Annmarkar í tölvukerfi aftra vottorðum fyrir blandaða bólusetningu Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 21. maí 2021 14:00 Þeir sem fengið hafa blandaða bólusetningu geta átt von á því að fá bólusetningarvottorð á næstunni. Getty/Rafael Henrique Annmarkar í tölvukerfi Embætti Landlæknis hefur orðið til þess að fólk sem fengið hefur blandaða bólusetningu, það er eitt bóluefni í fyrri sprautu og annað í seinni, hefur ekki fengið bólusetningarvottorð hingað til. Þetta segir Hjördís Guðmundsdóttir, upplýsingafulltrúi Almannavarna, í samtali við Vísi. Verið er að vinna að því að ráða niðurlögum þessa tölvukvilla. Því þurfa þeir sem hlotið hafa blandaða bólusetningu ekki að örvænta, þeir munu fá bólusetningarvottorð fyrr en síðar. Einhverjir landsmenn hafa fengið blandaða bólusetningu, til dæmis konur undir 55 ára sem fengu AstraZeneca í fyrstu sprautu áður en tekin var ákvörðun um að gefa þeim hópi ekki efnið. Þá hafa einhverjir fengið öðruvísi blöndun, sem Hjördís segir alveg öruggt. Ástæða þess að þeir hafi ekki fengið bólusetningarvottorð hingað til sé ekki sú að blöndun bóluefna sé ekki viðurkennd erlendis heldur að tölvukerfinu hafi ekki brugðist við bóluefnavottorðsbeiðnum fyrir þá sem hafa hlotið blandaða bólusetningu. Virkni góð við blöndun bóluefna en aukaverkanir meiri Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sagði á upplýsingafundi almannavarna í gær að blöndun bóluefna væri alveg örugg. Hann sagði þær konur, sem fengu AstraZeneca í fyrri sprautu og eru undir 55 ára aldri, þurfa að gera það upp við sjálfar sig hvort þær tækju bóluefni AstraZeneca í seinni sprautunni eða ekki. „Fólk verður að gera þetta upp við sig, það eru engar ráðleggingar nema þær að þeir sem eru með undirliggjandi vandamál sérstaklega, sem við erum búin að tilgreina, að það mæti ekki í AstraZeneca bólusetninguna. En fólk getur valið og ef það hefur þolað vel fyrri skammtinn og allt gengið vel eru yfirgnæfandi líkur að það muni áfram ganga vel,“ sagði Þórólfur í gær. „Ef fólk vill það ekki þá getur það valið um annað bóluefni. Það er allt í lagi að blanda þessu saman,“ sagði Þórólfur. „Það eru að koma bráðabirgðaniðurstöður úr rannsóknum sem sýna það að það kunni að vera aðeins meiri aukaverkanir þegar verið er að blanda saman bóluefnum, við seinni skammtinn, heldur en þegar sama efnið er notað aftur. Með aukaverkunum á ég við beinverki, hita og vanlíðan. Það eru líka að koma niðurstöður um það að mótefnasvarið við að blanda saman bóluefnum er mjög gott þannig að það er engin áhætta í því fólgin að maður fái ekki nægilega virkni út úr bólusetningunni.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Tengdar fréttir Kemur til greina að óska eftir AstraZeneca frá Norðmönnum Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir koma til greina að óska eftir bóluefni Astra Zeneca frá Norðmönnum, sem hafa tilkynnt um að þeir muni ekki nota bóluefnið. Bólusetningar eru á undan áætlun hér á landi og áfram stefnt að afléttingu aðgerða í lok næsta mánaðar. 14. maí 2021 19:07 Boðið að fá seinni skammtinn af AstraZeneca fyrr Ákveðið hefur verið að bjóða starfsfólki Landspítala að stytta tímann milli fyrri og seinni bólusetningar með bóluefni AstraZeneca úr tólf vikum í átta. 7. maí 2021 12:29 Einstaklingum undir 40 ára boðið annað bóluefni en frá AstraZeneca Breska lyfjaeftirlitsstofnunin hefur ákveðið að héðan í frá verði einstaklingum undir fertugu boðið annað bóluefni en það frá AstraZeneca vegna sjaldgæfra en alvarlegra blóðtappa sem hafa verið tilkynntir í kjölfar bólusetninga. 7. maí 2021 12:23 Mest lesið Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Innlent Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Erlent Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Innlent Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Innlent Skrifa ný drög að friðaráætlun Erlent Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Innlent Fleiri fréttir „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Sláandi sinnuleysi í málefnum fatlaðra og COP30 gert upp Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Óásættanlegt að ríflega helmingur sveitarfélaga falli í málefnum fatlaðra Heilbrigðisstofnun Suðurlands þarf nýja byggingu á Selfossi Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Stefnuleysi í málefnum fatlaðra og versnandi efnahagshorfur Sjá meira
Þetta segir Hjördís Guðmundsdóttir, upplýsingafulltrúi Almannavarna, í samtali við Vísi. Verið er að vinna að því að ráða niðurlögum þessa tölvukvilla. Því þurfa þeir sem hlotið hafa blandaða bólusetningu ekki að örvænta, þeir munu fá bólusetningarvottorð fyrr en síðar. Einhverjir landsmenn hafa fengið blandaða bólusetningu, til dæmis konur undir 55 ára sem fengu AstraZeneca í fyrstu sprautu áður en tekin var ákvörðun um að gefa þeim hópi ekki efnið. Þá hafa einhverjir fengið öðruvísi blöndun, sem Hjördís segir alveg öruggt. Ástæða þess að þeir hafi ekki fengið bólusetningarvottorð hingað til sé ekki sú að blöndun bóluefna sé ekki viðurkennd erlendis heldur að tölvukerfinu hafi ekki brugðist við bóluefnavottorðsbeiðnum fyrir þá sem hafa hlotið blandaða bólusetningu. Virkni góð við blöndun bóluefna en aukaverkanir meiri Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sagði á upplýsingafundi almannavarna í gær að blöndun bóluefna væri alveg örugg. Hann sagði þær konur, sem fengu AstraZeneca í fyrri sprautu og eru undir 55 ára aldri, þurfa að gera það upp við sjálfar sig hvort þær tækju bóluefni AstraZeneca í seinni sprautunni eða ekki. „Fólk verður að gera þetta upp við sig, það eru engar ráðleggingar nema þær að þeir sem eru með undirliggjandi vandamál sérstaklega, sem við erum búin að tilgreina, að það mæti ekki í AstraZeneca bólusetninguna. En fólk getur valið og ef það hefur þolað vel fyrri skammtinn og allt gengið vel eru yfirgnæfandi líkur að það muni áfram ganga vel,“ sagði Þórólfur í gær. „Ef fólk vill það ekki þá getur það valið um annað bóluefni. Það er allt í lagi að blanda þessu saman,“ sagði Þórólfur. „Það eru að koma bráðabirgðaniðurstöður úr rannsóknum sem sýna það að það kunni að vera aðeins meiri aukaverkanir þegar verið er að blanda saman bóluefnum, við seinni skammtinn, heldur en þegar sama efnið er notað aftur. Með aukaverkunum á ég við beinverki, hita og vanlíðan. Það eru líka að koma niðurstöður um það að mótefnasvarið við að blanda saman bóluefnum er mjög gott þannig að það er engin áhætta í því fólgin að maður fái ekki nægilega virkni út úr bólusetningunni.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Tengdar fréttir Kemur til greina að óska eftir AstraZeneca frá Norðmönnum Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir koma til greina að óska eftir bóluefni Astra Zeneca frá Norðmönnum, sem hafa tilkynnt um að þeir muni ekki nota bóluefnið. Bólusetningar eru á undan áætlun hér á landi og áfram stefnt að afléttingu aðgerða í lok næsta mánaðar. 14. maí 2021 19:07 Boðið að fá seinni skammtinn af AstraZeneca fyrr Ákveðið hefur verið að bjóða starfsfólki Landspítala að stytta tímann milli fyrri og seinni bólusetningar með bóluefni AstraZeneca úr tólf vikum í átta. 7. maí 2021 12:29 Einstaklingum undir 40 ára boðið annað bóluefni en frá AstraZeneca Breska lyfjaeftirlitsstofnunin hefur ákveðið að héðan í frá verði einstaklingum undir fertugu boðið annað bóluefni en það frá AstraZeneca vegna sjaldgæfra en alvarlegra blóðtappa sem hafa verið tilkynntir í kjölfar bólusetninga. 7. maí 2021 12:23 Mest lesið Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Innlent Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Erlent Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Innlent Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Innlent Skrifa ný drög að friðaráætlun Erlent Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Innlent Fleiri fréttir „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Sláandi sinnuleysi í málefnum fatlaðra og COP30 gert upp Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Óásættanlegt að ríflega helmingur sveitarfélaga falli í málefnum fatlaðra Heilbrigðisstofnun Suðurlands þarf nýja byggingu á Selfossi Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Stefnuleysi í málefnum fatlaðra og versnandi efnahagshorfur Sjá meira
Kemur til greina að óska eftir AstraZeneca frá Norðmönnum Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir koma til greina að óska eftir bóluefni Astra Zeneca frá Norðmönnum, sem hafa tilkynnt um að þeir muni ekki nota bóluefnið. Bólusetningar eru á undan áætlun hér á landi og áfram stefnt að afléttingu aðgerða í lok næsta mánaðar. 14. maí 2021 19:07
Boðið að fá seinni skammtinn af AstraZeneca fyrr Ákveðið hefur verið að bjóða starfsfólki Landspítala að stytta tímann milli fyrri og seinni bólusetningar með bóluefni AstraZeneca úr tólf vikum í átta. 7. maí 2021 12:29
Einstaklingum undir 40 ára boðið annað bóluefni en frá AstraZeneca Breska lyfjaeftirlitsstofnunin hefur ákveðið að héðan í frá verði einstaklingum undir fertugu boðið annað bóluefni en það frá AstraZeneca vegna sjaldgæfra en alvarlegra blóðtappa sem hafa verið tilkynntir í kjölfar bólusetninga. 7. maí 2021 12:23