Fangaverðir Epstein munu ekki sitja inni Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 22. maí 2021 08:32 Tova Noel (fyrir miðju í gulri blússu) og Michael Thomas hafa verið ákærð fyrir að hafa falsað skýrslur um dauða Epsteins. Getty/Kena Betancur Fangaverðirnir tveir, sem áttu að vakta Jeffrey Epstein nóttina sem hann fyrirfór sér í fangaklefa í New York, hafa viðurkennd að þeir hafi falsað gögn um dauða hans. Þeir hafa komist að samkomulagi við alríkissaksóknara og munu því ekki afplána refsingu á bak við lás og slá. Fangaverðirnir tveir Tova Noel og Michael Thomas, eru sakaðir um að hafa lagt sig og hangið á netinu í stað þess að fylgjast með Epstein nóttina sem hann fyrirfór sér í ágúst 2019. Þeir hafa verið ákærðir fyrir að hafa logið til um staðreyndir málsins í fangelsisgögnum. Það hafi þeir gert í von um að svo myndi virðast að þeir hafi reglulega hugað að Epstein áður en hann fannst látinn í klefa sínum. Réttarmeinafræðingur í New York mat það svo að Epstein hafi tekið eigið líf. Í samkomulagi við saksóknara, sem tilkynnt var um í gær, segir að mennirnir muni ekki afplána fangelsisvist. Þeir muni hins vegar vera skilorðsbundnir og haft verður eftirlit með þeim en þeir þurfa að klára minnst 100 klukkustundir í samfélagsþjónustu. Þá þurfa mennirnir að vera samvinnuþýðir við rannsakendur hjá dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna við rannsókn þeirra á málinu. Dómari á enn eftir að samþykkja samkomulagið og gæti það gerst í næstu viku. Samkomulagið hefur verið harðlega gagnrýnt, meðal annars af öldungadeildarþingmanninum Ben Sasse, sem er nefndarmaður í dómsmálanefnd þingsins. Hann hefur verið mjög gagnrýninn á rannsókn dómsmálaráðuneytisins á dauða Epstei. „Hundrað klukkustundir í samfélagsþjónustu er brandari – við erum ekki að tala um umferðalagabrot hérna,“ sagði Sasse í yfirlýsingu í gær. „Leiðtogi alþjóðlegs barnamansalshrings komst undan réttlætinu, samverkamenn hans sluppu fyrir horn því leyndarmál hans fylgdu honum í gröfina, og þessir fangaverðir munu gjalda með því að týna upp rusl í vegkanti.“ Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á Hjálparsíma Rauða krossins, 1717, og netspjallið. Þjálfaðir og reynslumiklir sjálfboðaliðar á öllum aldri svara þeim símtölum og spjöllum sem berast. Fullum trúnaði er heitið. Nánari upplýsingar hér. Bandaríkin Jeffrey Epstein Tengdar fréttir Maxwell neitað um lausn gegn tryggingu enn eina ferðina Bandarískur áfrýjunardómstóll hefur hafnað beiðni Ghislaine Maxwell, sem ákærð er fyrir mansal og hlutdeild í kynferðisglæpum barnaníðingsins Jeffrey Epstein, um að geta losnað úr varðhaldi gegn tryggingu. 27. apríl 2021 23:48 Maxwell ákærð fyrir mansal í fyrsta sinn Ghislaine Maxwell, samverkakona og fyrrverandi kærasta auðkýfingsins Jeffrey Epstein, var í dag ákærð fyrir að hafa selt ólögráða barn í mansal. Hún er sökuð um að hafa fengið fjórtán ára stúlku til þess að taka þátt í kynferðislegum athöfnum með Epstein og að hafa síðan greitt stúlkunni fyrir. 29. mars 2021 21:58 Segja fangaverði vekja Maxwell á kortersfresti til að athuga með lífsmörk Lögfræðingar Ghislaine Maxwell, aðstoðarkonu og fyrrverandi kærustu Jeffreys Epstein, segja að fangaverðir vekji hana á kortersfresti til þess að athuga með lífsmörk hennar. 25. nóvember 2020 22:44 Mest lesið Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Fönguðu háhyrninga velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Erlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Fleiri fréttir Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Fönguðu háhyrninga velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Sjá meira
Fangaverðirnir tveir Tova Noel og Michael Thomas, eru sakaðir um að hafa lagt sig og hangið á netinu í stað þess að fylgjast með Epstein nóttina sem hann fyrirfór sér í ágúst 2019. Þeir hafa verið ákærðir fyrir að hafa logið til um staðreyndir málsins í fangelsisgögnum. Það hafi þeir gert í von um að svo myndi virðast að þeir hafi reglulega hugað að Epstein áður en hann fannst látinn í klefa sínum. Réttarmeinafræðingur í New York mat það svo að Epstein hafi tekið eigið líf. Í samkomulagi við saksóknara, sem tilkynnt var um í gær, segir að mennirnir muni ekki afplána fangelsisvist. Þeir muni hins vegar vera skilorðsbundnir og haft verður eftirlit með þeim en þeir þurfa að klára minnst 100 klukkustundir í samfélagsþjónustu. Þá þurfa mennirnir að vera samvinnuþýðir við rannsakendur hjá dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna við rannsókn þeirra á málinu. Dómari á enn eftir að samþykkja samkomulagið og gæti það gerst í næstu viku. Samkomulagið hefur verið harðlega gagnrýnt, meðal annars af öldungadeildarþingmanninum Ben Sasse, sem er nefndarmaður í dómsmálanefnd þingsins. Hann hefur verið mjög gagnrýninn á rannsókn dómsmálaráðuneytisins á dauða Epstei. „Hundrað klukkustundir í samfélagsþjónustu er brandari – við erum ekki að tala um umferðalagabrot hérna,“ sagði Sasse í yfirlýsingu í gær. „Leiðtogi alþjóðlegs barnamansalshrings komst undan réttlætinu, samverkamenn hans sluppu fyrir horn því leyndarmál hans fylgdu honum í gröfina, og þessir fangaverðir munu gjalda með því að týna upp rusl í vegkanti.“ Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á Hjálparsíma Rauða krossins, 1717, og netspjallið. Þjálfaðir og reynslumiklir sjálfboðaliðar á öllum aldri svara þeim símtölum og spjöllum sem berast. Fullum trúnaði er heitið. Nánari upplýsingar hér.
Bandaríkin Jeffrey Epstein Tengdar fréttir Maxwell neitað um lausn gegn tryggingu enn eina ferðina Bandarískur áfrýjunardómstóll hefur hafnað beiðni Ghislaine Maxwell, sem ákærð er fyrir mansal og hlutdeild í kynferðisglæpum barnaníðingsins Jeffrey Epstein, um að geta losnað úr varðhaldi gegn tryggingu. 27. apríl 2021 23:48 Maxwell ákærð fyrir mansal í fyrsta sinn Ghislaine Maxwell, samverkakona og fyrrverandi kærasta auðkýfingsins Jeffrey Epstein, var í dag ákærð fyrir að hafa selt ólögráða barn í mansal. Hún er sökuð um að hafa fengið fjórtán ára stúlku til þess að taka þátt í kynferðislegum athöfnum með Epstein og að hafa síðan greitt stúlkunni fyrir. 29. mars 2021 21:58 Segja fangaverði vekja Maxwell á kortersfresti til að athuga með lífsmörk Lögfræðingar Ghislaine Maxwell, aðstoðarkonu og fyrrverandi kærustu Jeffreys Epstein, segja að fangaverðir vekji hana á kortersfresti til þess að athuga með lífsmörk hennar. 25. nóvember 2020 22:44 Mest lesið Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Fönguðu háhyrninga velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Erlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Fleiri fréttir Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Fönguðu háhyrninga velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Sjá meira
Maxwell neitað um lausn gegn tryggingu enn eina ferðina Bandarískur áfrýjunardómstóll hefur hafnað beiðni Ghislaine Maxwell, sem ákærð er fyrir mansal og hlutdeild í kynferðisglæpum barnaníðingsins Jeffrey Epstein, um að geta losnað úr varðhaldi gegn tryggingu. 27. apríl 2021 23:48
Maxwell ákærð fyrir mansal í fyrsta sinn Ghislaine Maxwell, samverkakona og fyrrverandi kærasta auðkýfingsins Jeffrey Epstein, var í dag ákærð fyrir að hafa selt ólögráða barn í mansal. Hún er sökuð um að hafa fengið fjórtán ára stúlku til þess að taka þátt í kynferðislegum athöfnum með Epstein og að hafa síðan greitt stúlkunni fyrir. 29. mars 2021 21:58
Segja fangaverði vekja Maxwell á kortersfresti til að athuga með lífsmörk Lögfræðingar Ghislaine Maxwell, aðstoðarkonu og fyrrverandi kærustu Jeffreys Epstein, segja að fangaverðir vekji hana á kortersfresti til þess að athuga með lífsmörk hennar. 25. nóvember 2020 22:44