Eygja möguleika á vopnahléssamningi á föstudag Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 20. maí 2021 00:02 Þrátt fyrir yfirlýsingar Netanjahús í dag virðast einhverjir telja að vopnahléssamningur gæti náðst um helgina. getty/kobi wolf/bloomberg Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, virðist ekki ætla að verða við ákalli Bandaríkjaforseta Joe Bidens um að draga verulega úr loftárásum á Gasa-svæðið. Þvert á móti gaf hann það út eftir samtal þeirra í dag að hann myndi gefa í árásirnar. Hörð ummæli Netanjahús marka fyrsta skiptið þar sem yfirlýsingar og stefna Bandaríkjanna og Ísraelsmanna í málinu stangast á. Hvíta húsið sendi frá sér yfirlýsingu í dag þar sem greint var frá því að Biden hafi sagt við Netanjahú í símtali að hann byggist við að Ísraelsmenn myndu draga verulega úr loftárásum sínum á Palestínumenn á næstu dögum. Stuttu eftir að tilkynningin var send út gaf Netanjahú það hins vegar út að hann myndi bæta í hernaðaraðgerðir á svæðinu. Alþjóðlegur þrýstingur hefur aukist verulega á Ísrael undanfarna daga, samhliða fregnum af miklu mannfalli meðal almennra borgara á Gasa og sömuleiðis miklu eignatjóni. Vísbendingar um vopnahlé Netanjahú hafði þá fyrr í dag gefið það út að ekkert vopnahlé væri til umræðu milli Ísraels og Hamas. Þrátt fyrir þetta virðast margir telja að viðræður um vopnahlé séu í gangi og menn jafnvel að þokast í átt að samkomulagi. New York Times greindi frá því í dag að háttsettur liðsmaður Hamas byggist við vopnahléssamningi á næstu tveimur dögum og þá hafa ísraelskir miðlar greint frá því í dag að ísraelskir embættismenn búist ekki við því að loftárásum á Gasa-svæðið linni fyrr en í fyrsta lagi á föstudag. Etthvað virðist að minnsta kosti vera að gerast í viðræðum aðilanna og nefna báðir aðilar föstudag í samhengi við vopnahlé. Eldflaugum skotið frá Líbanon Linnulausar loftárásir Ísraelshers á Palestínumenn hélt áfram í dag og létu að minnsta kosti níu lífið á Gasa-svæðinu, samkvæmt frétt AP. Að minnsta kosti 227 Palestínumenn hafa látist síðan árásirnar hófust fyrir rúmri viku síðan. Þar af eru 64 börn og 38 konur. Að minnsta kosti 1.620 eru særðir. Á meðan hafa tólf látist í Ísrael í loftárásum Hamas-samtakanna, þar af tvö börn. Eldflaugum var þá skotið inn í norðurhluta Ísrael frá Líbanon í dag í þriðja skiptið á innan við viku. Enginn hefur enn lýst sig ábyrgan fyrir árás en hryðjuverkasamtökin Hezbollah, sem hafa áður strítt við Ísraelsmenn, liggja þar helst undir grun. Þó eru fámennar fylkingar Palestínumanna staðsettar í suðurhluta Líbanon. Ísraelsher svaraði í sömu mynt með loftárásum á Líbanon í dag en ekkert mannfall varð í þessum árásum og hefur enginn slasast. Ísrael Palestína Bandaríkin Joe Biden Tengdar fréttir Þrýstingur um vopnahlé fer vaxandi Þrýstingur alþjóðasamfélagsins um vopnahlé á Gasa-svæðinu fer nú vaxandi en Egyptar segjast nú vilja koma vopnahléi á strax á morgun. 19. maí 2021 07:00 Bandaríkjaforseti lýsir yfir stuðningi við vopnahlé á Gasa Joe Biden Bandaríkjaforseti lýsti því yfir í nótt að hann styðji kröfur um vopnahlé á Gasa-svæðinu þar sem ísraelski herinn hefur nú látið sprengjum rigna yfir íbúðabyggð í átta daga og Hamas-liðar hafa sent eldflaugar yfir til Ísraels á móti. 18. maí 2021 07:00 Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent Fleiri fréttir Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sjá meira
Hörð ummæli Netanjahús marka fyrsta skiptið þar sem yfirlýsingar og stefna Bandaríkjanna og Ísraelsmanna í málinu stangast á. Hvíta húsið sendi frá sér yfirlýsingu í dag þar sem greint var frá því að Biden hafi sagt við Netanjahú í símtali að hann byggist við að Ísraelsmenn myndu draga verulega úr loftárásum sínum á Palestínumenn á næstu dögum. Stuttu eftir að tilkynningin var send út gaf Netanjahú það hins vegar út að hann myndi bæta í hernaðaraðgerðir á svæðinu. Alþjóðlegur þrýstingur hefur aukist verulega á Ísrael undanfarna daga, samhliða fregnum af miklu mannfalli meðal almennra borgara á Gasa og sömuleiðis miklu eignatjóni. Vísbendingar um vopnahlé Netanjahú hafði þá fyrr í dag gefið það út að ekkert vopnahlé væri til umræðu milli Ísraels og Hamas. Þrátt fyrir þetta virðast margir telja að viðræður um vopnahlé séu í gangi og menn jafnvel að þokast í átt að samkomulagi. New York Times greindi frá því í dag að háttsettur liðsmaður Hamas byggist við vopnahléssamningi á næstu tveimur dögum og þá hafa ísraelskir miðlar greint frá því í dag að ísraelskir embættismenn búist ekki við því að loftárásum á Gasa-svæðið linni fyrr en í fyrsta lagi á föstudag. Etthvað virðist að minnsta kosti vera að gerast í viðræðum aðilanna og nefna báðir aðilar föstudag í samhengi við vopnahlé. Eldflaugum skotið frá Líbanon Linnulausar loftárásir Ísraelshers á Palestínumenn hélt áfram í dag og létu að minnsta kosti níu lífið á Gasa-svæðinu, samkvæmt frétt AP. Að minnsta kosti 227 Palestínumenn hafa látist síðan árásirnar hófust fyrir rúmri viku síðan. Þar af eru 64 börn og 38 konur. Að minnsta kosti 1.620 eru særðir. Á meðan hafa tólf látist í Ísrael í loftárásum Hamas-samtakanna, þar af tvö börn. Eldflaugum var þá skotið inn í norðurhluta Ísrael frá Líbanon í dag í þriðja skiptið á innan við viku. Enginn hefur enn lýst sig ábyrgan fyrir árás en hryðjuverkasamtökin Hezbollah, sem hafa áður strítt við Ísraelsmenn, liggja þar helst undir grun. Þó eru fámennar fylkingar Palestínumanna staðsettar í suðurhluta Líbanon. Ísraelsher svaraði í sömu mynt með loftárásum á Líbanon í dag en ekkert mannfall varð í þessum árásum og hefur enginn slasast.
Ísrael Palestína Bandaríkin Joe Biden Tengdar fréttir Þrýstingur um vopnahlé fer vaxandi Þrýstingur alþjóðasamfélagsins um vopnahlé á Gasa-svæðinu fer nú vaxandi en Egyptar segjast nú vilja koma vopnahléi á strax á morgun. 19. maí 2021 07:00 Bandaríkjaforseti lýsir yfir stuðningi við vopnahlé á Gasa Joe Biden Bandaríkjaforseti lýsti því yfir í nótt að hann styðji kröfur um vopnahlé á Gasa-svæðinu þar sem ísraelski herinn hefur nú látið sprengjum rigna yfir íbúðabyggð í átta daga og Hamas-liðar hafa sent eldflaugar yfir til Ísraels á móti. 18. maí 2021 07:00 Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent Fleiri fréttir Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sjá meira
Þrýstingur um vopnahlé fer vaxandi Þrýstingur alþjóðasamfélagsins um vopnahlé á Gasa-svæðinu fer nú vaxandi en Egyptar segjast nú vilja koma vopnahléi á strax á morgun. 19. maí 2021 07:00
Bandaríkjaforseti lýsir yfir stuðningi við vopnahlé á Gasa Joe Biden Bandaríkjaforseti lýsti því yfir í nótt að hann styðji kröfur um vopnahlé á Gasa-svæðinu þar sem ísraelski herinn hefur nú látið sprengjum rigna yfir íbúðabyggð í átta daga og Hamas-liðar hafa sent eldflaugar yfir til Ísraels á móti. 18. maí 2021 07:00