Innlent

Kosið milli fimm nafna á nýjum þjóð­garði á Vest­fjörðum

Atli Ísleifsson skrifar
Dynjandisfoss er að finna innan fyrirhugaðs þjóðgarðs.
Dynjandisfoss er að finna innan fyrirhugaðs þjóðgarðs. Vísir/Vilhelm

Umhverfisstofnun hefur efnt til kosninga á nafni fyrir nýjan þjóðgarð á Vestfjörðum. Fimm nafnatillögur koma til greina.

Svæðið sem um ræðir er að finna á sunnanverðum Vestfjörðum og nær meðal annars til Dynjanda, Geirþjófsfjarðar, Vatnsfjarðar, Surtarbrandsgils og Hrafnseyrar.

Á auglýsingatíma áforma um þjóðgarðinn óskaði Umhverfisstofnun eftir nafnatillögum á tilvonandi þjóðgarð og bárust alls 21 tillaga að nafni frá 28 aðilum. Samstarfshópur verkefnisins fór yfir tillögurnar og valdi úr þeim fimm nöfn sem hópnum fannst koma best til greina.

Þau nöfn sem koma til greina eru:

  • Vesturgarður - einfalt nafn, lýsandi og grípandi
  • Þjóðgarðurinn Gláma - nafnið myndi halda á lofti nafni jökuls sem er horfinn ásamt því að vísa til Glámuhálendis
  • Dynjandisþjóðgarður - vísar til fossins Dynjanda
  • Arnargarður - vísar til stofns hafarna í þjóðgarðinum
  • Vestfjarðaþjóðgarður

Hægt er að taka þátt í kosningunni á vef Umhverfisstofnunar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×