Ýttu upp neyðargörðum fram á nótt til að verjast hraunrennsli Kristján Már Unnarsson skrifar 20. maí 2021 13:25 Hraunáin rennur yfir neyðarruðninginn í gær. Starfsmenn fylgjast með uppi í hlíðinni til hægri. Verkís/Ólafur Þór Rafnsson Stíflugerðarmenn á gosstöðvunum í Fagradalsfjalli stóðu í æsispennandi kapphlaupi í gærkvöldi og fram á nótt við að ryðja upp neyðargörðum þegar hraunrennsli stefndi á eystri varnargarðinn ofan Nátthaga. Búið er að bæta við annarri jarðýtu til að hraða styrkingu varnargarðanna. Hraunáin spratt undan storknuðu yfirborði hraunsins.Verkís/Ólafur Þór Rafnsson Starfsmenn verkfræðistofunnar Verkís, sem hafa umsjón með gerð varnargarðanna í syðsta Meradalnum, tóku eftir því um þrjúleytið í gær að fljótandi hraunelfur kom undan storknuðu hrauninu og tók á rás meðfram eystri jaðri hraunsins með vesturhlíðum fjallsins Stóra Hrúts og Langahryggs. Hraunáin flæðir yfir neyðargarðinn.Verkís/Ólafur Þór Rafnsson Þegar séð var að hraunáin stefndi á eystri varnargarðinn var gripið til þess í skyndi að fá jarðýtu til að ryðja upp neyðargarði í von um að stöðva hana. Sá garður hægði aðeins á hraunrennslinu en fljótlega flæddi hraunið yfir hann, að sögn Ólafs Þór Rafnssonar, byggingartæknifræðings hjá Verkís. Hörn Hrafnsdóttir, umhverfis- og byggingaverkfræðingur hjá Verkís, við eystri varnargarðinn í syðri Meradal fyrr í vikunni.Egill Aðalsteinsson Hraunið átti þá greiða leið að eystri varnargarðinum, sem kominn var upp í fjögurra metra hæð. Þar sem óttast var að hraunið kæmist yfir garðinn var ákveðið að fara strax í að bæta ofan á hann eins og hálfs metra háum neyðarruðningi. Hraunið er byrjað að staflast upp við eystri varnargarðinn.Verkís/Ólafur Þór Rafnsson Hörn Hrafnsdóttir, verkfræðingur hjá Verkís, segir að þetta hafi verið mikill hasar frá miðjum degi og fram á nótt en unnið var að þessu fram yfir miðnætti. Önnur jarðýta var fengin á svæðið í gærkvöldi til að hjálpa til og eru þær núna tvær og ein grafa. Í samtali við fréttastofu á tólfta tímanum sagði Hörn að hraunið væri núna komið upp að öllum eystri garðinum en væri ekki enn farið yfir hann. Hraun væri einnig að renna hægt að vestari garðinum. Ástandið virtist núna vera stöðugt en veður gæti skjótt skipast í lofti. Eldgos í Fagradalsfjalli Grindavík Almannavarnir Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir Heilmikil hrauná við eystri varnargarðinn Eldfjalla- og náttúruvárhópur Suðurlands vekur athygli á því að í hádeginu hafi opnast heilmikil hrauná rétt aftan við eystri varnargarðinn á Fagradalsfjalli. Þykir ljóst að farvegir neðanjarðar séu að veita bráð að jaðri hraunbreiðunnar úr tjörninni ofar í hrauninu. 20. maí 2021 13:04 Segir sóun að ætla að stöðva hraunið með varnargörðum Hafist var handa í dag við að hækka varnargarða á gosstöðvunum upp í átta metra hæð eftir að ríkisstjórnin samþykkti í morgun að verja tuttugu milljónum króna til verksins. Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur telur þetta sóun, engin leið sé að stöðva hraunið með varnargörðum. 18. maí 2021 22:44 Hraunið byrjað að banka upp á báða varnargarðana Almannavarnir vilja að strax verði farið í að hækka varnargarða á gosstöðvunum upp í átta metra hæð. Sérfræðingur telur að garðarnir muni að minnsta kosti tefja fyrir því að hraunið steypist niður í Nátthaga og þar með í átt að Suðurstrandarvegi. 17. maí 2021 22:11 Mest lesið Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Máttu ekki banna fréttamenn AP Erlent Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Innlent Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Innlent Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Erlent Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Innlent Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð Innlent Svava Lydia komin í leitirnar Innlent Fleiri fréttir Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð „Bara einfalt að leyfa fólki að leita að olíu“ Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Gosvá á höfuðborgarsvæðinu, dauðastríð og áhorfendabann Katrín vill leiða framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar Hagræðingarhópurinn kostaði rúmar sjö milljónir Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Landris hraðara en eftir síðustu eldgos Gefur kost á sér þrátt fyrir „krankleika“ í vetur og á ekki von á „heiftúðlegum átökum“ „Ekki leika þennan leik“ Félag atvinnurekenda svarar Ríkisendurskoðun Svava Lydia komin í leitirnar „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Milljarðakrafa varði ekki sérstaklega mikilvæga hagsmuni Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Logi í Úkraínu og markaðirnir rétta úr kútnum Myndavélarnar mikilvægar og upptökurnar góð sönnunargögn „Alvarlegt að saka ríkisendurskoðanda um að villa um fyrir Alþingi“ Norðurlöndin vinni með Bandaríkjunum svo þau fari ekki í „ranga átt“ Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Sjá meira
Hraunáin spratt undan storknuðu yfirborði hraunsins.Verkís/Ólafur Þór Rafnsson Starfsmenn verkfræðistofunnar Verkís, sem hafa umsjón með gerð varnargarðanna í syðsta Meradalnum, tóku eftir því um þrjúleytið í gær að fljótandi hraunelfur kom undan storknuðu hrauninu og tók á rás meðfram eystri jaðri hraunsins með vesturhlíðum fjallsins Stóra Hrúts og Langahryggs. Hraunáin flæðir yfir neyðargarðinn.Verkís/Ólafur Þór Rafnsson Þegar séð var að hraunáin stefndi á eystri varnargarðinn var gripið til þess í skyndi að fá jarðýtu til að ryðja upp neyðargarði í von um að stöðva hana. Sá garður hægði aðeins á hraunrennslinu en fljótlega flæddi hraunið yfir hann, að sögn Ólafs Þór Rafnssonar, byggingartæknifræðings hjá Verkís. Hörn Hrafnsdóttir, umhverfis- og byggingaverkfræðingur hjá Verkís, við eystri varnargarðinn í syðri Meradal fyrr í vikunni.Egill Aðalsteinsson Hraunið átti þá greiða leið að eystri varnargarðinum, sem kominn var upp í fjögurra metra hæð. Þar sem óttast var að hraunið kæmist yfir garðinn var ákveðið að fara strax í að bæta ofan á hann eins og hálfs metra háum neyðarruðningi. Hraunið er byrjað að staflast upp við eystri varnargarðinn.Verkís/Ólafur Þór Rafnsson Hörn Hrafnsdóttir, verkfræðingur hjá Verkís, segir að þetta hafi verið mikill hasar frá miðjum degi og fram á nótt en unnið var að þessu fram yfir miðnætti. Önnur jarðýta var fengin á svæðið í gærkvöldi til að hjálpa til og eru þær núna tvær og ein grafa. Í samtali við fréttastofu á tólfta tímanum sagði Hörn að hraunið væri núna komið upp að öllum eystri garðinum en væri ekki enn farið yfir hann. Hraun væri einnig að renna hægt að vestari garðinum. Ástandið virtist núna vera stöðugt en veður gæti skjótt skipast í lofti.
Eldgos í Fagradalsfjalli Grindavík Almannavarnir Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir Heilmikil hrauná við eystri varnargarðinn Eldfjalla- og náttúruvárhópur Suðurlands vekur athygli á því að í hádeginu hafi opnast heilmikil hrauná rétt aftan við eystri varnargarðinn á Fagradalsfjalli. Þykir ljóst að farvegir neðanjarðar séu að veita bráð að jaðri hraunbreiðunnar úr tjörninni ofar í hrauninu. 20. maí 2021 13:04 Segir sóun að ætla að stöðva hraunið með varnargörðum Hafist var handa í dag við að hækka varnargarða á gosstöðvunum upp í átta metra hæð eftir að ríkisstjórnin samþykkti í morgun að verja tuttugu milljónum króna til verksins. Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur telur þetta sóun, engin leið sé að stöðva hraunið með varnargörðum. 18. maí 2021 22:44 Hraunið byrjað að banka upp á báða varnargarðana Almannavarnir vilja að strax verði farið í að hækka varnargarða á gosstöðvunum upp í átta metra hæð. Sérfræðingur telur að garðarnir muni að minnsta kosti tefja fyrir því að hraunið steypist niður í Nátthaga og þar með í átt að Suðurstrandarvegi. 17. maí 2021 22:11 Mest lesið Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Máttu ekki banna fréttamenn AP Erlent Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Innlent Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Innlent Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Erlent Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Innlent Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð Innlent Svava Lydia komin í leitirnar Innlent Fleiri fréttir Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð „Bara einfalt að leyfa fólki að leita að olíu“ Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Gosvá á höfuðborgarsvæðinu, dauðastríð og áhorfendabann Katrín vill leiða framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar Hagræðingarhópurinn kostaði rúmar sjö milljónir Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Landris hraðara en eftir síðustu eldgos Gefur kost á sér þrátt fyrir „krankleika“ í vetur og á ekki von á „heiftúðlegum átökum“ „Ekki leika þennan leik“ Félag atvinnurekenda svarar Ríkisendurskoðun Svava Lydia komin í leitirnar „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Milljarðakrafa varði ekki sérstaklega mikilvæga hagsmuni Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Logi í Úkraínu og markaðirnir rétta úr kútnum Myndavélarnar mikilvægar og upptökurnar góð sönnunargögn „Alvarlegt að saka ríkisendurskoðanda um að villa um fyrir Alþingi“ Norðurlöndin vinni með Bandaríkjunum svo þau fari ekki í „ranga átt“ Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Sjá meira
Heilmikil hrauná við eystri varnargarðinn Eldfjalla- og náttúruvárhópur Suðurlands vekur athygli á því að í hádeginu hafi opnast heilmikil hrauná rétt aftan við eystri varnargarðinn á Fagradalsfjalli. Þykir ljóst að farvegir neðanjarðar séu að veita bráð að jaðri hraunbreiðunnar úr tjörninni ofar í hrauninu. 20. maí 2021 13:04
Segir sóun að ætla að stöðva hraunið með varnargörðum Hafist var handa í dag við að hækka varnargarða á gosstöðvunum upp í átta metra hæð eftir að ríkisstjórnin samþykkti í morgun að verja tuttugu milljónum króna til verksins. Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur telur þetta sóun, engin leið sé að stöðva hraunið með varnargörðum. 18. maí 2021 22:44
Hraunið byrjað að banka upp á báða varnargarðana Almannavarnir vilja að strax verði farið í að hækka varnargarða á gosstöðvunum upp í átta metra hæð. Sérfræðingur telur að garðarnir muni að minnsta kosti tefja fyrir því að hraunið steypist niður í Nátthaga og þar með í átt að Suðurstrandarvegi. 17. maí 2021 22:11