og gangandi og að markmiðið sé að hægt verði að kaupa þar útivistarvörur áður en lagt er í göngur og hjólaferðir um svæðið. Icebike mun í sumar opna hjólaleigu og ferðaþjónustu með það að markmiði að byggja svæðið upp. „Til lengri tíma ætlum við að bæta í úrvalið en núna erum við bæði með kúrekahatta en líka mikið af praktískum vörum eins og göngustafi, sundföt og handklæði sem fólk getur nýtt í útivistina þarna á svæðinu,“ segir Brynjólfur. „Hugsunin er svo að vera með upplýsingagjöf þar sem við verðum með kort og við gefum upplýsingar um svæðið, gönguleiðir og hjólaleiðir og annað sem hægt er að gera á svæðinu. Þarna er golfvöllur, þarna er veiði í ánni, þarna eru göngu- og hjólaleiðir bæði á flatlendinu og svo uppi á hálendi.“ „Það verður að vera þannig að við séum að huga að öllum þessum þáttum, að mismunandi útivist fái að njóta sín. Við viljum huga að því að gera skemmtilega upplifun á svæðinu og reyna að passa að allir geti notið sín.“ Vilja dreifa álaginu í Reykjadal á fleiri gönguleiðir Ráðist var í endurbætur á gönguleiðinni í Reykjadal í fyrra vor auk þess sem lögð var ný brú yfir Hengladalaá sem leysir af hólmi gömlu staurabrúna. Brynjólfur segir það jákvæða þróun og segir að félagið vonist til að ráðist verði í enn frekari uppbyggingu á gönguleiðum um svæðið. Í Skálanum er kaffihús og verslun en til stendur að þar verði einnig þjónustu- og upplýsingaþjónusta þegar fram líða stundir.Aðsend/Reykjadalsfélagið Hveragerðisbær réðst í miklar úrbætur á svæðinu í fyrra en nú hefur bílastæðið verið malarlagt og stendur til að taka bílastæðagjald á næstunni.Aðsend/Reykjadalsfélagið „Framtíðin er að bæta aðgengi á svæðið. Bæta gönguleiðir og jafnvel búa til nýjar þannig að þetta sé til framtíðar útivistarparadís. Að fólk geti komið hingað oft og gert mismunandi hluti. Jafnvel ef fólk er bara að labba að það geti labbað mismunandi leiðir, ekki bara alltaf upp Reykjadalinn,“ segir Brynjólfur. „Þannig erum við líka að horfa á sjálfbærnina á svæðinu, að við séum að taka álagið af þessari einu leið sem er í dag. Svo þegar ferðamaðurinn dettur aftur inn þá er mikilvægt fyrir okkur að álaginu sé dreift, svo dalurinn fái hvíld og aðrar leiðir fái að njóta sín. Svo erum við með framtíðarpælingar um að fara í meiri uppbyggingu á okkar svæði og búa til meiri afþreyingu þar.“ Verslunin Kormákur & Skjöldur er með útibú í Skálanum.Aðsend/Reykjadalsfélagið Greint var frá því í desember síðastliðnum að Hveragerðisbær hyggist hefja gjaldtöku á bílastæðunum við Reykjadal. Hann segir vinnu vera hafna í samstarfi við sveitarfélagið Ölfuss um að tengja Reykjadalssvæðið við Hengilssvæðið. „Hveragerðisbær er að taka þetta gjald til að kosta sjálfbæra uppbyggingu á svæðinu,“ segir Brynjólfur. „Svo er Hengilssvæðið þarna fyrir ofan og markmiðið er að tengja það meira við svæðið í framtíðinni, þannig að fólk geti auðveldlega komist á það svæði, ekki bara í gegn um Reykjadalinn heldur á fleiri stöðum og það er framtíðardraumur hjá okkur. Þá erum við að vinna með Ölfus og Hveragerðisbæ í því. Þetta er stóra myndin sem komin er núna en í fyrsta skrefinu erum við að einblína á kaffihúsið.“
Ferðamennska á Íslandi Ferðalög Veitingastaðir Hveragerði Ölfus Mest lesið Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Viðskipti innlent Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Viðskipti innlent Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Viðskipti innlent Muni ekki hika við að hækka vexti Viðskipti innlent Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Viðskipti innlent Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Viðskipti innlent Davíð trónir enn og aftur á toppnum Viðskipti innlent Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Forstjórarnir sem möluðu gull í fyrra Ráðin framkvæmdastjóri Frama Afar ósátt við „óskiljanlega“ sekt Samkeppniseftirlitsins Taka sæti í framkvæmdastjórn Arctic Adventures Landsvirkjun sektuð um 1,4 milljarða fyrir að undirbjóða keppinauta Kalt stríð sé í gangi á netinu Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sjá meira