Lof og last 3. umferðar: Sóknarleikur blómstraði á kostnað varnarleiks, Mikkelsen, Páez, Hákon og Óli Jóh Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 14. maí 2021 10:10 Thomas Mikkelsen [fyrir miðju] skoraði þrjú og lagði upp eitt í 4-0 sigri Breiðabliks. Vísir/Hulda Margrét Þriðju umferð Pepsi Max deildar karla í knattspyrnu lauk í gærkvöld. Það hefur mikið gengið á undanfarna tvo daga og hér að neðan má sjá hvað á skilið lof og hvað á skilið last. Taka skal fram að þetta er eingöngu skoðun blaðamanns og er aðallega gert til skemmtunar. Lof Arnar Grétarsson Lið Akureyringa hefur fengið mikið lof til þessa. Sjö stig að loknum þremur leikjum, sex mörk skoruð og eitt fengið á sig. Sigur KA á Leikni Reykjavík var enn merkilegri fyrir þær sakir að í raun vantaði fimm byrjunarliðs sem og Elfar Árna Aðalsteinsson í lið KA manna. Það kom ekki að sök í gær. Sóknarleikur umferðarinnar Sóknarleikur var í fyrirrúmi í 3. umferð Pepsi Max deildarinnar. Alls voru skoruð 25 mörk í leikjunum sex. „Aðeins“ voru skoruð tvö mörk í Lautinni, þrjú á Dalvík, fjögur á Kópavogsvelli, fimm í Garðabænum sem og Hlíðarenda. Flest mörk litu svo dagsins ljós í Kaplakrika en þar voru sex mörk skoruð. Danskir framherjar: Thomas Mikkelsen Nikolaj Hansen Patrick Pedersen Sóknarleikurinn var eins og áður sagði í fyrirrúmi og segja má að danskir framherjar hafi stolið senunni. Mikkelsen skoraði þrjú og lagði upp eitt í 4-0 sigri Breiðabliks. Hansen skoraði tvö í 3-2 sigri Víkinga og Pedersen skoraði eitt mark í torsóttum sigri Vals á HK. Tristan Freyr Talandi um sóknarleik og mörk. Það er ekki annað hægt en að nefna Tristan Frey Ingólfsson, vinstri bakvörð Stjörnunnar. Hann skoraði eitt af mörkum sumarsins í svekkjandi tapi Garðbæinga. Mörk sem þessi eiga skilið að tryggja allavega stig. Óli Jóh Ólafur Jóhannesson - fyrrum þjálfari FH, Vals, íslenska landsliðsins sem og annarra liða - er einn af sérfræðingum Pepsi Max Stúkunnar í sumar. Hann hefur komið eins og stormsveipur inn í umfjöllun um íslenska boltann og hélt því áfram í gærkvöld. „Hannes situr þarna í middle of nowhere,“ sagði Óli Jó um fyrra mark HK gegn Val í gær. Það skoraði Stefan Alexander Ljubicic með skalla af markteig en Hannes Þór Halldórsson, landsliðsmarkvörður Íslands, sat sem fastast á línunni. Klippa: Óli Jóh og Atli Viðar „Af því hann brýtur ekki á honum Atli. Týpískur framherji, það má ekki koma við ykkur og þá farið þið niður,“ sagði Óli við Atla Viðar Björnsson, hinn sérfræðing Pepsi Max Stúkunnar í gærkvöld. Þetta kostulega spjall má sjá í spilaranum hér að ofan. Last Varnarleikur umferðarinnar Sóknarleikurinn blómstraði og þá er frekar einfalt að benda á að varnarleikur liðanna hafi ekki verið nægilega góður. Mikið af mörkum komu eftir slakan varnarleik og lélega leikstjórnun. Til að mynda fengu Leiknismenn á sig mjög klaufalega vítaspyrnu á Dalvík og Keflvíkingar gerðu slíkt hið sama á Kópavogsvelli. Standa í lappirnar innan vítateigs. Brotið sem leiddi af sér vítaspyrnu Breiðabliks gegn Keflavík í uppsiglingu.Vísir/Hulda Margrét Bæði mörkin í Lautinni komu eftir fast leikatriði þar sem boltinn rataði á fjærstöng og varnarliðið vissi ekki hvort það væri að koma eða fara. Í fyrra var kórónuveirunni og öllum þeim pásum sem henni fylgdu kennt um slakan varnarleik liða deildarinnar. Vissulega kom stutt pása nú rétt fyrir mót en þjálfarar deildarinnar geta vart notað sömu afsökun annað árið í röð. Octavio Andrés Páez Gil Octavio Páez gekk til liðs við nýliða Leikni fyrir tímabilið og fékk loksins mínútur á vellinum er liðið var 3-0 undir gegn KA á Dalvík. Tæpum tólf mínútum eftir að hann kom af bekknum fór hann í einhverja glórulausustu tæklingu síðari ára. Hann fékk umsvifalaust rautt spjald og verður ekki með Breiðhyltingum í næsta leik hið minnsta. Tæklinguna má sjá í myndbandinu hér að ofan eftir eina mínútu og 55 sekúndur. Hákon Ingi Jónsson Skagamaðurinn Hákon Ingi nældi sér í tvö spjöld á þriggja mínútna kafla um miðbik fyrri hálfleiks í leik ÍA og FH. Er hann fékk spjöldin tvö var staðan 1-0 Skagamönnum í vil en aðeins mínútu eftir að Hákon var sendur í sturtu jafnaði FH metin og fór það svo að Hafnfirðingar unnu öruggan 5-1 sigur. Um er að ræða nnað rauða spjaldið sem Skagamenn fá í fyrstu þremur leikjum tímabilsins. Báðir leikirnir hafa tapast. Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Valur - HK 3-2 | Almarr hetja Vals í markasúpu á Hlíðarenda Almarr Ormarsson tryggði Íslandsmeisturum Vals dramatískan 3-2 sigur á HK að Hlíðarenda er liðin mættust í Pepsi Max deild karla í kvöld. Markið kom undir lok leiks. 13. maí 2021 21:05 Umfjöllun og viðtöl: FH - ÍA 5-1 | Ógæfur dundu yfir Skagamenn og flóðgáttir opnuðust Skagamenn enduðu með útileikmann í markinu, tveimur mönnum færri, í 5-1 tapinu gegn FH í Kaplakrika í kvöld. Með sigrinum eru FH-ingar á toppi Pepsi Max-deildarinnar með sjö stig en ÍA er með eitt stig eftir þrjár umferðir. 13. maí 2021 22:20 Umfjöllun og viðtöl Breiðablik - Keflavík 4-0 | Tímabilið loks farið af stað hjá Blikum Breiðablik vann öflugan 4-0 sigur á nýliðum Keflavíkur í Pepsi Max deild karla er liðin mættust á Kópavogsvelli í kvöld. Tomas Mikkelsen gerði sér lítið fyrir og skoraði þrjú mörk í liði Breiðabliks. 13. maí 2021 21:20 Umfjöllun og viðtöl: Fylkir - KR 1-1 | Vítaklúður Arnórs Borg dýrkeypt Fylkir og KR skildu jöfn 1-1 í þriðju umferð Pepsi Max-deild karla í Árbæ í kvöld. Fylkismenn voru nær því að taka stigin þrjú. 12. maí 2021 21:05 Umfjöllun og viðtöl: KA - Leiknir 3-0 | Öruggt á Dalvík KA er með sjö stig eftir þrjá leiki en þeir unnu 3-0 sigur á Leikni í kvöld. Leikurinn fór fram á nýja gervigrasvellinum á Dalvík. Ekki var hægt að spila á Greifavellinum á Akureyri þar sem hann kemur illa undan vetri. 12. maí 2021 19:21 Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Stjarnan í tómu tjóni Víkingur Reykjavík sótti þrjú stig í Garðabæinn í kvöld er Stjarnan tók á móti Víking í Pepsi Max deild karla. Lokatölur 3-2 Víkingum í vil. 13. maí 2021 21:30 Mest lesið The Athletic valdi íslensku treyjuna þá ljótustu á EM í ár Fótbolti Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Enski boltinn EM í dag: Nú hitti skrattinn ömmu sína Fótbolti Kemur til varnar Arnari bróður sínum: „Nú er nóg komið“ Sport Á réttri leið eftir röð áfalla: „Sagði við Guðna að ég væri bara hætt“ Sport Partey ákærður fyrir nauðgun Fótbolti Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Enski boltinn Portúgalinn Pedro Neto má taka sér frí: „Hann er mjög leiður“ Fótbolti Eldræða Ása: „Fyrirsláttur hjá fólki að halda og tengja þetta“ Fótbolti Blæs á val The Athletic: „Okkar treyja og við auðvitað elskum hana“ Fótbolti Fleiri fréttir ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Varð fullorðinn úti „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Stúkan: Átti annað mark ÍA að standa og hver skoraði? Sjáðu tvennur Eiðs og Nikolaj, aukaspyrnu Kjartans og öll hin mörkin Uppgjörið: Víkingur - Afturelding 2-1 | Víkingar sluppu með skrekkinn Uppgjörið: KR - FH 3-2 | Eiður Gauti hetja KR-inga Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-2 | Sigur í fyrsta leik Lárusar Orra Uppgjörið: Fram - ÍBV 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Hverju breytir Lárus Orri hjá Skagaliðinu? Þrenna á föstudagskvöldi og háskólagráða á laugardegi Fyrsti sigur Fylkismanna í fimmtíu daga Sjáðu markaveislu Valsmanna og varamannaþrennu Kristófers bjarga Blikum Hetja Blika í kvöld lá í viku inn á spítala í janúar með blóðsýkingu Svarar ekki Óskari Hrafni: „Ég tala bara úti á velli, ekki eftir á“ ÍR-ingar gefa ekkert eftir og tóku toppsætið aftur af Njarðvík Sjá meira
Taka skal fram að þetta er eingöngu skoðun blaðamanns og er aðallega gert til skemmtunar. Lof Arnar Grétarsson Lið Akureyringa hefur fengið mikið lof til þessa. Sjö stig að loknum þremur leikjum, sex mörk skoruð og eitt fengið á sig. Sigur KA á Leikni Reykjavík var enn merkilegri fyrir þær sakir að í raun vantaði fimm byrjunarliðs sem og Elfar Árna Aðalsteinsson í lið KA manna. Það kom ekki að sök í gær. Sóknarleikur umferðarinnar Sóknarleikur var í fyrirrúmi í 3. umferð Pepsi Max deildarinnar. Alls voru skoruð 25 mörk í leikjunum sex. „Aðeins“ voru skoruð tvö mörk í Lautinni, þrjú á Dalvík, fjögur á Kópavogsvelli, fimm í Garðabænum sem og Hlíðarenda. Flest mörk litu svo dagsins ljós í Kaplakrika en þar voru sex mörk skoruð. Danskir framherjar: Thomas Mikkelsen Nikolaj Hansen Patrick Pedersen Sóknarleikurinn var eins og áður sagði í fyrirrúmi og segja má að danskir framherjar hafi stolið senunni. Mikkelsen skoraði þrjú og lagði upp eitt í 4-0 sigri Breiðabliks. Hansen skoraði tvö í 3-2 sigri Víkinga og Pedersen skoraði eitt mark í torsóttum sigri Vals á HK. Tristan Freyr Talandi um sóknarleik og mörk. Það er ekki annað hægt en að nefna Tristan Frey Ingólfsson, vinstri bakvörð Stjörnunnar. Hann skoraði eitt af mörkum sumarsins í svekkjandi tapi Garðbæinga. Mörk sem þessi eiga skilið að tryggja allavega stig. Óli Jóh Ólafur Jóhannesson - fyrrum þjálfari FH, Vals, íslenska landsliðsins sem og annarra liða - er einn af sérfræðingum Pepsi Max Stúkunnar í sumar. Hann hefur komið eins og stormsveipur inn í umfjöllun um íslenska boltann og hélt því áfram í gærkvöld. „Hannes situr þarna í middle of nowhere,“ sagði Óli Jó um fyrra mark HK gegn Val í gær. Það skoraði Stefan Alexander Ljubicic með skalla af markteig en Hannes Þór Halldórsson, landsliðsmarkvörður Íslands, sat sem fastast á línunni. Klippa: Óli Jóh og Atli Viðar „Af því hann brýtur ekki á honum Atli. Týpískur framherji, það má ekki koma við ykkur og þá farið þið niður,“ sagði Óli við Atla Viðar Björnsson, hinn sérfræðing Pepsi Max Stúkunnar í gærkvöld. Þetta kostulega spjall má sjá í spilaranum hér að ofan. Last Varnarleikur umferðarinnar Sóknarleikurinn blómstraði og þá er frekar einfalt að benda á að varnarleikur liðanna hafi ekki verið nægilega góður. Mikið af mörkum komu eftir slakan varnarleik og lélega leikstjórnun. Til að mynda fengu Leiknismenn á sig mjög klaufalega vítaspyrnu á Dalvík og Keflvíkingar gerðu slíkt hið sama á Kópavogsvelli. Standa í lappirnar innan vítateigs. Brotið sem leiddi af sér vítaspyrnu Breiðabliks gegn Keflavík í uppsiglingu.Vísir/Hulda Margrét Bæði mörkin í Lautinni komu eftir fast leikatriði þar sem boltinn rataði á fjærstöng og varnarliðið vissi ekki hvort það væri að koma eða fara. Í fyrra var kórónuveirunni og öllum þeim pásum sem henni fylgdu kennt um slakan varnarleik liða deildarinnar. Vissulega kom stutt pása nú rétt fyrir mót en þjálfarar deildarinnar geta vart notað sömu afsökun annað árið í röð. Octavio Andrés Páez Gil Octavio Páez gekk til liðs við nýliða Leikni fyrir tímabilið og fékk loksins mínútur á vellinum er liðið var 3-0 undir gegn KA á Dalvík. Tæpum tólf mínútum eftir að hann kom af bekknum fór hann í einhverja glórulausustu tæklingu síðari ára. Hann fékk umsvifalaust rautt spjald og verður ekki með Breiðhyltingum í næsta leik hið minnsta. Tæklinguna má sjá í myndbandinu hér að ofan eftir eina mínútu og 55 sekúndur. Hákon Ingi Jónsson Skagamaðurinn Hákon Ingi nældi sér í tvö spjöld á þriggja mínútna kafla um miðbik fyrri hálfleiks í leik ÍA og FH. Er hann fékk spjöldin tvö var staðan 1-0 Skagamönnum í vil en aðeins mínútu eftir að Hákon var sendur í sturtu jafnaði FH metin og fór það svo að Hafnfirðingar unnu öruggan 5-1 sigur. Um er að ræða nnað rauða spjaldið sem Skagamenn fá í fyrstu þremur leikjum tímabilsins. Báðir leikirnir hafa tapast. Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Valur - HK 3-2 | Almarr hetja Vals í markasúpu á Hlíðarenda Almarr Ormarsson tryggði Íslandsmeisturum Vals dramatískan 3-2 sigur á HK að Hlíðarenda er liðin mættust í Pepsi Max deild karla í kvöld. Markið kom undir lok leiks. 13. maí 2021 21:05 Umfjöllun og viðtöl: FH - ÍA 5-1 | Ógæfur dundu yfir Skagamenn og flóðgáttir opnuðust Skagamenn enduðu með útileikmann í markinu, tveimur mönnum færri, í 5-1 tapinu gegn FH í Kaplakrika í kvöld. Með sigrinum eru FH-ingar á toppi Pepsi Max-deildarinnar með sjö stig en ÍA er með eitt stig eftir þrjár umferðir. 13. maí 2021 22:20 Umfjöllun og viðtöl Breiðablik - Keflavík 4-0 | Tímabilið loks farið af stað hjá Blikum Breiðablik vann öflugan 4-0 sigur á nýliðum Keflavíkur í Pepsi Max deild karla er liðin mættust á Kópavogsvelli í kvöld. Tomas Mikkelsen gerði sér lítið fyrir og skoraði þrjú mörk í liði Breiðabliks. 13. maí 2021 21:20 Umfjöllun og viðtöl: Fylkir - KR 1-1 | Vítaklúður Arnórs Borg dýrkeypt Fylkir og KR skildu jöfn 1-1 í þriðju umferð Pepsi Max-deild karla í Árbæ í kvöld. Fylkismenn voru nær því að taka stigin þrjú. 12. maí 2021 21:05 Umfjöllun og viðtöl: KA - Leiknir 3-0 | Öruggt á Dalvík KA er með sjö stig eftir þrjá leiki en þeir unnu 3-0 sigur á Leikni í kvöld. Leikurinn fór fram á nýja gervigrasvellinum á Dalvík. Ekki var hægt að spila á Greifavellinum á Akureyri þar sem hann kemur illa undan vetri. 12. maí 2021 19:21 Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Stjarnan í tómu tjóni Víkingur Reykjavík sótti þrjú stig í Garðabæinn í kvöld er Stjarnan tók á móti Víking í Pepsi Max deild karla. Lokatölur 3-2 Víkingum í vil. 13. maí 2021 21:30 Mest lesið The Athletic valdi íslensku treyjuna þá ljótustu á EM í ár Fótbolti Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Enski boltinn EM í dag: Nú hitti skrattinn ömmu sína Fótbolti Kemur til varnar Arnari bróður sínum: „Nú er nóg komið“ Sport Á réttri leið eftir röð áfalla: „Sagði við Guðna að ég væri bara hætt“ Sport Partey ákærður fyrir nauðgun Fótbolti Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Enski boltinn Portúgalinn Pedro Neto má taka sér frí: „Hann er mjög leiður“ Fótbolti Eldræða Ása: „Fyrirsláttur hjá fólki að halda og tengja þetta“ Fótbolti Blæs á val The Athletic: „Okkar treyja og við auðvitað elskum hana“ Fótbolti Fleiri fréttir ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Varð fullorðinn úti „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Stúkan: Átti annað mark ÍA að standa og hver skoraði? Sjáðu tvennur Eiðs og Nikolaj, aukaspyrnu Kjartans og öll hin mörkin Uppgjörið: Víkingur - Afturelding 2-1 | Víkingar sluppu með skrekkinn Uppgjörið: KR - FH 3-2 | Eiður Gauti hetja KR-inga Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-2 | Sigur í fyrsta leik Lárusar Orra Uppgjörið: Fram - ÍBV 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Hverju breytir Lárus Orri hjá Skagaliðinu? Þrenna á föstudagskvöldi og háskólagráða á laugardegi Fyrsti sigur Fylkismanna í fimmtíu daga Sjáðu markaveislu Valsmanna og varamannaþrennu Kristófers bjarga Blikum Hetja Blika í kvöld lá í viku inn á spítala í janúar með blóðsýkingu Svarar ekki Óskari Hrafni: „Ég tala bara úti á velli, ekki eftir á“ ÍR-ingar gefa ekkert eftir og tóku toppsætið aftur af Njarðvík Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Valur - HK 3-2 | Almarr hetja Vals í markasúpu á Hlíðarenda Almarr Ormarsson tryggði Íslandsmeisturum Vals dramatískan 3-2 sigur á HK að Hlíðarenda er liðin mættust í Pepsi Max deild karla í kvöld. Markið kom undir lok leiks. 13. maí 2021 21:05
Umfjöllun og viðtöl: FH - ÍA 5-1 | Ógæfur dundu yfir Skagamenn og flóðgáttir opnuðust Skagamenn enduðu með útileikmann í markinu, tveimur mönnum færri, í 5-1 tapinu gegn FH í Kaplakrika í kvöld. Með sigrinum eru FH-ingar á toppi Pepsi Max-deildarinnar með sjö stig en ÍA er með eitt stig eftir þrjár umferðir. 13. maí 2021 22:20
Umfjöllun og viðtöl Breiðablik - Keflavík 4-0 | Tímabilið loks farið af stað hjá Blikum Breiðablik vann öflugan 4-0 sigur á nýliðum Keflavíkur í Pepsi Max deild karla er liðin mættust á Kópavogsvelli í kvöld. Tomas Mikkelsen gerði sér lítið fyrir og skoraði þrjú mörk í liði Breiðabliks. 13. maí 2021 21:20
Umfjöllun og viðtöl: Fylkir - KR 1-1 | Vítaklúður Arnórs Borg dýrkeypt Fylkir og KR skildu jöfn 1-1 í þriðju umferð Pepsi Max-deild karla í Árbæ í kvöld. Fylkismenn voru nær því að taka stigin þrjú. 12. maí 2021 21:05
Umfjöllun og viðtöl: KA - Leiknir 3-0 | Öruggt á Dalvík KA er með sjö stig eftir þrjá leiki en þeir unnu 3-0 sigur á Leikni í kvöld. Leikurinn fór fram á nýja gervigrasvellinum á Dalvík. Ekki var hægt að spila á Greifavellinum á Akureyri þar sem hann kemur illa undan vetri. 12. maí 2021 19:21
Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Stjarnan í tómu tjóni Víkingur Reykjavík sótti þrjú stig í Garðabæinn í kvöld er Stjarnan tók á móti Víking í Pepsi Max deild karla. Lokatölur 3-2 Víkingum í vil. 13. maí 2021 21:30