Blinken reynir að festa vopnahléið í sessi Samúel Karl Ólason skrifar 25. maí 2021 10:16 Antony Blinken byrjaði á því að funda með Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra. Hann mun ræða við fleiri pólitíska leiðtoga Ísraels í dag og síðan við Mahmoud Abbas, forseta Palestínu. AP/Menahem Kahana Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, er nú staddur í Ísrael þar sem hann byrjar ferðalag sitt um Mið-Austurlönd. Ætlar hann sér að styrkja vopnahléið milli Ísraels og Hamas á Gasa-ströndinni í sessi. Vopnahléið, sem tók gildi á föstudaginn, hefur haldið síðan þá. Blinken stendur þó frammi fyrir þeim sömu aðstæðum og leiddu til nýjustu átaka Ísraels og Hamas, þar sem minnst 250 manns dóu, þar af mest almennir borgarar á Gasa. AP fréttaveitan nefnir aðstæður eins og herskáa leiðtoga Ísraels, deilur meðal leiðtoga Palestínu og mikla spennu milli gyðinga og múslima varðandi Jerúsalem og helga staði þar. AP fréttaveitan segir að búist sé við því að Blinken muni einbeita sér að uppbyggingu á Gasa-Ströndinni, án þess þó að eiga í beinum viðræðum við Hamas-liða, þar sem Hamas-samtökin eru álitin hryðjuverkasamtök af vestrænum ríkjum. Árásir Ísraelsmanna ollu gífurlegum skemmdum á Gasa og voru til að mynda fjölmörg fjölbýlishús jöfnuð við jörðu. Blinken byrjaði ferð sína til Mið-Austurlanda á því að ræða við Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra, sem berst fyrir pólitísku lífi sínu eftir fjórar kosningar á tveimur árum þar sem ekki hefur tekist að mynda ríkisstjórn. Hann hefur verið gagnrýndur í Ísrael fyrir að semja of snemma um vopnahlé og fyrir að ná ekki nægilega góðu höggi á Hamas. AP segir verulega ólíklegt að hann verði tilbúinn til nokkurra málamiðlana af ótta við að líta út fyrir að hafa lúffað fyrir Hamas. Ekki útlit fyrir frekari viðræður Engar viðræður milli Ísraels og Hamas hafa átt sér stað og er ekki útlit fyrir að slíkar viðræður muni fara fram á næstunni. Samkvæmt frétt Reuters fréttaveitunnar telja ráðamenn í Bandaríkjunum það of snemmt. Þá er bent á að ákveðið tómarúm er í leiðtogastöðum beggja vegna átakanna. Bæði í Ísrael og í Palestínu. Á blaðamannafundi með Netanjahú í morgun hét Blinken því að fá alþjóðasamfélagið til að hjálpa við uppbyggingu á Gasa. Hann sagði þó mjög mikilvægt að Hamas-samtökin mættu ekki hagnast á endurbyggingu á Gasa. Hér má sjá blaðamannafundinn í morgun. Blinken mun ekki ræða við leiðtoga Hamas, heldur fer hann til Vesturbakkans, þar sem hann mun funda með Mahmoud Abbas, forseta Palestínu. Abbas hefur þó engin völd á Gasa, þar sem Hamas-liðar hafa ráðið ríkjum frá 2007. Blinken mun því næst fara til Jórdaníu og Egyptalands og ræða við ráðamenn þar um ástandið. Bandaríkin Ísrael Palestína Tengdar fréttir Tugir særðir eftir átök við al-Aqsa moskuna í Jerúsalem Ísraelskar öryggissveitir beittu gúmmíkúlum og blossasprengjum gegn Palestínumönnum fyrir utan al-Aqsa moskuna í Jerúsalem í gær, aðeins hálfum degi eftir að vopnahléssamningar voru samþykktir bæði af Ísraels- og Palestínumönnum. 22. maí 2021 07:48 Erfið enduruppbygging framundan á Gasa Vopnahlé tók gildi í morgun eftir ellefu daga átök Ísraelshers og Hamas-samtakanna. Rauði krossinn á Íslandi hefur safnað þrjátíu milljónum króna sem munu nýtast í mannúðaraðstoð á svæðinu. 21. maí 2021 20:00 Vopnahlé hefur tekið gildi Vopnahléssamningur milli Ísraelsmanna og Hamas-samtakanna tók gildi nú klukkan 23 á íslenskum tíma. Greint var frá því fyrr í kvöld að ríkisstjórn Ísraels hefði ákveðið að ganga að samningnum en óljóst var hvenær hann myndi taka gildi. 20. maí 2021 23:47 Biden þrýsti á Netanjahú og sagðist vænta færri árása Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, býst við töluverðum samdrætti í árásum Ísraelsmanna á Gasa-ströndinni í dag. Þetta sagði hann í samtali við Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, í dag. 19. maí 2021 14:30 Mest lesið Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ Erlent Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Innlent Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Erlent Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Innlent Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Innlent Fleiri fréttir Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Sjá meira
Vopnahléið, sem tók gildi á föstudaginn, hefur haldið síðan þá. Blinken stendur þó frammi fyrir þeim sömu aðstæðum og leiddu til nýjustu átaka Ísraels og Hamas, þar sem minnst 250 manns dóu, þar af mest almennir borgarar á Gasa. AP fréttaveitan nefnir aðstæður eins og herskáa leiðtoga Ísraels, deilur meðal leiðtoga Palestínu og mikla spennu milli gyðinga og múslima varðandi Jerúsalem og helga staði þar. AP fréttaveitan segir að búist sé við því að Blinken muni einbeita sér að uppbyggingu á Gasa-Ströndinni, án þess þó að eiga í beinum viðræðum við Hamas-liða, þar sem Hamas-samtökin eru álitin hryðjuverkasamtök af vestrænum ríkjum. Árásir Ísraelsmanna ollu gífurlegum skemmdum á Gasa og voru til að mynda fjölmörg fjölbýlishús jöfnuð við jörðu. Blinken byrjaði ferð sína til Mið-Austurlanda á því að ræða við Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra, sem berst fyrir pólitísku lífi sínu eftir fjórar kosningar á tveimur árum þar sem ekki hefur tekist að mynda ríkisstjórn. Hann hefur verið gagnrýndur í Ísrael fyrir að semja of snemma um vopnahlé og fyrir að ná ekki nægilega góðu höggi á Hamas. AP segir verulega ólíklegt að hann verði tilbúinn til nokkurra málamiðlana af ótta við að líta út fyrir að hafa lúffað fyrir Hamas. Ekki útlit fyrir frekari viðræður Engar viðræður milli Ísraels og Hamas hafa átt sér stað og er ekki útlit fyrir að slíkar viðræður muni fara fram á næstunni. Samkvæmt frétt Reuters fréttaveitunnar telja ráðamenn í Bandaríkjunum það of snemmt. Þá er bent á að ákveðið tómarúm er í leiðtogastöðum beggja vegna átakanna. Bæði í Ísrael og í Palestínu. Á blaðamannafundi með Netanjahú í morgun hét Blinken því að fá alþjóðasamfélagið til að hjálpa við uppbyggingu á Gasa. Hann sagði þó mjög mikilvægt að Hamas-samtökin mættu ekki hagnast á endurbyggingu á Gasa. Hér má sjá blaðamannafundinn í morgun. Blinken mun ekki ræða við leiðtoga Hamas, heldur fer hann til Vesturbakkans, þar sem hann mun funda með Mahmoud Abbas, forseta Palestínu. Abbas hefur þó engin völd á Gasa, þar sem Hamas-liðar hafa ráðið ríkjum frá 2007. Blinken mun því næst fara til Jórdaníu og Egyptalands og ræða við ráðamenn þar um ástandið.
Bandaríkin Ísrael Palestína Tengdar fréttir Tugir særðir eftir átök við al-Aqsa moskuna í Jerúsalem Ísraelskar öryggissveitir beittu gúmmíkúlum og blossasprengjum gegn Palestínumönnum fyrir utan al-Aqsa moskuna í Jerúsalem í gær, aðeins hálfum degi eftir að vopnahléssamningar voru samþykktir bæði af Ísraels- og Palestínumönnum. 22. maí 2021 07:48 Erfið enduruppbygging framundan á Gasa Vopnahlé tók gildi í morgun eftir ellefu daga átök Ísraelshers og Hamas-samtakanna. Rauði krossinn á Íslandi hefur safnað þrjátíu milljónum króna sem munu nýtast í mannúðaraðstoð á svæðinu. 21. maí 2021 20:00 Vopnahlé hefur tekið gildi Vopnahléssamningur milli Ísraelsmanna og Hamas-samtakanna tók gildi nú klukkan 23 á íslenskum tíma. Greint var frá því fyrr í kvöld að ríkisstjórn Ísraels hefði ákveðið að ganga að samningnum en óljóst var hvenær hann myndi taka gildi. 20. maí 2021 23:47 Biden þrýsti á Netanjahú og sagðist vænta færri árása Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, býst við töluverðum samdrætti í árásum Ísraelsmanna á Gasa-ströndinni í dag. Þetta sagði hann í samtali við Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, í dag. 19. maí 2021 14:30 Mest lesið Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ Erlent Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Innlent Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Erlent Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Innlent Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Innlent Fleiri fréttir Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Sjá meira
Tugir særðir eftir átök við al-Aqsa moskuna í Jerúsalem Ísraelskar öryggissveitir beittu gúmmíkúlum og blossasprengjum gegn Palestínumönnum fyrir utan al-Aqsa moskuna í Jerúsalem í gær, aðeins hálfum degi eftir að vopnahléssamningar voru samþykktir bæði af Ísraels- og Palestínumönnum. 22. maí 2021 07:48
Erfið enduruppbygging framundan á Gasa Vopnahlé tók gildi í morgun eftir ellefu daga átök Ísraelshers og Hamas-samtakanna. Rauði krossinn á Íslandi hefur safnað þrjátíu milljónum króna sem munu nýtast í mannúðaraðstoð á svæðinu. 21. maí 2021 20:00
Vopnahlé hefur tekið gildi Vopnahléssamningur milli Ísraelsmanna og Hamas-samtakanna tók gildi nú klukkan 23 á íslenskum tíma. Greint var frá því fyrr í kvöld að ríkisstjórn Ísraels hefði ákveðið að ganga að samningnum en óljóst var hvenær hann myndi taka gildi. 20. maí 2021 23:47
Biden þrýsti á Netanjahú og sagðist vænta færri árása Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, býst við töluverðum samdrætti í árásum Ísraelsmanna á Gasa-ströndinni í dag. Þetta sagði hann í samtali við Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, í dag. 19. maí 2021 14:30