Stóra samhengið Sigríður Hrund Pétursdóttir skrifar 28. maí 2021 08:30 Það er auðvelt að festast í smáatriðum og jafnvel láta hugfallast þegar bylur á í lífinu. Spegillinn endurspeglar ekki oft raunveruleikann, heldur þá ímynd sem við erum föst í, eða jafnvel vön. Sú sýn sem við okkur blasir getur verið heftandi, letjandi eða reynir á þolgæði landans. En sem betur fer erum við Íslendingar hugrökk, djörf og sækin í eðli okkar. Í hinu stóra samhengi þá erum við 370 þúsund einstaklingar sem búum á þessari einstaklega fallegu en óvægnu eyju á miðju Atlantshafi. Hagkerfið er lítið og viðkvæmt en með mikla aðlögunarhæfni. Auðlindir eru ríflegar, sama hvort um er að ræða náttúru lands, man/nauð, hugvit eða iðnaðarkost. Okkur eru allir vegir færir. Núna þegar við sjáum loksins til sólar, og nóg af Stóru Gulu – því ekki fáum við nóg D vítamín hér efst á Jarðarkringlunni, er mikilvægt að halda sýn á hinu stóra samhengi. Atvinnuleysi er enn umtalsvert og sligandi. Efnahagslífið hefur misst heila hönd við fráfall ferðafólks af völdum Veirunnar, en sem betur fer erum við að fá heimsóknir erlendis frá í varlegu magni sem veitir lífskorn í hagkerfið. Við þurfum engu að síður á öllum okkar færu vinnandi höndum að halda til að geta lifað, skapað og notið þess að búa hér saman. Ekki síst fyrir unga, aldna og sjúka. Styrkur hvers samfélags mælist af því hversu vel hægt er að sinna þeim þremur lýðbreytum. Veljum að huga að hinu stóra samhengi, með því að velja fjölbreytni og að rækta jafnrétti í hvívetna. Íslendinga er að ákveða og raungera sköpun tækifæra til þess að við getum öll sem hér búum land lagt hönd á plóg – okkur til gæfu og gjörvileika. Þá skipta smáatriðin ekki svo miklu máli. Höfundur er formaður FKA, eigandi Vinnupalla og fjárfestir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigríður Hrund Pétursdóttir Jafnréttismál Mest lesið Halldór 15.11.2025 Halldór Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Skoðun Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Það er auðvelt að festast í smáatriðum og jafnvel láta hugfallast þegar bylur á í lífinu. Spegillinn endurspeglar ekki oft raunveruleikann, heldur þá ímynd sem við erum föst í, eða jafnvel vön. Sú sýn sem við okkur blasir getur verið heftandi, letjandi eða reynir á þolgæði landans. En sem betur fer erum við Íslendingar hugrökk, djörf og sækin í eðli okkar. Í hinu stóra samhengi þá erum við 370 þúsund einstaklingar sem búum á þessari einstaklega fallegu en óvægnu eyju á miðju Atlantshafi. Hagkerfið er lítið og viðkvæmt en með mikla aðlögunarhæfni. Auðlindir eru ríflegar, sama hvort um er að ræða náttúru lands, man/nauð, hugvit eða iðnaðarkost. Okkur eru allir vegir færir. Núna þegar við sjáum loksins til sólar, og nóg af Stóru Gulu – því ekki fáum við nóg D vítamín hér efst á Jarðarkringlunni, er mikilvægt að halda sýn á hinu stóra samhengi. Atvinnuleysi er enn umtalsvert og sligandi. Efnahagslífið hefur misst heila hönd við fráfall ferðafólks af völdum Veirunnar, en sem betur fer erum við að fá heimsóknir erlendis frá í varlegu magni sem veitir lífskorn í hagkerfið. Við þurfum engu að síður á öllum okkar færu vinnandi höndum að halda til að geta lifað, skapað og notið þess að búa hér saman. Ekki síst fyrir unga, aldna og sjúka. Styrkur hvers samfélags mælist af því hversu vel hægt er að sinna þeim þremur lýðbreytum. Veljum að huga að hinu stóra samhengi, með því að velja fjölbreytni og að rækta jafnrétti í hvívetna. Íslendinga er að ákveða og raungera sköpun tækifæra til þess að við getum öll sem hér búum land lagt hönd á plóg – okkur til gæfu og gjörvileika. Þá skipta smáatriðin ekki svo miklu máli. Höfundur er formaður FKA, eigandi Vinnupalla og fjárfestir.
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar