Samherji og Kjálkanes áfram með meirihluta í Síldarvinnslunni eftir útboðið Eiður Þór Árnason skrifar 27. maí 2021 10:57 Frá athafnasvæði Síldarvinnslunnar í Norðfjarðarhöfn. Vísir/Einar Samherji hf. og Kjálkanes ehf. eru áfram stærstu hluthafar Síldarvinnslunnar hf. að loknu hlutafjárútboði félagsins sem lauk þann 12. maí. Samanlagt fara félögin með 51,8% hlut í Síldarvinnslunni en hlutabréf sjávarútvegsfyrirtækisins voru tekin til viðskipta á aðalmarkaði Kauphallarinnar í dag. Að loknu útboði hefur Samherji minnkað eignarhlut sinn í Síldarvinnslunni úr 44,64% í 32,6% en er áfram stærsti einstaki hluthafi félagsins. Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja og stjórnarformaður Síldarvinnslunnar, keypti hlutabréf fyrir 60 milljónir króna í útboðinu samkvæmt tilkynningu til Kauphallar. Hlutur Kjálkaness fer úr 34,23% í 19,2% en helstu eigendur félagsins eru Björgólfur Jóhannsson, fyrrverandi forstjóri Samherja, og fólk sem tengist honum fjölskylduböndum. Samvinnufélag útgerðarmanna í Neskaupstað er áfram þriðji stærsti einstaki eigandi Síldarvinnslunnar. Félagið bætir lítillega við sig og fer úr 10,97% í 11,0% eignarhlut. Eignarhaldsfélagið Snæfugl á nú 4,3% hlut í Síldarvinnslunni eftir útboðið en var með 5,3% eignarhlut. Samherji á 15% hlut í Snæfugli og Björgólfur Jóhannsson 5% hlut. Síldarvinnslan birti nýjan lista yfir stærstu hluthafa félagsins í dag. Hlutabréf seldust fyrir 30 milljarða Hlutabréf í Síldarvinnslunni seldust fyrir 29,7 milljarða í hlutafjárútboði fyrirtækisins en alls skráðu 6.500 fjárfestar og einstaklingar sig fyrir áskrift að hlutabréfum að andvirði um 60 milljarða króna. Var því rúmlega tvölfalt meiri eftirspurn en nam sölu og nýttu seljendur sér heimild til að fjölga seldum hlutum í útboðinu um 51 milljón hluta. Í útboðinu voru boðnir til sölu 447,6 milljónir hluta af áður útgefnum hlutum en í heild samþykkti Síldarvinnslan áskriftir fyrir 498,6 milljónir hluta eða 29,3% af hlutafé þess að sögn félagsins. Hlutfallsleg eign 20 stærstu hluthafa Síldarvinnslunnar eftir útboðið Samherji hf. 32,6% Kjálkanes ehf. 19,2% Samvinnufélag útgerðarm. Neskau 11,0% Gildi - lífeyrissjóður 9,9% Eignarhaldsfélagið Snæfugl ehf. 4,3% Almenni lífeyrissjóðurinn 1,4% Hraunlón ehf. 1,0% Snæból ehf. 1,0% Lífeyrissjóður verslunarmanna 0,9% Olíusamlag útvegsmanna Nesk svf 0,8% Stefnir - ÍS 15 0,8% Stefnir - ÍS 5 0,6% A80 ehf. 0,5% Askja fagfjárfestasjóður 0,5% Júpíter rekstrarfélag hf. 0,5% Stapi lífeyrissjóður 0,5% Landsbréf hf. 0,4% Landsbréf - Úrvalsbréf 0,4% Stefnir - Samval 0,3% Lífeyrissjóður bankam Aldursdei 0,3% Fréttin hefur verið uppfærð. Sjávarútvegur Kauphöllin Síldarvinnslan Tengdar fréttir Síldarvinnslan verðlögð á allt að 99 milljarða fyrir hlutafjárútboð Síldarvinnslan, eitt eitt stærsta sjávarútvegsfyrirtæki landsins, er verður verðlögð á allt að 99 milljarða króna í komandi hlutafjárútboði félagsins sem fram fer 10. til 12. maí. 28. apríl 2021 07:01 Norðfirðingar vilja stækka hlut sinn í Síldarvinnslunni Áhugi er meðal heimamanna á Norðfirði að auka hlut sinn á ný í Síldarvinnslunni, stærsta sjávarútvegsfyrirtæki Austfjarða, nú þegar stefnt er að skráningu fyrirtækisins á hlutabréfamarkað. 12. apríl 2021 22:10 Býst við að Síldarvinnslan verði skráð í Kauphöll í maí Forstjóri Síldarvinnslunar býst við að félagið verði skráð í Kauphöllina í maí. Ekki verða gefin út ný hlutabréf heldur ætli stærstu eigendur að selja af sínum hlutum við skráningu í félaginu. 20. febrúar 2021 13:31 Mest lesið Fermingarmyndin ekki til útflutnings Atvinnulíf Geta breytt sér í kúreka eða kappaksturshetju með gervigreind Viðskipti innlent Landsbankinn lækkar vexti Viðskipti innlent Nammið rýkur áfram upp í verði Neytendur Sýn sendir frá sér afkomuviðvörun Viðskipti innlent Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Atvinnulíf Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Neytendur Í samkeppni við Noona með Sinna Neytendur Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Viðskipti innlent Fleiri fréttir Geta breytt sér í kúreka eða kappaksturshetju með gervigreind Landsbankinn lækkar vexti Sýn sendir frá sér afkomuviðvörun Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Bein útsending: UTmessan Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Fjárfestar tóku vel í uppgjör Festi Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Öllum skerðingum aflétt Arion tilkynnir um lækkun vaxta Mayoral til Íslands Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Sjá meira
Að loknu útboði hefur Samherji minnkað eignarhlut sinn í Síldarvinnslunni úr 44,64% í 32,6% en er áfram stærsti einstaki hluthafi félagsins. Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja og stjórnarformaður Síldarvinnslunnar, keypti hlutabréf fyrir 60 milljónir króna í útboðinu samkvæmt tilkynningu til Kauphallar. Hlutur Kjálkaness fer úr 34,23% í 19,2% en helstu eigendur félagsins eru Björgólfur Jóhannsson, fyrrverandi forstjóri Samherja, og fólk sem tengist honum fjölskylduböndum. Samvinnufélag útgerðarmanna í Neskaupstað er áfram þriðji stærsti einstaki eigandi Síldarvinnslunnar. Félagið bætir lítillega við sig og fer úr 10,97% í 11,0% eignarhlut. Eignarhaldsfélagið Snæfugl á nú 4,3% hlut í Síldarvinnslunni eftir útboðið en var með 5,3% eignarhlut. Samherji á 15% hlut í Snæfugli og Björgólfur Jóhannsson 5% hlut. Síldarvinnslan birti nýjan lista yfir stærstu hluthafa félagsins í dag. Hlutabréf seldust fyrir 30 milljarða Hlutabréf í Síldarvinnslunni seldust fyrir 29,7 milljarða í hlutafjárútboði fyrirtækisins en alls skráðu 6.500 fjárfestar og einstaklingar sig fyrir áskrift að hlutabréfum að andvirði um 60 milljarða króna. Var því rúmlega tvölfalt meiri eftirspurn en nam sölu og nýttu seljendur sér heimild til að fjölga seldum hlutum í útboðinu um 51 milljón hluta. Í útboðinu voru boðnir til sölu 447,6 milljónir hluta af áður útgefnum hlutum en í heild samþykkti Síldarvinnslan áskriftir fyrir 498,6 milljónir hluta eða 29,3% af hlutafé þess að sögn félagsins. Hlutfallsleg eign 20 stærstu hluthafa Síldarvinnslunnar eftir útboðið Samherji hf. 32,6% Kjálkanes ehf. 19,2% Samvinnufélag útgerðarm. Neskau 11,0% Gildi - lífeyrissjóður 9,9% Eignarhaldsfélagið Snæfugl ehf. 4,3% Almenni lífeyrissjóðurinn 1,4% Hraunlón ehf. 1,0% Snæból ehf. 1,0% Lífeyrissjóður verslunarmanna 0,9% Olíusamlag útvegsmanna Nesk svf 0,8% Stefnir - ÍS 15 0,8% Stefnir - ÍS 5 0,6% A80 ehf. 0,5% Askja fagfjárfestasjóður 0,5% Júpíter rekstrarfélag hf. 0,5% Stapi lífeyrissjóður 0,5% Landsbréf hf. 0,4% Landsbréf - Úrvalsbréf 0,4% Stefnir - Samval 0,3% Lífeyrissjóður bankam Aldursdei 0,3% Fréttin hefur verið uppfærð.
Sjávarútvegur Kauphöllin Síldarvinnslan Tengdar fréttir Síldarvinnslan verðlögð á allt að 99 milljarða fyrir hlutafjárútboð Síldarvinnslan, eitt eitt stærsta sjávarútvegsfyrirtæki landsins, er verður verðlögð á allt að 99 milljarða króna í komandi hlutafjárútboði félagsins sem fram fer 10. til 12. maí. 28. apríl 2021 07:01 Norðfirðingar vilja stækka hlut sinn í Síldarvinnslunni Áhugi er meðal heimamanna á Norðfirði að auka hlut sinn á ný í Síldarvinnslunni, stærsta sjávarútvegsfyrirtæki Austfjarða, nú þegar stefnt er að skráningu fyrirtækisins á hlutabréfamarkað. 12. apríl 2021 22:10 Býst við að Síldarvinnslan verði skráð í Kauphöll í maí Forstjóri Síldarvinnslunar býst við að félagið verði skráð í Kauphöllina í maí. Ekki verða gefin út ný hlutabréf heldur ætli stærstu eigendur að selja af sínum hlutum við skráningu í félaginu. 20. febrúar 2021 13:31 Mest lesið Fermingarmyndin ekki til útflutnings Atvinnulíf Geta breytt sér í kúreka eða kappaksturshetju með gervigreind Viðskipti innlent Landsbankinn lækkar vexti Viðskipti innlent Nammið rýkur áfram upp í verði Neytendur Sýn sendir frá sér afkomuviðvörun Viðskipti innlent Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Atvinnulíf Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Neytendur Í samkeppni við Noona með Sinna Neytendur Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Viðskipti innlent Fleiri fréttir Geta breytt sér í kúreka eða kappaksturshetju með gervigreind Landsbankinn lækkar vexti Sýn sendir frá sér afkomuviðvörun Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Bein útsending: UTmessan Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Fjárfestar tóku vel í uppgjör Festi Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Öllum skerðingum aflétt Arion tilkynnir um lækkun vaxta Mayoral til Íslands Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Sjá meira
Síldarvinnslan verðlögð á allt að 99 milljarða fyrir hlutafjárútboð Síldarvinnslan, eitt eitt stærsta sjávarútvegsfyrirtæki landsins, er verður verðlögð á allt að 99 milljarða króna í komandi hlutafjárútboði félagsins sem fram fer 10. til 12. maí. 28. apríl 2021 07:01
Norðfirðingar vilja stækka hlut sinn í Síldarvinnslunni Áhugi er meðal heimamanna á Norðfirði að auka hlut sinn á ný í Síldarvinnslunni, stærsta sjávarútvegsfyrirtæki Austfjarða, nú þegar stefnt er að skráningu fyrirtækisins á hlutabréfamarkað. 12. apríl 2021 22:10
Býst við að Síldarvinnslan verði skráð í Kauphöll í maí Forstjóri Síldarvinnslunar býst við að félagið verði skráð í Kauphöllina í maí. Ekki verða gefin út ný hlutabréf heldur ætli stærstu eigendur að selja af sínum hlutum við skráningu í félaginu. 20. febrúar 2021 13:31