KA-menn reyna miklu miklu fleiri klókar sendingar en Víkingar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. maí 2021 16:00 Ásgeir Sigurgeirsson og félagar í KA reyna mikið að komast í gegnum varnir andstæðingana með því að skera boltann í gegnum varnarlínuna. Vísir/Hulda Margrét KA og Víkingur eru hlið við hlið í stigatöflu Pepsi Max deildarinnar en þeir eru á sitthvorum enda töflunnar yfir klókar sendingar. Wyscout tölfræðiveitan leikgreinir leiki Pepsi Max deildar karla og þar kemur oft margt forvitnilegt í ljós. Þar sem KA tekur á móti Víkingi í fimmtu umferðinni á Dalvík í kvöld er áhugavert að skoða eina tölfræðitöflu þar sem liðin gætu ekki verið ólíkari. Fólkið á Wyscout tekur saman svokallaðar klókar sendingar eða „smart passes“ eins og þeir nefna þetta á ensku. Skilgreiningin á klókri sendingu er skapandi sending í gegnum vörnina sem er tilraun til að brjóta upp varnarlínu mótherjanna og skapa sínu liði forskot í viðkomandi sókn. Á ensku er það: „A creative and penetrative pass that attempts to break the opposition's defensive lines to gain a significant advantage in attack“ Í þessum tölfræði þá eru lið KA og Víkings á sitthvorum enda töflunnar. Ekkert félag hefur reynt fleiri klókar sendingar en KA í þessum fyrstu fjórum umferðum Pepsi Max deildar karla. KA liðið hefur alls reynt 32 slíkar sendingar og er með mikla yfirburði. Það eru sjö fleiri en FH sem er í öðru sæti og 24 fleiri en Víkingar sem reka lestina. Víkingsliðið hefur nefnilega aðeins fengið skráðar á sig átta klókar sendingar í þessum fjórum fyrstu leikjum. Það er fjórum færra en næsta lið sem er ÍA. 41 prósent þessara sendinga hafa heppnast hjá KA-mönnum sem er það fimmta besta en Valsmenn reyna kannski fáar klókar sendingar (13 í 4 leikjum) en 54 prósent þeirra hafa heppnast. Þannig hafa líka helmingur þessa átta klóku sendinga hjá Víkingum ratað rétta leið sem skilar liðinu öðru til þriðja sæti í skilvirkni með Fylki. Flestar klókar sendingar í fyrstu fjórum umferðum Pepsi Max deildar karla: (Tölfræði frá Wyscout) 1. KA 32 2. FH 25 3. Stjarnan 23 4. HK 17 5. KR 16 6. Breiðablik 15 7. Leiknir 14 7. Fylkir 14 7. Keflavík 14 10. Valur 13 11. ÍA 12 12. Víkingur 8 Leikur KA og Víkings hefst klukkan 18.00 og verður hægt að horfa á hann beint á stod2.is. Leikur Breiðabliks og Stjörnunnar verður sýndur beint á Stöð 2 Sport frá klukkan 19.05 en á undan verður Pepsi Max upphitun á sömu stöð frá klukkan 18.45. Eftir leikinn verður síðan Pepsi Max Stúkan á dagskrá. Það verður einnig hægt að horfa á hina þrjá leiki kvöldsins í beinni á stod2.is en það eru eftirtaldir leikir: HK-ÍA (klukkan 18.00), Fylkir-Keflavík (20.00) og Valur-Leiknir R.(20.15). Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Pepsi Max-deild karla KA Víkingur Reykjavík Mest lesið Íslenskir Púlarar í sárum: „Takk fyrir allt Mósi minn“ Enski boltinn Skýtur á Salah: „Lætur þetta allt snúast um sig“ Enski boltinn Lando Norris er Formúlu 1 heimsmeistari í fyrsta sinn Formúla 1 „Ég sem faðir er ekkert eðlilega stoltur af honum“ Fótbolti Stjarnan - Grindavík 118-67 | Toppliðið tekið til slátrunar Körfubolti Hópslagsmál á vellinum: „Áður en ég vissi af flugu hnefar út um allt“ Enski boltinn Kominn með nóg og vill fara frá United Enski boltinn Klökkur Norris: „Ég er ekki að gráta“ Formúla 1 Kristall skoraði í sögulegum sigri á FCK Fótbolti Útilokar ekki að koma heim Fótbolti Fleiri fréttir Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Damir Muminovic til Grindavíkur Vestramenn sækja son sinn suður Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Sjá meira
Wyscout tölfræðiveitan leikgreinir leiki Pepsi Max deildar karla og þar kemur oft margt forvitnilegt í ljós. Þar sem KA tekur á móti Víkingi í fimmtu umferðinni á Dalvík í kvöld er áhugavert að skoða eina tölfræðitöflu þar sem liðin gætu ekki verið ólíkari. Fólkið á Wyscout tekur saman svokallaðar klókar sendingar eða „smart passes“ eins og þeir nefna þetta á ensku. Skilgreiningin á klókri sendingu er skapandi sending í gegnum vörnina sem er tilraun til að brjóta upp varnarlínu mótherjanna og skapa sínu liði forskot í viðkomandi sókn. Á ensku er það: „A creative and penetrative pass that attempts to break the opposition's defensive lines to gain a significant advantage in attack“ Í þessum tölfræði þá eru lið KA og Víkings á sitthvorum enda töflunnar. Ekkert félag hefur reynt fleiri klókar sendingar en KA í þessum fyrstu fjórum umferðum Pepsi Max deildar karla. KA liðið hefur alls reynt 32 slíkar sendingar og er með mikla yfirburði. Það eru sjö fleiri en FH sem er í öðru sæti og 24 fleiri en Víkingar sem reka lestina. Víkingsliðið hefur nefnilega aðeins fengið skráðar á sig átta klókar sendingar í þessum fjórum fyrstu leikjum. Það er fjórum færra en næsta lið sem er ÍA. 41 prósent þessara sendinga hafa heppnast hjá KA-mönnum sem er það fimmta besta en Valsmenn reyna kannski fáar klókar sendingar (13 í 4 leikjum) en 54 prósent þeirra hafa heppnast. Þannig hafa líka helmingur þessa átta klóku sendinga hjá Víkingum ratað rétta leið sem skilar liðinu öðru til þriðja sæti í skilvirkni með Fylki. Flestar klókar sendingar í fyrstu fjórum umferðum Pepsi Max deildar karla: (Tölfræði frá Wyscout) 1. KA 32 2. FH 25 3. Stjarnan 23 4. HK 17 5. KR 16 6. Breiðablik 15 7. Leiknir 14 7. Fylkir 14 7. Keflavík 14 10. Valur 13 11. ÍA 12 12. Víkingur 8 Leikur KA og Víkings hefst klukkan 18.00 og verður hægt að horfa á hann beint á stod2.is. Leikur Breiðabliks og Stjörnunnar verður sýndur beint á Stöð 2 Sport frá klukkan 19.05 en á undan verður Pepsi Max upphitun á sömu stöð frá klukkan 18.45. Eftir leikinn verður síðan Pepsi Max Stúkan á dagskrá. Það verður einnig hægt að horfa á hina þrjá leiki kvöldsins í beinni á stod2.is en það eru eftirtaldir leikir: HK-ÍA (klukkan 18.00), Fylkir-Keflavík (20.00) og Valur-Leiknir R.(20.15). Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Flestar klókar sendingar í fyrstu fjórum umferðum Pepsi Max deildar karla: (Tölfræði frá Wyscout) 1. KA 32 2. FH 25 3. Stjarnan 23 4. HK 17 5. KR 16 6. Breiðablik 15 7. Leiknir 14 7. Fylkir 14 7. Keflavík 14 10. Valur 13 11. ÍA 12 12. Víkingur 8
Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Pepsi Max-deild karla KA Víkingur Reykjavík Mest lesið Íslenskir Púlarar í sárum: „Takk fyrir allt Mósi minn“ Enski boltinn Skýtur á Salah: „Lætur þetta allt snúast um sig“ Enski boltinn Lando Norris er Formúlu 1 heimsmeistari í fyrsta sinn Formúla 1 „Ég sem faðir er ekkert eðlilega stoltur af honum“ Fótbolti Stjarnan - Grindavík 118-67 | Toppliðið tekið til slátrunar Körfubolti Hópslagsmál á vellinum: „Áður en ég vissi af flugu hnefar út um allt“ Enski boltinn Kominn með nóg og vill fara frá United Enski boltinn Klökkur Norris: „Ég er ekki að gráta“ Formúla 1 Kristall skoraði í sögulegum sigri á FCK Fótbolti Útilokar ekki að koma heim Fótbolti Fleiri fréttir Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Damir Muminovic til Grindavíkur Vestramenn sækja son sinn suður Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Sjá meira