Krefja íslensk stjórnvöld um viðskiptabann gegn Ísrael Kristín Ólafsdóttir skrifar 15. maí 2021 12:17 Guðfinnur Sveinsson verður fundarstjóri á mótmælafundinum á Austurvelli í dag. Myndin til hægri er frá sambærilegum mótmælafundi í Brussel í Belgíu í gær. Vísir/EPA Félagið Ísland Palestína krefst þess að íslensk stjórnvöld beiti Ísrael viðskiptaþvingunum vegna árása á Gasa. Félagið boðar til mótmælafundar á Austurvelli klukkan eitt og býst við fjölmenni. Á sjötta hundrað manns hafa boðað komu sína á mótmælafundinn í dag og rúmlega þúsund til viðbótar lýst yfir áhuga, að því er fram kemur á síðu viðburðarins á Facebook. Ræðumenn á fundinum verða þær Falasteen Abu Libdeh og Rósa Björk Brynjólfsdóttir en fundarstjórn verður í höndum Guðfinns Sveinssonar. Hann segir félagið Ísland Palestínu beina þremur kröfum að íslenskum stjórnvöldum. „Við viljum að viðskiptabann verði sett á Ísrael þar til að þjóðernishreinsunum í Sheikh Jarrah verði hætt og að linnulausum árásum á Gasa-svæðið linni, sem við erum búin að vera að horfa upp á síðustu daga og að landrán á landi Palestínumanna verði stöðvað og að landinu verði skilað til baka. Þarna er um að ræða landtökubyggðir Ísraels sem öll ríki heims, líklega nema Bandaríkin og Ísrael, eru sammála um að standist alls ekki í alþjóðalög.“ Íslensk stjórnvöld hafi að mati félagsins alls ekki brugðist nógu hart við framgöngu Ísraels á Gasasvæðinu síðustu daga. „Við sjáum að ríkisstjórnin er gríðarlega klofin í þessu máli. Katrín Jakobsdóttir er með nokkuð innihaldslitlar yfirlýsingar sjálf, hún tekur undir með aðalframkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna og mér finnst það ekki vera nóg,“ segir Guðfinnur. Hann telur að Íslendingar láti sig nú sérstaklega margir varða átökin á Gasasvæðinu. „Mér heyrist margir ætla að mæta, fyrir utan það að það er náttúrulega gott veður. Þannig að það verður baráttustemning á Austurvelli, ég hef ekki trú á öðru.“ Palestína Ísrael Tengdar fréttir STÖÐVUM BLÓÐBAÐIÐ - FRJÁLS PALESTÍNA 126 manneskjur myrtar á fimm dögum, þar af 31 barn. Sjö manns munu hafa fallið Ísraels megin og þar af eitt barn. Og meðan þessar tölur eru settar á blað, þá hækka þær stöðugt. 15. maí 2021 10:54 Átta börn féllu í einni loftárás Tíu féllu, þar af átta börn í einni loftárás Ísraelsmanna á hús í flóttamannabúðum á Gasa-ströndina í nótt. Þetta mannskæðasta loftárásin hingað til. Þá voru minnst ellefu Palestínumenn skotnir til bana af öryggissveitum við mótmæli á Vesturbakkanum. 15. maí 2021 08:54 VG fordæmir meðferð Ísraela á Palestínumönnum Þingflokkur Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs fordæmir valdníðslu, margendurteknar landtökur og brottvísanir palestínskra heimamanna úr byggðum sem svo eru eyðilagðar og lagðar undir ísraelska landtökumenn. 14. maí 2021 12:50 Mest lesið Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar Innlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent Fleiri fréttir „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Sjá meira
Á sjötta hundrað manns hafa boðað komu sína á mótmælafundinn í dag og rúmlega þúsund til viðbótar lýst yfir áhuga, að því er fram kemur á síðu viðburðarins á Facebook. Ræðumenn á fundinum verða þær Falasteen Abu Libdeh og Rósa Björk Brynjólfsdóttir en fundarstjórn verður í höndum Guðfinns Sveinssonar. Hann segir félagið Ísland Palestínu beina þremur kröfum að íslenskum stjórnvöldum. „Við viljum að viðskiptabann verði sett á Ísrael þar til að þjóðernishreinsunum í Sheikh Jarrah verði hætt og að linnulausum árásum á Gasa-svæðið linni, sem við erum búin að vera að horfa upp á síðustu daga og að landrán á landi Palestínumanna verði stöðvað og að landinu verði skilað til baka. Þarna er um að ræða landtökubyggðir Ísraels sem öll ríki heims, líklega nema Bandaríkin og Ísrael, eru sammála um að standist alls ekki í alþjóðalög.“ Íslensk stjórnvöld hafi að mati félagsins alls ekki brugðist nógu hart við framgöngu Ísraels á Gasasvæðinu síðustu daga. „Við sjáum að ríkisstjórnin er gríðarlega klofin í þessu máli. Katrín Jakobsdóttir er með nokkuð innihaldslitlar yfirlýsingar sjálf, hún tekur undir með aðalframkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna og mér finnst það ekki vera nóg,“ segir Guðfinnur. Hann telur að Íslendingar láti sig nú sérstaklega margir varða átökin á Gasasvæðinu. „Mér heyrist margir ætla að mæta, fyrir utan það að það er náttúrulega gott veður. Þannig að það verður baráttustemning á Austurvelli, ég hef ekki trú á öðru.“
Palestína Ísrael Tengdar fréttir STÖÐVUM BLÓÐBAÐIÐ - FRJÁLS PALESTÍNA 126 manneskjur myrtar á fimm dögum, þar af 31 barn. Sjö manns munu hafa fallið Ísraels megin og þar af eitt barn. Og meðan þessar tölur eru settar á blað, þá hækka þær stöðugt. 15. maí 2021 10:54 Átta börn féllu í einni loftárás Tíu féllu, þar af átta börn í einni loftárás Ísraelsmanna á hús í flóttamannabúðum á Gasa-ströndina í nótt. Þetta mannskæðasta loftárásin hingað til. Þá voru minnst ellefu Palestínumenn skotnir til bana af öryggissveitum við mótmæli á Vesturbakkanum. 15. maí 2021 08:54 VG fordæmir meðferð Ísraela á Palestínumönnum Þingflokkur Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs fordæmir valdníðslu, margendurteknar landtökur og brottvísanir palestínskra heimamanna úr byggðum sem svo eru eyðilagðar og lagðar undir ísraelska landtökumenn. 14. maí 2021 12:50 Mest lesið Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar Innlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent Fleiri fréttir „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Sjá meira
STÖÐVUM BLÓÐBAÐIÐ - FRJÁLS PALESTÍNA 126 manneskjur myrtar á fimm dögum, þar af 31 barn. Sjö manns munu hafa fallið Ísraels megin og þar af eitt barn. Og meðan þessar tölur eru settar á blað, þá hækka þær stöðugt. 15. maí 2021 10:54
Átta börn féllu í einni loftárás Tíu féllu, þar af átta börn í einni loftárás Ísraelsmanna á hús í flóttamannabúðum á Gasa-ströndina í nótt. Þetta mannskæðasta loftárásin hingað til. Þá voru minnst ellefu Palestínumenn skotnir til bana af öryggissveitum við mótmæli á Vesturbakkanum. 15. maí 2021 08:54
VG fordæmir meðferð Ísraela á Palestínumönnum Þingflokkur Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs fordæmir valdníðslu, margendurteknar landtökur og brottvísanir palestínskra heimamanna úr byggðum sem svo eru eyðilagðar og lagðar undir ísraelska landtökumenn. 14. maí 2021 12:50