Andstaða almennings vísbending til stjórnmálamanna Snorri Másson skrifar 26. maí 2021 12:28 Rúnar Vilhjálmsson er prófessor við Háskóla Íslands. Kristinn Ingvarsson Yfirgnæfandi meirihluti landsmanna er andvígur auknum einkarekstri í heilbrigðiskerfinu, samkvæmt nýrri skoðanakönnun BSRB. Rúnar Vilhjálmsson félagsfræðiprófessor, sem annaðist rannsóknina, segir að stjórnmálaöfl sem vilji afla sér fylgis þurfi að hafa þennan almannavilja í huga. Alls vilja 81 prósent landsmanna að rekstur sjúkrahúsa sé fyrst og fremst á hendi hins opinbera. Eftir því sem einingarnar eru minni, er fólki síður í mun um að reksturinn sé fyrst og fremst opinber. Þannig vilja 67,6 prósent að starfsemi heilsugæslustöðva sé opinber og 58 prósent að hjúkrunarheimili séu fyrst og fremst á vegum hins opinbera. Á sama tíma vilja sárafáir að heilbrigðisþjónusta sé fyrst og fremst á vegum einkaaðila. Aðeins 1,6% landsmanna að sjúkrahús séu rekin fyrst og fremst af einkaaðilum og 3,8% landsmanna vilja að hjúkrunarheimili séu rekin fyrst og fremst af einkaaðilum. Stuðningurinn við opinberan rekstur afgerandi „Niðurstöðurnar eru í stuttu máli þær að mikill meirihluti Íslendinga vill auka framlög til heilbrigðisþjónustunnar frá því sem nú er. Við höfum áður haft svo afgerandi stuðning, hann er kannski örlítið minni nú en áður, en samt alveg afgerandi,“ segir Rúnar í samtali við fréttastofu. Mikill stuðningur mældist fyrir opinberum stuðningi við tannlækningum barna, sem Rúnar segir áhugavert. „Við vorum með þetta í opinberu umhverfi áður, barnatannlækningar sem fóru fram í tengslum við grunnskólana, og það kann að eima eftir áhrifum af því fyrirkomulagi í viðhorfum almennings,“ segir Rúnar. BSRB Bil á milli almennings og stjórnmálanna Einkavæðing er á vissum sviðum að eiga sér stað í heilbrigðisþjónustu hér á landi, einkum í því sem kalla má einkarekstrarvæðing, þar sem hið opinbera greiðir, en einkaaðilar annast reksturinn. „Við sjáum dæmi um einkarekstrarvæðinguna á ýmsum sviðum. Við höfum séð það hér í Reykjavík, á heilsugæslunni, og núna upp á síðkastið í tengslum við rekstur hjúkrunarheimila. Þetta er auðvitað áhugaverð þróun í ljósi almennra viðhorfa.“ „Það má segja að það sé visst bil til staðar á milli viðhorfa almennings og framkvæmdar heilbrigðisþjónustunnar. Það bil hefur ekki verið brúað.” Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur verið gagnrýnd mjög, einkum af sjálfstæðismönnum, fyrir trega til að skapa hagfelld skilyrði fyrir einkaaðila í heilbrigðisþjónustu. Rúnar segir að í ráðherratíð Svandísar hafi lítil breyting orðið á rekstri sjúkrahúsa, en að þróunin í átt til einkarekstrar á hjúkrunarheimilum hafi verið í aðra átt en vilji almennings stendur til. Rúnar segir að niðurstöður rannsóknarinnar geti gefið vísbendingu til stjórnmálamanna um hvernig áherslurnar ættu að vera. „Ég myndi kannski setja þetta upp þannig að stjórnmálaöfl sem ætla sér fylgi innan stjórnkerfisins og hafa heilbrigðismál á sinni dagskrá þyrftu að skoða vandlega almannaviljann. Fari þau öfl verulega frá almannaviljanum er auðvitað viss hætta á því að það muni hafa áhrif á stuðning og fylgi við þau öfl.“ Heilbrigðismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Landspítalinn Tengdar fréttir Vandi hjúkrunarheimila aðkallandi en lausnin ekki auðfundin Fjárlaganefnd Alþingis segir rekstrarvanda hjúkrunarheimila aðkallandi en ekki sé ljóst hvernig taka eigi á honum. Formaður Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu segir bráðavanda blasa við og lýsir yfir miklum vonbrigðum með stjórnvöld. 26. maí 2021 12:15 Lægri laun ekki forsenda rekstrarins Óvissa ríkir um framtíðarkjör starfsmanna Öldrunarheimila Akureyrar eftir að Heilsuvernd Hjúkrunarheimili tók við rekstri þeirra af Akureyrarbæ um síðustu mánaðamót. Viðræður um nýja kjarasamninga starfsmanna milli stéttarfélaga þeirra og Heilsuverndar Hjúkrunarheimilis á Akureyri eru á frumstigi en Teitur Guðmundsson, framkvæmdastjóri Heilsuverndar, segir að fyrirtækið þurfi að semja upp á nýtt. 20. maí 2021 06:16 Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Innlent Fleiri fréttir Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Sjá meira
Alls vilja 81 prósent landsmanna að rekstur sjúkrahúsa sé fyrst og fremst á hendi hins opinbera. Eftir því sem einingarnar eru minni, er fólki síður í mun um að reksturinn sé fyrst og fremst opinber. Þannig vilja 67,6 prósent að starfsemi heilsugæslustöðva sé opinber og 58 prósent að hjúkrunarheimili séu fyrst og fremst á vegum hins opinbera. Á sama tíma vilja sárafáir að heilbrigðisþjónusta sé fyrst og fremst á vegum einkaaðila. Aðeins 1,6% landsmanna að sjúkrahús séu rekin fyrst og fremst af einkaaðilum og 3,8% landsmanna vilja að hjúkrunarheimili séu rekin fyrst og fremst af einkaaðilum. Stuðningurinn við opinberan rekstur afgerandi „Niðurstöðurnar eru í stuttu máli þær að mikill meirihluti Íslendinga vill auka framlög til heilbrigðisþjónustunnar frá því sem nú er. Við höfum áður haft svo afgerandi stuðning, hann er kannski örlítið minni nú en áður, en samt alveg afgerandi,“ segir Rúnar í samtali við fréttastofu. Mikill stuðningur mældist fyrir opinberum stuðningi við tannlækningum barna, sem Rúnar segir áhugavert. „Við vorum með þetta í opinberu umhverfi áður, barnatannlækningar sem fóru fram í tengslum við grunnskólana, og það kann að eima eftir áhrifum af því fyrirkomulagi í viðhorfum almennings,“ segir Rúnar. BSRB Bil á milli almennings og stjórnmálanna Einkavæðing er á vissum sviðum að eiga sér stað í heilbrigðisþjónustu hér á landi, einkum í því sem kalla má einkarekstrarvæðing, þar sem hið opinbera greiðir, en einkaaðilar annast reksturinn. „Við sjáum dæmi um einkarekstrarvæðinguna á ýmsum sviðum. Við höfum séð það hér í Reykjavík, á heilsugæslunni, og núna upp á síðkastið í tengslum við rekstur hjúkrunarheimila. Þetta er auðvitað áhugaverð þróun í ljósi almennra viðhorfa.“ „Það má segja að það sé visst bil til staðar á milli viðhorfa almennings og framkvæmdar heilbrigðisþjónustunnar. Það bil hefur ekki verið brúað.” Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur verið gagnrýnd mjög, einkum af sjálfstæðismönnum, fyrir trega til að skapa hagfelld skilyrði fyrir einkaaðila í heilbrigðisþjónustu. Rúnar segir að í ráðherratíð Svandísar hafi lítil breyting orðið á rekstri sjúkrahúsa, en að þróunin í átt til einkarekstrar á hjúkrunarheimilum hafi verið í aðra átt en vilji almennings stendur til. Rúnar segir að niðurstöður rannsóknarinnar geti gefið vísbendingu til stjórnmálamanna um hvernig áherslurnar ættu að vera. „Ég myndi kannski setja þetta upp þannig að stjórnmálaöfl sem ætla sér fylgi innan stjórnkerfisins og hafa heilbrigðismál á sinni dagskrá þyrftu að skoða vandlega almannaviljann. Fari þau öfl verulega frá almannaviljanum er auðvitað viss hætta á því að það muni hafa áhrif á stuðning og fylgi við þau öfl.“
Heilbrigðismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Landspítalinn Tengdar fréttir Vandi hjúkrunarheimila aðkallandi en lausnin ekki auðfundin Fjárlaganefnd Alþingis segir rekstrarvanda hjúkrunarheimila aðkallandi en ekki sé ljóst hvernig taka eigi á honum. Formaður Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu segir bráðavanda blasa við og lýsir yfir miklum vonbrigðum með stjórnvöld. 26. maí 2021 12:15 Lægri laun ekki forsenda rekstrarins Óvissa ríkir um framtíðarkjör starfsmanna Öldrunarheimila Akureyrar eftir að Heilsuvernd Hjúkrunarheimili tók við rekstri þeirra af Akureyrarbæ um síðustu mánaðamót. Viðræður um nýja kjarasamninga starfsmanna milli stéttarfélaga þeirra og Heilsuverndar Hjúkrunarheimilis á Akureyri eru á frumstigi en Teitur Guðmundsson, framkvæmdastjóri Heilsuverndar, segir að fyrirtækið þurfi að semja upp á nýtt. 20. maí 2021 06:16 Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Innlent Fleiri fréttir Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Sjá meira
Vandi hjúkrunarheimila aðkallandi en lausnin ekki auðfundin Fjárlaganefnd Alþingis segir rekstrarvanda hjúkrunarheimila aðkallandi en ekki sé ljóst hvernig taka eigi á honum. Formaður Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu segir bráðavanda blasa við og lýsir yfir miklum vonbrigðum með stjórnvöld. 26. maí 2021 12:15
Lægri laun ekki forsenda rekstrarins Óvissa ríkir um framtíðarkjör starfsmanna Öldrunarheimila Akureyrar eftir að Heilsuvernd Hjúkrunarheimili tók við rekstri þeirra af Akureyrarbæ um síðustu mánaðamót. Viðræður um nýja kjarasamninga starfsmanna milli stéttarfélaga þeirra og Heilsuverndar Hjúkrunarheimilis á Akureyri eru á frumstigi en Teitur Guðmundsson, framkvæmdastjóri Heilsuverndar, segir að fyrirtækið þurfi að semja upp á nýtt. 20. maí 2021 06:16