„Charlie bit my finger“ myndbandið til sölu Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 19. maí 2021 11:31 Charlie bit my finger hefur verið mjög langlíft jarm en upprunalega myndbandið var fjarlægt af YouTube í gær. Youtube/skjáskot „Charlie bit my finger!“ er líklega einn þeirra frasa sem flestir, sem vöfruðu um internetið árið 2007, kannast við. Frasinn heyrðist fyrst í myndbandi, sem fór eins og eldur um sinu um netið, þar sem sjá má Charlie bíta bróður sinn Harry í fingurinn. Myndbandið vakti mikla lukku á sínum tíma og hefur vafalaust lifað í minningu margra en myndbandið hefur verið spilað meira en 880 milljón sinnum á YouTube. Nú hefur fjölskylda drengjanna ákveðið að taka myndbandið af YouTube og selja það á uppboði. Búið er að fjarlægja upprunalega myndbandið af YouTube en hægt er að sjá afrit af því hér: Selja á myndbandið sem NFT, sem stendur fyrir non-fungible token á ensku. Það þýðir að hluturinn sem þú eignast, í þessu tilfelli myndbandið, er erfitt að skipta út eða selja. NFT eru yfirleitt upprunalegar útgáfur af frægum myndböndum, jörmum eða tístum sem hægt er að selja eins og þau séu listaverk. Myndbandið var upprunalega birt á YouTube af Howard, pabba Charlie og Harry, árið 2007. Ástæðan var sú að hann gat ekki sent guðforeldrum drengjanna myndbandið í tölvupósti, en þau voru þá búsett í Bandaríkjunum. Strákarnir eru nú 17 og 15 ára og segir pabbi þeirra að nýtt tímabil í lífi þeirra sé að hefjast, þar sem þeir séu við það að verða fullorðnir. Þetta sé því rétti tíminn til þess að taka þetta skref. Sá sem mun að lokum fá að kaupa myndbandið á uppboðinu mun fá tækifæri til að endurgera myndbandið með Harry og Charlie. Hér er afrit af Disaster Girl jarminu.Vísir Uppboðið hefst þann 22. maí næstkomandi og talið er nokkuð líklegt að myndbandið muni seljast fyrir mjög háar fjárhæðir. Til dæmis má nefna „Disaster Girl“ jarmið, sem er mynd af ungri stelpu brosandi fyrir framan brennandi hús, en það jarm var selt nýlega sem NFT fyrir 473 þúsund Bandaríkjadali, eða um 58,4 milljónir króna. Samfélagsmiðlar Mest lesið Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Viðskipti erlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Myndbandið vakti mikla lukku á sínum tíma og hefur vafalaust lifað í minningu margra en myndbandið hefur verið spilað meira en 880 milljón sinnum á YouTube. Nú hefur fjölskylda drengjanna ákveðið að taka myndbandið af YouTube og selja það á uppboði. Búið er að fjarlægja upprunalega myndbandið af YouTube en hægt er að sjá afrit af því hér: Selja á myndbandið sem NFT, sem stendur fyrir non-fungible token á ensku. Það þýðir að hluturinn sem þú eignast, í þessu tilfelli myndbandið, er erfitt að skipta út eða selja. NFT eru yfirleitt upprunalegar útgáfur af frægum myndböndum, jörmum eða tístum sem hægt er að selja eins og þau séu listaverk. Myndbandið var upprunalega birt á YouTube af Howard, pabba Charlie og Harry, árið 2007. Ástæðan var sú að hann gat ekki sent guðforeldrum drengjanna myndbandið í tölvupósti, en þau voru þá búsett í Bandaríkjunum. Strákarnir eru nú 17 og 15 ára og segir pabbi þeirra að nýtt tímabil í lífi þeirra sé að hefjast, þar sem þeir séu við það að verða fullorðnir. Þetta sé því rétti tíminn til þess að taka þetta skref. Sá sem mun að lokum fá að kaupa myndbandið á uppboðinu mun fá tækifæri til að endurgera myndbandið með Harry og Charlie. Hér er afrit af Disaster Girl jarminu.Vísir Uppboðið hefst þann 22. maí næstkomandi og talið er nokkuð líklegt að myndbandið muni seljast fyrir mjög háar fjárhæðir. Til dæmis má nefna „Disaster Girl“ jarmið, sem er mynd af ungri stelpu brosandi fyrir framan brennandi hús, en það jarm var selt nýlega sem NFT fyrir 473 þúsund Bandaríkjadali, eða um 58,4 milljónir króna.
Samfélagsmiðlar Mest lesið Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Viðskipti erlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira