Gæti óvænt snúið aftur á EM eftir langt hlé vegna kynlífsmyndbandskúgunar Sindri Sverrisson skrifar 18. maí 2021 07:30 Karim Benzema hefur verið frábær fyrir Real Madrid í mörg ár. Getty/Juan Manuel Serrano Arce Didier Deschamps, landsliðsþjálfari Frakka, tilkynnir í kvöld hvaða 26 leikmenn hann ætlar að taka með á EM í júní. Mögulegt er að Karim Benzema verði í þeim hópi. Þetta segir franski miðillinn L'Equipe í dag. Blaðið segir þó ljóst að endurkoma Benzema kæmi mjög á óvart en hann hefur ekki verið valinn í franska landsliðið síðan árið 2015. Benzema missti þannig af EM 2016, þegar Frakkar unnu silfur, og HM 2018 þar sem Frakkar unnu gull. Aðalástæða þess að hann hefur ekki verið valinn síðustu ár er þáttur hans í að fjárkúga Mathieu Valbuena, þáverandi félaga hans í landsliðinu, með hótunum um að birta kynlífsmyndband af Valbuena. Benzema hefur aftur á móti verið lykilleikmaður hjá Real Madrid í mörg ár. Frá því að hann datt út úr landsliðinu fyrir hálfu sjötta ári hefur hann meðal annars orðið tvisvar Spánarmeistari og fjórum sinnum Evrópumeistari. Hann var á sunnudaginn valinn besti Frakkinn sem spilar utan heimalandsins. L'Equipe segir að Deschamps komi til með að velja Antoine Griezmann, Kylian Mbappé, Kingsley Coman, Olivier Giroud, Ousmane Dembélé, Wissam Ben Yedder og Anthony Martial, en að þá verði enn pláss fyrir tvo leikmenn framarlega á vellinum. Thomas Lemar, sem glímt hefur við meiðsli, gæti orðið annar þeirra en Benzema mögulega hinn. Evrópumótið hefst 11. júní. Frakkar eru í algjörum dauðariðli, riðlinum sem Ísland hefði leikið í ef liðið hefði komist á mótið. Frakkar mæta Þýskalandi í fyrsta leik, 15. júní, því næst Ungverjalandi og loks Portúgal. EM 2020 í fótbolta Fjárkúgunarmál Karims Benzema Mest lesið Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Zubimendi með tvö í frábærum sigri Enski boltinn Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Fótbolti Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Fótbolti Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Fótbolti Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Handbolti Sneri við á HM og studdi keppinaut í mark Sport Enginn Orri er tíu Madrídingar unnu Real Sociedad Fótbolti Fleiri fréttir „Draumur síðan ég var krakki“ De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Mark Sveindísar duggði skammt Carvalho rændi stigi af Chelsea Endurkomusigur í ótrúlegum sjö marka leik Sævar hetjan í endurkomusigri Brann Arnór tryggði Norrköping stig í Íslendingaslag Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Grótta og Ægir upp í Lengjudeildina Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Enginn Orri er tíu Madrídingar unnu Real Sociedad Zubimendi með tvö í frábærum sigri Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Sjá meira
Þetta segir franski miðillinn L'Equipe í dag. Blaðið segir þó ljóst að endurkoma Benzema kæmi mjög á óvart en hann hefur ekki verið valinn í franska landsliðið síðan árið 2015. Benzema missti þannig af EM 2016, þegar Frakkar unnu silfur, og HM 2018 þar sem Frakkar unnu gull. Aðalástæða þess að hann hefur ekki verið valinn síðustu ár er þáttur hans í að fjárkúga Mathieu Valbuena, þáverandi félaga hans í landsliðinu, með hótunum um að birta kynlífsmyndband af Valbuena. Benzema hefur aftur á móti verið lykilleikmaður hjá Real Madrid í mörg ár. Frá því að hann datt út úr landsliðinu fyrir hálfu sjötta ári hefur hann meðal annars orðið tvisvar Spánarmeistari og fjórum sinnum Evrópumeistari. Hann var á sunnudaginn valinn besti Frakkinn sem spilar utan heimalandsins. L'Equipe segir að Deschamps komi til með að velja Antoine Griezmann, Kylian Mbappé, Kingsley Coman, Olivier Giroud, Ousmane Dembélé, Wissam Ben Yedder og Anthony Martial, en að þá verði enn pláss fyrir tvo leikmenn framarlega á vellinum. Thomas Lemar, sem glímt hefur við meiðsli, gæti orðið annar þeirra en Benzema mögulega hinn. Evrópumótið hefst 11. júní. Frakkar eru í algjörum dauðariðli, riðlinum sem Ísland hefði leikið í ef liðið hefði komist á mótið. Frakkar mæta Þýskalandi í fyrsta leik, 15. júní, því næst Ungverjalandi og loks Portúgal.
EM 2020 í fótbolta Fjárkúgunarmál Karims Benzema Mest lesið Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Zubimendi með tvö í frábærum sigri Enski boltinn Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Fótbolti Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Fótbolti Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Fótbolti Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Handbolti Sneri við á HM og studdi keppinaut í mark Sport Enginn Orri er tíu Madrídingar unnu Real Sociedad Fótbolti Fleiri fréttir „Draumur síðan ég var krakki“ De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Mark Sveindísar duggði skammt Carvalho rændi stigi af Chelsea Endurkomusigur í ótrúlegum sjö marka leik Sævar hetjan í endurkomusigri Brann Arnór tryggði Norrköping stig í Íslendingaslag Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Grótta og Ægir upp í Lengjudeildina Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Enginn Orri er tíu Madrídingar unnu Real Sociedad Zubimendi með tvö í frábærum sigri Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Sjá meira