Treyjusala jókst um 2400% vegna endurkomu Benzema Valur Páll Eiríksson skrifar 23. maí 2021 10:00 Benzema mun klæðast frönsku treyjunni í fyrsta sinn í sex ár í sumar. vísir/getty Frakkar eru yfir sig spenntir fyrir Evrópumótinu í fótbolta sem fram fer víðs vegar um Evrópu í sumar. Endurkoma Karim Benzema, leikmanns Real Madrid, í liðið hefur ýtt rækilega undir áhuga á liðinu. Benzema hefur ekki verið valinn í landsliðið frá árinu 2015 vegna meintrar aðkomu hans að fjárkúgun á þáverandi liðsfélaga hans í landsliðinu, Mathieu Valbuena, þar sem kynlífsmyndband af þeim síðarnefnda á að hafa komið við sögu. Ekki hefur verið dæmt í málinu en vegna málsins var Benzema tekinn út úr landsliðinu og hefur verið útlegð síðan. Þar til nú. Benzema var í 26 manna landsliðshópi Didier Deschamps sem tilkynntur var í vikunni og verður hann því í eldlínunni í sumar. Benzema hefur spilað frábærlega síðustu tvö tímabil með Real Madrid á Spáni og ekki er útilokað að lítill spiltími Olivier Giroud hjá Chelsea, sem hefur verið aðalframherji Frakka síðustu ár, spili þar inn í. Spænski miðillinn Marca greinir frá því að áhuginn á franska landsliðinu hafi aukist gríðarlega með kalli Benzema í hópinn. Sölur á treyjum liðsins hafi aukist um heil 2400% frá því að tilkynnt var um endurkomu hans. Við það má þó bæta að hinir 25 leikmennirnir sem fara á EM voru tilkynntir samtímis og að franski búningurinn er nýlega kominn á markað. Það mun þó vera spennandi að sjá Benzema í franska búningum á ný í sumar þar sem Frakkar freista þess að leika eigið afrek frá aldamótunum eftir. Frakkar unnu þá HM 1998 og EM 2000 og voru handhafar beggja titla samtímis. Landsliðsþjálfarinn Didier Deschamps vann báða þá titla sem leikmaður og fyrirliði liðsins, en hann getur orðið sá fyrsti í sögunni til að vinna bæði mótin sem bæði leikmaður og þjálfari. Frakka bíður þó strembið verkefni frá upphafi. Þeir eru í F-riðli keppninnar ásamt ríkjandi Evrópumeisturum Portúgala, heimsmeisturum ársins 2014 í Þýskalandi auk Íslandsbana Ungverjalands, sem leika á heimavelli, líkt og Þjóðverjar en riðillinn er leikinn í Búdepest og München dagana 15.-23. júní. Þeir verða allir í beinni útsendingu á stöðvum Stöðvar 2 Sport. EM 2020 í fótbolta Fjárkúgunarmál Karims Benzema Tengdar fréttir Benzema í franska hópnum sem fer á EM Franski landsliðshópurinn fyrir EM 2020 - sem fer þó fram í sumar - var tilkynntur í kvöld. Karim Benzema er í hópnum en hann hefur ekki leikið með franska landsliðinu síðan árið 2015. 18. maí 2021 22:15 Mest lesið Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Sport Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Íslenski boltinn Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Sport Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið Íslenski boltinn Magnús Eyjólfsson er látinn Sport „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Íslenski boltinn Fluga hjálpaði kúlunni ofan í holuna Golf Fleiri fréttir Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Þórsarar á toppinn Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Þróttur fær tvo tíma á toppnum og Fylkir úr fallsæti Ronaldo þarf enn að bíða eftir titli þrátt fyrir tímamótamark Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Valgeir fékk að spila og lagði strax upp í fyrsta sigrinum Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Aurier í bann vegna lifrarbólgu Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Kane með þrennu er Bayern valtaði yfir Leipzig Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Sjá meira
Benzema hefur ekki verið valinn í landsliðið frá árinu 2015 vegna meintrar aðkomu hans að fjárkúgun á þáverandi liðsfélaga hans í landsliðinu, Mathieu Valbuena, þar sem kynlífsmyndband af þeim síðarnefnda á að hafa komið við sögu. Ekki hefur verið dæmt í málinu en vegna málsins var Benzema tekinn út úr landsliðinu og hefur verið útlegð síðan. Þar til nú. Benzema var í 26 manna landsliðshópi Didier Deschamps sem tilkynntur var í vikunni og verður hann því í eldlínunni í sumar. Benzema hefur spilað frábærlega síðustu tvö tímabil með Real Madrid á Spáni og ekki er útilokað að lítill spiltími Olivier Giroud hjá Chelsea, sem hefur verið aðalframherji Frakka síðustu ár, spili þar inn í. Spænski miðillinn Marca greinir frá því að áhuginn á franska landsliðinu hafi aukist gríðarlega með kalli Benzema í hópinn. Sölur á treyjum liðsins hafi aukist um heil 2400% frá því að tilkynnt var um endurkomu hans. Við það má þó bæta að hinir 25 leikmennirnir sem fara á EM voru tilkynntir samtímis og að franski búningurinn er nýlega kominn á markað. Það mun þó vera spennandi að sjá Benzema í franska búningum á ný í sumar þar sem Frakkar freista þess að leika eigið afrek frá aldamótunum eftir. Frakkar unnu þá HM 1998 og EM 2000 og voru handhafar beggja titla samtímis. Landsliðsþjálfarinn Didier Deschamps vann báða þá titla sem leikmaður og fyrirliði liðsins, en hann getur orðið sá fyrsti í sögunni til að vinna bæði mótin sem bæði leikmaður og þjálfari. Frakka bíður þó strembið verkefni frá upphafi. Þeir eru í F-riðli keppninnar ásamt ríkjandi Evrópumeisturum Portúgala, heimsmeisturum ársins 2014 í Þýskalandi auk Íslandsbana Ungverjalands, sem leika á heimavelli, líkt og Þjóðverjar en riðillinn er leikinn í Búdepest og München dagana 15.-23. júní. Þeir verða allir í beinni útsendingu á stöðvum Stöðvar 2 Sport.
EM 2020 í fótbolta Fjárkúgunarmál Karims Benzema Tengdar fréttir Benzema í franska hópnum sem fer á EM Franski landsliðshópurinn fyrir EM 2020 - sem fer þó fram í sumar - var tilkynntur í kvöld. Karim Benzema er í hópnum en hann hefur ekki leikið með franska landsliðinu síðan árið 2015. 18. maí 2021 22:15 Mest lesið Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Sport Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Íslenski boltinn Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Sport Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið Íslenski boltinn Magnús Eyjólfsson er látinn Sport „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Íslenski boltinn Fluga hjálpaði kúlunni ofan í holuna Golf Fleiri fréttir Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Þórsarar á toppinn Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Þróttur fær tvo tíma á toppnum og Fylkir úr fallsæti Ronaldo þarf enn að bíða eftir titli þrátt fyrir tímamótamark Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Valgeir fékk að spila og lagði strax upp í fyrsta sigrinum Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Aurier í bann vegna lifrarbólgu Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Kane með þrennu er Bayern valtaði yfir Leipzig Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Sjá meira
Benzema í franska hópnum sem fer á EM Franski landsliðshópurinn fyrir EM 2020 - sem fer þó fram í sumar - var tilkynntur í kvöld. Karim Benzema er í hópnum en hann hefur ekki leikið með franska landsliðinu síðan árið 2015. 18. maí 2021 22:15