Hætta ekki að skima bólusetta ferðamenn eða þá með mótefni á næstu vikum Atli Ísleifsson skrifar 17. maí 2021 08:41 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir vill lítið tjá sig um hvernig næsti vetur verði. Hann vilji láta sumarið líta, en bendir á að ýmislegt gæti gerst og hlutirnir breyst hratt. Vísir/Vilhelm Ekki stendur til að hætta á næstunni að skima ferðamenn á landamærum sem eru bólusettir eða eru með mótefni. Enn sé verið að greina bólusetta einstaklinga á landamærunum með veiruna. Þetta sagði Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir í samtali við umsjónarmenn Bítisins á Bylgjunni í morgun. „Ekki sem komið er. Við erum að greina fólk sem er bólusett með veiruna. Þó að það séu fáir. Við höfum séð það að það er nóg að einn fari inn – sérstaklega þegar við erum að aflétta hér innanlands, erum með tiltölulega litlar aðgerðir í gangi – þá er mjög auðvelt fyrir bara nokkra einstaklinga að koma inn og setja af stað nokkrar hópsýkingar. Það viljum við ekki gera á meðan við erum ekki komin með meiri útbreiðslu og þátttöku í bólusetningunum. Það veltur líka á því.“ En kæmi það til greina að hætta þessu um miðjan júní þegar við erum komin með hjarðónæmi? „Já, ég held að þegar við erum búin að ná góðri þátttöku í bólusetningu. Ég hef slegið því fram að það sé kannski 60 til 70 prósent af þjóðinni, þegar hún er orðin bólusett, sem er kannski í kringum 220 þúsund manns sem er búin að fá að minnsta kosti eina sprautu, þá erum við komin algjörlega á það ról að við getum farið að slaka á öllum þessum aðgerðum á landamærunum. Kannski fyrr. Það fer eftir hvernig þróunin verður,“ segir Þórólfur. Hlusta má á viðtalið við Þórólf í heild sinni í spilaranum að neðan. Hlutirnir geta gerst mjög hratt Aðspurður um hvernig hann sjái næsta vetur fyrir sig segir Þórólfur að ýmislegt geti gerst mjög hratt. „Við höfum séð það frá því þetta byrjaði að hlutirnir gerast mjög hratt. Þeir gerast einn, tveir og þrír. Þess vegna hef ég verið frekar tregur til að tala um fyrirsjáanleika og langt fram í tímann þó að margir hafi verið að kalla eftir því. Svo breytast hlutirnir mjög hratt og þá verðum við að vera tilbúin að grípa til aðgerða. Ég er ekkert farinn að hugsa mikið um þetta,“ segir Þórólfur og vill sjá fyrst hvernig sumarið þróast. En hvernig gæti það mögulega breyst hratt þegar búið er að bólusetja kannski sjötíu prósent af þjóðinni? Hvað er það sem gæti mögulega breyst hratt? „Það gæti til dæmis það gerst að það kæmi upp vandamál með bóluefnin sem gerði það að verkum að við gætum ekki bólusett næstum því eins hratt og við héldum. Það gæti komið upp nýtt afbrigði af veirunni sem bóluefni virka ekki á. Þá erum við komin nokkur skref aftur á bak. Við þurfum að vera tilbúin í þetta. Auðvitað vonar maður að það muni alls ekki gerast en við verðum að vera viðbúin að eitthvað slíkt gæti gerst,“ segir Þórólfur. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bítið Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Fleiri fréttir Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Sjá meira
Þetta sagði Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir í samtali við umsjónarmenn Bítisins á Bylgjunni í morgun. „Ekki sem komið er. Við erum að greina fólk sem er bólusett með veiruna. Þó að það séu fáir. Við höfum séð það að það er nóg að einn fari inn – sérstaklega þegar við erum að aflétta hér innanlands, erum með tiltölulega litlar aðgerðir í gangi – þá er mjög auðvelt fyrir bara nokkra einstaklinga að koma inn og setja af stað nokkrar hópsýkingar. Það viljum við ekki gera á meðan við erum ekki komin með meiri útbreiðslu og þátttöku í bólusetningunum. Það veltur líka á því.“ En kæmi það til greina að hætta þessu um miðjan júní þegar við erum komin með hjarðónæmi? „Já, ég held að þegar við erum búin að ná góðri þátttöku í bólusetningu. Ég hef slegið því fram að það sé kannski 60 til 70 prósent af þjóðinni, þegar hún er orðin bólusett, sem er kannski í kringum 220 þúsund manns sem er búin að fá að minnsta kosti eina sprautu, þá erum við komin algjörlega á það ról að við getum farið að slaka á öllum þessum aðgerðum á landamærunum. Kannski fyrr. Það fer eftir hvernig þróunin verður,“ segir Þórólfur. Hlusta má á viðtalið við Þórólf í heild sinni í spilaranum að neðan. Hlutirnir geta gerst mjög hratt Aðspurður um hvernig hann sjái næsta vetur fyrir sig segir Þórólfur að ýmislegt geti gerst mjög hratt. „Við höfum séð það frá því þetta byrjaði að hlutirnir gerast mjög hratt. Þeir gerast einn, tveir og þrír. Þess vegna hef ég verið frekar tregur til að tala um fyrirsjáanleika og langt fram í tímann þó að margir hafi verið að kalla eftir því. Svo breytast hlutirnir mjög hratt og þá verðum við að vera tilbúin að grípa til aðgerða. Ég er ekkert farinn að hugsa mikið um þetta,“ segir Þórólfur og vill sjá fyrst hvernig sumarið þróast. En hvernig gæti það mögulega breyst hratt þegar búið er að bólusetja kannski sjötíu prósent af þjóðinni? Hvað er það sem gæti mögulega breyst hratt? „Það gæti til dæmis það gerst að það kæmi upp vandamál með bóluefnin sem gerði það að verkum að við gætum ekki bólusett næstum því eins hratt og við héldum. Það gæti komið upp nýtt afbrigði af veirunni sem bóluefni virka ekki á. Þá erum við komin nokkur skref aftur á bak. Við þurfum að vera tilbúin í þetta. Auðvitað vonar maður að það muni alls ekki gerast en við verðum að vera viðbúin að eitthvað slíkt gæti gerst,“ segir Þórólfur.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bítið Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Fleiri fréttir Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Sjá meira