Draugagangur í Pepsi Max deild kvenna: Dómaraskandalar alltof áberandi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. maí 2021 13:01 Þessi bolti fór ekki inn fyrir marklínuna að mati dómara í leik Breiðabliks og Þór/KA Skjámynd/S2 Sport Pepsi Max mörk kvenna voru tilneyddar til að ræða dómgæsluna í deildinni í síðasta þætti. Það var farið yfir draugamörk, draugavíti og gagnrýni þjálfara á dómgæslu. Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir skoraði mark fyrir Breiðablik á móti Þór/KA en það mark mun aldrei koma fram í tölfræðinni hennar þar sem hvorki dómarinn Sigurður Óli Þórleifsson né aðstoðardómarinn Eydís Ragna Einarsdóttir sáu boltann fara yfir línuna. „Þessi bolti var aldrei inni. Einmitt,“ sagði Helena Ólafsdóttir, umsjónarkona Pepsi Max markanna. Þegar skot Þórdísar var skoðað á myndbandsupptöku þá kom í ljós að boltinn var greinilega inni. „Það er pínu leiðinlegt að þurfa að sitja hérna eftir umferðir og ræða svona atvik,“ sagði Mist Rúnarsdóttir, sérfræðingur í Pepsi Max mörkunum. Klippa: Pepsi Max Mörkin: Dómaraskandalar í deildinni „Á sjónarhorninu sem við erum með þá sést að þetta er greinilega mark. Hvernig var hægt að sjá það að svo var ekki og hvar var línuvörðurinn staðsettur ef hann sá ekki að þetta var ekki mark,“ sagði Helena. „Getum við ekki séð það,“ skaut Katrín Ómarsdóttir, sérfræðingur Pepsi Max markanana, inn í og Helena svaraði strax. „Hann var reyndar ekki í mynd. Þetta er það undarlegasta sem ég hef séð í langan tíma. Við erum að spila á gervigrasi og það þyrlast upp gúmmítuðrurnar. Sem betur fer var þétta gervigras því þá sjáum við þetta,“ sagði Helena. „Ég hef verið línuvörður í leik og það er mjög auðvelt starf,“ sagði Katrín sposk en hinn sérfræðingur þáttarins var ekki sammála. „Ég hef líka verið aðstoðardómari í leik og mér fannst það ekki auðvelt,“ sagði Mist. „Ég veit ekki hvernig þessir dómarar eru að undirbúa sig fyrir leiki því þetta er eins og þú ert að fara að keppa. Þú þarft að vera tilbúinn í hausnum og búinn að borða vel. Ég veit ekki hvernig þetta er hjá dómarastéttinni,“ sagði Katrín. Pepsi Max mörkin ræddu einnig gagnrýni Nik Anthony Chamberlain, þjálfara Þróttaraliðsins, á dómgæslu í deildinni. Hann segir skammarlegt hvað stöðugleiki dómgæslunnar er lítill. „Það er ótrúlega leiðinlegt að vera í þessari umræðu en ég er ekkert búin að vera neitt sérstaklega hrifin af dómgæslunni almennt í sumar. Ég skil Nik alveg þarna. Þú ert með leikmann eins og Hólmfríði Magnúsdóttir, sem er algjör reynslubolti, sem fær einhver fjögur til fimm tiltöl í gær án þess að fá spjald. Svo kemur fyrirliði Þróttar, sem er aðeins minna þekkt stærð og fær spjald fyrir fyrsta brot sem var ekki gróft. Það er alls konar svona atriði í þessu,“ sagði Mist. „Við erum búnar að sjá tvær skandalaklippur nú þegar í þættinum og ég hugsa að við eigum eina góða eftir alla vega,“ sagði Mist. „Þetta er vandamál en kannski er ég búin að vera í þessu svo lengi að ég er orðin vön þessu,“ sagði Katrín. Það má finna alla umfjöllunina um dómaraskandala deildarinnar hér fyrir ofan. Pepsi Max-deild kvenna Pepsi Max-mörkin Mest lesið Kærustupar á leið á Ólympíuleika þar sem þau fá ekki að vera saman Sport Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Enski boltinn Leik lokið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Íslenski boltinn Í beinni: Valur - Afturelding | Hvernig mætir toppliðið til leiks án Pedersen? Íslenski boltinn Heimir skildi fyrirliðann eftir heima Fótbolti Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Enski boltinn Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Enski boltinn Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Íslenski boltinn Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Enski boltinn Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Enski boltinn Fleiri fréttir Leik lokið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Í beinni: Valur - Afturelding | Hvernig mætir toppliðið til leiks án Pedersen? Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Sjá meira
Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir skoraði mark fyrir Breiðablik á móti Þór/KA en það mark mun aldrei koma fram í tölfræðinni hennar þar sem hvorki dómarinn Sigurður Óli Þórleifsson né aðstoðardómarinn Eydís Ragna Einarsdóttir sáu boltann fara yfir línuna. „Þessi bolti var aldrei inni. Einmitt,“ sagði Helena Ólafsdóttir, umsjónarkona Pepsi Max markanna. Þegar skot Þórdísar var skoðað á myndbandsupptöku þá kom í ljós að boltinn var greinilega inni. „Það er pínu leiðinlegt að þurfa að sitja hérna eftir umferðir og ræða svona atvik,“ sagði Mist Rúnarsdóttir, sérfræðingur í Pepsi Max mörkunum. Klippa: Pepsi Max Mörkin: Dómaraskandalar í deildinni „Á sjónarhorninu sem við erum með þá sést að þetta er greinilega mark. Hvernig var hægt að sjá það að svo var ekki og hvar var línuvörðurinn staðsettur ef hann sá ekki að þetta var ekki mark,“ sagði Helena. „Getum við ekki séð það,“ skaut Katrín Ómarsdóttir, sérfræðingur Pepsi Max markanana, inn í og Helena svaraði strax. „Hann var reyndar ekki í mynd. Þetta er það undarlegasta sem ég hef séð í langan tíma. Við erum að spila á gervigrasi og það þyrlast upp gúmmítuðrurnar. Sem betur fer var þétta gervigras því þá sjáum við þetta,“ sagði Helena. „Ég hef verið línuvörður í leik og það er mjög auðvelt starf,“ sagði Katrín sposk en hinn sérfræðingur þáttarins var ekki sammála. „Ég hef líka verið aðstoðardómari í leik og mér fannst það ekki auðvelt,“ sagði Mist. „Ég veit ekki hvernig þessir dómarar eru að undirbúa sig fyrir leiki því þetta er eins og þú ert að fara að keppa. Þú þarft að vera tilbúinn í hausnum og búinn að borða vel. Ég veit ekki hvernig þetta er hjá dómarastéttinni,“ sagði Katrín. Pepsi Max mörkin ræddu einnig gagnrýni Nik Anthony Chamberlain, þjálfara Þróttaraliðsins, á dómgæslu í deildinni. Hann segir skammarlegt hvað stöðugleiki dómgæslunnar er lítill. „Það er ótrúlega leiðinlegt að vera í þessari umræðu en ég er ekkert búin að vera neitt sérstaklega hrifin af dómgæslunni almennt í sumar. Ég skil Nik alveg þarna. Þú ert með leikmann eins og Hólmfríði Magnúsdóttir, sem er algjör reynslubolti, sem fær einhver fjögur til fimm tiltöl í gær án þess að fá spjald. Svo kemur fyrirliði Þróttar, sem er aðeins minna þekkt stærð og fær spjald fyrir fyrsta brot sem var ekki gróft. Það er alls konar svona atriði í þessu,“ sagði Mist. „Við erum búnar að sjá tvær skandalaklippur nú þegar í þættinum og ég hugsa að við eigum eina góða eftir alla vega,“ sagði Mist. „Þetta er vandamál en kannski er ég búin að vera í þessu svo lengi að ég er orðin vön þessu,“ sagði Katrín. Það má finna alla umfjöllunina um dómaraskandala deildarinnar hér fyrir ofan.
Pepsi Max-deild kvenna Pepsi Max-mörkin Mest lesið Kærustupar á leið á Ólympíuleika þar sem þau fá ekki að vera saman Sport Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Enski boltinn Leik lokið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Íslenski boltinn Í beinni: Valur - Afturelding | Hvernig mætir toppliðið til leiks án Pedersen? Íslenski boltinn Heimir skildi fyrirliðann eftir heima Fótbolti Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Enski boltinn Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Enski boltinn Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Íslenski boltinn Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Enski boltinn Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Enski boltinn Fleiri fréttir Leik lokið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Í beinni: Valur - Afturelding | Hvernig mætir toppliðið til leiks án Pedersen? Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Sjá meira