26 dagar í EM: Finnar fimmta Norðurlandaþjóðin sem kemst á EM Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. maí 2021 12:01 Teemu Pukki var magnaður með Finnum í undankeppninni. EPA-EFE/VASSIL DONEV Vísir telur niður í Evrópumótið í knattspyrnu sem hefst 11. júní næstkomandi. Tveir nýliðar eru með að þessu sinni, Finnland og Norður-Makedónía. Finnland verður í sumar fimmta Norðurlandaþjóðin sem kemst í úrslitakeppni Evrópumótsins en á Evrópumótinu í Frakklandi fyrir fimm árum þá varð Ísland fjórða landslið Norðurlanda til að keppa á EM karla í fótbolta. Íslenska landsliðið var í hópi fjögurra nýliða á EM í Frakklandi 2016 en nú eru Finnar og Norður-Makedóníumenn einu nýliðarnir. Finnland tryggði sér sætið sitt 15. nóvember 2019 með því að ná öðru sæti í sínum riðli í undankeppninni. Norður Makedónía komst aftur á móti í gegnum umspilið tengt D-deild Þjóðadeildarinnar. Introducing EURO contenders Finland Highlights, key players, stats, memories #EURO2020 — UEFA.com (@UEFAcom) January 29, 2021 Finnska landsliðið endaði heilum tólf stigum á eftir toppliði Ítala (unnu alla 10 leikina) en varð fjórum stigum á undan Grikklandi og fimm stigum á undan Bosníu. Finnar unnu sex leiki og töpuðu tveimur. Auk tapleikjanna á móti Ítölum þá tapaði Finnlandi 4-1 á útivelli á móti Bosníu og svo 2-1 í útileik á móti Grikklandi í lokaleik riðilsins þegar EM-sætið var tryggt. Teemu Pukki var langmarkahæsti leikmaður Finna og riðilsins með tíu mörk en hann skoraði sex mörkum meira en næstu menn í riðlunum og átta mörkum meira en næsti liðsfélagi. Pukki skoraði 10 af 16 mörkum Finna eða 63 prósent markanna. Finnar unnu jafnmarga leiki í þessar undankeppni EM (6) og tveimur undankeppnum á undan (EM 2012 og EM 2016). Næst höfðu þeir komist sæti á EM í undankeppninni fyrir mótið 2008 þegar þeir voru þremur stigum frá sæti í úrslitakeppninni. Pólland og Portúgal komust þá áfram. Finnland og Ísland hafa bæst í hóp EM-þjóða í síðustu keppnum en áður höfðu Danir, Svíar og Norðmenn komist alla leið. Danir voru fyrstir Norðurlandaþjóða til að komast í úrslitakeppni EM en það var árið 1968 þegar aðeins fjórar þjóðir komust þangað. Danir töpuðu þá 3-0 í undanúrslitaleiknum á móti Sovétríkjunum og 3-1 á móti Ungverjalandi í leiknum um þriðja sætið. "I'm speechless. This is sick. We made it!" Finland's men have qualified for a major tournament for the first time in their history and striker Teemu Pukki could barely believe it.More here https://t.co/JLvFUw6xTr pic.twitter.com/S12LMgKdjP— BBC Sport (@BBCSport) November 15, 2019 Svíar komust fyrst í úrslitakeppni EM árið 1992 þegar þeir héldu keppnina. Svíar komust þá alla leið í undanúrslitin en árið 1992 innihélt Evrópumótið átta þjóðir. Svíar töpuðu 3-2 á móti Þýskalandi í undanúrslitaleiknum. Norðmenn bættust svo í hópinn á EM í Belgíu og Hollandi árið 2000. Norðmenn fengu reyndar aðeins eitt mark á sig en þeir skoruðu líka bara eitt mark sjálfir og sátu eftir í riðlinum á færri mörkum skoruðu en Júgóslavía. Norðmenn hafa ekki komist á EM síðan. Íslenska landsliðið komst síðan alla leið í átta liða úrslitin á sínu fyrsta Evrópumóti sumarið 2016 þar sem íslensku strákarnir slógu út Englendinga en féllu svo úr keppni eftir tap á móti gestgjöfum Frakka í átta liða úrslitunum. EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir 28 dagar í EM: Sjóðheitir Ítalir, liðið sem skildi Ísland eftir og Giggslausir Walesverjar í A-riðli Nú er innan við mánuður þar til að EM karla í fótbolta hefst. Vísir rýnir í dag í A-riðil þar sem Ítalir spila á heimavelli og eru sigurstranglegir eftir frábært gengi síðustu misseri. 14. maí 2021 12:00 29 dagar í EM: „Sigurinn“ bara enn sætari fyrst Ronaldo var svona tapsár Vísir telur niður í Evrópumótið í knattspyrnu sem hefst 11. júní næstkomandi. Íslenska landsliðið náði stig af verðandi Evrópumeisturum Portúgals í fyrsta leik sínum á stórmóti. 13. maí 2021 12:15 30 dagar í EM: Þjóðir sem unnu fjóra af fyrstu sex EM-titlunum ekki til lengur Vísir telur niður í Evrópumótið í knattspyrnu sem hefst 11. júní næstkomandi. Fyrsta Evrópukeppnin fór fram fyrir 61 ári síðan. 12. maí 2021 12:00 Mest lesið „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Enski boltinn Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Hækkaði um tæp hundrað sæti á heimslistanum í ár Sport Fleiri fréttir Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Músaskítur í leikhúsi draumanna Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Sjá meira
Finnland verður í sumar fimmta Norðurlandaþjóðin sem kemst í úrslitakeppni Evrópumótsins en á Evrópumótinu í Frakklandi fyrir fimm árum þá varð Ísland fjórða landslið Norðurlanda til að keppa á EM karla í fótbolta. Íslenska landsliðið var í hópi fjögurra nýliða á EM í Frakklandi 2016 en nú eru Finnar og Norður-Makedóníumenn einu nýliðarnir. Finnland tryggði sér sætið sitt 15. nóvember 2019 með því að ná öðru sæti í sínum riðli í undankeppninni. Norður Makedónía komst aftur á móti í gegnum umspilið tengt D-deild Þjóðadeildarinnar. Introducing EURO contenders Finland Highlights, key players, stats, memories #EURO2020 — UEFA.com (@UEFAcom) January 29, 2021 Finnska landsliðið endaði heilum tólf stigum á eftir toppliði Ítala (unnu alla 10 leikina) en varð fjórum stigum á undan Grikklandi og fimm stigum á undan Bosníu. Finnar unnu sex leiki og töpuðu tveimur. Auk tapleikjanna á móti Ítölum þá tapaði Finnlandi 4-1 á útivelli á móti Bosníu og svo 2-1 í útileik á móti Grikklandi í lokaleik riðilsins þegar EM-sætið var tryggt. Teemu Pukki var langmarkahæsti leikmaður Finna og riðilsins með tíu mörk en hann skoraði sex mörkum meira en næstu menn í riðlunum og átta mörkum meira en næsti liðsfélagi. Pukki skoraði 10 af 16 mörkum Finna eða 63 prósent markanna. Finnar unnu jafnmarga leiki í þessar undankeppni EM (6) og tveimur undankeppnum á undan (EM 2012 og EM 2016). Næst höfðu þeir komist sæti á EM í undankeppninni fyrir mótið 2008 þegar þeir voru þremur stigum frá sæti í úrslitakeppninni. Pólland og Portúgal komust þá áfram. Finnland og Ísland hafa bæst í hóp EM-þjóða í síðustu keppnum en áður höfðu Danir, Svíar og Norðmenn komist alla leið. Danir voru fyrstir Norðurlandaþjóða til að komast í úrslitakeppni EM en það var árið 1968 þegar aðeins fjórar þjóðir komust þangað. Danir töpuðu þá 3-0 í undanúrslitaleiknum á móti Sovétríkjunum og 3-1 á móti Ungverjalandi í leiknum um þriðja sætið. "I'm speechless. This is sick. We made it!" Finland's men have qualified for a major tournament for the first time in their history and striker Teemu Pukki could barely believe it.More here https://t.co/JLvFUw6xTr pic.twitter.com/S12LMgKdjP— BBC Sport (@BBCSport) November 15, 2019 Svíar komust fyrst í úrslitakeppni EM árið 1992 þegar þeir héldu keppnina. Svíar komust þá alla leið í undanúrslitin en árið 1992 innihélt Evrópumótið átta þjóðir. Svíar töpuðu 3-2 á móti Þýskalandi í undanúrslitaleiknum. Norðmenn bættust svo í hópinn á EM í Belgíu og Hollandi árið 2000. Norðmenn fengu reyndar aðeins eitt mark á sig en þeir skoruðu líka bara eitt mark sjálfir og sátu eftir í riðlinum á færri mörkum skoruðu en Júgóslavía. Norðmenn hafa ekki komist á EM síðan. Íslenska landsliðið komst síðan alla leið í átta liða úrslitin á sínu fyrsta Evrópumóti sumarið 2016 þar sem íslensku strákarnir slógu út Englendinga en féllu svo úr keppni eftir tap á móti gestgjöfum Frakka í átta liða úrslitunum.
EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir 28 dagar í EM: Sjóðheitir Ítalir, liðið sem skildi Ísland eftir og Giggslausir Walesverjar í A-riðli Nú er innan við mánuður þar til að EM karla í fótbolta hefst. Vísir rýnir í dag í A-riðil þar sem Ítalir spila á heimavelli og eru sigurstranglegir eftir frábært gengi síðustu misseri. 14. maí 2021 12:00 29 dagar í EM: „Sigurinn“ bara enn sætari fyrst Ronaldo var svona tapsár Vísir telur niður í Evrópumótið í knattspyrnu sem hefst 11. júní næstkomandi. Íslenska landsliðið náði stig af verðandi Evrópumeisturum Portúgals í fyrsta leik sínum á stórmóti. 13. maí 2021 12:15 30 dagar í EM: Þjóðir sem unnu fjóra af fyrstu sex EM-titlunum ekki til lengur Vísir telur niður í Evrópumótið í knattspyrnu sem hefst 11. júní næstkomandi. Fyrsta Evrópukeppnin fór fram fyrir 61 ári síðan. 12. maí 2021 12:00 Mest lesið „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Enski boltinn Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Hækkaði um tæp hundrað sæti á heimslistanum í ár Sport Fleiri fréttir Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Músaskítur í leikhúsi draumanna Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Sjá meira
28 dagar í EM: Sjóðheitir Ítalir, liðið sem skildi Ísland eftir og Giggslausir Walesverjar í A-riðli Nú er innan við mánuður þar til að EM karla í fótbolta hefst. Vísir rýnir í dag í A-riðil þar sem Ítalir spila á heimavelli og eru sigurstranglegir eftir frábært gengi síðustu misseri. 14. maí 2021 12:00
29 dagar í EM: „Sigurinn“ bara enn sætari fyrst Ronaldo var svona tapsár Vísir telur niður í Evrópumótið í knattspyrnu sem hefst 11. júní næstkomandi. Íslenska landsliðið náði stig af verðandi Evrópumeisturum Portúgals í fyrsta leik sínum á stórmóti. 13. maí 2021 12:15
30 dagar í EM: Þjóðir sem unnu fjóra af fyrstu sex EM-titlunum ekki til lengur Vísir telur niður í Evrópumótið í knattspyrnu sem hefst 11. júní næstkomandi. Fyrsta Evrópukeppnin fór fram fyrir 61 ári síðan. 12. maí 2021 12:00