Umfjöllun og viðtöl: ÍBV - KA/Þór 21-24 | Gestirnir tryggðu oddaleik Einar Kárason skrifar 26. maí 2021 19:31 KA/Þór tryggði sér oddaleik með sigri í Eyjum. visir Eftir sigur KA/Þór í Eyjum er ljóst að ÍBV og KA/Þór þurfa að mætast í oddaleik um sæti í úrslitaeinvíginu í Olís-deild kvenna. Leikurinn fór rólega af stað en fyrsta markið kom á fjórðu mínútu leiksins. Þar var lið ÍBV að verki, en mörkin áttu eftir að verða fá og langt milli þeirra fyrstu 30 mínúturnar. KA/Þór jöfnuðu leikinn áður en Eyjastúlkur komust aftur yfir. Tóku þá gestirnir öll völd á vellinum og skoruðu næstu fimm mörkin. ÍBV tók þá leikhlé og komust aftur inn í leikinn áður en Akureyringar settu gjörsamlega í lás. Heimaliðið átti engin svör við frábærum varnarleik KA/Þórs á meðan gestaliðið bætti við mörkum. Þegar farið var til búningsherbergja var staðan 6-12 og norðanstúlkur í vænlegri stöðu. Eyjastúlkur nýttu hálfleikspásuna vel en allt annað var að sjá liðið þegar það mætti til leiks í síðari hálfleik. Strax á fyrstu tíu mínútum síðari hálfleiks voru þær búnar að skora jafn mörg mörk og fyrstu 30 mínúturnar. Með því hófu þær að saxa hægt og rólega á gestina sem þó skoruðu sín mörk og héldu ÍBV í hæfilegri fjarlægð. Undir lok leiks náði heimaliðið flottum kafla og allt virtist ætla um koll að keyra þegar þær jöfnuðu 21-21 og rétt rúmar tvær mínútur eftir. KA/Þór tóku þá leikhlé og skerptu á vopnum sínum, en þær skoruðu síðustu þrjú mörk leiksins og unnu frábæran sigur í Vestmannaeyjum og tryggðu sér með því oddaleik á heimavelli. Af hverju unnu KA/Þór? Varnarleikurinn og markvarslan í fyrri hálfleik var vægast sagt til fyrirmyndar. Að sterk sókn ÍBV skori ekki nema sex mörk í heilum hálfleik segir allt. Þessi frammistaða í fyrri hálfleik kom gestunum langt í dag. Hverjar stóðu upp úr? Í liði ÍBV skoruðu þær Harpa Valey Gylfadóttir, Elísa Elíasdóttir og Ásta Björt Júlíusdóttir allar fjögur mörk. Darija Zecevic kom sterk í markið hjá heimaliðinu þegar leið á leikinn. Varði alls fimm skot af ellefu (45.5%). Í liði KA/Þórs var Rakel Sara Elvarsdóttir markahæst með sex mörk úr sjö skotum. Hún skoraði meðal annars markið sem kom þeim aftur yfir undir lok leiks úr afar erfiðri stöðu. Ásdís Guðmundsdóttir og Sólveig Lára Kristjánsdóttir komu henni næstar með fimm mörk. Matea Lonac í markinu varði alls ellefu skot. Hvað gekk illa? Sóknarleikur ÍBV í fyrri hálfleik var ekki merkilegur, á sama tíma og við hrósum varnarleik gestaliðsins. Hvað gerist næst? Oddaleikur! Ekki flóknara en það. Laugardaginn 29.maí, á Akureyri. Takið daginn frá. Andri Snær: Það verður veisla um helgina Andri Snær.visir Andri Snær Stefánsson, þjálfari KA/Þórs, var að vonum ánægður eftir leik. ,,Tilfinningin er frábær. Þetta var hörkuleikur. Við spiluðum frábærlega í fyrri hálfleik og náum góðu forskoti, en þetta varð mjög spennandi í lokin. Við sýndum stáltaugar og mikinn karakter að klára þetta. Mér líður vel og er gríðarlega stoltur af liðinu." Mættum hungraðar ,,Okkur leið illa eftir síðasta leik. Við vissum að það væru ákveðnir hlutir sem að virkuðu ekki nægilega vel hjá okkur. Við höfum átt flott tímabil en þetta var slæmur seinni hálfleikur og það sveið. Við mættum gríðarlega hungraðar í dag og það sýndi sig." ,,Vinnslan var frábær og vinnureglurnar skírar. Ég get ekki hrósað þessum stelpur nægilega mikið. Þetta voru erfiðar aðstæður í dag, svakaleg stemmning. Fullt af fólki og mikil orka í húsinu." Spenna undir lokin ,,Við stigum upp í lokin og skoruðum mikilvæg mörk á mikilvægum tímapunkti. Eftir það lokuðum við vörninni aftur. Mér fannst ótrúlega sterkt að klára þetta í lokin og nú er það oddaleikur. Þetta verður veisla um helgina," sagði Andri. Sigurður B: Grísinn var þeirra megin Sigurður Bragason.Vísir/Vilhelm ,,Þetta var bara geggjað. Hrikalega spennandi leikur. Ég man ekki eftir svona stemningu í kvennahandboltanum í mörg, mörg ár," sagði Sigurður Bragason, þjálfari ÍBV, eftir leik. Sex mörk í fyrri hálfleik ,,Við áttum léleg skot og vorum hægar. Þær áttu góða markvörslu og vörn og fengu að slást við okkur," sagði Sigurður um daprar fyrstu 30 mínútur. ,,Mínar bestu skyttur voru ekki að hitta. Sex mörk segja allt sem segja þarf." ,,Sex mörk eru svolítið mikið. Það sýnir karakter í svona látum að brotna ekki. Við jöfnum leikinn og vorum nálægt þessu en þessi sex mörk voru of mikið. Við hleyptum þeim og langt frá okkur." Akureyringar skulda stemningu ,,Þetta frákast undir lokin. Boltinn dettur í hendurnar á henni og mér sýndist hún nú stíga á línuna, en það getur verið að það sé kjaftæði" sagði Sigurður glottandi. ,,Hún skýtur og boltinn strýkur markmanninn. Grísinn var þeirra megin núna. Það var bara þannig." ,,Þetta er gaman, segi ég þó það sjóði á mér. Tvö skemmtileg lið og ég vona að það verði fullt í KA heimilinu um helgina. Akureyringar skulda mínum stelpum stemningu eins og þær fengu hér í dag. Þetta er eitthvað sem gleymist ekkert. Þetta er ógeðslega gaman." Olís-deild kvenna ÍBV KA Þór Akureyri
Eftir sigur KA/Þór í Eyjum er ljóst að ÍBV og KA/Þór þurfa að mætast í oddaleik um sæti í úrslitaeinvíginu í Olís-deild kvenna. Leikurinn fór rólega af stað en fyrsta markið kom á fjórðu mínútu leiksins. Þar var lið ÍBV að verki, en mörkin áttu eftir að verða fá og langt milli þeirra fyrstu 30 mínúturnar. KA/Þór jöfnuðu leikinn áður en Eyjastúlkur komust aftur yfir. Tóku þá gestirnir öll völd á vellinum og skoruðu næstu fimm mörkin. ÍBV tók þá leikhlé og komust aftur inn í leikinn áður en Akureyringar settu gjörsamlega í lás. Heimaliðið átti engin svör við frábærum varnarleik KA/Þórs á meðan gestaliðið bætti við mörkum. Þegar farið var til búningsherbergja var staðan 6-12 og norðanstúlkur í vænlegri stöðu. Eyjastúlkur nýttu hálfleikspásuna vel en allt annað var að sjá liðið þegar það mætti til leiks í síðari hálfleik. Strax á fyrstu tíu mínútum síðari hálfleiks voru þær búnar að skora jafn mörg mörk og fyrstu 30 mínúturnar. Með því hófu þær að saxa hægt og rólega á gestina sem þó skoruðu sín mörk og héldu ÍBV í hæfilegri fjarlægð. Undir lok leiks náði heimaliðið flottum kafla og allt virtist ætla um koll að keyra þegar þær jöfnuðu 21-21 og rétt rúmar tvær mínútur eftir. KA/Þór tóku þá leikhlé og skerptu á vopnum sínum, en þær skoruðu síðustu þrjú mörk leiksins og unnu frábæran sigur í Vestmannaeyjum og tryggðu sér með því oddaleik á heimavelli. Af hverju unnu KA/Þór? Varnarleikurinn og markvarslan í fyrri hálfleik var vægast sagt til fyrirmyndar. Að sterk sókn ÍBV skori ekki nema sex mörk í heilum hálfleik segir allt. Þessi frammistaða í fyrri hálfleik kom gestunum langt í dag. Hverjar stóðu upp úr? Í liði ÍBV skoruðu þær Harpa Valey Gylfadóttir, Elísa Elíasdóttir og Ásta Björt Júlíusdóttir allar fjögur mörk. Darija Zecevic kom sterk í markið hjá heimaliðinu þegar leið á leikinn. Varði alls fimm skot af ellefu (45.5%). Í liði KA/Þórs var Rakel Sara Elvarsdóttir markahæst með sex mörk úr sjö skotum. Hún skoraði meðal annars markið sem kom þeim aftur yfir undir lok leiks úr afar erfiðri stöðu. Ásdís Guðmundsdóttir og Sólveig Lára Kristjánsdóttir komu henni næstar með fimm mörk. Matea Lonac í markinu varði alls ellefu skot. Hvað gekk illa? Sóknarleikur ÍBV í fyrri hálfleik var ekki merkilegur, á sama tíma og við hrósum varnarleik gestaliðsins. Hvað gerist næst? Oddaleikur! Ekki flóknara en það. Laugardaginn 29.maí, á Akureyri. Takið daginn frá. Andri Snær: Það verður veisla um helgina Andri Snær.visir Andri Snær Stefánsson, þjálfari KA/Þórs, var að vonum ánægður eftir leik. ,,Tilfinningin er frábær. Þetta var hörkuleikur. Við spiluðum frábærlega í fyrri hálfleik og náum góðu forskoti, en þetta varð mjög spennandi í lokin. Við sýndum stáltaugar og mikinn karakter að klára þetta. Mér líður vel og er gríðarlega stoltur af liðinu." Mættum hungraðar ,,Okkur leið illa eftir síðasta leik. Við vissum að það væru ákveðnir hlutir sem að virkuðu ekki nægilega vel hjá okkur. Við höfum átt flott tímabil en þetta var slæmur seinni hálfleikur og það sveið. Við mættum gríðarlega hungraðar í dag og það sýndi sig." ,,Vinnslan var frábær og vinnureglurnar skírar. Ég get ekki hrósað þessum stelpur nægilega mikið. Þetta voru erfiðar aðstæður í dag, svakaleg stemmning. Fullt af fólki og mikil orka í húsinu." Spenna undir lokin ,,Við stigum upp í lokin og skoruðum mikilvæg mörk á mikilvægum tímapunkti. Eftir það lokuðum við vörninni aftur. Mér fannst ótrúlega sterkt að klára þetta í lokin og nú er það oddaleikur. Þetta verður veisla um helgina," sagði Andri. Sigurður B: Grísinn var þeirra megin Sigurður Bragason.Vísir/Vilhelm ,,Þetta var bara geggjað. Hrikalega spennandi leikur. Ég man ekki eftir svona stemningu í kvennahandboltanum í mörg, mörg ár," sagði Sigurður Bragason, þjálfari ÍBV, eftir leik. Sex mörk í fyrri hálfleik ,,Við áttum léleg skot og vorum hægar. Þær áttu góða markvörslu og vörn og fengu að slást við okkur," sagði Sigurður um daprar fyrstu 30 mínútur. ,,Mínar bestu skyttur voru ekki að hitta. Sex mörk segja allt sem segja þarf." ,,Sex mörk eru svolítið mikið. Það sýnir karakter í svona látum að brotna ekki. Við jöfnum leikinn og vorum nálægt þessu en þessi sex mörk voru of mikið. Við hleyptum þeim og langt frá okkur." Akureyringar skulda stemningu ,,Þetta frákast undir lokin. Boltinn dettur í hendurnar á henni og mér sýndist hún nú stíga á línuna, en það getur verið að það sé kjaftæði" sagði Sigurður glottandi. ,,Hún skýtur og boltinn strýkur markmanninn. Grísinn var þeirra megin núna. Það var bara þannig." ,,Þetta er gaman, segi ég þó það sjóði á mér. Tvö skemmtileg lið og ég vona að það verði fullt í KA heimilinu um helgina. Akureyringar skulda mínum stelpum stemningu eins og þær fengu hér í dag. Þetta er eitthvað sem gleymist ekkert. Þetta er ógeðslega gaman."
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti