Skynsamlegar ákvarðanir og jafnrétti Rafnar Lárusson skrifar 27. maí 2021 11:31 Samkeppnishæfni fyrirtækja og landa byggir á því að ná sérstöðu, hagkvæmni og taka betri ákvarðanir en aðrir. Reynir ekki síst á það í landi eins og okkar sem er smátt í alþjóðlegu samhengi. Ísland er þó í öfundsverðri stöðu þar sem landið er ríkt af auðlindum og mannauði, en við þurfum að nýta tækifærin og sækja áfram. Hvaða leiðir eru færar? Ef litið er á tölfræði þá kemur ein leið sterkt fram. Í skýrslu sem alþjóðlega ráðgjafafyrirtækið McKinsey & Company tók saman í maí á síðasta ári og kallast „Diversity wins“ eða „Fjölbreytileikinn sigrar“, var gerð greining á um eitt þúsund fyrirtækjum víða um heim þar sem rannsökuð voru, meðal annars, áhrif kynjajafnréttis á arðsemi. Ein af niðurstöðum skýrslunnar er að þau fyrirtæki sem voru með mesta fjölbreytni kynja í stjórnendalaginu væru að jafnaði 25% líklegri til að ná meiri arðsemi en þau sem byggðu á einsleitni. Þá gerði PwC sambærilega rannsókn á vegum eignastýringarfyrirtækisins Storebrand og mannúðarsamtakanna Care í Noregi árið 2019. Þar voru skoðuð 65 af stærstu skráðu fyrirtækjum Norðurlanda í kauphöllum, þar á meðal á Íslandi. Fyrirtæki sem voru hlutfallslega með fleiri konur í efsta stjórnendalagi og stjórn af þýðinu sýndu m.a. fram á meiri vöxt tekna, hærra hagnaðarhlutfall, meiri meðalarðsemi eiginfjár og færri ár þar sem tap var af rekstri. Af þessu má sjá að ein besta leið til sóknar er að jafna stöðu kynja. Ef litið er til vænts hagvaxtar og samkeppnisstöðu Íslands er viðkemur jafnrétti kynja þá eru ýmis jákvæð teikn á lofti. Landið hefur t.a.m. vermt efsta sæti kynjajafnréttislista Alþjóðaefnahagsráðsins í 12 ár, þó að fullkomnu jafnrétti sé síður en svo náð. Sóknarfærin eru víða, enn hallar til dæmis verulega á konur í efsta stjórnendalagi stærstu fyrirtækja landsins og engin kona leiðir fyrirtæki sem skráð er í Kauphöllinni. Landsvirkjun vinnur jafnt og þétt að því að bæta samkeppnisstöðu Íslands er kemur að raforkuvinnslu og umhverfismálum, en áhersla á jafnrétti kynja er eitt af lykilatriðunum til að ná þeim árangri. Ekki einungis jafnrétti þegar kemur að launum og kynjahlutfalli starfsfólks, heldur einnig að fjölbreytni njóti sín í fyrirtækjamenningunni. Árið 2019 fengum við hvatningarverðlaun jafnréttismála og nú er hlutfall kvenna og karla meðal framkvæmdastjóra orðið jafnt í fyrsta sinn í sögu fyrirtækisins. Sóknin heldur áfram. Jákvæður hvati við endurskoðun Það er eitt að leggja áherslu á jafnrétti í ákvörðunum og rekstri sem við sjálf sinnum, en ekki er síður mikilvægt að vera meðvituð og huga að sömu þáttum þegar kemur að þeirri þjónustu sem fyrirtæki sækja. Nýlegt dæmi er þegar Landsvirkjun ásamt dótturfélögum stóð að útboði á endurskoðun í samvinnu við Ríkisendurskoðun. Samkvæmt síðustu ársskýrslu Félags löggiltra endurskoðenda eru konur einungis 29% félagsmanna. Til þess að skapa jákvæðan hvata að jafna þetta hlutfall og stuðla að auknu jafnrétti og fjölbreytni í gæðum þjónustunnar settum við fram skilyrði í útboðinu um að tveir endurskoðendur árituðu ársuppgjör og könnuð hálfsársuppgjör Landsvirkjunar, en ekki einn eins og lágmarkið er. Einnig var sú krafa gerð, að þeir löggiltu endurskoðendur sem árituðu reikningsskil væru ekki af sama kyni. Þannig var skapaður hvati til að jafna kynjahlutföll þar sem á hallar. Svona hvata er hægt að nota víðar í þeirri þjónustu og ráðgjöf sem fyrirtæki þurfa á að halda. Við það ná fyrirtæki að skapa sér sérstöðu, sýna hagkvæmni í rekstri og bæta ákvarðanir. Styðjum við breytingar og fjölbreytni frá ýmsum hliðum, tökum höndum saman og tryggjum samkeppnishæfni Íslands og hagvöxt til framtíðar. Jöfnum stöðu kynjanna. Höfundur er framkvæmdastjóri Fjármála og upplýsingatækni hjá Landsvirkjun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jafnréttismál Landsvirkjun Mest lesið Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson Skoðun Skoðun Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason skrifar Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson skrifar Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon skrifar Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal skrifar Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Sjá meira
Samkeppnishæfni fyrirtækja og landa byggir á því að ná sérstöðu, hagkvæmni og taka betri ákvarðanir en aðrir. Reynir ekki síst á það í landi eins og okkar sem er smátt í alþjóðlegu samhengi. Ísland er þó í öfundsverðri stöðu þar sem landið er ríkt af auðlindum og mannauði, en við þurfum að nýta tækifærin og sækja áfram. Hvaða leiðir eru færar? Ef litið er á tölfræði þá kemur ein leið sterkt fram. Í skýrslu sem alþjóðlega ráðgjafafyrirtækið McKinsey & Company tók saman í maí á síðasta ári og kallast „Diversity wins“ eða „Fjölbreytileikinn sigrar“, var gerð greining á um eitt þúsund fyrirtækjum víða um heim þar sem rannsökuð voru, meðal annars, áhrif kynjajafnréttis á arðsemi. Ein af niðurstöðum skýrslunnar er að þau fyrirtæki sem voru með mesta fjölbreytni kynja í stjórnendalaginu væru að jafnaði 25% líklegri til að ná meiri arðsemi en þau sem byggðu á einsleitni. Þá gerði PwC sambærilega rannsókn á vegum eignastýringarfyrirtækisins Storebrand og mannúðarsamtakanna Care í Noregi árið 2019. Þar voru skoðuð 65 af stærstu skráðu fyrirtækjum Norðurlanda í kauphöllum, þar á meðal á Íslandi. Fyrirtæki sem voru hlutfallslega með fleiri konur í efsta stjórnendalagi og stjórn af þýðinu sýndu m.a. fram á meiri vöxt tekna, hærra hagnaðarhlutfall, meiri meðalarðsemi eiginfjár og færri ár þar sem tap var af rekstri. Af þessu má sjá að ein besta leið til sóknar er að jafna stöðu kynja. Ef litið er til vænts hagvaxtar og samkeppnisstöðu Íslands er viðkemur jafnrétti kynja þá eru ýmis jákvæð teikn á lofti. Landið hefur t.a.m. vermt efsta sæti kynjajafnréttislista Alþjóðaefnahagsráðsins í 12 ár, þó að fullkomnu jafnrétti sé síður en svo náð. Sóknarfærin eru víða, enn hallar til dæmis verulega á konur í efsta stjórnendalagi stærstu fyrirtækja landsins og engin kona leiðir fyrirtæki sem skráð er í Kauphöllinni. Landsvirkjun vinnur jafnt og þétt að því að bæta samkeppnisstöðu Íslands er kemur að raforkuvinnslu og umhverfismálum, en áhersla á jafnrétti kynja er eitt af lykilatriðunum til að ná þeim árangri. Ekki einungis jafnrétti þegar kemur að launum og kynjahlutfalli starfsfólks, heldur einnig að fjölbreytni njóti sín í fyrirtækjamenningunni. Árið 2019 fengum við hvatningarverðlaun jafnréttismála og nú er hlutfall kvenna og karla meðal framkvæmdastjóra orðið jafnt í fyrsta sinn í sögu fyrirtækisins. Sóknin heldur áfram. Jákvæður hvati við endurskoðun Það er eitt að leggja áherslu á jafnrétti í ákvörðunum og rekstri sem við sjálf sinnum, en ekki er síður mikilvægt að vera meðvituð og huga að sömu þáttum þegar kemur að þeirri þjónustu sem fyrirtæki sækja. Nýlegt dæmi er þegar Landsvirkjun ásamt dótturfélögum stóð að útboði á endurskoðun í samvinnu við Ríkisendurskoðun. Samkvæmt síðustu ársskýrslu Félags löggiltra endurskoðenda eru konur einungis 29% félagsmanna. Til þess að skapa jákvæðan hvata að jafna þetta hlutfall og stuðla að auknu jafnrétti og fjölbreytni í gæðum þjónustunnar settum við fram skilyrði í útboðinu um að tveir endurskoðendur árituðu ársuppgjör og könnuð hálfsársuppgjör Landsvirkjunar, en ekki einn eins og lágmarkið er. Einnig var sú krafa gerð, að þeir löggiltu endurskoðendur sem árituðu reikningsskil væru ekki af sama kyni. Þannig var skapaður hvati til að jafna kynjahlutföll þar sem á hallar. Svona hvata er hægt að nota víðar í þeirri þjónustu og ráðgjöf sem fyrirtæki þurfa á að halda. Við það ná fyrirtæki að skapa sér sérstöðu, sýna hagkvæmni í rekstri og bæta ákvarðanir. Styðjum við breytingar og fjölbreytni frá ýmsum hliðum, tökum höndum saman og tryggjum samkeppnishæfni Íslands og hagvöxt til framtíðar. Jöfnum stöðu kynjanna. Höfundur er framkvæmdastjóri Fjármála og upplýsingatækni hjá Landsvirkjun.
Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun
Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun