Leikskólamál eru jafnréttismál Diljá Mist Einarsdóttir skrifar 21. maí 2021 08:31 Hjá Reykjavíkurborg ríkir úrræðaleysi gagnvart fjölskyldufólki. Ár eftir ár sitja hundruð barna á biðlistum eftir leikskólaplássi í borginni. Margir njóta góðs af þjónustu dagforeldra, en framboð annar ekki eftirspurn. Litlar framfarir hafa orðið í daggæslu- og leikskólamálum í höfuðborginni síðustu ár. Á undanliðnum árum hefur farið fram áberandi umræða um mikilvægi þess að brúa bilið milli fæðingarorlofs og leikskóla. Nýverið steig ríkisstjórnin mikilvægt skref með lengingu fæðingarorlofs úr 9 mánuðum í 12 mánuði. Reykjavíkurborg hefur ekki staðið við sinn hluta. Fjölgun leikskólaplássa fyrir 12 mánaða börn gengur hægt og illa. Á síðasta ári kynnti meirihluti borgarstjórnar áform um skertan opnunartíma á leikskólum. Sjálfstæðisflokkur lagðist hart gegn breytingunni og varaði við neikvæðum áhrifum skertrar þjónustu. Jafnréttismat staðfesti þessar áhyggjur, enda sýndi niðurstaðan vel þau neikvæðu áhrif sem breytingin myndi hafa á jafnrétti kynjanna. Þrátt fyrir mikinn árangur í jafnréttisbaráttunni taka konur enn meiri ábyrgð á umönnun barna en karlmenn. Dagvistunarvandi lendir því oftar á konum og dregur úr framgangi þeirra á vinnumarkaði. Mælingar sýna að barneignir hafa neikvæð áhrif á launaþróun kvenna sem ýtir undir kynbundinn launamun. Lausn leikskólavandans er því mikilvægt jafnréttismál. Skert leikskólaþjónusta var ekki síður köld kveðja til íbúa efri byggða enda sýndi jafnréttismat hvernig skertur opnunartími kemur fremur niður á foreldrum í efri byggðum sem ferðast þurfa langan veg til vinnu. Á haustdögum tók skertur opnunartími engu að síður gildi, að þessu sinni á grundvelli sóttvarna. Þrátt fyrir góðan árangur í baráttunni við sóttina hefur borgin ekki kynnt nein áform um afléttingar á þessum þjónustutakmörkunum. Hugurinn stendur augljóslega til að viðhalda skerðingunum, enda fyrirætlanir meirihlutans lengi snúið að langtímaskerðingum á leikskólaþjónustu. Reykjavíkurborg þarf að tryggja fjölskyldufólki betri þjónustu. Það er komið að borginni að brúa bilið og mæta lengra fæðingarorlofi með fjölgun leikskólarýma. Að fæðingarorlofi slepptu verða börn að eiga daggæslu vísa og foreldrar að eiga val um daggæslukosti. Það er mikilvægt jafnréttismál. Höfundur er hrl., varaborgarfulltrúi, aðstoðarmaður utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra og frambjóðandi til 3. sætis í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Diljá Mist Einarsdóttir Leikskólar Jafnréttismál Skoðun: Kosningar 2021 Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa Skoðun Skoðun Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða skrifar Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson skrifar Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Skoðun Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson skrifar Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar Skoðun Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar Skoðun Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Sjá meira
Hjá Reykjavíkurborg ríkir úrræðaleysi gagnvart fjölskyldufólki. Ár eftir ár sitja hundruð barna á biðlistum eftir leikskólaplássi í borginni. Margir njóta góðs af þjónustu dagforeldra, en framboð annar ekki eftirspurn. Litlar framfarir hafa orðið í daggæslu- og leikskólamálum í höfuðborginni síðustu ár. Á undanliðnum árum hefur farið fram áberandi umræða um mikilvægi þess að brúa bilið milli fæðingarorlofs og leikskóla. Nýverið steig ríkisstjórnin mikilvægt skref með lengingu fæðingarorlofs úr 9 mánuðum í 12 mánuði. Reykjavíkurborg hefur ekki staðið við sinn hluta. Fjölgun leikskólaplássa fyrir 12 mánaða börn gengur hægt og illa. Á síðasta ári kynnti meirihluti borgarstjórnar áform um skertan opnunartíma á leikskólum. Sjálfstæðisflokkur lagðist hart gegn breytingunni og varaði við neikvæðum áhrifum skertrar þjónustu. Jafnréttismat staðfesti þessar áhyggjur, enda sýndi niðurstaðan vel þau neikvæðu áhrif sem breytingin myndi hafa á jafnrétti kynjanna. Þrátt fyrir mikinn árangur í jafnréttisbaráttunni taka konur enn meiri ábyrgð á umönnun barna en karlmenn. Dagvistunarvandi lendir því oftar á konum og dregur úr framgangi þeirra á vinnumarkaði. Mælingar sýna að barneignir hafa neikvæð áhrif á launaþróun kvenna sem ýtir undir kynbundinn launamun. Lausn leikskólavandans er því mikilvægt jafnréttismál. Skert leikskólaþjónusta var ekki síður köld kveðja til íbúa efri byggða enda sýndi jafnréttismat hvernig skertur opnunartími kemur fremur niður á foreldrum í efri byggðum sem ferðast þurfa langan veg til vinnu. Á haustdögum tók skertur opnunartími engu að síður gildi, að þessu sinni á grundvelli sóttvarna. Þrátt fyrir góðan árangur í baráttunni við sóttina hefur borgin ekki kynnt nein áform um afléttingar á þessum þjónustutakmörkunum. Hugurinn stendur augljóslega til að viðhalda skerðingunum, enda fyrirætlanir meirihlutans lengi snúið að langtímaskerðingum á leikskólaþjónustu. Reykjavíkurborg þarf að tryggja fjölskyldufólki betri þjónustu. Það er komið að borginni að brúa bilið og mæta lengra fæðingarorlofi með fjölgun leikskólarýma. Að fæðingarorlofi slepptu verða börn að eiga daggæslu vísa og foreldrar að eiga val um daggæslukosti. Það er mikilvægt jafnréttismál. Höfundur er hrl., varaborgarfulltrúi, aðstoðarmaður utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra og frambjóðandi til 3. sætis í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar
Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun