Repúblikanar á móti rannsókn á árásinni á þinghúsið Kjartan Kjartansson skrifar 18. maí 2021 16:22 Kevin McCarthy, leiðtogi repúblikana í fulltrúadeild Bandaríkjaþings, með Elise Stefanik, nýkjörnum meðstjóranda hans. Stefanik tók sæti Liz Cheney sem var sett út af sakramentinu fyrir að gagnrýna Trump fyrrverandi forseta og lygar hans um kosningarnar í síðustu viku. AP/Alex Brandon Leiðtogi Repúblikanaflokksins í fulltrúadeild Bandaríkjaþings styður ekki tillögu um að óháð nefnd beggja flokka rannsaki mannskæða árás á þinghúsið 6. janúar. Sumir flokksbræður hans hafa undanfarið tekið til við að gera lítið úr alvarleika árásarinnar. Fulltrúar repúblikana og demókrata í heimavarnanefnd fulltrúadeildarinnar náðu samkomulagi um tillöguna um stofnun rannsóknarnefndarinnar á dögunum. Hún hefði verið í anda nefndar sem rannsakaði hryðjuverkaárásirnar 11. september árið 2001 og henni hefði verið falið að leggja fram tillögur til að koma í veg fyrir að slík árás gæti endurtekið sig. Demókratar höfðu krafist þess að slík nefnd yrði stofnuð um marga mánaða skeið til að gera upp atburðina sem leiddu til dauða fimm manns en repúblikanar hafa dregið lappirnar. Ákvörðun Kevins McCarthy, leiðtoga repúblikana í fulltrúadeildinni, um að styðja tillöguna ekki í dag þýðir að færri þingmenn flokksins greiði atkvæði með henni þar og að örlög hennar í öldungadeildinni séu tvísýn, að sögn AP-fréttastofunnar. Sextíu öldungadeildarþingmenn þurfa að samþykkja tillöguna en flokkarnir hafa fimmtíu þingsæti hvor. Repúblikanar hafa ekki viljað fallast á rannsóknina á því þegar stuðningsmenn Donalds Trump, þáverandi forseta, slógust við lögreglumenn og brutu sér leið inn í þinghúsið þegar þingmenn ætluðu að staðfesta kjör Joes Biden sem forseta. Þess í stað vildu þeir að slík nefnd rannsakaði einnig ofbeldisverk þeirra sem þeir telja vinstriöfgamenn á mótmælum í fyrra, sérstaklega félaga í hreyfingunni Svört líf skipta máli sem berst gegn kerfislægri kynþáttahyggju og lögregluofbeldi. McCarthy sagðist ekki geta stutt tillöguna því að hún gengi of skammt í að kanna „tengd afbrigði pólitísks ofbeldis í Bandaríkjunum“. Þá sagði hann að tvíverknaður fælist í því að stofna nefnd til að rannsaka árásina á þinghúsið þar sem þingið og alríkisstjórnin væru fyrir að rannsaka hana. Vilja ekki styggja Trump Vefmiðillinn Axios segir að sumir þingmenn repúblikana hafi óttast að nefndin gæti stefnt þeim til að bera vitni í rannsókninni. McCarthy ræddi meðal annars sjálfur við Trump í síma á meðan á árásinni, sem margir hafa lýst sem uppreisn, stóð. Þá greiddi meirihluti fulltrúadeildarþingmanna repúblikana atkvæði gegn því að staðfesta kosningasigur Biden jafnvel eftir að æstur múgur stuðningsmanna Trump réðst inn í þinghúsið þannig að þingmenn þurftu að fela sig á skrifstofum sínum eða koma sér undan. Forsenda atkvæðis þeirra gegn staðfestingu úrslitanna voru lygar og rakalausar staðhæfingar Trump um að stórfelld svik hefðu kostað hann sigur í forsetakosningunum í nóvember. Repúblikanar eru einnig sagði vilji þeir forðast eins og heitan eldinn að styggja stuðningsmenn Trump, sem hefur enn tangarhald á kjarnastuðningsmönnum flokksins, með því að samþykkja rannsókn á atburðunum. Nokkrir þingmenn repúblikana í báðum deildum þingsins greiddu atkvæði með því að kæra Trump fyrir embættisbrot og sakfella hann fyrir þær sakir að hafa æst múginn upp til árásarinnar. Til marks um þau ítök sem Trump hefur enn í Repúblikanaflokknum úthýstu fulltrúadeildarþingmenn flokksins Liz Cheney, þingkonu frá Wyoming og dóttur fyrrverandi varaforseta flokksins, út forystusveit hans. Glæpur Cheney var að hún hélt áfram að gagnrýna áframhaldandi lygar Trump um að stórfelld kosningasvik hafi kostað hann sigur í forsetakosningunum í nóvember og að greiða atkvæði með því að hann væri kærður fyrir embættisbrot. „Munið þennan dag að eilífu“ - Vísir (visir.is) Líkti uppreisnarmönnunum við ferðamenn Þrátt fyrir að hann sé nú sviptur aðgangi að samfélagsmiðlum hefur Trump haldið áfram að ljúga blákalt um kosningarnar í nóvember í stuttum yfirlýsingum sem hann lætur aðstoðarmenn sína senda út nær daglega. Eftir að sumum repúblikönum virtist í fyrstu nóg boðið yfir framferði Trump í janúar og hlut hans í árásinni á þinghúsið eru margir þeirra nú byrjaðir að endurskrifa söguna og gera lítið úr hversu alvarleg hún var, þvert á staðreyndir málsins. Á nefndarfundi þar sem árásin var rædd í síðustu viku líktu sumir repúblikanar uppreisnarfólkinu sem braust inn í þinghúsið við „ferðamenn“, gagnrýndu yfirvöld fyrir að handtaka og sækja það til saka og lýstu yfir efasemdum um að uppreisnarfólkið hefði í raun og veru verið stuðningsmenn Trump, að sögn Washington Post. Múgurinn sem réðst á þinghúsið kom beint af útifundi sem Trump hélt í Washington-borg eftir að hann hvatti hann til þess að leggja leið sína í þinghúsið til þess að mótmæla því að kjör Biden yrði staðfest. Um 140 lögreglumenn særðust þegar um tíu þúsund stuðningsmenn Trump umkringdu þinghúsið. Sumir uppreisnarmannanna notuðu fánastangir og hafnaboltakylfur til að berja lögreglumenn og missti einn þeirra auga eftir átökin. Uppreisnarmennirnir kyrjuðu slagorð um að „hengja Mike Pence“ varaforseta sem Trump hafði logið að stuðningsmönnum sínum að hefði völd til að stöðva kjör Biden. Einhverjir þeirra reistu gálga fyrir utan þinghúsið. Þegar um 800 manns komust inn í þinghúsið reyndu þeir að brjótast inn í sal fulltrúadeildarinnar og fóru um skrifstofur þingmanna, þar á meðal Nancy Pelosi, forseta fulltrúadeildarinnar. Brutu uppreisnarmennirnir rúður og var einn þeirra skotinn til bana þegar hann reyndi að fara inn um brotinn glugga. Einn þingmaður repúblikana sakaði lögreglu um að hafa tekið uppreisnarmanninn af lífi í síðustu viku. Bandaríkin Árás á bandaríska þinghúsið Dauði George Floyd Tengdar fréttir Stefanik tekin við af Cheney Þingmenn Repúblikanaflokksins í fulltrúadeild Bandaríkjaþings hafa kosið að gera þingkonuna Elisu Stefanik, frá New York, að þriðja æðsta meðlimi þingflokksins. Hún bar sigur úr býtum gegn þingmanninum Chip Roy, frá Texas. Atkvæðagreiðslan fór 134-46. 14. maí 2021 15:12 Innanbúðarfólkið sem varð utangarðs Repúblikanarnir og þingmennirnir Liz Cheney og Mitt Romney hafa um árabil verið í innsta hring Repúblikanaflokksins í Bandaríkjunum. Cheney er til að mynda þriðji æðsti þingmaður flokksins, formlega séð og Romney var eitt sinn forsetaefni hans gegn Barack Obama. 3. maí 2021 22:36 Öldungadeildin kallar til vitni í réttarhöldunum Öldungadeild Bandaríkjaþings samþykkti fyrir skömmu að kalla til vitni í réttarhöldum deildarinnar yfir Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta. Trump er ákærður fyrir embættisbrot. 13. febrúar 2021 16:51 Mest lesið Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Innlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent Fleiri fréttir Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Rússar taldir hylja slóð flutningaskipa til að verja olíuhafnir sínar Búa sig undir meiri rigningu og fleiri flóð á Spáni Segir ummæli Trump um konur móðgun við alla Um átta þúsund norðurkóreskir hermenn á landamærunum Horfði á lík fljóta fram hjá Sjá meira
Fulltrúar repúblikana og demókrata í heimavarnanefnd fulltrúadeildarinnar náðu samkomulagi um tillöguna um stofnun rannsóknarnefndarinnar á dögunum. Hún hefði verið í anda nefndar sem rannsakaði hryðjuverkaárásirnar 11. september árið 2001 og henni hefði verið falið að leggja fram tillögur til að koma í veg fyrir að slík árás gæti endurtekið sig. Demókratar höfðu krafist þess að slík nefnd yrði stofnuð um marga mánaða skeið til að gera upp atburðina sem leiddu til dauða fimm manns en repúblikanar hafa dregið lappirnar. Ákvörðun Kevins McCarthy, leiðtoga repúblikana í fulltrúadeildinni, um að styðja tillöguna ekki í dag þýðir að færri þingmenn flokksins greiði atkvæði með henni þar og að örlög hennar í öldungadeildinni séu tvísýn, að sögn AP-fréttastofunnar. Sextíu öldungadeildarþingmenn þurfa að samþykkja tillöguna en flokkarnir hafa fimmtíu þingsæti hvor. Repúblikanar hafa ekki viljað fallast á rannsóknina á því þegar stuðningsmenn Donalds Trump, þáverandi forseta, slógust við lögreglumenn og brutu sér leið inn í þinghúsið þegar þingmenn ætluðu að staðfesta kjör Joes Biden sem forseta. Þess í stað vildu þeir að slík nefnd rannsakaði einnig ofbeldisverk þeirra sem þeir telja vinstriöfgamenn á mótmælum í fyrra, sérstaklega félaga í hreyfingunni Svört líf skipta máli sem berst gegn kerfislægri kynþáttahyggju og lögregluofbeldi. McCarthy sagðist ekki geta stutt tillöguna því að hún gengi of skammt í að kanna „tengd afbrigði pólitísks ofbeldis í Bandaríkjunum“. Þá sagði hann að tvíverknaður fælist í því að stofna nefnd til að rannsaka árásina á þinghúsið þar sem þingið og alríkisstjórnin væru fyrir að rannsaka hana. Vilja ekki styggja Trump Vefmiðillinn Axios segir að sumir þingmenn repúblikana hafi óttast að nefndin gæti stefnt þeim til að bera vitni í rannsókninni. McCarthy ræddi meðal annars sjálfur við Trump í síma á meðan á árásinni, sem margir hafa lýst sem uppreisn, stóð. Þá greiddi meirihluti fulltrúadeildarþingmanna repúblikana atkvæði gegn því að staðfesta kosningasigur Biden jafnvel eftir að æstur múgur stuðningsmanna Trump réðst inn í þinghúsið þannig að þingmenn þurftu að fela sig á skrifstofum sínum eða koma sér undan. Forsenda atkvæðis þeirra gegn staðfestingu úrslitanna voru lygar og rakalausar staðhæfingar Trump um að stórfelld svik hefðu kostað hann sigur í forsetakosningunum í nóvember. Repúblikanar eru einnig sagði vilji þeir forðast eins og heitan eldinn að styggja stuðningsmenn Trump, sem hefur enn tangarhald á kjarnastuðningsmönnum flokksins, með því að samþykkja rannsókn á atburðunum. Nokkrir þingmenn repúblikana í báðum deildum þingsins greiddu atkvæði með því að kæra Trump fyrir embættisbrot og sakfella hann fyrir þær sakir að hafa æst múginn upp til árásarinnar. Til marks um þau ítök sem Trump hefur enn í Repúblikanaflokknum úthýstu fulltrúadeildarþingmenn flokksins Liz Cheney, þingkonu frá Wyoming og dóttur fyrrverandi varaforseta flokksins, út forystusveit hans. Glæpur Cheney var að hún hélt áfram að gagnrýna áframhaldandi lygar Trump um að stórfelld kosningasvik hafi kostað hann sigur í forsetakosningunum í nóvember og að greiða atkvæði með því að hann væri kærður fyrir embættisbrot. „Munið þennan dag að eilífu“ - Vísir (visir.is) Líkti uppreisnarmönnunum við ferðamenn Þrátt fyrir að hann sé nú sviptur aðgangi að samfélagsmiðlum hefur Trump haldið áfram að ljúga blákalt um kosningarnar í nóvember í stuttum yfirlýsingum sem hann lætur aðstoðarmenn sína senda út nær daglega. Eftir að sumum repúblikönum virtist í fyrstu nóg boðið yfir framferði Trump í janúar og hlut hans í árásinni á þinghúsið eru margir þeirra nú byrjaðir að endurskrifa söguna og gera lítið úr hversu alvarleg hún var, þvert á staðreyndir málsins. Á nefndarfundi þar sem árásin var rædd í síðustu viku líktu sumir repúblikanar uppreisnarfólkinu sem braust inn í þinghúsið við „ferðamenn“, gagnrýndu yfirvöld fyrir að handtaka og sækja það til saka og lýstu yfir efasemdum um að uppreisnarfólkið hefði í raun og veru verið stuðningsmenn Trump, að sögn Washington Post. Múgurinn sem réðst á þinghúsið kom beint af útifundi sem Trump hélt í Washington-borg eftir að hann hvatti hann til þess að leggja leið sína í þinghúsið til þess að mótmæla því að kjör Biden yrði staðfest. Um 140 lögreglumenn særðust þegar um tíu þúsund stuðningsmenn Trump umkringdu þinghúsið. Sumir uppreisnarmannanna notuðu fánastangir og hafnaboltakylfur til að berja lögreglumenn og missti einn þeirra auga eftir átökin. Uppreisnarmennirnir kyrjuðu slagorð um að „hengja Mike Pence“ varaforseta sem Trump hafði logið að stuðningsmönnum sínum að hefði völd til að stöðva kjör Biden. Einhverjir þeirra reistu gálga fyrir utan þinghúsið. Þegar um 800 manns komust inn í þinghúsið reyndu þeir að brjótast inn í sal fulltrúadeildarinnar og fóru um skrifstofur þingmanna, þar á meðal Nancy Pelosi, forseta fulltrúadeildarinnar. Brutu uppreisnarmennirnir rúður og var einn þeirra skotinn til bana þegar hann reyndi að fara inn um brotinn glugga. Einn þingmaður repúblikana sakaði lögreglu um að hafa tekið uppreisnarmanninn af lífi í síðustu viku.
Bandaríkin Árás á bandaríska þinghúsið Dauði George Floyd Tengdar fréttir Stefanik tekin við af Cheney Þingmenn Repúblikanaflokksins í fulltrúadeild Bandaríkjaþings hafa kosið að gera þingkonuna Elisu Stefanik, frá New York, að þriðja æðsta meðlimi þingflokksins. Hún bar sigur úr býtum gegn þingmanninum Chip Roy, frá Texas. Atkvæðagreiðslan fór 134-46. 14. maí 2021 15:12 Innanbúðarfólkið sem varð utangarðs Repúblikanarnir og þingmennirnir Liz Cheney og Mitt Romney hafa um árabil verið í innsta hring Repúblikanaflokksins í Bandaríkjunum. Cheney er til að mynda þriðji æðsti þingmaður flokksins, formlega séð og Romney var eitt sinn forsetaefni hans gegn Barack Obama. 3. maí 2021 22:36 Öldungadeildin kallar til vitni í réttarhöldunum Öldungadeild Bandaríkjaþings samþykkti fyrir skömmu að kalla til vitni í réttarhöldum deildarinnar yfir Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta. Trump er ákærður fyrir embættisbrot. 13. febrúar 2021 16:51 Mest lesið Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Innlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent Fleiri fréttir Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Rússar taldir hylja slóð flutningaskipa til að verja olíuhafnir sínar Búa sig undir meiri rigningu og fleiri flóð á Spáni Segir ummæli Trump um konur móðgun við alla Um átta þúsund norðurkóreskir hermenn á landamærunum Horfði á lík fljóta fram hjá Sjá meira
Stefanik tekin við af Cheney Þingmenn Repúblikanaflokksins í fulltrúadeild Bandaríkjaþings hafa kosið að gera þingkonuna Elisu Stefanik, frá New York, að þriðja æðsta meðlimi þingflokksins. Hún bar sigur úr býtum gegn þingmanninum Chip Roy, frá Texas. Atkvæðagreiðslan fór 134-46. 14. maí 2021 15:12
Innanbúðarfólkið sem varð utangarðs Repúblikanarnir og þingmennirnir Liz Cheney og Mitt Romney hafa um árabil verið í innsta hring Repúblikanaflokksins í Bandaríkjunum. Cheney er til að mynda þriðji æðsti þingmaður flokksins, formlega séð og Romney var eitt sinn forsetaefni hans gegn Barack Obama. 3. maí 2021 22:36
Öldungadeildin kallar til vitni í réttarhöldunum Öldungadeild Bandaríkjaþings samþykkti fyrir skömmu að kalla til vitni í réttarhöldum deildarinnar yfir Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta. Trump er ákærður fyrir embættisbrot. 13. febrúar 2021 16:51