Elín Metta hefur enn ekki skorað og Pepsi Max mörkin veltu fyrir sér hvort aðrar væru komnar á bekkinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. maí 2021 10:31 Elín Metta Jensen á ferðinni í leik með Valsliðinu í Pepsi Max deildinni í sumar. Hún skoraði sitt síðasta mark í deildinni 26. september 2020. Vísir/Vilhelm Markaleysi eins mesta markaskorara Pepsi Max deildar kvenna undanfarin ár var til umræðu í Pepsi Max mörkunum í gær. Valskonan Elín Metta Jensen hefur enn ekki komist á blað í sumar. Pepsi Max mörkin fóru yfir fjórðu umferðina í gær og þá staðreynd að Elín Metta Jensen er ekki meðal sex markaskorara Valsliðsins í sumar. „Elín Metta. Ég verð að nefna hana. Það eru komnar fjórar umferðir á þessu móti og hún hefur ekki enn skorað,“ sagði Helena Ólafsdóttir. „Það er óvanalegt,“ sagði Mist Rúnarsdóttir, sérfræðingur Pepsi Max markanna og Katrín Ómarsdóttir hinn sérfræðingur þáttarins tók undir það. „Erum við ekki bara að bíða eftir því að hún hrökkvi í gang,“ spurði Katrín. „Mér finnst þeir alltaf vera að bíða eftir því en ef þetta væri annar leikmaður þá væri hann kominn út af vellinum í lok leiks,“ sagði Helena. Klippa: Pepsi Max Mörkin: Markaleysi Elínu Mettu „Ég vil taka það fram að mér finnst Elín Metta frábær leikmaður en ég hef séð hana frábærari en ég hef séð hana akkúrat núna,“ sagði Helena. „Mér finnst Valsliðið ekki vera búið að finna taktinn sinn. Þær hafa verið að spila með hæga miðju en núna er Clarissa komin inn í liðið og það er hraði þar. Elín Metta hefur þurft að koma mjög mikið til baka til að ná í boltann og sóknirnar gerast mjög hægt. Þetta er hæg uppbygging í sóknarleiknum,“ sagði Mist. „En hvert er uppleggið? Hún er mikið að reyna sjálf náttúrulega en hvert er uppleggið,“ spurði Mist. „Ég spyr mikið af því og þegar ég horfi á þær þá finnst mér þær minna ekkert á sig. Mér fannst þær ekkert gera það endilega heldur í þessum leik þó að þær hafi unnið hann nokkuð sannfærandi. Á meðan Elín Metta er ekki komin inn í leik liðsins þá hlýtur það að vera áhyggjuefni. Þær eru að fara í næsta leik á móti Breiðabliki,“ sagði Helena. „Hún er búin að vera besti senterinn í þessari deild,“ spurði Mist en Elín Metta er komin með 114 mörk í efstu deild þar af 29 mörk í 34 leikjum á síðustu tveimur tímabilum. „Ef þeir virkja hana ekki núna þá er fimmta umferð næst. Hún er nánast að skora mark í leik en er ekki enn komin með mark í sumar. Þetta hlýtur að valda áhyggjum hjá þjálfurum,“ sagði Helena og kallaði eftir viðbrögðum frá Katrínu. „Stundum hjálpar að gefa leikmönnum pásu. Maður hefur séð það. Þó að þú sért með mjög góðan leikmann en stundum vantar innri hvatningu eða eitthvað extra. Ef þú tekur leikmann út í einn leik og setur hann svo aftur inn. Það hefði kannski verið góð hugmynd að gera það á móti ÍBV því þeir eru með góða leikmenn sem gætu komið inn og spilað í staðin fyrir hana. Fá hana þá ferska inn á móti Breiðablik,“ sagði Katrín. „Þú vilt ekki koma mismunandi fram við leikmenn þína og ef að aðrir væru ekki búnir að skora svona lengi eins og hún þá myndu þeir kannski fara á bekkinn. Þú vilt hafa eina línu í þessu en þetta er erfitt,“ sagði Katrín. Það má finna alla umfjöllunina um Elínu Mettu hér fyrir ofan. Pepsi Max-deild kvenna Pepsi Max-mörkin Valur Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Handbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Manchester City nokkuð þægilega í 4-liða úrslit Enski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Íslenski boltinn Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Handbolti Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Íslenski boltinn Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Fótbolti Jafngildi 20 Þjóðarhalla við Hringbraut svo ein á að geta risið í Laugardal Sport Haaland yfirgaf völlinn á hækjum og í spelku Fótbolti Fleiri fréttir Reiknar ekki með öðru en Chris Paul taki annað tímabil Tekjur Wrexham í hæstu hæðum „Ætluðum að gera þetta fyrir hana í kvöld“ „Frábært að stela heimavellinum“ „Gerðum ekki ráð fyrir einhverri rosalegri flugeldasýningu“ Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 92-63 | Keflvíkingar gáfu engin grið Haaland væntanlega úr leik í deildinni Brast ítrekað í grát og neitar öllum ásökunum um ofbeldi Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Saka klár í slaginn á ný McIlroy annar til að þéna hundrað milljónir á PGA-mótaröðinni Vildu sjá Kjartan Atla og Rúnar lenda í slag eins og í NBA Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Eldmóður í nýjum þjálfara: „Meira en spenntur“ Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Valgerður ekki af baki dottin: „Ég ætla í stóru beltin“ Hvorki zombie-bit né tattú Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Ekki þess virði að taka áhættu með Glódísi „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Glódís ekki með í landsleikjunum Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni Vill hópfjármögnun fyrir Antony Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Sjá meira
Pepsi Max mörkin fóru yfir fjórðu umferðina í gær og þá staðreynd að Elín Metta Jensen er ekki meðal sex markaskorara Valsliðsins í sumar. „Elín Metta. Ég verð að nefna hana. Það eru komnar fjórar umferðir á þessu móti og hún hefur ekki enn skorað,“ sagði Helena Ólafsdóttir. „Það er óvanalegt,“ sagði Mist Rúnarsdóttir, sérfræðingur Pepsi Max markanna og Katrín Ómarsdóttir hinn sérfræðingur þáttarins tók undir það. „Erum við ekki bara að bíða eftir því að hún hrökkvi í gang,“ spurði Katrín. „Mér finnst þeir alltaf vera að bíða eftir því en ef þetta væri annar leikmaður þá væri hann kominn út af vellinum í lok leiks,“ sagði Helena. Klippa: Pepsi Max Mörkin: Markaleysi Elínu Mettu „Ég vil taka það fram að mér finnst Elín Metta frábær leikmaður en ég hef séð hana frábærari en ég hef séð hana akkúrat núna,“ sagði Helena. „Mér finnst Valsliðið ekki vera búið að finna taktinn sinn. Þær hafa verið að spila með hæga miðju en núna er Clarissa komin inn í liðið og það er hraði þar. Elín Metta hefur þurft að koma mjög mikið til baka til að ná í boltann og sóknirnar gerast mjög hægt. Þetta er hæg uppbygging í sóknarleiknum,“ sagði Mist. „En hvert er uppleggið? Hún er mikið að reyna sjálf náttúrulega en hvert er uppleggið,“ spurði Mist. „Ég spyr mikið af því og þegar ég horfi á þær þá finnst mér þær minna ekkert á sig. Mér fannst þær ekkert gera það endilega heldur í þessum leik þó að þær hafi unnið hann nokkuð sannfærandi. Á meðan Elín Metta er ekki komin inn í leik liðsins þá hlýtur það að vera áhyggjuefni. Þær eru að fara í næsta leik á móti Breiðabliki,“ sagði Helena. „Hún er búin að vera besti senterinn í þessari deild,“ spurði Mist en Elín Metta er komin með 114 mörk í efstu deild þar af 29 mörk í 34 leikjum á síðustu tveimur tímabilum. „Ef þeir virkja hana ekki núna þá er fimmta umferð næst. Hún er nánast að skora mark í leik en er ekki enn komin með mark í sumar. Þetta hlýtur að valda áhyggjum hjá þjálfurum,“ sagði Helena og kallaði eftir viðbrögðum frá Katrínu. „Stundum hjálpar að gefa leikmönnum pásu. Maður hefur séð það. Þó að þú sért með mjög góðan leikmann en stundum vantar innri hvatningu eða eitthvað extra. Ef þú tekur leikmann út í einn leik og setur hann svo aftur inn. Það hefði kannski verið góð hugmynd að gera það á móti ÍBV því þeir eru með góða leikmenn sem gætu komið inn og spilað í staðin fyrir hana. Fá hana þá ferska inn á móti Breiðablik,“ sagði Katrín. „Þú vilt ekki koma mismunandi fram við leikmenn þína og ef að aðrir væru ekki búnir að skora svona lengi eins og hún þá myndu þeir kannski fara á bekkinn. Þú vilt hafa eina línu í þessu en þetta er erfitt,“ sagði Katrín. Það má finna alla umfjöllunina um Elínu Mettu hér fyrir ofan.
Pepsi Max-deild kvenna Pepsi Max-mörkin Valur Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Handbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Manchester City nokkuð þægilega í 4-liða úrslit Enski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Íslenski boltinn Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Handbolti Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Íslenski boltinn Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Fótbolti Jafngildi 20 Þjóðarhalla við Hringbraut svo ein á að geta risið í Laugardal Sport Haaland yfirgaf völlinn á hækjum og í spelku Fótbolti Fleiri fréttir Reiknar ekki með öðru en Chris Paul taki annað tímabil Tekjur Wrexham í hæstu hæðum „Ætluðum að gera þetta fyrir hana í kvöld“ „Frábært að stela heimavellinum“ „Gerðum ekki ráð fyrir einhverri rosalegri flugeldasýningu“ Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 92-63 | Keflvíkingar gáfu engin grið Haaland væntanlega úr leik í deildinni Brast ítrekað í grát og neitar öllum ásökunum um ofbeldi Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Saka klár í slaginn á ný McIlroy annar til að þéna hundrað milljónir á PGA-mótaröðinni Vildu sjá Kjartan Atla og Rúnar lenda í slag eins og í NBA Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Eldmóður í nýjum þjálfara: „Meira en spenntur“ Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Valgerður ekki af baki dottin: „Ég ætla í stóru beltin“ Hvorki zombie-bit né tattú Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Ekki þess virði að taka áhættu með Glódísi „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Glódís ekki með í landsleikjunum Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni Vill hópfjármögnun fyrir Antony Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Handbolti
Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Handbolti