Jóhannes Karl: Fótbolti þannig leikur að það er tekist á Dagbjört Lena Sigurðardóttir skrifar 21. maí 2021 20:55 Jóhannes Karl [annar til vinstri á myndinni] var mjög sáttur með 3-1 sigur sinna manna í ÍA á HK í Kórnum í kvöld. Vísir/Hulda Margrét Jóhannes Karl Guðjónsson, þjálfari ÍA var virkilega ánægður með sína menn eftir leik kvöldsins. Skagamenn unnu sinn fyrsta leik á tímabilinu og eru komnir með fimm stig nú þegar 5. umferð er að ljúka. „Við erum nátturlega bara mjög ánægðir. Það fór rosalega mikil orka í þennan leik og virkilega erfiður völlur að koma að spila á. HK-ingarnir eru með flott lið, eru virkilega öflugir og eru með tæknilega góða menn líka. Við lentum í smá basli en þess þá heldur að hafa lent 1-0 undir hérna að hafa náð að snúa þessu okkur í vil, það er það sem ég er virkilega ánægður með.“ HK-ingar komast yfir þegar strax í byrjun leiksins en þeim tókst ekki að nýta færin sín eftir það mark. ÍA náðu að jafna á 24. mínútu og skoruðu svo tvö mörk í seinni hálfleik. „Þeir voru nátturlega hættulegir og skoruðu mark snemma í leiknum eftir markspyrnu sem var þegar boltanum var fleytt aftur fyrir og þeir komast aftur fyrir okkur, eitthvað sem við vildum reyna að loka á. Þeir gerðu það vel og skoruðu frábært mark og eru svo nátturlega mjög öflugir varnarlega.“ „Við þurftum að halda áfram að reyna að brjóta þá niður og við vorum að reyna ákveðnar leiðir og komumst í ákveðnar stöður í fyrri hálfleiknum og ég var svona þokkalega ánægður með slatta af hlutum.“ „Auðvitað hefði ég viljað ná að skjóta aðeins meira á markið en við vorum allavega að reyna og gáfumst ekki upp. Karakterinn sem menn sýndu til þess að komast aftur inn í leikinn og komast svo yfir var rosalega gott hjá okkur. Karakterinn var þar nátturlega fyrst og fremst og þó svo að HK hafi verið meira með boltann þá fannst mér við vera yfir í baráttunni og viljanum í að halda áfram og reyna að sækja til sigurs.“ „Auðvitað var þetta hörkuleikur og bæði lið voru tilbúin. Það sást alveg augljóslega að það var mikil barátta framundan snemma í leiknum og mér fannst dómarinn standa sig vel sem og allir aðstoðardómarar stóðu sig einnig vel í að halda leiknum rólegum. Auðvitað er fótbolti þannig leikur að það er tekist á og það voru gul spjöld og rautt spjald en mér fannst aldrei vera nein fólska í neinu sem að menn voru að gera, þetta var bara svona almenn barátta,“ sagði Jóhannes Karl að lokum. Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla ÍA Tengdar fréttir Leik lokið: HK - ÍA 1-3 | Fyrsti sigur Skagamanna kominn í hús ÍA landaði sínum fyrsta sigri í Pepsi Max deild karla á tímabilinu þegar liðið vann HK 3-1 í Kórnum í dag. HK er enn án sigurs. 21. maí 2021 19:55 Mest lesið Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Körfubolti „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Enski boltinn Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Handbolti Kærasta Haaland hefur fengið nóg Enski boltinn Fleiri fréttir Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Sjá meira
„Við erum nátturlega bara mjög ánægðir. Það fór rosalega mikil orka í þennan leik og virkilega erfiður völlur að koma að spila á. HK-ingarnir eru með flott lið, eru virkilega öflugir og eru með tæknilega góða menn líka. Við lentum í smá basli en þess þá heldur að hafa lent 1-0 undir hérna að hafa náð að snúa þessu okkur í vil, það er það sem ég er virkilega ánægður með.“ HK-ingar komast yfir þegar strax í byrjun leiksins en þeim tókst ekki að nýta færin sín eftir það mark. ÍA náðu að jafna á 24. mínútu og skoruðu svo tvö mörk í seinni hálfleik. „Þeir voru nátturlega hættulegir og skoruðu mark snemma í leiknum eftir markspyrnu sem var þegar boltanum var fleytt aftur fyrir og þeir komast aftur fyrir okkur, eitthvað sem við vildum reyna að loka á. Þeir gerðu það vel og skoruðu frábært mark og eru svo nátturlega mjög öflugir varnarlega.“ „Við þurftum að halda áfram að reyna að brjóta þá niður og við vorum að reyna ákveðnar leiðir og komumst í ákveðnar stöður í fyrri hálfleiknum og ég var svona þokkalega ánægður með slatta af hlutum.“ „Auðvitað hefði ég viljað ná að skjóta aðeins meira á markið en við vorum allavega að reyna og gáfumst ekki upp. Karakterinn sem menn sýndu til þess að komast aftur inn í leikinn og komast svo yfir var rosalega gott hjá okkur. Karakterinn var þar nátturlega fyrst og fremst og þó svo að HK hafi verið meira með boltann þá fannst mér við vera yfir í baráttunni og viljanum í að halda áfram og reyna að sækja til sigurs.“ „Auðvitað var þetta hörkuleikur og bæði lið voru tilbúin. Það sást alveg augljóslega að það var mikil barátta framundan snemma í leiknum og mér fannst dómarinn standa sig vel sem og allir aðstoðardómarar stóðu sig einnig vel í að halda leiknum rólegum. Auðvitað er fótbolti þannig leikur að það er tekist á og það voru gul spjöld og rautt spjald en mér fannst aldrei vera nein fólska í neinu sem að menn voru að gera, þetta var bara svona almenn barátta,“ sagði Jóhannes Karl að lokum. Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla ÍA Tengdar fréttir Leik lokið: HK - ÍA 1-3 | Fyrsti sigur Skagamanna kominn í hús ÍA landaði sínum fyrsta sigri í Pepsi Max deild karla á tímabilinu þegar liðið vann HK 3-1 í Kórnum í dag. HK er enn án sigurs. 21. maí 2021 19:55 Mest lesið Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Körfubolti „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Enski boltinn Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Handbolti Kærasta Haaland hefur fengið nóg Enski boltinn Fleiri fréttir Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Sjá meira
Leik lokið: HK - ÍA 1-3 | Fyrsti sigur Skagamanna kominn í hús ÍA landaði sínum fyrsta sigri í Pepsi Max deild karla á tímabilinu þegar liðið vann HK 3-1 í Kórnum í dag. HK er enn án sigurs. 21. maí 2021 19:55