Færa til leiki Real og Atletico í lokaumferðinni vegna Eurovision Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. maí 2021 17:01 Sergio Ramos og félagar í Real Madrid geta unnið spænsku deildina annað árið í röð. Getty/Denis Doyle Mótanefndin hjá La Liga hefur gengið illa að festa leiktímann á leikjum toppliðanna í lokaumferð deildarinnar og hefur nú þurft að gera enn ein breytinguna. La Liga færði leiki lokaumferðarinnar til í þriðja sinn á hálfum sólarhring og að þessu sinni voru ástæðurnar Eurovision söngvakeppnin á laugardalskvöldið og komandi úrslitaleikur Evrópudeildarinnar í næstu viku. Atletico Madrid og Real Madrid geta bæði orðið spænskur meistari um helgina en Barcelona á ekki lengur möguleika á titlinum eftir tap um helgina. Atletico Madrid er með tveggja stiga forystu og nægir sigur á Real Valladolid á útivelli til að tryggja sér titilinn. Real Madrid þarf að vinna Villarreal á heimavelli og treysta á það að Atletico tapi stigum. Changes to kick-off times for MD38.The final Matchday of #LaLigaSantander 2020/21 will be played on the following dates. pic.twitter.com/anGSOzACyK— LaLiga English (@LaLigaEN) May 17, 2021 Þessir tveir leikir áttu fyrst að fara fram á sunnudagskvöldið en Villarreal mótmælti því af því að liðið er að fara að spila til úrslita um Evrópudeildarbikarinn á móti Manchester United á miðvikudagskvöldið í næstu viku. Leikirnir voru því færðir á laugardagskvöldið en það þurfti síðan að flýta þeim svo þeir væru ekki á sama tíma og Eurovision söngvakeppnin. Nú er því ljóst að leikir toppliðanna fara nú fram klukkan 18.00 að staðartíma á laugardaginn en söngvakeppnin hefst síðan þremur klukkutímum seinna. Villarreal fær því auka sólarhring til að undirbúa sig fyrir úrslitaleikinn á móti Manchester United. Leikir verða báðir í beinni á stöðvum Stöð 2 Sport og hefst útsendingin klukkan 15.55 að íslenskum tíma. Spænski boltinn Mest lesið Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Enski boltinn Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Fleiri fréttir Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Í beinni: Celta Vigo - Barcelona | Börsungar vilja svara fyrir tapið síðast Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Sjá meira
La Liga færði leiki lokaumferðarinnar til í þriðja sinn á hálfum sólarhring og að þessu sinni voru ástæðurnar Eurovision söngvakeppnin á laugardalskvöldið og komandi úrslitaleikur Evrópudeildarinnar í næstu viku. Atletico Madrid og Real Madrid geta bæði orðið spænskur meistari um helgina en Barcelona á ekki lengur möguleika á titlinum eftir tap um helgina. Atletico Madrid er með tveggja stiga forystu og nægir sigur á Real Valladolid á útivelli til að tryggja sér titilinn. Real Madrid þarf að vinna Villarreal á heimavelli og treysta á það að Atletico tapi stigum. Changes to kick-off times for MD38.The final Matchday of #LaLigaSantander 2020/21 will be played on the following dates. pic.twitter.com/anGSOzACyK— LaLiga English (@LaLigaEN) May 17, 2021 Þessir tveir leikir áttu fyrst að fara fram á sunnudagskvöldið en Villarreal mótmælti því af því að liðið er að fara að spila til úrslita um Evrópudeildarbikarinn á móti Manchester United á miðvikudagskvöldið í næstu viku. Leikirnir voru því færðir á laugardagskvöldið en það þurfti síðan að flýta þeim svo þeir væru ekki á sama tíma og Eurovision söngvakeppnin. Nú er því ljóst að leikir toppliðanna fara nú fram klukkan 18.00 að staðartíma á laugardaginn en söngvakeppnin hefst síðan þremur klukkutímum seinna. Villarreal fær því auka sólarhring til að undirbúa sig fyrir úrslitaleikinn á móti Manchester United. Leikir verða báðir í beinni á stöðvum Stöð 2 Sport og hefst útsendingin klukkan 15.55 að íslenskum tíma.
Spænski boltinn Mest lesið Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Enski boltinn Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Fleiri fréttir Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Í beinni: Celta Vigo - Barcelona | Börsungar vilja svara fyrir tapið síðast Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Sjá meira