Tilkynna fyrstu vinningshafa bóluefnalottósins „Vax-a-Million“ Hólmfríður Gísladóttir skrifar 27. maí 2021 07:37 Ríkisstjórinn Mike DeWine ásamt styrkþeganum Joseph Costello. Yfirvöld í Ohio í Bandaríkjunum hafa greint frá nöfnum fyrstu vinningshafana í bóluefnalottóinu Vax-a-Million en um er að ræða átak til að fá sem flesta íbúa ríkisins til að þiggja bólusetningu. Abbigail Bugenske, sem býr í einu úthverfa Cincinnati, hlaut fyrsta vinning átaksins; eina milljón dala, eða 121 milljón krónur. Þá vann ungmennið Joseph Costello skólastyrk. Tilkynnt var um uppátækið fyrr í þessum mánuði, í kjölfar þess að verulega fór að hægja á bólusetningum. Allir þeir sem hafa þegið bólusetningu geta skráð sig til leiks en dregið verður í lottóinu að minnsta kosti fjórum sinnum í viðbót. Samkvæmt BBC hafa 2,7 milljónir skráð sig í lottóið til að freista þess að vinna milljón Bandaríkjadala og fleiri en 100 þúsund hafa skráð sig í námsstyrkjalottóið, þar sem vinningurinn er háskólanám greitt að fullu af ríkinu. Ekki eru allir á eitt sáttir um ágæti lotterísins en gagnrýnendur telja meðal annars að fjármununum hefði heldur átt að verja beint í þágu baráttunnar gegn kórónuveirunni. Ríkisstjórinn Mike DeWine segir árangurinn þó ótvíræðan; frá því að tilkynnt var um lotteríið hafði bólusetningum fjölgað um 94 prósent meðal 16 og 17 ára, um 46 prósent meðal 18 og 19 ára og um 55 prósent meðal 20 til 49 ára. Önnur ríki horfa nú til þess að feta í fótspor Ohio, meðal annarra New York. 🎉 Congratulations to Abbigail and Joseph! 🎉The next #OhioVaxAMillion drawing will take place one week from today. Vaccinated Ohioans who haven't yet entered to win can sign up at https://t.co/Svppf9uA8O pic.twitter.com/HjLnszY2ls— Governor Mike DeWine (@GovMikeDeWine) May 26, 2021 Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Fleiri fréttir Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Sjá meira
Abbigail Bugenske, sem býr í einu úthverfa Cincinnati, hlaut fyrsta vinning átaksins; eina milljón dala, eða 121 milljón krónur. Þá vann ungmennið Joseph Costello skólastyrk. Tilkynnt var um uppátækið fyrr í þessum mánuði, í kjölfar þess að verulega fór að hægja á bólusetningum. Allir þeir sem hafa þegið bólusetningu geta skráð sig til leiks en dregið verður í lottóinu að minnsta kosti fjórum sinnum í viðbót. Samkvæmt BBC hafa 2,7 milljónir skráð sig í lottóið til að freista þess að vinna milljón Bandaríkjadala og fleiri en 100 þúsund hafa skráð sig í námsstyrkjalottóið, þar sem vinningurinn er háskólanám greitt að fullu af ríkinu. Ekki eru allir á eitt sáttir um ágæti lotterísins en gagnrýnendur telja meðal annars að fjármununum hefði heldur átt að verja beint í þágu baráttunnar gegn kórónuveirunni. Ríkisstjórinn Mike DeWine segir árangurinn þó ótvíræðan; frá því að tilkynnt var um lotteríið hafði bólusetningum fjölgað um 94 prósent meðal 16 og 17 ára, um 46 prósent meðal 18 og 19 ára og um 55 prósent meðal 20 til 49 ára. Önnur ríki horfa nú til þess að feta í fótspor Ohio, meðal annarra New York. 🎉 Congratulations to Abbigail and Joseph! 🎉The next #OhioVaxAMillion drawing will take place one week from today. Vaccinated Ohioans who haven't yet entered to win can sign up at https://t.co/Svppf9uA8O pic.twitter.com/HjLnszY2ls— Governor Mike DeWine (@GovMikeDeWine) May 26, 2021
Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Fleiri fréttir Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Sjá meira