Lof og last: Reynsla Víkinga, miðvarðarpar KR, Kórinn, varnarleikur Keflavíkur og andleysi Garðbæinga Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 24. maí 2021 10:00 Sigurður Ragnar Eyjólfsson og Eysteinn Húni Hauksson, þjálfarar Keflavíkur, þurfa að taka til í varnarleik sinna manna. Vísir/Hulda Margrét Fimmtu umferð Pepsi Max deildar karla í knattspyrnu lauk á laugardag. Það hefur mikið gengið á undanfarna daga og hér að neðan má sjá hvað á skilið lof, hvað á skilið last og hvað flokkast sem hvorki né. Taka skal fram að þetta er eingöngu skoðun blaðamanns og er aðallega gert til skemmtunar. Lof Reynsla og varnarleikur Víkings Í upphafi síðasta tímabils töpuðu Víkingar 1-0 gegn KR í Meistarakeppni KSÍ. Eftir leik sagði Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkinga, að lið hans þyrfti að læra hvernig ætti að sigla sigrum heim. Hann var sáttur með spilamennsku Víkinga þann daginn en fannst vanta herslumuninn. Kári Árnason hefur verið magnaður í liði Víkings það sem af er sumri.Vísir/Bára Téðan herslumun vantaði oftar en ekki á síðustu leiktíð er Víkingum gekk skelfilega að sigla þremur stigum í hús. Annað hefur verið upp á teningnum í sumar og eftir 1-0 sigur á KA eru Víkingar komnir með fjóra sigra og eitt jafntefli að loknum fimm leikjum. Þá hefur liðið aðeins fengið á sig þrjú mörk. Víkingar hafa þar með unnið fleiri leiki en þeir gerðu allt síðasta tímabil. Spilamennska Breiðabliks Breiðablik vann einkar sannfærandi 4-0 sigur á nágrönnum sínum og fjendum í Stjörnunni á föstudagskvöld. Leikurinn var nokkuð jafn í upphafi en heimamenn tóku öll völd á vellinum þegar leið á fyrri hálfleik og í síðari hálfleik var í raun aðeins eitt lið á vellinum. Blikar nú unnið tvo leiki í röð á heimavelli 4-0 og mögulega er að birta til yfir Kópavogi, allavega Smáranum. Hvað varðar frammistöðu Stjörnunnar þá verður hún rædd hér að neðan. Miðvarðarpar KR Arnór Sveinn Aðalsteinsson fór meiddur af velli í 2-3 tapi KR gegn Val á dögunum. Finnur Tómas Pálmason kom því inn í liðið með Grétari Snæ Gunnarssyni fyrir leik liðsins gegn FH á laugardag en þeir áttu erfitt uppdráttar í Valsleiknum. Finnur Tómas blés varla úr nös gegn FH.vísir/bára Það var því búist við því að Matthías Vilhjálmsson, Jónatan Ingi Jónsson, Steven Lennon, Ágúst Eðvald Hlynsson eða Þórir Jóhann Helgason myndu valda þeim einhverjum vandræðum. Annað kom á daginn, KR vann þægilegan 2-0 sigur og miðverðirnir hafa varla þurft að þvo búninga sína að leik loknum. Last Kórinn Heimavöllur HK hefur ekki verið gjöfull það sem af er leiktíð. Liðið tapaði 3-1 fyrir ÍA á föstudaginn og eftir fjóra heimaleiki hefur liðið aðeins nælt í tvö stig. Flestir fjölmiðlar og sparkspekingar spáðu HK sama sæti og liðið hefur lent í undanfarin tvö ár, því níunda. Kórinn, heimavöllur HK.Vísir/Vilhelm Nú virðist hins vegar sem liðið geti í raun og veru fallið en það hefur lítið sem ekkert gengið upp hjá HK-ingum í upphafi móts. Ef liðið ætlar að halda sæti sínu í Pepsi Max-deildinni þarf það að gjöra svo vel og fara vinna heimaleiki. Stjarnan Andleysi Garðbæinga á Kópavogsvelli er illskiljanlegt og ekki boðlegt. Það virðist sem leikmenn Stjörnunnar hafi tekið brotthvarfi Rúnars Páls Sigmundssonar verr en búist var við. Það hefur bókstaflega ekkert gengið upp hjá liðinu til þessa og segja má að liðið hafi náð botninum með 4-0 tapinu á Kópavogsvelli. Nú hlýtur eina leiðin að vera upp og liðið fær gullið tækifæri til að koma sér aftur á beinu brautina þegar KA kemur í heimsókn í Garðabæinn í kvöld. Varnarleikur Keflavíkur Nýliðar Keflavíkur þurfa að fara múra fyrir mark sitt ef þeir ætla sér ekki beinustu leið niður í Lengjudeildina á nýjan leik. Liðið tapaði 4-2 gegn Fylki á föstudagskvöld og hefur nú fengið á sig 12 mörk í síðustu þremur leikjum. Eftir naumt tap gegn Víking og sigur á Stjörnunni í fyrstu tveimur umferðum hefur heldur betur farið að halla undan fæti og Keflvíkingar þurfa að bregðast við sem fyrst. Þeir fá Val í heimsókn í kvöld og þurfa að sýna betri frammistöðu þar en í undanförnum leikjum ætli þeir ekki að fá á sig fjögur mörk fjórða leikinn í röð. Keflavík fékk á sig fjögur mörk gegn Fylki.Vísir/Hulda Margrét Hallgrímur Mar Steingrímsson Í raun erfitt að setja Hallgrím Mar hér undir last eftir frábæra byrjun á tímabilinu. Hann brenndi hins vegar af vítaspyrnu í uppbótartíma í 1-0 tapi KA gegn Víking og því er hann hér. Miðað við hvernig hann hefur spilað til þessa á tímabilinu mun hann svara með frábærum leik gegn Stjörnunni í kvöld. Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: FH - KR 0-2 | Auðvelt hjá KR í Krikanum KR, sem hafði ekki unnið síðan í 1. umferð, lenti ekki í miklum vandræðum með FH í Kaplakrika í stórleik 5. umferðar. 22. maí 2021 17:55 Umfjöllun og viðtöl: Valur - Leiknir 1-0 | Patrick með sigurmark fimm mínútum fyrir leikslok Valur vann Leikni í kvöld með sigurmarki Patrick Pedersen á loka andartökum leiksins. 21. maí 2021 22:15 Umfjöllun og viðtöl: Fylkir - Keflavík 4-2 | Orrahríð í fyrsta sigri Fylkis Fylkismenn unnu sinn fyrsta sigur í Pepsi Max-deild karla í fótbolta í kvöld þegar þeir lögðu nýliða Keflavíkur að velli, 4-2, í Árbænum. Sigurinn var sannfærandi. 21. maí 2021 23:15 Umfjöllun og viðtöl: KA - Víkingur 0-1 | Víkingar hirti þrjú stig á Dalvíkurvelli Víkingur Reykjavík lögðu KA menn á Dalvíkurvelli 1-0 í sannkölluðum toppslag. Bæði lið voru með 10 stig fyrir þennan leik og eru bæði búin að byrja tímabilið gríðarlega vel. 21. maí 2021 20:00 Umfjöllun og viðtöl: HK - ÍA 1-3 | Fyrsti sigur Skagamanna kominn í hús ÍA tókst að sigra sinn fyrsta leik á tímabilinu en þeir mættu HK í Kórnum í hörkuleik. Þrátt fyrir að heimamenn voru meira með boltann unnu Skagamenn sannfærandi 3-1 sigur. 21. maí 2021 19:55 Umfjöllun og viðtöl: Breiðablik - Stjarnan 4-0 | Aftur skora Blikar fjögur á Kópavogsvelli Breiðablik tók á móti Stjörnunni á Kópavogsvelli fyrr í kvöld og voru það Blikar sem unnu öruggan 4-0 sigur á grönnum sínum úr Garðabænum. Yfirburðir Blika voru talsverðir og sáu Stjörnumenn ekki til sólar í kvöld þrátt fyrir blíðskaparveður. 21. maí 2021 21:30 Mest lesið Guardiola var á undan Haaland með stóru fréttirnar Enski boltinn Anníe Mist, Katrín Tanja og Sara verða saman í liði Sport Margfaldur Ólympíuverðlaunahafi skiptir um íþrótt Sport Í stormi innan vallar en vann góðverk utan hans Enski boltinn Cristiano Ronaldo: Ef ég ætti Man. United þá myndi ég leysa vandann Enski boltinn Knattspyrnukonur eyddu jólunum í fangelsi Fótbolti Veltir því fyrir sér hvort nýja Liverpool þríeykið sé betra Enski boltinn Skoraði í ensku og dreif sig síðan í Ally Pally Enski boltinn Rashford laus úr útlegð Enski boltinn Yfirgnæfandi líkur á að Liverpool verði Englandsmeistari Enski boltinn Fleiri fréttir „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Sjá meira
Taka skal fram að þetta er eingöngu skoðun blaðamanns og er aðallega gert til skemmtunar. Lof Reynsla og varnarleikur Víkings Í upphafi síðasta tímabils töpuðu Víkingar 1-0 gegn KR í Meistarakeppni KSÍ. Eftir leik sagði Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkinga, að lið hans þyrfti að læra hvernig ætti að sigla sigrum heim. Hann var sáttur með spilamennsku Víkinga þann daginn en fannst vanta herslumuninn. Kári Árnason hefur verið magnaður í liði Víkings það sem af er sumri.Vísir/Bára Téðan herslumun vantaði oftar en ekki á síðustu leiktíð er Víkingum gekk skelfilega að sigla þremur stigum í hús. Annað hefur verið upp á teningnum í sumar og eftir 1-0 sigur á KA eru Víkingar komnir með fjóra sigra og eitt jafntefli að loknum fimm leikjum. Þá hefur liðið aðeins fengið á sig þrjú mörk. Víkingar hafa þar með unnið fleiri leiki en þeir gerðu allt síðasta tímabil. Spilamennska Breiðabliks Breiðablik vann einkar sannfærandi 4-0 sigur á nágrönnum sínum og fjendum í Stjörnunni á föstudagskvöld. Leikurinn var nokkuð jafn í upphafi en heimamenn tóku öll völd á vellinum þegar leið á fyrri hálfleik og í síðari hálfleik var í raun aðeins eitt lið á vellinum. Blikar nú unnið tvo leiki í röð á heimavelli 4-0 og mögulega er að birta til yfir Kópavogi, allavega Smáranum. Hvað varðar frammistöðu Stjörnunnar þá verður hún rædd hér að neðan. Miðvarðarpar KR Arnór Sveinn Aðalsteinsson fór meiddur af velli í 2-3 tapi KR gegn Val á dögunum. Finnur Tómas Pálmason kom því inn í liðið með Grétari Snæ Gunnarssyni fyrir leik liðsins gegn FH á laugardag en þeir áttu erfitt uppdráttar í Valsleiknum. Finnur Tómas blés varla úr nös gegn FH.vísir/bára Það var því búist við því að Matthías Vilhjálmsson, Jónatan Ingi Jónsson, Steven Lennon, Ágúst Eðvald Hlynsson eða Þórir Jóhann Helgason myndu valda þeim einhverjum vandræðum. Annað kom á daginn, KR vann þægilegan 2-0 sigur og miðverðirnir hafa varla þurft að þvo búninga sína að leik loknum. Last Kórinn Heimavöllur HK hefur ekki verið gjöfull það sem af er leiktíð. Liðið tapaði 3-1 fyrir ÍA á föstudaginn og eftir fjóra heimaleiki hefur liðið aðeins nælt í tvö stig. Flestir fjölmiðlar og sparkspekingar spáðu HK sama sæti og liðið hefur lent í undanfarin tvö ár, því níunda. Kórinn, heimavöllur HK.Vísir/Vilhelm Nú virðist hins vegar sem liðið geti í raun og veru fallið en það hefur lítið sem ekkert gengið upp hjá HK-ingum í upphafi móts. Ef liðið ætlar að halda sæti sínu í Pepsi Max-deildinni þarf það að gjöra svo vel og fara vinna heimaleiki. Stjarnan Andleysi Garðbæinga á Kópavogsvelli er illskiljanlegt og ekki boðlegt. Það virðist sem leikmenn Stjörnunnar hafi tekið brotthvarfi Rúnars Páls Sigmundssonar verr en búist var við. Það hefur bókstaflega ekkert gengið upp hjá liðinu til þessa og segja má að liðið hafi náð botninum með 4-0 tapinu á Kópavogsvelli. Nú hlýtur eina leiðin að vera upp og liðið fær gullið tækifæri til að koma sér aftur á beinu brautina þegar KA kemur í heimsókn í Garðabæinn í kvöld. Varnarleikur Keflavíkur Nýliðar Keflavíkur þurfa að fara múra fyrir mark sitt ef þeir ætla sér ekki beinustu leið niður í Lengjudeildina á nýjan leik. Liðið tapaði 4-2 gegn Fylki á föstudagskvöld og hefur nú fengið á sig 12 mörk í síðustu þremur leikjum. Eftir naumt tap gegn Víking og sigur á Stjörnunni í fyrstu tveimur umferðum hefur heldur betur farið að halla undan fæti og Keflvíkingar þurfa að bregðast við sem fyrst. Þeir fá Val í heimsókn í kvöld og þurfa að sýna betri frammistöðu þar en í undanförnum leikjum ætli þeir ekki að fá á sig fjögur mörk fjórða leikinn í röð. Keflavík fékk á sig fjögur mörk gegn Fylki.Vísir/Hulda Margrét Hallgrímur Mar Steingrímsson Í raun erfitt að setja Hallgrím Mar hér undir last eftir frábæra byrjun á tímabilinu. Hann brenndi hins vegar af vítaspyrnu í uppbótartíma í 1-0 tapi KA gegn Víking og því er hann hér. Miðað við hvernig hann hefur spilað til þessa á tímabilinu mun hann svara með frábærum leik gegn Stjörnunni í kvöld. Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: FH - KR 0-2 | Auðvelt hjá KR í Krikanum KR, sem hafði ekki unnið síðan í 1. umferð, lenti ekki í miklum vandræðum með FH í Kaplakrika í stórleik 5. umferðar. 22. maí 2021 17:55 Umfjöllun og viðtöl: Valur - Leiknir 1-0 | Patrick með sigurmark fimm mínútum fyrir leikslok Valur vann Leikni í kvöld með sigurmarki Patrick Pedersen á loka andartökum leiksins. 21. maí 2021 22:15 Umfjöllun og viðtöl: Fylkir - Keflavík 4-2 | Orrahríð í fyrsta sigri Fylkis Fylkismenn unnu sinn fyrsta sigur í Pepsi Max-deild karla í fótbolta í kvöld þegar þeir lögðu nýliða Keflavíkur að velli, 4-2, í Árbænum. Sigurinn var sannfærandi. 21. maí 2021 23:15 Umfjöllun og viðtöl: KA - Víkingur 0-1 | Víkingar hirti þrjú stig á Dalvíkurvelli Víkingur Reykjavík lögðu KA menn á Dalvíkurvelli 1-0 í sannkölluðum toppslag. Bæði lið voru með 10 stig fyrir þennan leik og eru bæði búin að byrja tímabilið gríðarlega vel. 21. maí 2021 20:00 Umfjöllun og viðtöl: HK - ÍA 1-3 | Fyrsti sigur Skagamanna kominn í hús ÍA tókst að sigra sinn fyrsta leik á tímabilinu en þeir mættu HK í Kórnum í hörkuleik. Þrátt fyrir að heimamenn voru meira með boltann unnu Skagamenn sannfærandi 3-1 sigur. 21. maí 2021 19:55 Umfjöllun og viðtöl: Breiðablik - Stjarnan 4-0 | Aftur skora Blikar fjögur á Kópavogsvelli Breiðablik tók á móti Stjörnunni á Kópavogsvelli fyrr í kvöld og voru það Blikar sem unnu öruggan 4-0 sigur á grönnum sínum úr Garðabænum. Yfirburðir Blika voru talsverðir og sáu Stjörnumenn ekki til sólar í kvöld þrátt fyrir blíðskaparveður. 21. maí 2021 21:30 Mest lesið Guardiola var á undan Haaland með stóru fréttirnar Enski boltinn Anníe Mist, Katrín Tanja og Sara verða saman í liði Sport Margfaldur Ólympíuverðlaunahafi skiptir um íþrótt Sport Í stormi innan vallar en vann góðverk utan hans Enski boltinn Cristiano Ronaldo: Ef ég ætti Man. United þá myndi ég leysa vandann Enski boltinn Knattspyrnukonur eyddu jólunum í fangelsi Fótbolti Veltir því fyrir sér hvort nýja Liverpool þríeykið sé betra Enski boltinn Skoraði í ensku og dreif sig síðan í Ally Pally Enski boltinn Rashford laus úr útlegð Enski boltinn Yfirgnæfandi líkur á að Liverpool verði Englandsmeistari Enski boltinn Fleiri fréttir „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: FH - KR 0-2 | Auðvelt hjá KR í Krikanum KR, sem hafði ekki unnið síðan í 1. umferð, lenti ekki í miklum vandræðum með FH í Kaplakrika í stórleik 5. umferðar. 22. maí 2021 17:55
Umfjöllun og viðtöl: Valur - Leiknir 1-0 | Patrick með sigurmark fimm mínútum fyrir leikslok Valur vann Leikni í kvöld með sigurmarki Patrick Pedersen á loka andartökum leiksins. 21. maí 2021 22:15
Umfjöllun og viðtöl: Fylkir - Keflavík 4-2 | Orrahríð í fyrsta sigri Fylkis Fylkismenn unnu sinn fyrsta sigur í Pepsi Max-deild karla í fótbolta í kvöld þegar þeir lögðu nýliða Keflavíkur að velli, 4-2, í Árbænum. Sigurinn var sannfærandi. 21. maí 2021 23:15
Umfjöllun og viðtöl: KA - Víkingur 0-1 | Víkingar hirti þrjú stig á Dalvíkurvelli Víkingur Reykjavík lögðu KA menn á Dalvíkurvelli 1-0 í sannkölluðum toppslag. Bæði lið voru með 10 stig fyrir þennan leik og eru bæði búin að byrja tímabilið gríðarlega vel. 21. maí 2021 20:00
Umfjöllun og viðtöl: HK - ÍA 1-3 | Fyrsti sigur Skagamanna kominn í hús ÍA tókst að sigra sinn fyrsta leik á tímabilinu en þeir mættu HK í Kórnum í hörkuleik. Þrátt fyrir að heimamenn voru meira með boltann unnu Skagamenn sannfærandi 3-1 sigur. 21. maí 2021 19:55
Umfjöllun og viðtöl: Breiðablik - Stjarnan 4-0 | Aftur skora Blikar fjögur á Kópavogsvelli Breiðablik tók á móti Stjörnunni á Kópavogsvelli fyrr í kvöld og voru það Blikar sem unnu öruggan 4-0 sigur á grönnum sínum úr Garðabænum. Yfirburðir Blika voru talsverðir og sáu Stjörnumenn ekki til sólar í kvöld þrátt fyrir blíðskaparveður. 21. maí 2021 21:30