Stóra samhengið Sigríður Hrund Pétursdóttir skrifar 28. maí 2021 08:30 Það er auðvelt að festast í smáatriðum og jafnvel láta hugfallast þegar bylur á í lífinu. Spegillinn endurspeglar ekki oft raunveruleikann, heldur þá ímynd sem við erum föst í, eða jafnvel vön. Sú sýn sem við okkur blasir getur verið heftandi, letjandi eða reynir á þolgæði landans. En sem betur fer erum við Íslendingar hugrökk, djörf og sækin í eðli okkar. Í hinu stóra samhengi þá erum við 370 þúsund einstaklingar sem búum á þessari einstaklega fallegu en óvægnu eyju á miðju Atlantshafi. Hagkerfið er lítið og viðkvæmt en með mikla aðlögunarhæfni. Auðlindir eru ríflegar, sama hvort um er að ræða náttúru lands, man/nauð, hugvit eða iðnaðarkost. Okkur eru allir vegir færir. Núna þegar við sjáum loksins til sólar, og nóg af Stóru Gulu – því ekki fáum við nóg D vítamín hér efst á Jarðarkringlunni, er mikilvægt að halda sýn á hinu stóra samhengi. Atvinnuleysi er enn umtalsvert og sligandi. Efnahagslífið hefur misst heila hönd við fráfall ferðafólks af völdum Veirunnar, en sem betur fer erum við að fá heimsóknir erlendis frá í varlegu magni sem veitir lífskorn í hagkerfið. Við þurfum engu að síður á öllum okkar færu vinnandi höndum að halda til að geta lifað, skapað og notið þess að búa hér saman. Ekki síst fyrir unga, aldna og sjúka. Styrkur hvers samfélags mælist af því hversu vel hægt er að sinna þeim þremur lýðbreytum. Veljum að huga að hinu stóra samhengi, með því að velja fjölbreytni og að rækta jafnrétti í hvívetna. Íslendinga er að ákveða og raungera sköpun tækifæra til þess að við getum öll sem hér búum land lagt hönd á plóg – okkur til gæfu og gjörvileika. Þá skipta smáatriðin ekki svo miklu máli. Höfundur er formaður FKA, eigandi Vinnupalla og fjárfestir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigríður Hrund Pétursdóttir Jafnréttismál Mest lesið Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson Skoðun Halldór 26.07.2025 Halldór Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Sjá meira
Það er auðvelt að festast í smáatriðum og jafnvel láta hugfallast þegar bylur á í lífinu. Spegillinn endurspeglar ekki oft raunveruleikann, heldur þá ímynd sem við erum föst í, eða jafnvel vön. Sú sýn sem við okkur blasir getur verið heftandi, letjandi eða reynir á þolgæði landans. En sem betur fer erum við Íslendingar hugrökk, djörf og sækin í eðli okkar. Í hinu stóra samhengi þá erum við 370 þúsund einstaklingar sem búum á þessari einstaklega fallegu en óvægnu eyju á miðju Atlantshafi. Hagkerfið er lítið og viðkvæmt en með mikla aðlögunarhæfni. Auðlindir eru ríflegar, sama hvort um er að ræða náttúru lands, man/nauð, hugvit eða iðnaðarkost. Okkur eru allir vegir færir. Núna þegar við sjáum loksins til sólar, og nóg af Stóru Gulu – því ekki fáum við nóg D vítamín hér efst á Jarðarkringlunni, er mikilvægt að halda sýn á hinu stóra samhengi. Atvinnuleysi er enn umtalsvert og sligandi. Efnahagslífið hefur misst heila hönd við fráfall ferðafólks af völdum Veirunnar, en sem betur fer erum við að fá heimsóknir erlendis frá í varlegu magni sem veitir lífskorn í hagkerfið. Við þurfum engu að síður á öllum okkar færu vinnandi höndum að halda til að geta lifað, skapað og notið þess að búa hér saman. Ekki síst fyrir unga, aldna og sjúka. Styrkur hvers samfélags mælist af því hversu vel hægt er að sinna þeim þremur lýðbreytum. Veljum að huga að hinu stóra samhengi, með því að velja fjölbreytni og að rækta jafnrétti í hvívetna. Íslendinga er að ákveða og raungera sköpun tækifæra til þess að við getum öll sem hér búum land lagt hönd á plóg – okkur til gæfu og gjörvileika. Þá skipta smáatriðin ekki svo miklu máli. Höfundur er formaður FKA, eigandi Vinnupalla og fjárfestir.
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar