Umfjöllu og viðtöl: Fram - Valur 22-28 | Burst í Safamýri Dagbjört Lena Sigurðardóttir skrifar 23. maí 2021 16:25 Valsstúlkur voru í stuði í dag. vísir/hulda margrét Valskonur tryggðu sér 1-0 forystu í undanúrslitum um íslandsmeistaratitilinn þegar þær mættu Fram í Safamýrinni 28-22. Leikurinn byrjaði með miklum hraða og skiptust liðin á að taka hraða sókn og skjóta á markið. Mikið var um klaufaskap og tapaða bolta enda Fram ekki búnar að spila leik síðan 8. Maí. Lítið var því um mörk á fyrstu mínútunum en loks þegar liðin fundu taktinn fóru mörkin að raðast inn.. Leikmenn beggja liða byrjuðu að stilla upp í sóknir og spila kerfi og þá gekk mun betur báðum megin. Valskonur voru með yfirhöndina mest megnis af fyrri hálfleik og náðu meðal annars 6-2 kafla áður en hálfleikur rann upp. Liðin áttu nokkuð erfitt með að nýta öll færi og brenndu bæði af þeim vítum sem þau fengu í fyrri hálfleik. Framkonum tókst ekki að skora mark síðustu fimm mínútur leiksins og fóru Valur með fjögurra marka forsytu inn í hálfleikinn 15-11. Fyrstu mínútur seinni hálfleiks gengu frekar brösulega en fyrsta markið kom ekki fyrr en rúmar fjórar mínútur voru liðnar af seinni hálfleiknum. Ljóst var að Valskonur ætluðu sér ekki að leyfa Fram að jafna leikinn og náðu þær að halda að minnsta kosti þriggja marka forsytu það sem eftir var leiks. Fram virtust hafa misst alla trú á að jafna en gáfust þau ekki upp og börðust vel síðustu mínúturnar. Valskonur unnu því sannfærandi sex marka sigur á Fram, 28-22 í fyrsta undanúrslitaleik liðanna. Karen og stöllur komust lítt áleiðis í dag.vísir/hulda Afhverju vann Valur? Valskonur voru fljótar að koma sér í gang eftir brösulega byrjun. Þrátt fyrir að fyrstu mínútur leiksins voru mjög jafnar þá virtust Valur vera öruggari inná vellinum og voru þær með yfirhöndina alveg frá fyrstu mínútu. Í seinni hluta fyrri hálfleiks þéttu þær vörnina vel sem gerði Fram erfitt fyrir og fóru þær því að skjóta meira fyrir utan. Valur keyrðu virkilega vel á vörn Fram og voru fljótar að skila sér til baka. Hverjar stóðu upp úr? Í liði Vals átti Thea Imani Sturludóttir stórleik en hún skoraði níu mörk. Hún skapaði mörg færi fyrir liðsmenn sína og spilaði einnig góða vörn. Lovísa Thomspon átti einnig mjög góðan leik í dag en hún skoraði sjö mörk. Ragnheiður Júlíusdóttir stóð upp úr í liði Fram en hún var markahæst í sínu liði með níu mörk. Hvað gekk illa? Bæði lið áttu erfitt með að koma sér inn í leikinn í upphafi. Loks þegar takturinn kom inn í leikinn þá náðu Valskonur yfirhöndinni og mátti sjá sjálfstraustið fara úr Fram þegar leið á leikinn. Fram spiluðu vel en náðu ekki að komast í gegnum þétta vörn Vals sem varð til þess að skotin komu oft upp úr engu. Valskonur nýttu sér það og keyrðu hart í bakið á þeim. Hvað gerist næst? Liðin munu mætast á ný í Origo höllinni næstkomandi miðvikudag. Ef Valskonur vinna þann leik komast þær í úrslit og munu mæta annaðhvort ÍBV eða KA/Þór. Ef Fram vinna verður þriðji leikurinn spilaður eftir viku. Ágúst Þór messar yfir sínum stúlkum.vísir/hulda Ágúst Þór Jóhannesson: Fram er með frábært lið „Ég er bara gríðarlega ánægður, þetta var góð frammistaða hjá liðinu og margar sem skiluðu góðu hlutverki. Ég er bara ánægður með að ná í þennan sigur.“ Valskonur voru með yfirhöndina mest megnis af leiknum og náðu að halda góðri forystu alveg frá miðjum fyrri hálfleik. „Sóknarleikurinn hjá okkur var bara nokkuð góður, við náum að slútta vel á markið og náum að skila okkur vel til baka. Á stórum kafla var vörnin líka bara fín og það var mikil orka í liðinu og mér fannst við svona heilt yfir vera með yfirhöndina. En Fram er auðvitað með frábært lið og það er bara gríðarlega erfitt að spila á móti þeim.“ Liðið mun mætast á ný á miðvikudaginn í öðrum leik undanúrslitanna en þá verða Valskonur á heimavelli. „Við þurfum núna bara að hvíla okkur og undirbúa okkur vel fyrir leikinn á miðvikudaginn. Við þurfum auðvitað bara að eiga annan eins leik ef ekki helst bara betri til þess að ná í sigur þar en núna förum við bara heim í hérað og reynum að undirbúa okkur vel og vera í standi fyrir næsta leik.“ Lovísa og Anna Úrsúla verjast Hildi Þorgeirsdóttir í dag.vísir/hulda margrét Lovísa Thompson: Ótrúlega stolt af liðinu „Bara mjög flottur liðssigur í dag og ég er bara ótrúlega stolt af liðinu, mér fannst þær bara gefa allt í þetta og þetta var bara ógeðslega gaman.“ „Við vorum bara að spila okkar leik, Framararnir voru bara rosalega grimmar að keyra upp og það lið sem er fljótara að hlaupa til baka vinnur yfirleitt leikina og við vorum ógeðslega duglegar að skila okkur til baka og stoppa áhlaupin þeirra og þess vegna var vörnin góð. Það var kannski svona helsti munurinn á liðunum í dag.“ „Við ætlum okkur bara að koma með sömu orku í næsta leik og jafnvel meira. Við þurfum að gera aðeins meira í henni, mér fannst við vera smá slen yfir okkur á ýmsum köflum í dag en þetta verður áfram bara stál í stál. Ég meina, Framararnir eru bara með besta lið landsins með KA og öllum þessum liðum og við þurfum bara að eiga topp leik til að teygja eitthvað roð í þær.“ Olís-deild kvenna Fram Valur
Valskonur tryggðu sér 1-0 forystu í undanúrslitum um íslandsmeistaratitilinn þegar þær mættu Fram í Safamýrinni 28-22. Leikurinn byrjaði með miklum hraða og skiptust liðin á að taka hraða sókn og skjóta á markið. Mikið var um klaufaskap og tapaða bolta enda Fram ekki búnar að spila leik síðan 8. Maí. Lítið var því um mörk á fyrstu mínútunum en loks þegar liðin fundu taktinn fóru mörkin að raðast inn.. Leikmenn beggja liða byrjuðu að stilla upp í sóknir og spila kerfi og þá gekk mun betur báðum megin. Valskonur voru með yfirhöndina mest megnis af fyrri hálfleik og náðu meðal annars 6-2 kafla áður en hálfleikur rann upp. Liðin áttu nokkuð erfitt með að nýta öll færi og brenndu bæði af þeim vítum sem þau fengu í fyrri hálfleik. Framkonum tókst ekki að skora mark síðustu fimm mínútur leiksins og fóru Valur með fjögurra marka forsytu inn í hálfleikinn 15-11. Fyrstu mínútur seinni hálfleiks gengu frekar brösulega en fyrsta markið kom ekki fyrr en rúmar fjórar mínútur voru liðnar af seinni hálfleiknum. Ljóst var að Valskonur ætluðu sér ekki að leyfa Fram að jafna leikinn og náðu þær að halda að minnsta kosti þriggja marka forsytu það sem eftir var leiks. Fram virtust hafa misst alla trú á að jafna en gáfust þau ekki upp og börðust vel síðustu mínúturnar. Valskonur unnu því sannfærandi sex marka sigur á Fram, 28-22 í fyrsta undanúrslitaleik liðanna. Karen og stöllur komust lítt áleiðis í dag.vísir/hulda Afhverju vann Valur? Valskonur voru fljótar að koma sér í gang eftir brösulega byrjun. Þrátt fyrir að fyrstu mínútur leiksins voru mjög jafnar þá virtust Valur vera öruggari inná vellinum og voru þær með yfirhöndina alveg frá fyrstu mínútu. Í seinni hluta fyrri hálfleiks þéttu þær vörnina vel sem gerði Fram erfitt fyrir og fóru þær því að skjóta meira fyrir utan. Valur keyrðu virkilega vel á vörn Fram og voru fljótar að skila sér til baka. Hverjar stóðu upp úr? Í liði Vals átti Thea Imani Sturludóttir stórleik en hún skoraði níu mörk. Hún skapaði mörg færi fyrir liðsmenn sína og spilaði einnig góða vörn. Lovísa Thomspon átti einnig mjög góðan leik í dag en hún skoraði sjö mörk. Ragnheiður Júlíusdóttir stóð upp úr í liði Fram en hún var markahæst í sínu liði með níu mörk. Hvað gekk illa? Bæði lið áttu erfitt með að koma sér inn í leikinn í upphafi. Loks þegar takturinn kom inn í leikinn þá náðu Valskonur yfirhöndinni og mátti sjá sjálfstraustið fara úr Fram þegar leið á leikinn. Fram spiluðu vel en náðu ekki að komast í gegnum þétta vörn Vals sem varð til þess að skotin komu oft upp úr engu. Valskonur nýttu sér það og keyrðu hart í bakið á þeim. Hvað gerist næst? Liðin munu mætast á ný í Origo höllinni næstkomandi miðvikudag. Ef Valskonur vinna þann leik komast þær í úrslit og munu mæta annaðhvort ÍBV eða KA/Þór. Ef Fram vinna verður þriðji leikurinn spilaður eftir viku. Ágúst Þór messar yfir sínum stúlkum.vísir/hulda Ágúst Þór Jóhannesson: Fram er með frábært lið „Ég er bara gríðarlega ánægður, þetta var góð frammistaða hjá liðinu og margar sem skiluðu góðu hlutverki. Ég er bara ánægður með að ná í þennan sigur.“ Valskonur voru með yfirhöndina mest megnis af leiknum og náðu að halda góðri forystu alveg frá miðjum fyrri hálfleik. „Sóknarleikurinn hjá okkur var bara nokkuð góður, við náum að slútta vel á markið og náum að skila okkur vel til baka. Á stórum kafla var vörnin líka bara fín og það var mikil orka í liðinu og mér fannst við svona heilt yfir vera með yfirhöndina. En Fram er auðvitað með frábært lið og það er bara gríðarlega erfitt að spila á móti þeim.“ Liðið mun mætast á ný á miðvikudaginn í öðrum leik undanúrslitanna en þá verða Valskonur á heimavelli. „Við þurfum núna bara að hvíla okkur og undirbúa okkur vel fyrir leikinn á miðvikudaginn. Við þurfum auðvitað bara að eiga annan eins leik ef ekki helst bara betri til þess að ná í sigur þar en núna förum við bara heim í hérað og reynum að undirbúa okkur vel og vera í standi fyrir næsta leik.“ Lovísa og Anna Úrsúla verjast Hildi Þorgeirsdóttir í dag.vísir/hulda margrét Lovísa Thompson: Ótrúlega stolt af liðinu „Bara mjög flottur liðssigur í dag og ég er bara ótrúlega stolt af liðinu, mér fannst þær bara gefa allt í þetta og þetta var bara ógeðslega gaman.“ „Við vorum bara að spila okkar leik, Framararnir voru bara rosalega grimmar að keyra upp og það lið sem er fljótara að hlaupa til baka vinnur yfirleitt leikina og við vorum ógeðslega duglegar að skila okkur til baka og stoppa áhlaupin þeirra og þess vegna var vörnin góð. Það var kannski svona helsti munurinn á liðunum í dag.“ „Við ætlum okkur bara að koma með sömu orku í næsta leik og jafnvel meira. Við þurfum að gera aðeins meira í henni, mér fannst við vera smá slen yfir okkur á ýmsum köflum í dag en þetta verður áfram bara stál í stál. Ég meina, Framararnir eru bara með besta lið landsins með KA og öllum þessum liðum og við þurfum bara að eiga topp leik til að teygja eitthvað roð í þær.“
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti