Darri: Aðdáendurnir eiga skilið að við vinnum eins og einn leik í Vesturbænum Árni Jóhannsson skrifar 23. maí 2021 22:21 Darri gerir kröfu á sína menn að vinna í Vesturbænum á miðvikudag. vísir/bára Þjálfari KR var ánægður með leik sina manna í kvöld þegar KR vann Val 103-115 í Origo höllinni á Hlíðarenda í kvöld. Þar með er KR komið með 2-1 forystu í einvígi liðanna í átta liða úrslitum Dominos deildar karla. Sóknarleikurinn var í fyrirrúmi í kvöld og var Darri sammála blaðamanni að þeir hafi náð að setja sitt fingrafar á leikinn í kvöld. „Okkur gekk í raun og veru vel að skora í öllum leikhlutunum í kvöld og framkvæmdum það sem við töluðum um fyrir leik mjög vel. Við náðum að hraða leikinn og pikka í þessi einvígi á vellinum sem við höfum séð. Þetta var frábært.“ Þegar Valsmenn reyndu að verjast KR þá tvöfölduðu þeir mikið á aðal ásinn í sókn KR, Tyler Sabin, en hann var duglegur að finna opna menn sem settu skot sín niður. Þjálfarinn var mjög ánægður með það. „Það er svo sem ekkert nýtt í því að menn setji skot sín í þessu KR liði og Tyler gerði vel í að velja sínar stundir. Þessi sería snýst dálítið um það að hann velji augnablikin vel miðað við það hvernig hann sér varnirnar sem er beitt gegn honum. Hann var frábær í kvöld sem og Brandon [Nazione].“ Tyler og Brandon skoruðu í heild 68 af stigum KR þar sem sá fyrri skoraði 35 og Brandon 33 stig og var Darri spurður hvort það væri ekki þægilegt að hafa svona risa í sóknarleiknum ásamt því að hann var spurður út í frammistöðu Nazione. „Engin spurning að það er þægilegt að vera með tvo menn sem geta skorað 30+ stig. Við vissum alveg að Brandon gæti gert svona hluti en það hefur tekið smá tíma fyrir hann að komast í almennilegt stand og nú er hann kominn þangað. Okkur líður vel með matchup-in sem við getum fengið frá honum og leituðum mikið að honum. Brandon gerði frábærlega í dag.“ Að lokum var Darri spurður að því hvort þeir væru komnir með lykilinn að Valsmönnum á þessum tímapunkti. „Nei. Við þurfum að vinna einn í viðbót til að halda því fram. Það væri ekki verra að gera það í Frostaskjólinu. Þau, aðdáendurnir okkar, eiga það skilið að við vinnum allavega eins og einn leik í Vesturbænum.“ KR Dominos-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: Valur - KR 103-115 | KR-ingar unnu í þriðja sinn á Hlíðarenda KR er komið í 2-1 gegn Val í átta liða úrslitum Domino's deildar karla. Liðin hafa mæst fimm sinnum í vetur og allir leikirnir unnist á útivelli. 23. maí 2021 21:56 Mest lesið Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Enski boltinn Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Enski boltinn Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Enski boltinn Fleiri fréttir Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Uppgjörið: ÍR - Haukar 93-96 | Haukar enduðu sigurgöngu ÍR Haukamaðurinn Ho You Fat í tveggja leikja bann Sjá meira
Sóknarleikurinn var í fyrirrúmi í kvöld og var Darri sammála blaðamanni að þeir hafi náð að setja sitt fingrafar á leikinn í kvöld. „Okkur gekk í raun og veru vel að skora í öllum leikhlutunum í kvöld og framkvæmdum það sem við töluðum um fyrir leik mjög vel. Við náðum að hraða leikinn og pikka í þessi einvígi á vellinum sem við höfum séð. Þetta var frábært.“ Þegar Valsmenn reyndu að verjast KR þá tvöfölduðu þeir mikið á aðal ásinn í sókn KR, Tyler Sabin, en hann var duglegur að finna opna menn sem settu skot sín niður. Þjálfarinn var mjög ánægður með það. „Það er svo sem ekkert nýtt í því að menn setji skot sín í þessu KR liði og Tyler gerði vel í að velja sínar stundir. Þessi sería snýst dálítið um það að hann velji augnablikin vel miðað við það hvernig hann sér varnirnar sem er beitt gegn honum. Hann var frábær í kvöld sem og Brandon [Nazione].“ Tyler og Brandon skoruðu í heild 68 af stigum KR þar sem sá fyrri skoraði 35 og Brandon 33 stig og var Darri spurður hvort það væri ekki þægilegt að hafa svona risa í sóknarleiknum ásamt því að hann var spurður út í frammistöðu Nazione. „Engin spurning að það er þægilegt að vera með tvo menn sem geta skorað 30+ stig. Við vissum alveg að Brandon gæti gert svona hluti en það hefur tekið smá tíma fyrir hann að komast í almennilegt stand og nú er hann kominn þangað. Okkur líður vel með matchup-in sem við getum fengið frá honum og leituðum mikið að honum. Brandon gerði frábærlega í dag.“ Að lokum var Darri spurður að því hvort þeir væru komnir með lykilinn að Valsmönnum á þessum tímapunkti. „Nei. Við þurfum að vinna einn í viðbót til að halda því fram. Það væri ekki verra að gera það í Frostaskjólinu. Þau, aðdáendurnir okkar, eiga það skilið að við vinnum allavega eins og einn leik í Vesturbænum.“
KR Dominos-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: Valur - KR 103-115 | KR-ingar unnu í þriðja sinn á Hlíðarenda KR er komið í 2-1 gegn Val í átta liða úrslitum Domino's deildar karla. Liðin hafa mæst fimm sinnum í vetur og allir leikirnir unnist á útivelli. 23. maí 2021 21:56 Mest lesið Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Enski boltinn Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Enski boltinn Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Enski boltinn Fleiri fréttir Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Uppgjörið: ÍR - Haukar 93-96 | Haukar enduðu sigurgöngu ÍR Haukamaðurinn Ho You Fat í tveggja leikja bann Sjá meira
Leik lokið: Valur - KR 103-115 | KR-ingar unnu í þriðja sinn á Hlíðarenda KR er komið í 2-1 gegn Val í átta liða úrslitum Domino's deildar karla. Liðin hafa mæst fimm sinnum í vetur og allir leikirnir unnist á útivelli. 23. maí 2021 21:56
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum