Fílahirðarnir í stofunni Stefán Pálsson skrifar 18. maí 2021 07:01 Utanríkisráðherrar Norðurskautaráðsins funda í Reykjavík í þessari viku eins og skilmerkilega hefur verið rakið í fjölmiðlum. Yfirlýstur tilgangur ráðsins er göfugur. Því er öðru fremur ætlað að stuðla að friðsamlegri samvinnu þeirra landa sem liggja að þessum viðkvæma heimshluta einkum á sviði umhverfismála Í umræðum um þessi mál kjósa ansi margir þó að þykjast ekki sjá fílinn í stofunni og horfa framhjá þeirri staðreynd að í þessum landahópi eru þau tvö ríki sem hafa yfir að búa obbanum af kjarnorkuvopnum veraldarinnar og færa hluta þeirra í sífellu um norðurhöf, með tilheyrarandi ógn við náttúru svæðisins og heilsu og velferð fólksins sem þar býr. Bandaríkin og Rússland eru einnig þau ríki sem stærst skref hafa stigið til vígvæðingar á heimskautasvæðinu á liðnum árum og hafa lagt drög að enn stórfelldari uppbyggingu í náinni framtíð. Sömu ríki hafa gengið harðast fram í að berjast gegn samþykkt nýlegs sáttmála Sameinuðu þjóðanna um bann við kjarnorkuvopnum. Oft er talað eins og að ógnin af kjarnorkuvopnum sé löngu liðin, líkt og slæm minning úr kalda stríðinu. Ekkert er fjær sanni. Allan ársins hring standa yfir æsilegir eltingaleikir risaveldanna í heimshöfunum, þar sem Bandaríkin og Rússland reyna hvort um sig að halda kjarnorkuvopnakafbátum sínum leyndum hvort fyrir öðru, sem hluta af flókinni leikjafræði hershöfðingja. Ekki þarf að fjölyrða um hversu alvarleg áhrif kafbátaslyss gætu orðið. Fílahirðarnir leika lausum hala í stofunni, með kafbáta sína, herskip og loftför. Það er í hrópandi mótsögn við öll hin göfugu, yfirlýstu markmið Norðurskautaráðsins. Höfnum vígvæðingu á norðurslóðum! Höfundur á sæti í miðnefnd Samtaka hernaðarandstæðinga. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Norðurslóðir Fundur Norðurskautsráðsins í Reykjavík Mest lesið Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Traust verður að endurspeglast í framkvæmd Sandra B. Franks skrifar Skoðun Það er leikur að læra fyrir suma Aðalheiður M. Steindórsdóttir skrifar Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Skoðun Atvinna handa öllum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Sjá meira
Utanríkisráðherrar Norðurskautaráðsins funda í Reykjavík í þessari viku eins og skilmerkilega hefur verið rakið í fjölmiðlum. Yfirlýstur tilgangur ráðsins er göfugur. Því er öðru fremur ætlað að stuðla að friðsamlegri samvinnu þeirra landa sem liggja að þessum viðkvæma heimshluta einkum á sviði umhverfismála Í umræðum um þessi mál kjósa ansi margir þó að þykjast ekki sjá fílinn í stofunni og horfa framhjá þeirri staðreynd að í þessum landahópi eru þau tvö ríki sem hafa yfir að búa obbanum af kjarnorkuvopnum veraldarinnar og færa hluta þeirra í sífellu um norðurhöf, með tilheyrarandi ógn við náttúru svæðisins og heilsu og velferð fólksins sem þar býr. Bandaríkin og Rússland eru einnig þau ríki sem stærst skref hafa stigið til vígvæðingar á heimskautasvæðinu á liðnum árum og hafa lagt drög að enn stórfelldari uppbyggingu í náinni framtíð. Sömu ríki hafa gengið harðast fram í að berjast gegn samþykkt nýlegs sáttmála Sameinuðu þjóðanna um bann við kjarnorkuvopnum. Oft er talað eins og að ógnin af kjarnorkuvopnum sé löngu liðin, líkt og slæm minning úr kalda stríðinu. Ekkert er fjær sanni. Allan ársins hring standa yfir æsilegir eltingaleikir risaveldanna í heimshöfunum, þar sem Bandaríkin og Rússland reyna hvort um sig að halda kjarnorkuvopnakafbátum sínum leyndum hvort fyrir öðru, sem hluta af flókinni leikjafræði hershöfðingja. Ekki þarf að fjölyrða um hversu alvarleg áhrif kafbátaslyss gætu orðið. Fílahirðarnir leika lausum hala í stofunni, með kafbáta sína, herskip og loftför. Það er í hrópandi mótsögn við öll hin göfugu, yfirlýstu markmið Norðurskautaráðsins. Höfnum vígvæðingu á norðurslóðum! Höfundur á sæti í miðnefnd Samtaka hernaðarandstæðinga.
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar