Leikskólamál eru jafnréttismál Diljá Mist Einarsdóttir skrifar 21. maí 2021 08:31 Hjá Reykjavíkurborg ríkir úrræðaleysi gagnvart fjölskyldufólki. Ár eftir ár sitja hundruð barna á biðlistum eftir leikskólaplássi í borginni. Margir njóta góðs af þjónustu dagforeldra, en framboð annar ekki eftirspurn. Litlar framfarir hafa orðið í daggæslu- og leikskólamálum í höfuðborginni síðustu ár. Á undanliðnum árum hefur farið fram áberandi umræða um mikilvægi þess að brúa bilið milli fæðingarorlofs og leikskóla. Nýverið steig ríkisstjórnin mikilvægt skref með lengingu fæðingarorlofs úr 9 mánuðum í 12 mánuði. Reykjavíkurborg hefur ekki staðið við sinn hluta. Fjölgun leikskólaplássa fyrir 12 mánaða börn gengur hægt og illa. Á síðasta ári kynnti meirihluti borgarstjórnar áform um skertan opnunartíma á leikskólum. Sjálfstæðisflokkur lagðist hart gegn breytingunni og varaði við neikvæðum áhrifum skertrar þjónustu. Jafnréttismat staðfesti þessar áhyggjur, enda sýndi niðurstaðan vel þau neikvæðu áhrif sem breytingin myndi hafa á jafnrétti kynjanna. Þrátt fyrir mikinn árangur í jafnréttisbaráttunni taka konur enn meiri ábyrgð á umönnun barna en karlmenn. Dagvistunarvandi lendir því oftar á konum og dregur úr framgangi þeirra á vinnumarkaði. Mælingar sýna að barneignir hafa neikvæð áhrif á launaþróun kvenna sem ýtir undir kynbundinn launamun. Lausn leikskólavandans er því mikilvægt jafnréttismál. Skert leikskólaþjónusta var ekki síður köld kveðja til íbúa efri byggða enda sýndi jafnréttismat hvernig skertur opnunartími kemur fremur niður á foreldrum í efri byggðum sem ferðast þurfa langan veg til vinnu. Á haustdögum tók skertur opnunartími engu að síður gildi, að þessu sinni á grundvelli sóttvarna. Þrátt fyrir góðan árangur í baráttunni við sóttina hefur borgin ekki kynnt nein áform um afléttingar á þessum þjónustutakmörkunum. Hugurinn stendur augljóslega til að viðhalda skerðingunum, enda fyrirætlanir meirihlutans lengi snúið að langtímaskerðingum á leikskólaþjónustu. Reykjavíkurborg þarf að tryggja fjölskyldufólki betri þjónustu. Það er komið að borginni að brúa bilið og mæta lengra fæðingarorlofi með fjölgun leikskólarýma. Að fæðingarorlofi slepptu verða börn að eiga daggæslu vísa og foreldrar að eiga val um daggæslukosti. Það er mikilvægt jafnréttismál. Höfundur er hrl., varaborgarfulltrúi, aðstoðarmaður utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra og frambjóðandi til 3. sætis í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Diljá Mist Einarsdóttir Leikskólar Jafnréttismál Skoðun: Kosningar 2021 Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson skrifar Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein skrifar Sjá meira
Hjá Reykjavíkurborg ríkir úrræðaleysi gagnvart fjölskyldufólki. Ár eftir ár sitja hundruð barna á biðlistum eftir leikskólaplássi í borginni. Margir njóta góðs af þjónustu dagforeldra, en framboð annar ekki eftirspurn. Litlar framfarir hafa orðið í daggæslu- og leikskólamálum í höfuðborginni síðustu ár. Á undanliðnum árum hefur farið fram áberandi umræða um mikilvægi þess að brúa bilið milli fæðingarorlofs og leikskóla. Nýverið steig ríkisstjórnin mikilvægt skref með lengingu fæðingarorlofs úr 9 mánuðum í 12 mánuði. Reykjavíkurborg hefur ekki staðið við sinn hluta. Fjölgun leikskólaplássa fyrir 12 mánaða börn gengur hægt og illa. Á síðasta ári kynnti meirihluti borgarstjórnar áform um skertan opnunartíma á leikskólum. Sjálfstæðisflokkur lagðist hart gegn breytingunni og varaði við neikvæðum áhrifum skertrar þjónustu. Jafnréttismat staðfesti þessar áhyggjur, enda sýndi niðurstaðan vel þau neikvæðu áhrif sem breytingin myndi hafa á jafnrétti kynjanna. Þrátt fyrir mikinn árangur í jafnréttisbaráttunni taka konur enn meiri ábyrgð á umönnun barna en karlmenn. Dagvistunarvandi lendir því oftar á konum og dregur úr framgangi þeirra á vinnumarkaði. Mælingar sýna að barneignir hafa neikvæð áhrif á launaþróun kvenna sem ýtir undir kynbundinn launamun. Lausn leikskólavandans er því mikilvægt jafnréttismál. Skert leikskólaþjónusta var ekki síður köld kveðja til íbúa efri byggða enda sýndi jafnréttismat hvernig skertur opnunartími kemur fremur niður á foreldrum í efri byggðum sem ferðast þurfa langan veg til vinnu. Á haustdögum tók skertur opnunartími engu að síður gildi, að þessu sinni á grundvelli sóttvarna. Þrátt fyrir góðan árangur í baráttunni við sóttina hefur borgin ekki kynnt nein áform um afléttingar á þessum þjónustutakmörkunum. Hugurinn stendur augljóslega til að viðhalda skerðingunum, enda fyrirætlanir meirihlutans lengi snúið að langtímaskerðingum á leikskólaþjónustu. Reykjavíkurborg þarf að tryggja fjölskyldufólki betri þjónustu. Það er komið að borginni að brúa bilið og mæta lengra fæðingarorlofi með fjölgun leikskólarýma. Að fæðingarorlofi slepptu verða börn að eiga daggæslu vísa og foreldrar að eiga val um daggæslukosti. Það er mikilvægt jafnréttismál. Höfundur er hrl., varaborgarfulltrúi, aðstoðarmaður utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra og frambjóðandi til 3. sætis í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar