Fótbolti

Fjórir nýliðar og Alexander-Arnold í stóra landsliðshópnum

Sindri Sverrisson skrifar
Harry Kane verður væntanlega í lykilhlutverki hjá enska landsliðinu á EM.
Harry Kane verður væntanlega í lykilhlutverki hjá enska landsliðinu á EM. Getty/Michael Regan

Gareth Southgate, landsliðsþjálfari Englands í fótbolta, hefur valið 33 leikmenn sem koma til greina í enska landsliðshópinn fyrir Evrópumótið í sumar.

Trent Alexander-Arnold, hægri bakvörður Liverpool, er í þessum stóra hópi en hann var ekki valinn í enska hópinn fyrir síðustu landsleiki, í undankeppni HM í mars.

Ben White, Ben Godfrey, Sam Johnstone og Aaron Ramsdale eru einnig í 33 manna hópnum en enginn þeirra hefur leikið A-landsleik.

Þá er Ollie Watkins, framherji Aston Villa, í hópnum en ekki Patrick Bamford, framherji Leeds.

Southgate þarf að skera hópinn niður um sjö leikmenn því fara má með 26 leikmenn inn í mótið í stað 23 leikmanna á síðasta EM. Hann mun tilkynna um lokavalið sitt næsta þriðjudag.

Auk Alexander-Arnolds eru Kieran Trippier Spánarmeistari með Real Madrid, Kyle Walker Englandsmeistari með Manchester City, og Chelsea-leikmaðurinn Reece James, í hópnum. Ætla má að einn þeirra detti út áður en lokahópurinn verður valinn.

Markvörðurinn Nick Pope, liðsfélagi Jóhanns Bergs Guðmundssonar hjá Burnley, hefur glímt við meiðsli og er ekki í hópnum.

33 manna hópur Englands

Markmenn: Dean Henderson (Man Utd), Sam Johnstone (West Brom), Jordon Pickford (Everton), Aaron Ramsdale (Sheff Utd)

Varnarmenn: John Stones (Man City), Luke Shaw (Man Utd), Harry Maguire (Man Utd), Trent Alexander-Arnold (Liverpool), Kyle Walker (Man City), Tyrone Mings (Aston Villa), Reece James (Chelsea), Conor Coady (Wolves), Ben Chilwell (Chelsea), Ben Godfrey (Everton), Kieran Trippier (Atletico Madrid), Ben White (Brighton)

Miðjumenn: Mason Mount (Chelsea), Declan Rice (West Ham), Jordan Henderson (Liverpool), Jude Bellingham (Borussia Dortmund), Phil Foden (Man City), Jack Grealish (Aston Villa), Kalvin Phillips (Leeds), Jesse Lingard (Man Utd), James Ward-Prowse (Southampton), Bukayo Saka (Arsenal)

Sóknarmenn: Harry Kane (Tottenham), Marcus Rashford (Man Utd), Raheem Sterling (Man City), Dominic Calvert-Lewin (Everton), Mason Greenwood (Man Utd), Ollie Watkins (Aston Villa), Jadon Sancho (Borussia Dortmund)

England leikur í D-riðli á EM og verður þar á heimavelli, á Wembley, í leikjum sínum við Króatíu 13. júní, Skotland 18. júní og Tékkland 22. júní.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×