Þetta kemur fram í dagbók lögreglu.
Þar kemur einnig fram að tvö rafhlaupahjólaslys hafi verið tilkynnt í gærkvöldi og í nótt. Í fyrra skiptið við Fossvog, skömmu fyrir klukkan ellefu. Þar hafði maður fallið af rafhlaupahjóli og fengið skurð á nef sem fylgdi mikil blæðing.
Sá var fluttur með sjúkrabíl til aðhlynningar.
Seinna atvikið átti sér stað á fjórða tímanum nótt. Í dagbók lögreglu segir að maður sem hafi verið sjáanlega ölvaður hafi dottið og fengið skurð á höku og áverka á úlnlið, sem hann taldi vera brotinn. Hann var einnig fluttur með sjúkrabíl til aðhlynningar.
Lögreglunni barst einnig tilkynning um líkamsárás í miðbænum í gærkvöldi. Árásarmaðurinn var gómaður á vettvangi og viðurkenndi hann brotið.