Ferðaþjónustan leggur línurnar fyrir kosningarnar Birgir Olgeirsson skrifar 13. maí 2021 11:15 -- Kv. Arnar Foto: arnar halldorsson,Arnar Halldórsson/Arnar Halldórsson Samtök ferðaþjónustunnar hafa sett fram aðgerðir til að hraða viðspyrnu ferðaþjónustunnar. Er það innlegg samtakanna fyrir komandi kosningabaráttu en framkvæmdastjórinn segir að fylgst verði með því hvernig flokkarnir taki tillögurnar. Tillögurnar eru á fimmta tug og í ellefu flokkum sem varða rekstrarumhverfi fyrirtækjanna, markaðsetningu erlendis, úrvinnslu skuldavanda og eftirlit með erlendri og ólöglegri starfsemi hér á landi svo dæmi séu tekin. Tillögurnar má sjá hér. „Við erum að benda þarna á leiðir til dæmis varðandi bætt rekstrarumhverfi fyrirtækja sem getur hjálpað til við að ráða fleira fólk. Við erum að horfa á skuldavanda þessara fyrirtækja sem mun að óbreyttu hamla þessari hröðu viðspyrnu,“ segir Jóhannes Þór Skúlason framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar. Kallað er eftir að virðisaukaskattur í ferðaþjónustu verði lækkaður í sjö prósent til 2025 og tryggingjaldið lækkað myndarlega frá ársbyrjun 2022. Inngrip Seðlabankans í gengisþróun taki skýrt mið af hagsmunum útflutningsgreina, opinberum gjöldum verði frestað og stjórnvöld hafi eftirlit með erlendri og ólöglegri starfsemi til að koma í veg fyrir flutning fyrirtækja og þjónustu úr landi. Jóhannes segir stjórnvöld geta liðkað til við skuldavanda fyrirtækjanna líkt og gert var eftir efnahagshrunið 2008 og nefnir þar Beinu brautina sem reyndist vel. „Það er hægt að byggja á því sem áður hefur verið gert og náð þannig góðum árangri,“ segir Jóhannes Þór. Hann segir það ekki hlutverk samtakanna að benda félagsmönnum sínum á hvernig þeir muni haga atkvæðum sínum. „Það er ekki okkar hlutverk að benda okkar félagsmönnu má neitt varðandi það hvernig þeir haga sínum atkvæðum. Við erum að leggja þetta fram sem augljóst innlegg í næstu kosningar því þær hljóta að snúast um efnahagslega endurreisn samfélagsins. Minnkun atvinnuleysis og svo framvegis. Þetta er okkar innlegg í það og eru aðgerðir sem við teljum að skipti þar miklu máli. Við munum að sjálfsögðu fylgjast með hvað flokkarnir ætli að gera í þeim málum. Við vonumst til að flokkarnir taki þessar aðgerðir upp á arma sína, einhverjar að minnsta kosti. Við getum þá séð hvaða skoðanir þeir hafa á þessu og hvernig þeir vilja vinna með þetta áfram inn í næsta kjörtímabil.“ Ferðamennska á Íslandi Alþingiskosningar 2021 Mest lesið Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Fleiri fréttir Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Sjá meira
Tillögurnar eru á fimmta tug og í ellefu flokkum sem varða rekstrarumhverfi fyrirtækjanna, markaðsetningu erlendis, úrvinnslu skuldavanda og eftirlit með erlendri og ólöglegri starfsemi hér á landi svo dæmi séu tekin. Tillögurnar má sjá hér. „Við erum að benda þarna á leiðir til dæmis varðandi bætt rekstrarumhverfi fyrirtækja sem getur hjálpað til við að ráða fleira fólk. Við erum að horfa á skuldavanda þessara fyrirtækja sem mun að óbreyttu hamla þessari hröðu viðspyrnu,“ segir Jóhannes Þór Skúlason framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar. Kallað er eftir að virðisaukaskattur í ferðaþjónustu verði lækkaður í sjö prósent til 2025 og tryggingjaldið lækkað myndarlega frá ársbyrjun 2022. Inngrip Seðlabankans í gengisþróun taki skýrt mið af hagsmunum útflutningsgreina, opinberum gjöldum verði frestað og stjórnvöld hafi eftirlit með erlendri og ólöglegri starfsemi til að koma í veg fyrir flutning fyrirtækja og þjónustu úr landi. Jóhannes segir stjórnvöld geta liðkað til við skuldavanda fyrirtækjanna líkt og gert var eftir efnahagshrunið 2008 og nefnir þar Beinu brautina sem reyndist vel. „Það er hægt að byggja á því sem áður hefur verið gert og náð þannig góðum árangri,“ segir Jóhannes Þór. Hann segir það ekki hlutverk samtakanna að benda félagsmönnum sínum á hvernig þeir muni haga atkvæðum sínum. „Það er ekki okkar hlutverk að benda okkar félagsmönnu má neitt varðandi það hvernig þeir haga sínum atkvæðum. Við erum að leggja þetta fram sem augljóst innlegg í næstu kosningar því þær hljóta að snúast um efnahagslega endurreisn samfélagsins. Minnkun atvinnuleysis og svo framvegis. Þetta er okkar innlegg í það og eru aðgerðir sem við teljum að skipti þar miklu máli. Við munum að sjálfsögðu fylgjast með hvað flokkarnir ætli að gera í þeim málum. Við vonumst til að flokkarnir taki þessar aðgerðir upp á arma sína, einhverjar að minnsta kosti. Við getum þá séð hvaða skoðanir þeir hafa á þessu og hvernig þeir vilja vinna með þetta áfram inn í næsta kjörtímabil.“
Ferðamennska á Íslandi Alþingiskosningar 2021 Mest lesið Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Fleiri fréttir Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Sjá meira