„Þær munu koma dýrvitlausar í næsta leik“ Valur Páll Eiríksson skrifar 13. maí 2021 17:15 Lovísa Thompson var ánægð með sigurinn en býst við hörkuleik næsta sunnudag. vísir/hulda margrét „Mér fannst við spila rosalega vel, allar sem ein, í vörn og sókn - þar fannst mér vörnin mjög góð í dag. Bara góður sigur.“ sagði Lovísa Thompson, skytta Vals, eftir 25-19 sigur liðsins á Haukum í fyrstu umferð úrslitakeppninnar í Olís-deild kvenna á Hlíðarenda í dag. Valur náði sex marka forskoti í fyrri hálfleiknum en slappur lokakafli hleypti Haukakonum inn í leikinn. Haukar skoruðu fimm mörk gegn einu á síðustu tíu mínútum hálfleiksins sem þýddi að staðan í hléi var 13-11 fyrir Val. Lovísa var spurð hvað hafi verið lagað í leikhléinu. „Það þurfti bara að halda áfram að spila góða vörn, byrja þar, og láta það svo hjálpa okkur í sókninni og fá smá sjálfstraust. Mér fannst við einmitt missa smá einbeitingu á þessum kafla en svo var þetta miklu skárra í seinni hálfleik.“ segir Lovísa sem þakkar markverðinum, Sögu Sif Gísladóttur, einnig fyrir sigurinn. „Mér fannst Saga rosalega góð í dag og mér fannst vörnin ekki síðri. Þetta var góður pakki sem hjálpaðist að í dag og ég held það hafi skilað þessum sigri.“ Þá munaði þremur mörkum á liðunum á fimm mínútna markalausum kafla seint í leiknum áður en Valskonur gerðu út af við leikinn. Lovísa þakkar það Elínu Rósu Magnúsdóttur sem skoraði tvö af síðustu þremur mörkum liðsins. „Þetta var bara áræðni. Elín Rósa kom sterk inn þegar þær komu hærra á völlinn, þannig að hún náði að splundra upp vörnina sem mér fannst gera gæfumuninn í lokin.“ Fram undan er seinni leikur liðanna á Ásvöllum á sunnudag og ljóst að Val dugir sigur til að tryggja sæti sitt í undanúrslitum. „Ég myndi segja að þetta sé bara 0-0 staða aftur, þær munu koma dýrvitlausar í næsta leik og það þýðir ekkert fyrir okkur að vera með einhverja værukærð. Þetta var hörkuleikur eins og sást á mörgum köflum, þær eru með mjög góða leikmenn. Það er bara nýr leikur og ég er spennt fyrir því.“ Olís-deild kvenna Valur Mest lesið Stefnir á heimsmet og segist aldrei hafa verið í betra formi Sport Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Fótbolti Dagskráin í dag: Manchester-slagur á sófasunnudegi Sport Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana Golf „Draumur síðan ég var krakki“ Fótbolti „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ Fótbolti Guðrún Karítas fjarri nýja metinu á sínu fyrsta HM Sport De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fótbolti Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Fleiri fréttir Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Sjá meira
Valur náði sex marka forskoti í fyrri hálfleiknum en slappur lokakafli hleypti Haukakonum inn í leikinn. Haukar skoruðu fimm mörk gegn einu á síðustu tíu mínútum hálfleiksins sem þýddi að staðan í hléi var 13-11 fyrir Val. Lovísa var spurð hvað hafi verið lagað í leikhléinu. „Það þurfti bara að halda áfram að spila góða vörn, byrja þar, og láta það svo hjálpa okkur í sókninni og fá smá sjálfstraust. Mér fannst við einmitt missa smá einbeitingu á þessum kafla en svo var þetta miklu skárra í seinni hálfleik.“ segir Lovísa sem þakkar markverðinum, Sögu Sif Gísladóttur, einnig fyrir sigurinn. „Mér fannst Saga rosalega góð í dag og mér fannst vörnin ekki síðri. Þetta var góður pakki sem hjálpaðist að í dag og ég held það hafi skilað þessum sigri.“ Þá munaði þremur mörkum á liðunum á fimm mínútna markalausum kafla seint í leiknum áður en Valskonur gerðu út af við leikinn. Lovísa þakkar það Elínu Rósu Magnúsdóttur sem skoraði tvö af síðustu þremur mörkum liðsins. „Þetta var bara áræðni. Elín Rósa kom sterk inn þegar þær komu hærra á völlinn, þannig að hún náði að splundra upp vörnina sem mér fannst gera gæfumuninn í lokin.“ Fram undan er seinni leikur liðanna á Ásvöllum á sunnudag og ljóst að Val dugir sigur til að tryggja sæti sitt í undanúrslitum. „Ég myndi segja að þetta sé bara 0-0 staða aftur, þær munu koma dýrvitlausar í næsta leik og það þýðir ekkert fyrir okkur að vera með einhverja værukærð. Þetta var hörkuleikur eins og sást á mörgum köflum, þær eru með mjög góða leikmenn. Það er bara nýr leikur og ég er spennt fyrir því.“
Olís-deild kvenna Valur Mest lesið Stefnir á heimsmet og segist aldrei hafa verið í betra formi Sport Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Fótbolti Dagskráin í dag: Manchester-slagur á sófasunnudegi Sport Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana Golf „Draumur síðan ég var krakki“ Fótbolti „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ Fótbolti Guðrún Karítas fjarri nýja metinu á sínu fyrsta HM Sport De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fótbolti Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Fleiri fréttir Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Sjá meira