Fótbolti

Hélt að Lewandowski myndi ekki ná að bæta metið

Anton Ingi Leifsson skrifar
Hansi hendir bikarnum á loft eftir sigurinn á Augsburg í dag.
Hansi hendir bikarnum á loft eftir sigurinn á Augsburg í dag. M. Donato/Getty

Hansi Flick, sem stýrði Bayern í síðasta skipti í dag, var ekki viss um að Robert Lewandowski myndi ná að slá met Gerd Mullers að skora fleiri en 40 mörk á einu tímabili.

Bayern hafði tryggt sér þýska meistaratitilinn fyrir leik dagsins en öll augu voru á pólska framherjanum og hvort að hann myndi slá metið.

Hann hafði skorað 40 mörk fyrir leik dagsins og það 41. kom í uppbótartíma við mikinn fögnuð hans og liðsfélaga hans.

„Ég er glaður fyrir hans hönd. Þetta tók langan tíma og ég hafði sagt við hann að það væri kannski ekki nægur tími til að ná þessu en hann gerði það samt,“ sagði Hansi.

„Við vinnum saman. Við gerum hlutina sem lið og það skiptir sköpum. Þegar við gerum þetta sem eitt lið þá er það gott fyrir Lewandowski einnig.“

Lewandowski skoraði 41 mark í 29 leikjum á þessari leiktíð. Magnaður.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×