Miskunnarleysi, tómlæti og mannfyrirlitning Ásthildur Lóa Þórsdóttir og Ragnar Þór Ingólfsson skrifa 27. maí 2021 12:01 Það steðjar alvarleg ógn að íslenskum heimilum nú þegar verðbólgan er að fara á flug, ekki síst þeim sem eru með verðtryggð húsnæðislán eða greiða leigu, því öll leiga er verðtryggð. Þessari ógn er samt ennþá auðvelt að afstýra að mestu leiti með því að setja einfaldlega þak á verðtryggingu lána, leigu og vexti óverðtryggðra lána svo heimilin beri ekki skaða af verðbólgu sem í raun er tilkomin vegna hamfara. En þar stendur hnífurinn í kúnni. Það lítur út fyrir að ríkisstjórnin ætli að láta skeika að sköpuðu með heimili landsins og láta öll viðvörunarorð sem vind um eyru þjóta. Ráðherrar bera mikla ábyrgð og ef þeir láta berast sofandi að feigðarósi, getur það haft skelfilegar afleiðingar fyrir fjölmarga, eins og dæmin sanna. Það er eitt að gera ekki neitt til að koma í veg fyrir skaðann ef ráðherra áttar sig ekki á honum, en það er annað að vita af honum en ákveða meðvitað að láta hann verða. Það er yfirleitt ekki ráðherrann sjálfur, eða þeir sem næst honum standa, sem verða fyrir skaðanum sem aðgerðarleysi eða eftir atvikum aðgerðir hans valda, heldur venjulegt fólk, heimili og fjölskyldur sem eiga sér enga vörn. 15.000 fjölskyldur, að minnsta kosti, báru skelfilegan skaðann af aðgerðum vinstri stjórnarinnar eftir hrun, og nú stefnir í að eitthvað svipað gerist vegna aðgerðaleysis núverandi ríkisstjórnar. Þar bera forsætisráðherra, Katrín Jakobsdóttir og fjármálaráðherra, Bjarni Benediktsson mesta ábyrgð. Þau hafa greinilega ákveðið að fórna heimilunum, AFTUR, en núna með því að gera ekki neitt. Við eigum erfitt með að skilja hvað fer í gegnum hugann á þeim sem taka slíkar ákvarðanir og teljum enga ástæðu til að fegra það á nokkurn hátt. Mannfyrirlitningin sem birtist í þessu aðgerðarleysi er ótrúleg. Það virðist ekki vera til nokkur viðurkenning á manngildi einstaklinga og fjölskyldna og því hvaða áhrif fyrirsjáanlegar hremmingar munu hafa á líf þeirra og lífsafkomu, heilsu og daglegt líf. Ekki virðist vera hugað að því með nokkrum hætti að á flestum þeim heimilum sem verst munu verða úti, búa börn. Börn sem munu upplifa rót- og öryggisleysi, sem engin börn eiga að þurfa að upplifa. Aftur ætla stjórnvöld að beita varnarlaus heimilin ofbeldi með því að færa þau bönkunum á silfurfati. Þetta er miskunnarlaus sérhagsmunagæsla á hæsta stigi. Við skulum hætta að fela þessar aðgerðir í orðskrúði og kalla þennann einbeitta vilja til að brjóta á þjóðinni, sínu rétta nafni; þetta er hrein og klár illska. Fyrirsjáanlegur vandi og fyrirsjáanlegar afleiðingar Það er auðvelt fyrir ráðherra að fjarlægja sig afleiðingum ákvarðanna sinna. Katrín hefur t.d. ekki enn viðurkennt afleiðingar aðgerðanna sem hún ber fulla ábyrgð á og hafa valdið því að þúsundir hafa misst heimili sín. Það er vissulega rétt að hún mætti ekki að mæta á staðinn og bar fólk út í eigin persónu. Hún hefur þannig algjörlega sloppið við að horfa upp á örvæntinguna og erfiðleikanna sem þessar fjölskyldur stóðu frammi frammi fyrir í kjölfarið á aðgerðum sem hún hefur staðið fyrir og varið. En hennar þáttur er jafn stór þrátt fyrir það og það gerir svo illt verra að hún hefur ekki einu sinni viljað viðurkenna að þetta hafi gerst, hvað þá að hún hafi reynt að bæta fyrir þetta með nokkrum hætti. Bjarni Benediktsson stóð ekki fyrir aðgerðunum gegn fjölskyldunum í upphafi, en sennilega hefur enginn verið jafn oft og jafn lengi í jafn góðri stöðu og hann til að stöðva atburðarásina sem hrint var af stað eftir hrun. Hans ábyrgð er því líka mjög mikil og Bjarna Benediktssyni er það fullljóst, eins og svo mörgum öðrum í stjórnkerfinu, að lög og stjórnarskrárbundin réttindi voru brotin á heimilum landsins. Gallinn er bara sá að hann telur 15.000 heimili vera „ásættanlegan fórnarkostnað“ og á meðan vinir hans hjá hagsmunasamtökum fjármálafyrirtækja (SFF) eru sáttir, þá er Bjarni kátur. Kosturinn við fílabeinsturn er nefnilega sá að ef manni líkar ekki útsýnið úr einum glugga, þá fer maður bara í þann næsta. Og nú á greinilega að endurtaka leikinn, bara ekki með aðgerðum í þetta sinn, heldur aðgerðaleysi. Orðum ráðherra fylgir ábyrgð Við sem þetta skrifum leiðum bæði stór samtök sem hafa margsinnis síðan faraldurinn hófst, varað við þeim fyrirsjáanlegu afleiðingum sem núna eru að koma í ljós og í apríl og maí í fyrra skrifuðum við greinar: Erum við öll í sama báti og Þarf endilega að fleygja einhverjum útbyrðis í þetta sinn. Það sem við horfumst í augu við núna er nákvæmlega það sem við óttuðumst og vorum að reyna að vara við og koma í veg fyrir þá. Kjarninn í þessum skrifum okkar var að ef við værum „öll í sama bátnum“ sem var vinsæll frasi fyrir ári síðan, þá ættu bankarnir líka að vera í honum, þeir yrðu líka að gefa eitthvað eftir. Við sögðum að það væri ekki á nokkurn hátt ásættanlegt að þeir myndu þá, nú og um langa framtíð, maka krókinn á „force majeure“ ástandi á meðan heimili landsins þyrftu á sama tíma að súpa seyðið og lifa með afleiðingunum um alla framtíð. Lítið var gert úr þessum áhyggjum okkar, VR og Hagsmunasamtaka heimilanna. Bjarni sagðist ekki hafa neinar áhyggjur af verðbólgu því Seðlabankinn hefði fulla stjórn á henni (!). Nú er komið í ljós að Bjarni hefði betur haft smá áhyggjur og hann ber fulla ábyrgð á orðum sínum og fyrirhyggjuleysi. Það er lágt lagst ef hann ætlar að láta heimilin og fjölskyldurnar taka á sig afleiðingar hans eigin mistaka. Katrín lofaði því að heimilin yrðu varin ef til kæmi og í Kastljósi þann 31. mars 2020 sagði hún orðrétt: “...það er alveg á hreinu að það verður forgangsatriði hjá okkur að verja stöðu fólks [heimilanna] fyrir þessum skakkaföllum eftir þeim leiðum sem færar eru í því.” Við viljum benda háttvirtum forsætisráðherra á að, eins og Bjarni veit, eru til „færar leiðir“. Sú sem liggur beinast við og er lang auðveldust, er að setja þak á verðtryggingu lána heimilanna og þar sem orðum fylgir ábyrgð væri eðlilegast að það miða það við dagsetningu þessa loforðs, þann 31. mars 2020. Allar aðrar leiðir leiða okkur beint út í ófærur með allskyns hremmingum og ómældum kostnaði sem ekki verður einungis metin til fjár. Fjárhagslegi skaðinn verður mikill en hinn sem ekki sést verður meiri og hann verður aldrei hægt að meta að fullu. Sérhagsmunaöfl við völd Þrátt fyrir orð okkar hér að ofan, teljum við hvorki Katrínu né Bjarna vera illmenni. En þau verða að átta sig á hversu gríðarlegar afleiðingar aðgerðarleysi þeirra og þjónkun við sérhagsmunaöflin munu hafa fyrir heimilin og fjölskyldur sem eru einfaldlega að reyna að koma sér þaki yfir höfuðið. Þegar fólk missir heimili sitt vegna þess að þeim sem völdin hafa er meira annt um að hlaða undir sitjandann á voldugum og ríkum sérhagsmunaöflum en verja hagsmuni almennings, þá upplifir það illsku. Þá skiptir bara engu máli hvort Katrín og Bjarni séu hið vænsta fólk inn við beinið eða hrein og klár illmenni. Afleiðingarnar eru þær sömu. Það hefur verið hlaðið undir fyrirtækin í þessum faraldri en heimilin, sem þó eru undirstaða hagkerfisins, hafa mætt algjörum afgangi. Jú það skiptir máli að fólk hafi vinnu en ef afborganir lána stökkbreytast þannig að það ráði ekki við þær, þá er það skammgóður vermir. Þau sem misstu heimili sín í kjölfar hrunsins voru fæst atvinnulaus. Þau réðu einfaldlega ekki við stökkbreytt lán og afborganir þeirra. Verðtryggð lán eru eins og snjóbolti í blautum snjó sem stækkar og stækkar. Í 4,5% verðbólgu hækkar 30 milljón króna lán um kr. 1.350.000 sem bætast við höfuðstólinn. Þannig að standi verðbólgan í stað, reiknast hún næst ofan á kr. 31.350.000 og verður 1,4 milljónir sem bætist aftur ofan á lánið sem verður 32.760.000 og svo koll af kolli. Inn í þetta dæmi vantar að sjálfsögðu afborganir af láninu en þetta gefur samt góða mynd því verðtryggingin er „lán“ sem bætist í hverjum mánuði á höfuðstól lánsins. Undir þessu geta fá heimili staðið. Að sjálfsögðu á að afnema verðtrygginguna með öllu á lánum heimilanna en á meðan það er ekki gert þarf að koma með öllum ráðum í veg fyrir skaðann sem hún veldur og verja heimilin fyrir honum. Rök ráðherranna fyrir aðgerðarleysi sínu: #1 Búist er við að verðbólgan lækki á næstu mánuðum Svar: Það skiptir engu máli þó búist sé við því að verðbólgan lækki á næstu mánuðum, eins og forsætisráðherra fullyrti í svari við fyrirspurn Ingu Sæland á Alþingi 17. maí síðastliðinn. Skaðinn er þá þegar skeður auk þess sem fullyrðingar og spár stjórnvalda um verðbólgu hafa ekki reynst réttar til þessa. Það er allt of dýrt fyrir heimilin að bíða eftir því og allt of stór áhætta að taka, núna eiga heimilin að njóta vafans. #2 Margir hafa skipt yfir í óverðtryggð lán Svar: Það skiptir ekki heldur neinu máli þó margir hafi flúið yfir í óverðtryggð lán. Verðtryggð lán eru enn þá meira en helmingur allra lána heimilanna og það eru einmitt þeir sem veikast standa að vígi sem ekki hafa getað skipt yfir í óverðtryggð lán. #3 Vextir hafa lækkað mjög mikið Svar: Það er rétt að stýrivextir Seðlabanka Íslands eru í sögulegu lágmarki en bankarnir hafa bara alls ekki lækkað sína vexti í sama hlutfalli. Þeir eru núna um 230% hærri en þeir ættu að vera hefðu þeir fylgt vaxtalækkunum Seðlabankans í réttu hlutfalli og jafnvel ef vaxtahækkunin í síðustu viku er tekin með í reikninginn er munurinn enn allt of mikill, eða 148%. Þessa lækkun eiga heimilin ennþá inni hjá bönkunum sem geta auðveldlega lækkað vexti mun meira eins og hagnaður þeirra á fyrsta ársfjórðungi þessa árs ber með sér. Það er líka í hæsta máta hlægilegt að fjármálaráðherra, sem allt síðastliðið ár vildi ekki setja þak á verðtryggingu lána heimilanna til að rýra ekki „trúverðugleika Seðlabankans“ skuli láta bankana komast upp með að troða þennan sama trúverðugleika í svaðið, með því að fylgja ekki vaxtaviðmiðum hans nema að örlitlu leyti. Hvað gerist nú? Einfalda svarið er að það er undir Katrínu og Bjarna komið. Ef þau snúa ekki af þeirri braut sem þau eru á, munum við horfa fram á mikla erfiðleika í líkingu við þá sem urðu eftir bankahrunið 2008. Við trúum því ekki fyrr en við tökum á, að Katrín Jakobsóttir, sem þá var varaformaður Vinstri grænna, ætli að endurtaka sama leik. Það að hafa 15.000 fjölskyldur á samvisku sinni væri nóg fyrir flesta að bera. Varla ætlar hún að bæta við þá „tölu“. Bjarni Benediktsson hefur hingað til „bara“ verið meðvirkur í aðförinni gegn heimilunum. Ætlar hann núna að vera gerandi? Eitt er víst að ef þau skipta ekki um stefnu, þá er um meðvitaða aðför gegn heimilunum að ræða og ekkert sem þau hafa sér til afsökunar eða til málsbóta þegar afleiðingarnar fara að koma í ljós. Hagsmunasamtök heimilanna hafa þegar, í kjölfar opins bréfs, sent inn formlega fundarbeiðni til ráðherranna tveggja og móttaka hennar verið staðfest af riturum þeirra. Vonandi fáum við fund sem fyrst og það tilkynnist hér með að Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR mun mæta með fulltrúum HH á þann fund. Við minnum á að almenningur er ekki fóður fyrir bankanna. Fólkið fyrst og svo allt hitt! Ásthildur Lóa Þórsdóttir, formaður Hagsmunasamtaka heimilanna og frambjóðandi Flokks fólksins. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ásthildur Lóa Þórsdóttir Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Viðreisn er Samfylkingin Júlíus Viggó Ólafsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Er skynsemi Sigmundar Davíðs o.fl. skynsamleg? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Sjálfskaparvíti Samfylkingar og Viðreisnar Birta Karen Tryggvadóttir Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun Er heilbrigði besta lausnin? Lukka Pálsdóttir Skoðun Þarf Ábyrg framtíð 14,1% til að komast í kappræður Heimildarinnar? Jóhannes Loftsson Skoðun Baráttan um Ísland og sjálfstæði þjóðar Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Alvöru aðgerðir í húsnæðismálum – x við V Svandís Svavarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun „Ég hefði nú ekkert á móti því að taka aðeins í tæjuna“ Eva Pandora Baldursdóttir skrifar Skoðun Vilt þú breytingu á stjórn landsins? Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Hugsjónir ójafnaðarmanns - svar við bréfi Kára Snorri Másson skrifar Skoðun Af hverju er nauðsyn að fá Sósíalista inn á þing og í næstu ríkisstjórn? Ólafur H. Ólafsson skrifar Skoðun Búsetufrelsi og lögheimilisskráning Heiðbrá Ólafsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og aðrar villur í umræðunni um Evrópusambandið Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Geðveikir frasar – en það þarf að vera plan! Ragna Sigurðardóttir,Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Þarf Ábyrg framtíð 14,1% til að komast í kappræður Heimildarinnar? Jóhannes Loftsson skrifar Skoðun Þess vegna er ég á lista VG í Suðurkjördæmi Þorsteinn Ólafsson skrifar Skoðun Svínsleg mismunun gagnvart eldra fólki Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Hverjir myrða konur? Auður Önnu Magnúsdóttir skrifar Skoðun „Það sé ykkur til fæðu“ - hugleiðing um jólamat Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Ferðafrelsið er dýrmætt Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn er Samfylkingin Júlíus Viggó Ólafsson skrifar Skoðun Mannúðleg innflytjendastefna Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er vandamálið á húsnæðismarkaðinum og hvernig leysum við það Ómar Ingþórsson skrifar Skoðun Er heilbrigði besta lausnin? Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti Samfylkingar og Viðreisnar Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Evrópudagur sjúkraliða Sandra B. Franks skrifar Skoðun Baráttan um Ísland og sjálfstæði þjóðar Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Alvöru aðgerðir í húsnæðismálum – x við V Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Er skynsemi Sigmundar Davíðs o.fl. skynsamleg? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir skrifar Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Af hverju kýs ég Samfylkinguna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Uppeldi, færni til framtíðar - fór í skúffu stjórnvalda! Una María Óskarsdóttir skrifar Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hvar eru málefni barna og ungs fólks? Gunnar E. Sigurbjörnsson skrifar Sjá meira
Það steðjar alvarleg ógn að íslenskum heimilum nú þegar verðbólgan er að fara á flug, ekki síst þeim sem eru með verðtryggð húsnæðislán eða greiða leigu, því öll leiga er verðtryggð. Þessari ógn er samt ennþá auðvelt að afstýra að mestu leiti með því að setja einfaldlega þak á verðtryggingu lána, leigu og vexti óverðtryggðra lána svo heimilin beri ekki skaða af verðbólgu sem í raun er tilkomin vegna hamfara. En þar stendur hnífurinn í kúnni. Það lítur út fyrir að ríkisstjórnin ætli að láta skeika að sköpuðu með heimili landsins og láta öll viðvörunarorð sem vind um eyru þjóta. Ráðherrar bera mikla ábyrgð og ef þeir láta berast sofandi að feigðarósi, getur það haft skelfilegar afleiðingar fyrir fjölmarga, eins og dæmin sanna. Það er eitt að gera ekki neitt til að koma í veg fyrir skaðann ef ráðherra áttar sig ekki á honum, en það er annað að vita af honum en ákveða meðvitað að láta hann verða. Það er yfirleitt ekki ráðherrann sjálfur, eða þeir sem næst honum standa, sem verða fyrir skaðanum sem aðgerðarleysi eða eftir atvikum aðgerðir hans valda, heldur venjulegt fólk, heimili og fjölskyldur sem eiga sér enga vörn. 15.000 fjölskyldur, að minnsta kosti, báru skelfilegan skaðann af aðgerðum vinstri stjórnarinnar eftir hrun, og nú stefnir í að eitthvað svipað gerist vegna aðgerðaleysis núverandi ríkisstjórnar. Þar bera forsætisráðherra, Katrín Jakobsdóttir og fjármálaráðherra, Bjarni Benediktsson mesta ábyrgð. Þau hafa greinilega ákveðið að fórna heimilunum, AFTUR, en núna með því að gera ekki neitt. Við eigum erfitt með að skilja hvað fer í gegnum hugann á þeim sem taka slíkar ákvarðanir og teljum enga ástæðu til að fegra það á nokkurn hátt. Mannfyrirlitningin sem birtist í þessu aðgerðarleysi er ótrúleg. Það virðist ekki vera til nokkur viðurkenning á manngildi einstaklinga og fjölskyldna og því hvaða áhrif fyrirsjáanlegar hremmingar munu hafa á líf þeirra og lífsafkomu, heilsu og daglegt líf. Ekki virðist vera hugað að því með nokkrum hætti að á flestum þeim heimilum sem verst munu verða úti, búa börn. Börn sem munu upplifa rót- og öryggisleysi, sem engin börn eiga að þurfa að upplifa. Aftur ætla stjórnvöld að beita varnarlaus heimilin ofbeldi með því að færa þau bönkunum á silfurfati. Þetta er miskunnarlaus sérhagsmunagæsla á hæsta stigi. Við skulum hætta að fela þessar aðgerðir í orðskrúði og kalla þennann einbeitta vilja til að brjóta á þjóðinni, sínu rétta nafni; þetta er hrein og klár illska. Fyrirsjáanlegur vandi og fyrirsjáanlegar afleiðingar Það er auðvelt fyrir ráðherra að fjarlægja sig afleiðingum ákvarðanna sinna. Katrín hefur t.d. ekki enn viðurkennt afleiðingar aðgerðanna sem hún ber fulla ábyrgð á og hafa valdið því að þúsundir hafa misst heimili sín. Það er vissulega rétt að hún mætti ekki að mæta á staðinn og bar fólk út í eigin persónu. Hún hefur þannig algjörlega sloppið við að horfa upp á örvæntinguna og erfiðleikanna sem þessar fjölskyldur stóðu frammi frammi fyrir í kjölfarið á aðgerðum sem hún hefur staðið fyrir og varið. En hennar þáttur er jafn stór þrátt fyrir það og það gerir svo illt verra að hún hefur ekki einu sinni viljað viðurkenna að þetta hafi gerst, hvað þá að hún hafi reynt að bæta fyrir þetta með nokkrum hætti. Bjarni Benediktsson stóð ekki fyrir aðgerðunum gegn fjölskyldunum í upphafi, en sennilega hefur enginn verið jafn oft og jafn lengi í jafn góðri stöðu og hann til að stöðva atburðarásina sem hrint var af stað eftir hrun. Hans ábyrgð er því líka mjög mikil og Bjarna Benediktssyni er það fullljóst, eins og svo mörgum öðrum í stjórnkerfinu, að lög og stjórnarskrárbundin réttindi voru brotin á heimilum landsins. Gallinn er bara sá að hann telur 15.000 heimili vera „ásættanlegan fórnarkostnað“ og á meðan vinir hans hjá hagsmunasamtökum fjármálafyrirtækja (SFF) eru sáttir, þá er Bjarni kátur. Kosturinn við fílabeinsturn er nefnilega sá að ef manni líkar ekki útsýnið úr einum glugga, þá fer maður bara í þann næsta. Og nú á greinilega að endurtaka leikinn, bara ekki með aðgerðum í þetta sinn, heldur aðgerðaleysi. Orðum ráðherra fylgir ábyrgð Við sem þetta skrifum leiðum bæði stór samtök sem hafa margsinnis síðan faraldurinn hófst, varað við þeim fyrirsjáanlegu afleiðingum sem núna eru að koma í ljós og í apríl og maí í fyrra skrifuðum við greinar: Erum við öll í sama báti og Þarf endilega að fleygja einhverjum útbyrðis í þetta sinn. Það sem við horfumst í augu við núna er nákvæmlega það sem við óttuðumst og vorum að reyna að vara við og koma í veg fyrir þá. Kjarninn í þessum skrifum okkar var að ef við værum „öll í sama bátnum“ sem var vinsæll frasi fyrir ári síðan, þá ættu bankarnir líka að vera í honum, þeir yrðu líka að gefa eitthvað eftir. Við sögðum að það væri ekki á nokkurn hátt ásættanlegt að þeir myndu þá, nú og um langa framtíð, maka krókinn á „force majeure“ ástandi á meðan heimili landsins þyrftu á sama tíma að súpa seyðið og lifa með afleiðingunum um alla framtíð. Lítið var gert úr þessum áhyggjum okkar, VR og Hagsmunasamtaka heimilanna. Bjarni sagðist ekki hafa neinar áhyggjur af verðbólgu því Seðlabankinn hefði fulla stjórn á henni (!). Nú er komið í ljós að Bjarni hefði betur haft smá áhyggjur og hann ber fulla ábyrgð á orðum sínum og fyrirhyggjuleysi. Það er lágt lagst ef hann ætlar að láta heimilin og fjölskyldurnar taka á sig afleiðingar hans eigin mistaka. Katrín lofaði því að heimilin yrðu varin ef til kæmi og í Kastljósi þann 31. mars 2020 sagði hún orðrétt: “...það er alveg á hreinu að það verður forgangsatriði hjá okkur að verja stöðu fólks [heimilanna] fyrir þessum skakkaföllum eftir þeim leiðum sem færar eru í því.” Við viljum benda háttvirtum forsætisráðherra á að, eins og Bjarni veit, eru til „færar leiðir“. Sú sem liggur beinast við og er lang auðveldust, er að setja þak á verðtryggingu lána heimilanna og þar sem orðum fylgir ábyrgð væri eðlilegast að það miða það við dagsetningu þessa loforðs, þann 31. mars 2020. Allar aðrar leiðir leiða okkur beint út í ófærur með allskyns hremmingum og ómældum kostnaði sem ekki verður einungis metin til fjár. Fjárhagslegi skaðinn verður mikill en hinn sem ekki sést verður meiri og hann verður aldrei hægt að meta að fullu. Sérhagsmunaöfl við völd Þrátt fyrir orð okkar hér að ofan, teljum við hvorki Katrínu né Bjarna vera illmenni. En þau verða að átta sig á hversu gríðarlegar afleiðingar aðgerðarleysi þeirra og þjónkun við sérhagsmunaöflin munu hafa fyrir heimilin og fjölskyldur sem eru einfaldlega að reyna að koma sér þaki yfir höfuðið. Þegar fólk missir heimili sitt vegna þess að þeim sem völdin hafa er meira annt um að hlaða undir sitjandann á voldugum og ríkum sérhagsmunaöflum en verja hagsmuni almennings, þá upplifir það illsku. Þá skiptir bara engu máli hvort Katrín og Bjarni séu hið vænsta fólk inn við beinið eða hrein og klár illmenni. Afleiðingarnar eru þær sömu. Það hefur verið hlaðið undir fyrirtækin í þessum faraldri en heimilin, sem þó eru undirstaða hagkerfisins, hafa mætt algjörum afgangi. Jú það skiptir máli að fólk hafi vinnu en ef afborganir lána stökkbreytast þannig að það ráði ekki við þær, þá er það skammgóður vermir. Þau sem misstu heimili sín í kjölfar hrunsins voru fæst atvinnulaus. Þau réðu einfaldlega ekki við stökkbreytt lán og afborganir þeirra. Verðtryggð lán eru eins og snjóbolti í blautum snjó sem stækkar og stækkar. Í 4,5% verðbólgu hækkar 30 milljón króna lán um kr. 1.350.000 sem bætast við höfuðstólinn. Þannig að standi verðbólgan í stað, reiknast hún næst ofan á kr. 31.350.000 og verður 1,4 milljónir sem bætist aftur ofan á lánið sem verður 32.760.000 og svo koll af kolli. Inn í þetta dæmi vantar að sjálfsögðu afborganir af láninu en þetta gefur samt góða mynd því verðtryggingin er „lán“ sem bætist í hverjum mánuði á höfuðstól lánsins. Undir þessu geta fá heimili staðið. Að sjálfsögðu á að afnema verðtrygginguna með öllu á lánum heimilanna en á meðan það er ekki gert þarf að koma með öllum ráðum í veg fyrir skaðann sem hún veldur og verja heimilin fyrir honum. Rök ráðherranna fyrir aðgerðarleysi sínu: #1 Búist er við að verðbólgan lækki á næstu mánuðum Svar: Það skiptir engu máli þó búist sé við því að verðbólgan lækki á næstu mánuðum, eins og forsætisráðherra fullyrti í svari við fyrirspurn Ingu Sæland á Alþingi 17. maí síðastliðinn. Skaðinn er þá þegar skeður auk þess sem fullyrðingar og spár stjórnvalda um verðbólgu hafa ekki reynst réttar til þessa. Það er allt of dýrt fyrir heimilin að bíða eftir því og allt of stór áhætta að taka, núna eiga heimilin að njóta vafans. #2 Margir hafa skipt yfir í óverðtryggð lán Svar: Það skiptir ekki heldur neinu máli þó margir hafi flúið yfir í óverðtryggð lán. Verðtryggð lán eru enn þá meira en helmingur allra lána heimilanna og það eru einmitt þeir sem veikast standa að vígi sem ekki hafa getað skipt yfir í óverðtryggð lán. #3 Vextir hafa lækkað mjög mikið Svar: Það er rétt að stýrivextir Seðlabanka Íslands eru í sögulegu lágmarki en bankarnir hafa bara alls ekki lækkað sína vexti í sama hlutfalli. Þeir eru núna um 230% hærri en þeir ættu að vera hefðu þeir fylgt vaxtalækkunum Seðlabankans í réttu hlutfalli og jafnvel ef vaxtahækkunin í síðustu viku er tekin með í reikninginn er munurinn enn allt of mikill, eða 148%. Þessa lækkun eiga heimilin ennþá inni hjá bönkunum sem geta auðveldlega lækkað vexti mun meira eins og hagnaður þeirra á fyrsta ársfjórðungi þessa árs ber með sér. Það er líka í hæsta máta hlægilegt að fjármálaráðherra, sem allt síðastliðið ár vildi ekki setja þak á verðtryggingu lána heimilanna til að rýra ekki „trúverðugleika Seðlabankans“ skuli láta bankana komast upp með að troða þennan sama trúverðugleika í svaðið, með því að fylgja ekki vaxtaviðmiðum hans nema að örlitlu leyti. Hvað gerist nú? Einfalda svarið er að það er undir Katrínu og Bjarna komið. Ef þau snúa ekki af þeirri braut sem þau eru á, munum við horfa fram á mikla erfiðleika í líkingu við þá sem urðu eftir bankahrunið 2008. Við trúum því ekki fyrr en við tökum á, að Katrín Jakobsóttir, sem þá var varaformaður Vinstri grænna, ætli að endurtaka sama leik. Það að hafa 15.000 fjölskyldur á samvisku sinni væri nóg fyrir flesta að bera. Varla ætlar hún að bæta við þá „tölu“. Bjarni Benediktsson hefur hingað til „bara“ verið meðvirkur í aðförinni gegn heimilunum. Ætlar hann núna að vera gerandi? Eitt er víst að ef þau skipta ekki um stefnu, þá er um meðvitaða aðför gegn heimilunum að ræða og ekkert sem þau hafa sér til afsökunar eða til málsbóta þegar afleiðingarnar fara að koma í ljós. Hagsmunasamtök heimilanna hafa þegar, í kjölfar opins bréfs, sent inn formlega fundarbeiðni til ráðherranna tveggja og móttaka hennar verið staðfest af riturum þeirra. Vonandi fáum við fund sem fyrst og það tilkynnist hér með að Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR mun mæta með fulltrúum HH á þann fund. Við minnum á að almenningur er ekki fóður fyrir bankanna. Fólkið fyrst og svo allt hitt! Ásthildur Lóa Þórsdóttir, formaður Hagsmunasamtaka heimilanna og frambjóðandi Flokks fólksins. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Af hverju er nauðsyn að fá Sósíalista inn á þing og í næstu ríkisstjórn? Ólafur H. Ólafsson skrifar
Skoðun Geðveikir frasar – en það þarf að vera plan! Ragna Sigurðardóttir,Sigurþóra Bergsdóttir skrifar
Skoðun Þarf Ábyrg framtíð 14,1% til að komast í kappræður Heimildarinnar? Jóhannes Loftsson skrifar
Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir skrifar
Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun