24 dagar í EM: Fleiri skoruðu fyrir íslenska landsliðið á EM 2016 en fyrir bæði liðin sem fóru í úrslitaleikinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. maí 2021 12:01 Ragnar Sigurðsson fagnar marki sínu á móti Englandi á EM en hann var einn af sex markaskorurum íslenska liðsins á mótinu. EPA/OLIVER WEIKEN Vísir telur niður í Evrópumótið í knattspyrnu sem hefst 11. júní næstkomandi. Sex leikmenn skoruðu fyrir íslenska landsliðið á síðasta Evrópumóti. Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu sló eftirminnilega í gegn á sínu fyrsta stórmóti sem var EM í Frakklandi sumarið 2016. Íslensku strákarnir komust fyrst taplausir í sextán liða úrslitin eftir sigur á Austurríki í lokaleik riðilsins og slógu síðan stórstjörnur Englendinga út úr sextán liða úrslitum eins og frægt varð. EM ævintýrið endaði síðan með 5-2 tapi á móti gestgjöfum Frakka í átta liða úrslitum en Ísland átti eitt af átta bestu liðum mótsins. Íslenska landsliðið komst ekki aðeins í átta liða úrslitin heldur skoraði liðið í öllum fimm leikjum sínum og samtals átta mörk. Describe Iceland's EURO 2016 journey with an emoji! pic.twitter.com/rkKngDNCRF— UEFA EURO 2020 (@EURO2020) March 19, 2021 Það voru aðeins fjórar þjóðir sem skoruðu fleiri mörk en íslenska landsliðið þar af léku tvær þeirra tveimur leikjum meira en íslensku strákarnir. Frakkar skoruðu langmest eða þrettán mörk. Wales var með tíu mörk og bæði Belgía og Portúgal skoruðu aðeins einu marki meira en íslenska liðið. Það sem vakti líka athygli var að sex leikmenn íslenska liðsins komust á blað í mótinu. Birkir Bjarnason og Kolbeinn Sigþórsson skoruðu báðir tvö mörk en þeir Jón Daði Böðvarsson, Gylfi Sigurðsson, Ragnar Sigurðsson og Arnór Ingvi Traustason voru allir með eitt mark. Fleiri leikmenn komust á blað hjá íslenska landsliðinu en hjá báðum liðunum sem komust í úrslitaleikinn. Það voru nefnilega aðeins fjórir leikmenn skoruðu fyrir silfurlið Frakka og bara fimm leikmenn sem skoruðu fyrir Evrópumeistara Portúgals. Antoine Griezmann (6 mörk), Olivier Giroud (3), Dimitri Payet (3) og Paul Pogba (1) skoruðu fyrir Frakka á Evrópumótinu en fyrir Portúgal skoruðu þeir Cristiano Ronaldo (3 mörk), Nani (3), Ricardo Quaresma (1), Renato Sanches (1) og Eder (1) sem skoraði sigurmarkið í úrslitaleiknum. Sjö leikmenn skoruðu fyrir bæði Belgíu og Wales á mótinu. Most memorable EURO result? Iceland came from behind to beat England in Nice and reach the EURO 2016 quarter-finals. #OTD | @footballiceland pic.twitter.com/oH2Va9iFYa— UEFA EURO 2020 (@EURO2020) June 27, 2020 EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir 25 dagar í EM: Besta lið heims, frændur vorir og Finnar í fyrsta sinn á stærsta sviðinu Nú er innan við mánuður þar til að EM karla í fótbolta hefst. Vísir rýnir í dag í B-riðil þar sem Belgar eru líklegastir til afreka enda besta lið heims samkvæmt styrkleikalista FIFA. 17. maí 2021 12:01 26 dagar í EM: Finnar fimmta Norðurlandaþjóðin sem kemst á EM Vísir telur niður í Evrópumótið í knattspyrnu sem hefst 11. júní næstkomandi. Tveir nýliðar eru með að þessu sinni, Finnland og Norður-Makedónía. 16. maí 2021 12:01 27 dagar í EM: EM-bikarinn hefur ekki farið af Íberíuskaganum í þrettán ár Vísir telur niður í Evrópumótið í knattspyrnu sem hefst 11. júní næstkomandi. Nágrannaþjóðir hafa unnið þrjú síðustu Evrópumót. 15. maí 2021 12:00 28 dagar í EM: Sjóðheitir Ítalir, liðið sem skildi Ísland eftir og Giggslausir Walesverjar í A-riðli Nú er innan við mánuður þar til að EM karla í fótbolta hefst. Vísir rýnir í dag í A-riðil þar sem Ítalir spila á heimavelli og eru sigurstranglegir eftir frábært gengi síðustu misseri. 14. maí 2021 12:00 Mest lesið Scholes óttast það að Man. United verði fallbaráttu á næsta ári Enski boltinn Bellingham tryggði Real sigur með síðustu snertingu leiksins Fótbolti Bellingham: „Þessi var skrýtinn“ Fótbolti Dómarinn spilaði fyrir lið sem hann dæmdi hjá í sömu viku Sport Nottingham Forest slapp með skrekkinn í vítakeppni Enski boltinn „Gott að koma inn á og fá nokkrar mínútur“ Handbolti Andri Rúnar með þrennu fyrir Stjörnuna í kvöld Íslenski boltinn Sker af sér eistun ef Man. City tapar fyrir Real Madrid Fótbolti Þorsteinn Leó markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Handbolti Ein efnilegasta handboltakona Frakka látin Handbolti Fleiri fréttir Nottingham Forest slapp með skrekkinn í vítakeppni Scholes óttast það að Man. United verði fallbaráttu á næsta ári Bellingham: „Þessi var skrýtinn“ Andri Rúnar með þrennu fyrir Stjörnuna í kvöld Naumt hjá Juve en Dortmund í frábærum málum Bellingham tryggði Real sigur með síðustu snertingu leiksins Þúsund manns tóku á móti líkfylgd Denis Law við Old Trafford Sjóðheitur Dembélé kom PSG nær leik á móti Liverpool eða Barcelona Sker af sér eistun ef Man. City tapar fyrir Real Madrid Saklaus þrátt fyrir að kalla lögreglumann „heimskan og hvítan“ Rubiales segir að Hermoso hafi samþykkt kossinn Collina vill breyta vítaspyrnureglunni Þorri sagður á heimleið: „Verð þakklátur alla ævina“ Ari Freyr og Ólafur Ingi sameinaðir á ný í U21-landsliðinu Hringir í mömmu og pabba daglega til að vita hvort þau séu á lífi Sigurvegarinn í einvígi Real Madrid og City vinni Meistaradeildina Úlfur óvænt rekinn frá Fjölni Kvarta yfir því að leikmaður Barcelona káfaði á klofi leikmanns þeirra Þekktur sænskur fótboltaþjálfari dæmdur í fangelsi Guardiola vill ekkert stríð: Málinu er lokið Albert fékk bara níu mínútur í tapi á móti Inter Crystal Palace ekki í miklum vandræðum Brighton lét króatískt félag breyta merki sínu Sakar Real Madrid um að eyðileggja fótboltann Man. United fékk heimaleik og City mætir Liverpool bönunum Feyenoord rak eftirmann Arne Slot Rekinn fyrir sjö vikum en er nú mættur aftur Kennir í brjósti um Arnór en er líka á förum Dansari smyglaði inn fánum á sýninguna á Super Bowl Sumarfrí, siðareglur, fleiri varamenn og ekki mismunað eftir þjóðerni Sjá meira
Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu sló eftirminnilega í gegn á sínu fyrsta stórmóti sem var EM í Frakklandi sumarið 2016. Íslensku strákarnir komust fyrst taplausir í sextán liða úrslitin eftir sigur á Austurríki í lokaleik riðilsins og slógu síðan stórstjörnur Englendinga út úr sextán liða úrslitum eins og frægt varð. EM ævintýrið endaði síðan með 5-2 tapi á móti gestgjöfum Frakka í átta liða úrslitum en Ísland átti eitt af átta bestu liðum mótsins. Íslenska landsliðið komst ekki aðeins í átta liða úrslitin heldur skoraði liðið í öllum fimm leikjum sínum og samtals átta mörk. Describe Iceland's EURO 2016 journey with an emoji! pic.twitter.com/rkKngDNCRF— UEFA EURO 2020 (@EURO2020) March 19, 2021 Það voru aðeins fjórar þjóðir sem skoruðu fleiri mörk en íslenska landsliðið þar af léku tvær þeirra tveimur leikjum meira en íslensku strákarnir. Frakkar skoruðu langmest eða þrettán mörk. Wales var með tíu mörk og bæði Belgía og Portúgal skoruðu aðeins einu marki meira en íslenska liðið. Það sem vakti líka athygli var að sex leikmenn íslenska liðsins komust á blað í mótinu. Birkir Bjarnason og Kolbeinn Sigþórsson skoruðu báðir tvö mörk en þeir Jón Daði Böðvarsson, Gylfi Sigurðsson, Ragnar Sigurðsson og Arnór Ingvi Traustason voru allir með eitt mark. Fleiri leikmenn komust á blað hjá íslenska landsliðinu en hjá báðum liðunum sem komust í úrslitaleikinn. Það voru nefnilega aðeins fjórir leikmenn skoruðu fyrir silfurlið Frakka og bara fimm leikmenn sem skoruðu fyrir Evrópumeistara Portúgals. Antoine Griezmann (6 mörk), Olivier Giroud (3), Dimitri Payet (3) og Paul Pogba (1) skoruðu fyrir Frakka á Evrópumótinu en fyrir Portúgal skoruðu þeir Cristiano Ronaldo (3 mörk), Nani (3), Ricardo Quaresma (1), Renato Sanches (1) og Eder (1) sem skoraði sigurmarkið í úrslitaleiknum. Sjö leikmenn skoruðu fyrir bæði Belgíu og Wales á mótinu. Most memorable EURO result? Iceland came from behind to beat England in Nice and reach the EURO 2016 quarter-finals. #OTD | @footballiceland pic.twitter.com/oH2Va9iFYa— UEFA EURO 2020 (@EURO2020) June 27, 2020
EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir 25 dagar í EM: Besta lið heims, frændur vorir og Finnar í fyrsta sinn á stærsta sviðinu Nú er innan við mánuður þar til að EM karla í fótbolta hefst. Vísir rýnir í dag í B-riðil þar sem Belgar eru líklegastir til afreka enda besta lið heims samkvæmt styrkleikalista FIFA. 17. maí 2021 12:01 26 dagar í EM: Finnar fimmta Norðurlandaþjóðin sem kemst á EM Vísir telur niður í Evrópumótið í knattspyrnu sem hefst 11. júní næstkomandi. Tveir nýliðar eru með að þessu sinni, Finnland og Norður-Makedónía. 16. maí 2021 12:01 27 dagar í EM: EM-bikarinn hefur ekki farið af Íberíuskaganum í þrettán ár Vísir telur niður í Evrópumótið í knattspyrnu sem hefst 11. júní næstkomandi. Nágrannaþjóðir hafa unnið þrjú síðustu Evrópumót. 15. maí 2021 12:00 28 dagar í EM: Sjóðheitir Ítalir, liðið sem skildi Ísland eftir og Giggslausir Walesverjar í A-riðli Nú er innan við mánuður þar til að EM karla í fótbolta hefst. Vísir rýnir í dag í A-riðil þar sem Ítalir spila á heimavelli og eru sigurstranglegir eftir frábært gengi síðustu misseri. 14. maí 2021 12:00 Mest lesið Scholes óttast það að Man. United verði fallbaráttu á næsta ári Enski boltinn Bellingham tryggði Real sigur með síðustu snertingu leiksins Fótbolti Bellingham: „Þessi var skrýtinn“ Fótbolti Dómarinn spilaði fyrir lið sem hann dæmdi hjá í sömu viku Sport Nottingham Forest slapp með skrekkinn í vítakeppni Enski boltinn „Gott að koma inn á og fá nokkrar mínútur“ Handbolti Andri Rúnar með þrennu fyrir Stjörnuna í kvöld Íslenski boltinn Sker af sér eistun ef Man. City tapar fyrir Real Madrid Fótbolti Þorsteinn Leó markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Handbolti Ein efnilegasta handboltakona Frakka látin Handbolti Fleiri fréttir Nottingham Forest slapp með skrekkinn í vítakeppni Scholes óttast það að Man. United verði fallbaráttu á næsta ári Bellingham: „Þessi var skrýtinn“ Andri Rúnar með þrennu fyrir Stjörnuna í kvöld Naumt hjá Juve en Dortmund í frábærum málum Bellingham tryggði Real sigur með síðustu snertingu leiksins Þúsund manns tóku á móti líkfylgd Denis Law við Old Trafford Sjóðheitur Dembélé kom PSG nær leik á móti Liverpool eða Barcelona Sker af sér eistun ef Man. City tapar fyrir Real Madrid Saklaus þrátt fyrir að kalla lögreglumann „heimskan og hvítan“ Rubiales segir að Hermoso hafi samþykkt kossinn Collina vill breyta vítaspyrnureglunni Þorri sagður á heimleið: „Verð þakklátur alla ævina“ Ari Freyr og Ólafur Ingi sameinaðir á ný í U21-landsliðinu Hringir í mömmu og pabba daglega til að vita hvort þau séu á lífi Sigurvegarinn í einvígi Real Madrid og City vinni Meistaradeildina Úlfur óvænt rekinn frá Fjölni Kvarta yfir því að leikmaður Barcelona káfaði á klofi leikmanns þeirra Þekktur sænskur fótboltaþjálfari dæmdur í fangelsi Guardiola vill ekkert stríð: Málinu er lokið Albert fékk bara níu mínútur í tapi á móti Inter Crystal Palace ekki í miklum vandræðum Brighton lét króatískt félag breyta merki sínu Sakar Real Madrid um að eyðileggja fótboltann Man. United fékk heimaleik og City mætir Liverpool bönunum Feyenoord rak eftirmann Arne Slot Rekinn fyrir sjö vikum en er nú mættur aftur Kennir í brjósti um Arnór en er líka á förum Dansari smyglaði inn fánum á sýninguna á Super Bowl Sumarfrí, siðareglur, fleiri varamenn og ekki mismunað eftir þjóðerni Sjá meira
25 dagar í EM: Besta lið heims, frændur vorir og Finnar í fyrsta sinn á stærsta sviðinu Nú er innan við mánuður þar til að EM karla í fótbolta hefst. Vísir rýnir í dag í B-riðil þar sem Belgar eru líklegastir til afreka enda besta lið heims samkvæmt styrkleikalista FIFA. 17. maí 2021 12:01
26 dagar í EM: Finnar fimmta Norðurlandaþjóðin sem kemst á EM Vísir telur niður í Evrópumótið í knattspyrnu sem hefst 11. júní næstkomandi. Tveir nýliðar eru með að þessu sinni, Finnland og Norður-Makedónía. 16. maí 2021 12:01
27 dagar í EM: EM-bikarinn hefur ekki farið af Íberíuskaganum í þrettán ár Vísir telur niður í Evrópumótið í knattspyrnu sem hefst 11. júní næstkomandi. Nágrannaþjóðir hafa unnið þrjú síðustu Evrópumót. 15. maí 2021 12:00
28 dagar í EM: Sjóðheitir Ítalir, liðið sem skildi Ísland eftir og Giggslausir Walesverjar í A-riðli Nú er innan við mánuður þar til að EM karla í fótbolta hefst. Vísir rýnir í dag í A-riðil þar sem Ítalir spila á heimavelli og eru sigurstranglegir eftir frábært gengi síðustu misseri. 14. maí 2021 12:00