Gaf í skyn að flugvélin hefði getað verið skotin niður Samúel Karl Ólason skrifar 26. maí 2021 09:40 Alexander Lukashenka, forseti Hvíta-Rússlands, sem gjarnan er kallaður síðasti einræðisherra Evrópu. AP/Tut.by Alexander Lúkasjenka, forseti Hvíta-Rússlands, gaf í skyn í morgun að hann hefði getað látið skjóta niður farþegaþotu RyanAir í lofthelgi ríkisins um helgina. Áhöfn flugvélarinnar var þvinguð til að lenda í Minsk þar sem tveir farþegar hennar voru handteknir. Þegar flugvélin var á leið frá Grikklandi til Litháens um helgina, barst flugstjóra hennar skilaboð frá flugumferðarstjórum í Minsk um að mögulega væri sprengja um borð í flugvélinni. Honum var gert að lenda í Minsk og var orrustuþota send til að fylgja flugvélinni til lendingar. Við lendingu voru blaðamaðurinn og aðgerðasinninn Roman Protasevíts og kærasta hann Sofia Sapega handtekin. Atvikið hefur vakið mikla reiði meðal ráðamanna í Evrópu, sem hafa lýst því sem flugráni og ríkisstyrktu hryðjuverki. Í sínum fyrstu ummælum um atvikið sagði Lúkasjenka í ræðu á þingi Hvíta-Rússlands í morgun að sprengjuógnin í flugvélinni hefði komið frá Sviss og ýjaði að því að hótun hefði borist frá Hamas-Samtökunum. Þá sakaði hann ytri öfl um að eiga í óhefðbundnum stríðsrekstri gegn Hvíta-Rússlandi. Lúkasjenska sagði það lygi að orrustuþota hefði verið notuð til að þvinga áhöfn flugvélarinnar til að lenda í Minsk og sagðist hafa fylgt lögunum til að verja þjóð sína. Þá sakaði hann Protasevíts um að reyna að koma af stað blóðugri uppreisn, samkvæmt frétt DW. Forsetinn, sem gjarnan er kallaður síðasti einræðisherra Evrópu, gaf í skyn að flugvélin hefði mögulega getað verið skotin niður því henni hefði verið flogið nærri kjarnorkuveri, þar sem viðbúnaðarstig hefði verið hækkað. „Eftir skipun mína voru allar varnir kjarnorkuversins, þar á meðal loftvarnakerfið, settar í fulla viðbragðsstöðu,“ sagði Lúkasjenka á þinginu í morgun samkvæmt opinbera miðlinum Belta. Hann sagðist hafa verið að hugsa um að vernda fólk. „Enég gat ekki leyft að flugvélin félli á höfuð fólks,“ sagði hann svo. Samkvæmt blaðamanni FT sagði hann að för flugvélarinnar nærri kjarnorkuverinu hefði verið fyrir fram skipulögð ögrun. Vert er að taka fram að engin sprengja fannst í flugvélinni og að ráðamenn í Evrópu segja ógnina vera hreinan uppspuna ríkisstjórnar Lúkasjenka. Þá sagði Lúkasjenka í ræðu sinni í morgun að ef fólk vildi ekki fljúga yfir Hvíta-Rússlandi, í öryggi, ætti það að fljúga þar sem 300 manns hefðu verið drepin. Var hann þar að vísa til þess þegar flugvélin sem kölluð er MH17 var skotin niður af aðskilnaðarsinnum yfir Úkraínu árið 2014. Birtu einnig myndband af kærustunni Yfirvöld í Hvíta-Rússlandi birtu í gær myndband þar sem Sofia Sapega, kærasta blaðamannsins og aðgerðasinnans Roman Protasevíts, játar að hafa ritstýrt samfélagsmiðlasíðu þar sem persónuupplýsingar lögregluþjóna voru birtar, sem er glæpur í ríkinu. Sapega er rússnesk, 23 ára gömul og hefur hún verið við háskólanám í Vilníus, þar sem Protasevíts hefur búið undanfarin ár. Eins og Protasevíts var hún handtekin þegar áhöfn flugvélar RyanAir var þvinguð til að lenda flugvélinni í Minsk um helgina. Þau höfðu bæði verið í fríi í Grikklandi og voru á leið aftur til Vilníus. Samkvæmt frétt Sky News hefur móðir Sapegu lýst því yfir að dóttir sín sé saklaus. Hún hafi bara verið á röngum stað á röngum tíma. Hér að neðan má meðal annars sjá hluta myndbandsins af Sapegu. Hvíta-Rússland Fréttir af flugi Evrópusambandið Mest lesið Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Innlent Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Innlent Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Innlent Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Erlent „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Innlent Klukkustunda bið eftir dekkjaskiptum í vetrarparadísinni Veður Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Innlent Fleiri fréttir Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Sjá meira
Þegar flugvélin var á leið frá Grikklandi til Litháens um helgina, barst flugstjóra hennar skilaboð frá flugumferðarstjórum í Minsk um að mögulega væri sprengja um borð í flugvélinni. Honum var gert að lenda í Minsk og var orrustuþota send til að fylgja flugvélinni til lendingar. Við lendingu voru blaðamaðurinn og aðgerðasinninn Roman Protasevíts og kærasta hann Sofia Sapega handtekin. Atvikið hefur vakið mikla reiði meðal ráðamanna í Evrópu, sem hafa lýst því sem flugráni og ríkisstyrktu hryðjuverki. Í sínum fyrstu ummælum um atvikið sagði Lúkasjenka í ræðu á þingi Hvíta-Rússlands í morgun að sprengjuógnin í flugvélinni hefði komið frá Sviss og ýjaði að því að hótun hefði borist frá Hamas-Samtökunum. Þá sakaði hann ytri öfl um að eiga í óhefðbundnum stríðsrekstri gegn Hvíta-Rússlandi. Lúkasjenska sagði það lygi að orrustuþota hefði verið notuð til að þvinga áhöfn flugvélarinnar til að lenda í Minsk og sagðist hafa fylgt lögunum til að verja þjóð sína. Þá sakaði hann Protasevíts um að reyna að koma af stað blóðugri uppreisn, samkvæmt frétt DW. Forsetinn, sem gjarnan er kallaður síðasti einræðisherra Evrópu, gaf í skyn að flugvélin hefði mögulega getað verið skotin niður því henni hefði verið flogið nærri kjarnorkuveri, þar sem viðbúnaðarstig hefði verið hækkað. „Eftir skipun mína voru allar varnir kjarnorkuversins, þar á meðal loftvarnakerfið, settar í fulla viðbragðsstöðu,“ sagði Lúkasjenka á þinginu í morgun samkvæmt opinbera miðlinum Belta. Hann sagðist hafa verið að hugsa um að vernda fólk. „Enég gat ekki leyft að flugvélin félli á höfuð fólks,“ sagði hann svo. Samkvæmt blaðamanni FT sagði hann að för flugvélarinnar nærri kjarnorkuverinu hefði verið fyrir fram skipulögð ögrun. Vert er að taka fram að engin sprengja fannst í flugvélinni og að ráðamenn í Evrópu segja ógnina vera hreinan uppspuna ríkisstjórnar Lúkasjenka. Þá sagði Lúkasjenka í ræðu sinni í morgun að ef fólk vildi ekki fljúga yfir Hvíta-Rússlandi, í öryggi, ætti það að fljúga þar sem 300 manns hefðu verið drepin. Var hann þar að vísa til þess þegar flugvélin sem kölluð er MH17 var skotin niður af aðskilnaðarsinnum yfir Úkraínu árið 2014. Birtu einnig myndband af kærustunni Yfirvöld í Hvíta-Rússlandi birtu í gær myndband þar sem Sofia Sapega, kærasta blaðamannsins og aðgerðasinnans Roman Protasevíts, játar að hafa ritstýrt samfélagsmiðlasíðu þar sem persónuupplýsingar lögregluþjóna voru birtar, sem er glæpur í ríkinu. Sapega er rússnesk, 23 ára gömul og hefur hún verið við háskólanám í Vilníus, þar sem Protasevíts hefur búið undanfarin ár. Eins og Protasevíts var hún handtekin þegar áhöfn flugvélar RyanAir var þvinguð til að lenda flugvélinni í Minsk um helgina. Þau höfðu bæði verið í fríi í Grikklandi og voru á leið aftur til Vilníus. Samkvæmt frétt Sky News hefur móðir Sapegu lýst því yfir að dóttir sín sé saklaus. Hún hafi bara verið á röngum stað á röngum tíma. Hér að neðan má meðal annars sjá hluta myndbandsins af Sapegu.
Hvíta-Rússland Fréttir af flugi Evrópusambandið Mest lesið Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Innlent Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Innlent Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Innlent Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Erlent „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Innlent Klukkustunda bið eftir dekkjaskiptum í vetrarparadísinni Veður Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Innlent Fleiri fréttir Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Sjá meira