Þau mega alveg gagnrýna en ég veit alveg hvað ég get og greinilega landsliðsþjálfarinn líka Atli Arason skrifar 24. maí 2021 22:25 Rúnar Þór Sigurgeirsson [númer 24], vinstri bakvörður Keflavíkur, var ekki sáttur með tapði en er sáttur með landsliðssætið. Vísir/Hulda Margrét Rúnar Þór Sigurgeirsson, leikmaður Keflavíkur, var ekki sáttur við 1-2 tap gegn Val í kvöld. „Þetta er svekkjandi. Við vorum að sækja mikið í seinni hálfleik en við vorum ekki að skapa neitt svo mikið af færum. Seinna markið sem við fáum á okkur var klaufalegt. Við héldum allavegana haus sem er annað en við höfum verið að gera í hinum leikjunum, við fengum ekki á okkur fjögur mörk eins og í öllum hinu leikjunum. Við verðum bara að byggja ofan á þetta. Við erum að spila við Íslandsmeistarana og við erum bara að mínu mati miklu betri í seinni hálfleik,“ sagði Rúnar Þór í viðtali við Vísi eftir leik. Það eru einhver batamerki á leik Keflavíkur sem hafa verið að tapa stórt í undanförnum leikjum. Rúnari er alveg sama hvort Keflavík nái að halda Val í fáum mörkum, eins lengi og þeir fá enginn stig fyrir það. „Það er samt bara 0 stig sem er pirrandi. Það er bara næsti leikur, sama hvaða lið það er þá förum við í næsta leik til að sækja þrjú stig,“ svaraði Rúnar. „Við töluðum um það fyrir leik að bæta varnarleikinn. Við erum búnir að fá á okkur 12 mörk í 3 leikjum. Sem er bara allt of mikið. Við þurfum að bæta varnarleikinn og þá koma mörkin eftir það.“ Það eru einmitt einhverjir sem hafa gagnrýnt landsliðsþjálfarana fyrir að velja tvo varnarmenn úr því liði sem hefur fengið flest mörk á sig í Pepsi Max deildinni það sem af er. Rúnar er meðvitaður um umræðuna en tekur hana þó ekki inn á sig. „Það er allt í lagi. Fólk gagnrýnir allt, það er alveg sama þótt það sé ég eða Messi eða einhver annar, það verður alltaf gagnrýnt. Þau mega alveg gagnrýna en ég veit alveg hvað ég get og greinilega landsliðsþjálfarinn líka,“ sagði Rúnar. Rúnar Þór er talinn með efnilegri bakvörðum Íslands.Stöð 2 Sport Landsliðshópurinn er óvenju stór og víst er að ekki fá allir tækifæri inn á leikvellinum. Rúnar hefur ekki fengið nein skilaboð frá landsliðsþjálfurum um það hvaða leiki hann gæti komið til með að spila í þessum glugga. „Það var bara talað um að ákveðið verður eftir leikina hverjir fara með í hina leikina. Hann talaði bara um þennan Mexíkó leik. Ég geri bara mitt besta í þeim leik og ég vona að ég verði áfram í hópnum.“ Rúnar missir af næsta leik Keflavíkur gegn FH en mögulegt er þó að þeim leik verði frestað vegna landsleiknum gegn Mexíkó, sem er sama dag. Bæði lið eru með tvo leikmenn í landsliðshópnum. Næsti leikur Rúnars með Keflavík verður að öllum líkindum gegn HK þann 13. júní. Rúnar telur það sé margt sem Keflavík megi taka úr leik kvöldsins gegn Val fyrir leikinn gegn HK. „Mér fannst við spila vel í þessum leik og við þurfum að bæta ofan á það, við þurfum bara að klára færin og fá betri færi. Við erum enn þá að fá á okkur svolítið klaufaleg mörk og við verðum að loka því.“ „Það er mikil tími sem við fáum til að bæta margt. Við verðum bara að koma vel inn í þann leik og ekkert annað en þrjú stig sem koma til greina þar,“ sagði Rúnar Þór Sigurgeirsson að lokum. Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Pepsi Max-deild karla Fótbolti Keflavík ÍF Íslenski boltinn Mest lesið Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Fótbolti Pogba dreymir um að eiga dýrasta úlfalda heims Sport Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Fótbolti Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Handbolti Fleiri fréttir Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina Sjá meira
„Þetta er svekkjandi. Við vorum að sækja mikið í seinni hálfleik en við vorum ekki að skapa neitt svo mikið af færum. Seinna markið sem við fáum á okkur var klaufalegt. Við héldum allavegana haus sem er annað en við höfum verið að gera í hinum leikjunum, við fengum ekki á okkur fjögur mörk eins og í öllum hinu leikjunum. Við verðum bara að byggja ofan á þetta. Við erum að spila við Íslandsmeistarana og við erum bara að mínu mati miklu betri í seinni hálfleik,“ sagði Rúnar Þór í viðtali við Vísi eftir leik. Það eru einhver batamerki á leik Keflavíkur sem hafa verið að tapa stórt í undanförnum leikjum. Rúnari er alveg sama hvort Keflavík nái að halda Val í fáum mörkum, eins lengi og þeir fá enginn stig fyrir það. „Það er samt bara 0 stig sem er pirrandi. Það er bara næsti leikur, sama hvaða lið það er þá förum við í næsta leik til að sækja þrjú stig,“ svaraði Rúnar. „Við töluðum um það fyrir leik að bæta varnarleikinn. Við erum búnir að fá á okkur 12 mörk í 3 leikjum. Sem er bara allt of mikið. Við þurfum að bæta varnarleikinn og þá koma mörkin eftir það.“ Það eru einmitt einhverjir sem hafa gagnrýnt landsliðsþjálfarana fyrir að velja tvo varnarmenn úr því liði sem hefur fengið flest mörk á sig í Pepsi Max deildinni það sem af er. Rúnar er meðvitaður um umræðuna en tekur hana þó ekki inn á sig. „Það er allt í lagi. Fólk gagnrýnir allt, það er alveg sama þótt það sé ég eða Messi eða einhver annar, það verður alltaf gagnrýnt. Þau mega alveg gagnrýna en ég veit alveg hvað ég get og greinilega landsliðsþjálfarinn líka,“ sagði Rúnar. Rúnar Þór er talinn með efnilegri bakvörðum Íslands.Stöð 2 Sport Landsliðshópurinn er óvenju stór og víst er að ekki fá allir tækifæri inn á leikvellinum. Rúnar hefur ekki fengið nein skilaboð frá landsliðsþjálfurum um það hvaða leiki hann gæti komið til með að spila í þessum glugga. „Það var bara talað um að ákveðið verður eftir leikina hverjir fara með í hina leikina. Hann talaði bara um þennan Mexíkó leik. Ég geri bara mitt besta í þeim leik og ég vona að ég verði áfram í hópnum.“ Rúnar missir af næsta leik Keflavíkur gegn FH en mögulegt er þó að þeim leik verði frestað vegna landsleiknum gegn Mexíkó, sem er sama dag. Bæði lið eru með tvo leikmenn í landsliðshópnum. Næsti leikur Rúnars með Keflavík verður að öllum líkindum gegn HK þann 13. júní. Rúnar telur það sé margt sem Keflavík megi taka úr leik kvöldsins gegn Val fyrir leikinn gegn HK. „Mér fannst við spila vel í þessum leik og við þurfum að bæta ofan á það, við þurfum bara að klára færin og fá betri færi. Við erum enn þá að fá á okkur svolítið klaufaleg mörk og við verðum að loka því.“ „Það er mikil tími sem við fáum til að bæta margt. Við verðum bara að koma vel inn í þann leik og ekkert annað en þrjú stig sem koma til greina þar,“ sagði Rúnar Þór Sigurgeirsson að lokum. Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Pepsi Max-deild karla Fótbolti Keflavík ÍF Íslenski boltinn Mest lesið Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Fótbolti Pogba dreymir um að eiga dýrasta úlfalda heims Sport Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Fótbolti Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Handbolti Fleiri fréttir Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina Sjá meira