Körfubolti

Þetta einvígi skyggir á frábært tímabil hjá okkur sem nýliðar

Andri Már Eggertsson skrifar
Halldór Karl var svekktur með að vera úr leik í úrslitakeppninni
Halldór Karl var svekktur með að vera úr leik í úrslitakeppninni Facebook/fjolnirkarfa

Nýliðar Fjölnis eru úr leik eftir að hafa tapað einvíginu á móti Val 3-0. Lokasekúndur leiksins voru æsispennandi en Valur vann að lokum 78-74 og var þjálfari Fjölnis Halldór Karl Þórsson svekktur að leiks lokum

„Valur fékk víti í lokinn sem ég er ekki alveg næginlega sáttur með og þarf að skoða aftur. Þeirra sóknarleikhluti var að lokum betri en okkar. Það getur þó enginn sagt mér að Valur sé yfirburða betri en við," sagði Halldór

Fjölnir byrjaði leikinn af miklum krafti og gerðu 31 stig í fyrsta leikhluta sem var þeirra lang stigahæsti leikhluti.

„Ég var mjög ánægður með hvernig liðið mitt mætti til leiks. Við refsuðum þeim á hraðahlaupum líkt og við höfum gert vel í vetur, vörnin opnaðist síðan í öðrum leikhluta sem var ekki góður hjá okkur." 

Halldór Karl var afar ósáttur með meðferðina sem Ariel Hearn fékk í leiknum sem virtist vekja litla athygli frá dómurunum.

„Það má halda og lemja á Ariel að vild. Hún kvartaði lítið og lét boltann frekar ganga, en þetta er annan leikinn í röð sem hún fær svona meðferð. Það sjá það allir að þær spiluðu allt of fast á Ariel, það þýðir þó lítið fyrir mig að tuða yfir því einvígið er búið." 

Halldór Karl var þó afar sáttur með tímabilið í heild og fannst það skyggja á tímabil nýliðana að hafa ekki náð að vinna leik í þessu einvígi. 


Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×