Í öðru sæti verða Steinunn Þóra Árnadóttir, sitjandi þingmaður Vinstri grænna, og Orri Páll Jóhannsson, sem var aðstoðarmaður umhverfisráðherra á kjörtímabilinu.
Kolbeinn Óttarsson Proppé þingmaður hafði sóst eftir öðru sæti í prófkjörinu en dró framboð sitt til baka í síðustu viku vegna slæmrar framkomu við konur, að hans sögn.
Tveir þingmenn voru kjörnir komust inn á þing fyrir VG í Reykjavík suður í síðustu kosningum, en þrír í norður. Flokkurinn hlaut 16,9% atkvæða á landsvísu.
Í þriðja sæti á listunum verða Eva Dögg Davíðsdóttir doktorsnemi og Daníel E. Arnarson, framkvæmdastjóri Samtakanna 78. Daníel hafði sóst eftir öðru sæti en hafði ekki erindi sem erfiði. Eva Dögg bauð sig fram í 3.-4. sæti.
927 greiddu atkvæði í prófkjörinu sem fór fram 16.-19. maí.
Atkvæðin skiptust með eftirfarandi hætti:
1. sæti Katrín Jakobsdóttir með 784 atkvæði í 1. sæti
1. sæti Svandís Svavarsdóttir með 714 atkvæði í 1. sæti
2. sæti Steinunn Þóra Árnadóttir með 487 atkvæði í 1.-2. sætið
2. sæti Orri Páll Jóhannsson með 459 atkvæði í 1.-2. sætið
3. sæti Eva Dögg Davíðsdóttir með 529 atkvæði í 1.-3. sæti
3. sæti Daníel E. Arnarson með 516 atkvæði í 1.-3. sæti
4. sæti Brynhildur Björnsdóttir með 693 atkvæði í 1.-4. sæti
4. sæti René Biasone með 545 atkvæði í 1.-4. sæti
11 voru í framboði og greiddu 927 félagar í Vinstri grænum í Reykjavík atkvæði.