Jóhannes Karl: Fótbolti þannig leikur að það er tekist á Dagbjört Lena Sigurðardóttir skrifar 21. maí 2021 20:55 Jóhannes Karl [annar til vinstri á myndinni] var mjög sáttur með 3-1 sigur sinna manna í ÍA á HK í Kórnum í kvöld. Vísir/Hulda Margrét Jóhannes Karl Guðjónsson, þjálfari ÍA var virkilega ánægður með sína menn eftir leik kvöldsins. Skagamenn unnu sinn fyrsta leik á tímabilinu og eru komnir með fimm stig nú þegar 5. umferð er að ljúka. „Við erum nátturlega bara mjög ánægðir. Það fór rosalega mikil orka í þennan leik og virkilega erfiður völlur að koma að spila á. HK-ingarnir eru með flott lið, eru virkilega öflugir og eru með tæknilega góða menn líka. Við lentum í smá basli en þess þá heldur að hafa lent 1-0 undir hérna að hafa náð að snúa þessu okkur í vil, það er það sem ég er virkilega ánægður með.“ HK-ingar komast yfir þegar strax í byrjun leiksins en þeim tókst ekki að nýta færin sín eftir það mark. ÍA náðu að jafna á 24. mínútu og skoruðu svo tvö mörk í seinni hálfleik. „Þeir voru nátturlega hættulegir og skoruðu mark snemma í leiknum eftir markspyrnu sem var þegar boltanum var fleytt aftur fyrir og þeir komast aftur fyrir okkur, eitthvað sem við vildum reyna að loka á. Þeir gerðu það vel og skoruðu frábært mark og eru svo nátturlega mjög öflugir varnarlega.“ „Við þurftum að halda áfram að reyna að brjóta þá niður og við vorum að reyna ákveðnar leiðir og komumst í ákveðnar stöður í fyrri hálfleiknum og ég var svona þokkalega ánægður með slatta af hlutum.“ „Auðvitað hefði ég viljað ná að skjóta aðeins meira á markið en við vorum allavega að reyna og gáfumst ekki upp. Karakterinn sem menn sýndu til þess að komast aftur inn í leikinn og komast svo yfir var rosalega gott hjá okkur. Karakterinn var þar nátturlega fyrst og fremst og þó svo að HK hafi verið meira með boltann þá fannst mér við vera yfir í baráttunni og viljanum í að halda áfram og reyna að sækja til sigurs.“ „Auðvitað var þetta hörkuleikur og bæði lið voru tilbúin. Það sást alveg augljóslega að það var mikil barátta framundan snemma í leiknum og mér fannst dómarinn standa sig vel sem og allir aðstoðardómarar stóðu sig einnig vel í að halda leiknum rólegum. Auðvitað er fótbolti þannig leikur að það er tekist á og það voru gul spjöld og rautt spjald en mér fannst aldrei vera nein fólska í neinu sem að menn voru að gera, þetta var bara svona almenn barátta,“ sagði Jóhannes Karl að lokum. Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla ÍA Tengdar fréttir Leik lokið: HK - ÍA 1-3 | Fyrsti sigur Skagamanna kominn í hús ÍA landaði sínum fyrsta sigri í Pepsi Max deild karla á tímabilinu þegar liðið vann HK 3-1 í Kórnum í dag. HK er enn án sigurs. 21. maí 2021 19:55 Mest lesið Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Fótbolti „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Handbolti Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Fótbolti „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ Handbolti Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Enski boltinn „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ Körfubolti Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Enski boltinn Rose með þriggja högga forystu á Mastersmótinu Golf „Hann er langbesti varnarmaðurinn í þessari deild“ Körfubolti Fleiri fréttir Elín Metta má spila með Val Fyndnar hárgreiðslur lykillinn að betri mætingu Besta-spáin 2025: Loftið verður að haldast í blöðrunni Besta spáin 2025: Krókur á móti bragði „Þið eruð ekki nógu duglegar að tuða í dómurunum“ Besta-spáin 2025: Þurfa aftur fimm réttar og jóker Besta-spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu Aron Elís með slitið krossband Aron í tveggja leikja bann Stúkan segir ekki rautt og framkvæmdastjórinn æfur: „Má leggja hana niður“ Stórir draumar í Laugardalnum: „Allir vilja að Þróttur fari sem hæst“ „Vælum og öskrum þó við meiðum okkur ekki neitt“ Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“ „Bæði svekktur en líka stoltur“ „Verðum bara að vona það besta en undirbúa okkur fyrir það versta“ „Ég tek þetta bara á mig“ Uppgjörið: Stjarnan - FH 2-1 | Stjarnan slapp með sigur úr grannaslagnum Glórulaus tækling Gylfa Þórs Uppgjörið: Víkingur - ÍBV 2-0 | Gylfi Þór sá rautt í sannfærandi sigri LUÍH: Var gerð að fyrirliða Þróttar átján ára Tveir Bestu deildarslagir og bikarmeistararnir mæta KFA Sjáðu glæsimark Rúnars Más og skrautlegt sjálfsmark á Hlíðarenda „Sá það strax að boltinn myndi enda inni“ Uppgjörið: Fram - ÍA 0-1 | Stórglæsilegt mark Rúnars Más tryggði Skagamönnum sigurinn gegn Fram „Ekki fyrsta stóra ákvörðunin sem hann tekur á móti mínu liði á þessum velli“ Uppgjörið: KA - KR 2-2 | Tvö rauð á KR í markaleik á Akureyri „Stundum þá skapar maður bara sína eigin heppni með alvöru vinnuframlagi“ Uppgjörið: Valur - Vestri 1-1 | Óvænt stig Djúpmanna á Hlíðarenda Blikar byrjuðu vel með græna nögl á litla fingri Sjáðu fyrstu mörk Íslandsmótsins í ár: Var þetta víti? Sjá meira
„Við erum nátturlega bara mjög ánægðir. Það fór rosalega mikil orka í þennan leik og virkilega erfiður völlur að koma að spila á. HK-ingarnir eru með flott lið, eru virkilega öflugir og eru með tæknilega góða menn líka. Við lentum í smá basli en þess þá heldur að hafa lent 1-0 undir hérna að hafa náð að snúa þessu okkur í vil, það er það sem ég er virkilega ánægður með.“ HK-ingar komast yfir þegar strax í byrjun leiksins en þeim tókst ekki að nýta færin sín eftir það mark. ÍA náðu að jafna á 24. mínútu og skoruðu svo tvö mörk í seinni hálfleik. „Þeir voru nátturlega hættulegir og skoruðu mark snemma í leiknum eftir markspyrnu sem var þegar boltanum var fleytt aftur fyrir og þeir komast aftur fyrir okkur, eitthvað sem við vildum reyna að loka á. Þeir gerðu það vel og skoruðu frábært mark og eru svo nátturlega mjög öflugir varnarlega.“ „Við þurftum að halda áfram að reyna að brjóta þá niður og við vorum að reyna ákveðnar leiðir og komumst í ákveðnar stöður í fyrri hálfleiknum og ég var svona þokkalega ánægður með slatta af hlutum.“ „Auðvitað hefði ég viljað ná að skjóta aðeins meira á markið en við vorum allavega að reyna og gáfumst ekki upp. Karakterinn sem menn sýndu til þess að komast aftur inn í leikinn og komast svo yfir var rosalega gott hjá okkur. Karakterinn var þar nátturlega fyrst og fremst og þó svo að HK hafi verið meira með boltann þá fannst mér við vera yfir í baráttunni og viljanum í að halda áfram og reyna að sækja til sigurs.“ „Auðvitað var þetta hörkuleikur og bæði lið voru tilbúin. Það sást alveg augljóslega að það var mikil barátta framundan snemma í leiknum og mér fannst dómarinn standa sig vel sem og allir aðstoðardómarar stóðu sig einnig vel í að halda leiknum rólegum. Auðvitað er fótbolti þannig leikur að það er tekist á og það voru gul spjöld og rautt spjald en mér fannst aldrei vera nein fólska í neinu sem að menn voru að gera, þetta var bara svona almenn barátta,“ sagði Jóhannes Karl að lokum. Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla ÍA Tengdar fréttir Leik lokið: HK - ÍA 1-3 | Fyrsti sigur Skagamanna kominn í hús ÍA landaði sínum fyrsta sigri í Pepsi Max deild karla á tímabilinu þegar liðið vann HK 3-1 í Kórnum í dag. HK er enn án sigurs. 21. maí 2021 19:55 Mest lesið Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Fótbolti „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Handbolti Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Fótbolti „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ Handbolti Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Enski boltinn „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ Körfubolti Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Enski boltinn Rose með þriggja högga forystu á Mastersmótinu Golf „Hann er langbesti varnarmaðurinn í þessari deild“ Körfubolti Fleiri fréttir Elín Metta má spila með Val Fyndnar hárgreiðslur lykillinn að betri mætingu Besta-spáin 2025: Loftið verður að haldast í blöðrunni Besta spáin 2025: Krókur á móti bragði „Þið eruð ekki nógu duglegar að tuða í dómurunum“ Besta-spáin 2025: Þurfa aftur fimm réttar og jóker Besta-spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu Aron Elís með slitið krossband Aron í tveggja leikja bann Stúkan segir ekki rautt og framkvæmdastjórinn æfur: „Má leggja hana niður“ Stórir draumar í Laugardalnum: „Allir vilja að Þróttur fari sem hæst“ „Vælum og öskrum þó við meiðum okkur ekki neitt“ Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“ „Bæði svekktur en líka stoltur“ „Verðum bara að vona það besta en undirbúa okkur fyrir það versta“ „Ég tek þetta bara á mig“ Uppgjörið: Stjarnan - FH 2-1 | Stjarnan slapp með sigur úr grannaslagnum Glórulaus tækling Gylfa Þórs Uppgjörið: Víkingur - ÍBV 2-0 | Gylfi Þór sá rautt í sannfærandi sigri LUÍH: Var gerð að fyrirliða Þróttar átján ára Tveir Bestu deildarslagir og bikarmeistararnir mæta KFA Sjáðu glæsimark Rúnars Más og skrautlegt sjálfsmark á Hlíðarenda „Sá það strax að boltinn myndi enda inni“ Uppgjörið: Fram - ÍA 0-1 | Stórglæsilegt mark Rúnars Más tryggði Skagamönnum sigurinn gegn Fram „Ekki fyrsta stóra ákvörðunin sem hann tekur á móti mínu liði á þessum velli“ Uppgjörið: KA - KR 2-2 | Tvö rauð á KR í markaleik á Akureyri „Stundum þá skapar maður bara sína eigin heppni með alvöru vinnuframlagi“ Uppgjörið: Valur - Vestri 1-1 | Óvænt stig Djúpmanna á Hlíðarenda Blikar byrjuðu vel með græna nögl á litla fingri Sjáðu fyrstu mörk Íslandsmótsins í ár: Var þetta víti? Sjá meira
Leik lokið: HK - ÍA 1-3 | Fyrsti sigur Skagamanna kominn í hús ÍA landaði sínum fyrsta sigri í Pepsi Max deild karla á tímabilinu þegar liðið vann HK 3-1 í Kórnum í dag. HK er enn án sigurs. 21. maí 2021 19:55