Svandís og Katrín kynntu breytingar innanlands og á landamærum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 21. maí 2021 10:22 Svandís Svavarsdóttir kynnti afléttingu takmarkana eftir ríkisstjórnarfund í dag. Katrín Jakobsdóttir ræddi aðgerðir á landamærum. Vísir/Vilhelm Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hefur skilað Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra minnisblaði með tillögum sínum um aðgerðir innanlands. Núverandi reglugerð gildir til 26. maí, sem er miðvikudagur í næstu viku. Svandís sagði við fréttastofu í vikunni að létt yrði á aðgerðum fyrr, og nefndi þar eftir helgina. Hins vegar er annar í hvítasunnu á mánudag og því gæti afléttingin átt sér stað á þriðjudag. Þá sagði Svandís reikna með að samkomubann yrði að minnsta kosti útvíkkað til hundrað manna. Sem stendur er 50 manna samkomubann í landinu og tveggja metra regla auk fleiri takmarkana. Þórólfur Guðnason í Laugardalshöll á dögunum þegar hann var bólusettur með bóluefni AstraZeneca.Vísir/Vilhelm Ríkisstjórnin er sem stendur á reglulegum föstudagsfundi í Ráðherrabústaðnum þar sem minnisblað Þórólfs verður vafalítið rætt. Nokkur smit hafa greinst á landinu undanfarna daga og sum hver utan sóttkvíar. „Við höfum verið með þessar afléttingar undanfarið þrátt fyrir smit í samfélaginu. Ég held við ættum að halda því áfram,“ sagði Þórólfur á upplýsingafundi almannavarna í gær. Þá sagðist Þórólfur á upplýsingafundinum í gær hafa þegar skilað ráðherra tillögum að aðgerðum á landamærum. Reiknað er með að fundi ríkisstjórnar ljúki um ellefuleytið. Vísir verður í beinni útsendingu frá Tjarnargötu og ræðir við Svandísi að loknum fundi. Uppfært: 150 mega koma saman á þriðjudaginn, fólk þarf ekki að bera grímur í verslunum og veitingastaðir taka á móti gestum til klukkan 23 (opið til 24). Sundlaugar og líkamsræktarstöðvar mega taka við leyfilegum hámarksgjölda. Þá ræddi Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra aðgerðir á landamærum. Bólusettir verða áfram skimaðir á landamærum til 15. júní. Krafa um sóttvarnahótel falli niður 1. júní og sömuleiðis bann við ónauðsynlegum ferðum.
Núverandi reglugerð gildir til 26. maí, sem er miðvikudagur í næstu viku. Svandís sagði við fréttastofu í vikunni að létt yrði á aðgerðum fyrr, og nefndi þar eftir helgina. Hins vegar er annar í hvítasunnu á mánudag og því gæti afléttingin átt sér stað á þriðjudag. Þá sagði Svandís reikna með að samkomubann yrði að minnsta kosti útvíkkað til hundrað manna. Sem stendur er 50 manna samkomubann í landinu og tveggja metra regla auk fleiri takmarkana. Þórólfur Guðnason í Laugardalshöll á dögunum þegar hann var bólusettur með bóluefni AstraZeneca.Vísir/Vilhelm Ríkisstjórnin er sem stendur á reglulegum föstudagsfundi í Ráðherrabústaðnum þar sem minnisblað Þórólfs verður vafalítið rætt. Nokkur smit hafa greinst á landinu undanfarna daga og sum hver utan sóttkvíar. „Við höfum verið með þessar afléttingar undanfarið þrátt fyrir smit í samfélaginu. Ég held við ættum að halda því áfram,“ sagði Þórólfur á upplýsingafundi almannavarna í gær. Þá sagðist Þórólfur á upplýsingafundinum í gær hafa þegar skilað ráðherra tillögum að aðgerðum á landamærum. Reiknað er með að fundi ríkisstjórnar ljúki um ellefuleytið. Vísir verður í beinni útsendingu frá Tjarnargötu og ræðir við Svandísi að loknum fundi. Uppfært: 150 mega koma saman á þriðjudaginn, fólk þarf ekki að bera grímur í verslunum og veitingastaðir taka á móti gestum til klukkan 23 (opið til 24). Sundlaugar og líkamsræktarstöðvar mega taka við leyfilegum hámarksgjölda. Þá ræddi Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra aðgerðir á landamærum. Bólusettir verða áfram skimaðir á landamærum til 15. júní. Krafa um sóttvarnahótel falli niður 1. júní og sömuleiðis bann við ónauðsynlegum ferðum.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Telur víst að minnst eitthundrað megi koma saman eftir helgi Heilbrigðisráðherra telur nokkuð öruggt að 100 manns hið minnsta verði leyft að koma saman þegar nýjar samkomutakmarkanir taka gildi eftir helgi. Grímuskyldan er einnig til skoðunar en ráðherra telur að hún verði afnumin í áföngum. 18. maí 2021 17:58 Telur líklegt að hægt verði að aflétta grímuskyldu fljótlega Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir líklegt að hægt verði að aflétta grímuskyldu fljótlega. Sóttvarnatakmörkunum verður aflétt í skrefum á næstu vikum og líklegt er að þær verði nær alveg farnar í lok júlí þegar meirihluti landsmanna verður bólusettur. 20. maí 2021 11:39 Mest lesið Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Innlent Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Erlent Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Innlent Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Innlent Skrifa ný drög að friðaráætlun Erlent Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Innlent Fleiri fréttir „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Sláandi sinnuleysi í málefnum fatlaðra og COP30 gert upp Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Óásættanlegt að ríflega helmingur sveitarfélaga falli í málefnum fatlaðra Heilbrigðisstofnun Suðurlands þarf nýja byggingu á Selfossi Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Stefnuleysi í málefnum fatlaðra og versnandi efnahagshorfur Sjá meira
Telur víst að minnst eitthundrað megi koma saman eftir helgi Heilbrigðisráðherra telur nokkuð öruggt að 100 manns hið minnsta verði leyft að koma saman þegar nýjar samkomutakmarkanir taka gildi eftir helgi. Grímuskyldan er einnig til skoðunar en ráðherra telur að hún verði afnumin í áföngum. 18. maí 2021 17:58
Telur líklegt að hægt verði að aflétta grímuskyldu fljótlega Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir líklegt að hægt verði að aflétta grímuskyldu fljótlega. Sóttvarnatakmörkunum verður aflétt í skrefum á næstu vikum og líklegt er að þær verði nær alveg farnar í lok júlí þegar meirihluti landsmanna verður bólusettur. 20. maí 2021 11:39