Leik lokið: KA - Þór 19-19 | Jafnt í Akureyrarslagnum Rúnar Þór Brynjarsson skrifar 27. maí 2021 21:15 KA og Þór gerðu jafntefli í kvöld. vísir/Elín Björg KA mætti Þór í Akureyrarslag í lokaumferð Olís-deildar karla í handbolta. Lokatölur 19-19 en KA er á leið í úrslitakeppni deildarinnar á meðan Þórsarar eru fallnir. Það var góð stemning í KA heimilinu eins og við var að búast. Þórsarar ekki að spila upp á neitt nema stoltið og KA fyrst og fremst í baráttu um að ná góðu sæti fyrir úrslitakeppnina. Það var greinilega stress í leikmönnum því það tók þá 10 mínútur að skora fyrsta markið. Ekki er samt hægt að taka neitt af markmönnunum því þeir áttu báðir afbragðs fyrri hálfleik. Eftir korters leik var staðan 2-2. Liðin rifu sig í gang og skiptust þau á að skora. Þórsarar voru 2 mörkum yfir eftir fyrri hálfleik. Sá seinni var eins jafn og þeir gerast. Bæði lið að leiða leikinn og mikill læti í KA heimilinu. Markmennirnir hjá báðum liðum með margar góðar vörslur. Þegar 25. sekúndur voru eftir var Þór með boltann og stilltu þeir upp í síðustu sóknina. Ekki kom mark en þeir enduðu leikinn á aukakasti sem fór framhjá. Hverjir voru áberandi hjá KA? Nicholas Satchwell í marki KA var flottur í dag og endaði með 43% markvörslu Árni Bragi endaði markahæstur hjá KA með 5 mörk en hann endaði einnig sem markakóngur Olís deildar karla með 163 mörk. Næstur á eftir honum með 4 mörk var Sigþór Gunnar Jónsson. Hverjir voru áberandi hjá Þór Jovan Kukubat var frábært á sínum gamla heimavelli en hann endaði með 47% vörslu. Markahæstur með 5 mörk var Karolis Stropus. Næstur kom Sigurður Kristófer með 4 mörk Af hverju endaði leikurinn með jafntefli? Bæði lið spiluðu góða vörn og markmenn beggja liða voru í stuði. Liðin spiluðu svipaðan leik og gat sigurinn vel dottið báðum megin. Jafntefli niðurstaðan í þessum frábæra nágrannaslag. Hvað er næst? Þetta var síðasti leikur Þórs í Olís deild karla í bili allavega. KA mætir Val í úrslitakeppninni. Halldór Örn Tryggvason: Stoltur af drengjunum Ánægður, fúll og svekktur og bara allt sem hægt er að vera. Við fengum tækifæri í lokinn að vinna leikinn, annars bara stoltur af drengjunum. Þór var fallið fyrir þennan leik og ekkert nema stoltið undir. „Það er aldrei erfitt að gíra leikmenn í þessa leiki og alltaf gaman að spila þá. Skilaboðin voru bara að njóta þess að spila sem lið í síðasta skipti. Það eru leikmenn að kveðja og menn gerðu það í dag. Við héldum haus og með kassann úti.“ Eftir 15 mínútur var staðan 2-2. „Það er alltaf hátt spennustig en markmennirnir frábærir, vörnin frábær og það sást að það eru oftast tilfinningarnar sem ráða för frekar en kannski handboltinn.“ Þór spilar í Grill66 deildinni á næsta ári. „Ég býst ekki við neinu öðru en að Þór verði komið upp aftur eftir 2 ár. Ungir strákar sem voru að spila megnið af leiknum í dag þeir vonandi halda áfram og klára Grill66 deildina á næsta ári.“ Jónatan Magnússon: „Heppnir að fá stig í dag“ Jónatan Magnússon, þjálfari KA.MYND/STÖÐ 2 „Þetta var alvöru leikur sem við töldum að við værum klárir í en við vorum það ekki. Við vorum bara ekki rétt stilltir.“ KA í baráttu um að enda ofarlega í töflunni. „Skilaboðin voru skýr. Við ætluðum að vinna þennan leik. Við ætluðum að koma okkur eins ofarlega í töfluna og hægt var en það tókst ekki. Við vorum í raun bara heppnir að fá stig úr þessum leik. Þetta var svona úrslitakeppnis fílingur. Þórsararnir voru grimmir og þetta var bara alvöru grannaslagur.“ Eftir 15 mínútur var staðan 2-2. „Já það var ekki uppleggið að halda þeim á núlli en ég á eftir að skoða þetta aftur. Markvarslan fyrsta korterið var bara með ólíkindum, ég upplifði þetta allt sem mjög góð færi, sérstaklega hjá okkur. Jovan kukubat hefur átt þetta til hérna í KA heimilinu og bara hrós á hann.“ KA Þór Akureyri Olís-deild karla
KA mætti Þór í Akureyrarslag í lokaumferð Olís-deildar karla í handbolta. Lokatölur 19-19 en KA er á leið í úrslitakeppni deildarinnar á meðan Þórsarar eru fallnir. Það var góð stemning í KA heimilinu eins og við var að búast. Þórsarar ekki að spila upp á neitt nema stoltið og KA fyrst og fremst í baráttu um að ná góðu sæti fyrir úrslitakeppnina. Það var greinilega stress í leikmönnum því það tók þá 10 mínútur að skora fyrsta markið. Ekki er samt hægt að taka neitt af markmönnunum því þeir áttu báðir afbragðs fyrri hálfleik. Eftir korters leik var staðan 2-2. Liðin rifu sig í gang og skiptust þau á að skora. Þórsarar voru 2 mörkum yfir eftir fyrri hálfleik. Sá seinni var eins jafn og þeir gerast. Bæði lið að leiða leikinn og mikill læti í KA heimilinu. Markmennirnir hjá báðum liðum með margar góðar vörslur. Þegar 25. sekúndur voru eftir var Þór með boltann og stilltu þeir upp í síðustu sóknina. Ekki kom mark en þeir enduðu leikinn á aukakasti sem fór framhjá. Hverjir voru áberandi hjá KA? Nicholas Satchwell í marki KA var flottur í dag og endaði með 43% markvörslu Árni Bragi endaði markahæstur hjá KA með 5 mörk en hann endaði einnig sem markakóngur Olís deildar karla með 163 mörk. Næstur á eftir honum með 4 mörk var Sigþór Gunnar Jónsson. Hverjir voru áberandi hjá Þór Jovan Kukubat var frábært á sínum gamla heimavelli en hann endaði með 47% vörslu. Markahæstur með 5 mörk var Karolis Stropus. Næstur kom Sigurður Kristófer með 4 mörk Af hverju endaði leikurinn með jafntefli? Bæði lið spiluðu góða vörn og markmenn beggja liða voru í stuði. Liðin spiluðu svipaðan leik og gat sigurinn vel dottið báðum megin. Jafntefli niðurstaðan í þessum frábæra nágrannaslag. Hvað er næst? Þetta var síðasti leikur Þórs í Olís deild karla í bili allavega. KA mætir Val í úrslitakeppninni. Halldór Örn Tryggvason: Stoltur af drengjunum Ánægður, fúll og svekktur og bara allt sem hægt er að vera. Við fengum tækifæri í lokinn að vinna leikinn, annars bara stoltur af drengjunum. Þór var fallið fyrir þennan leik og ekkert nema stoltið undir. „Það er aldrei erfitt að gíra leikmenn í þessa leiki og alltaf gaman að spila þá. Skilaboðin voru bara að njóta þess að spila sem lið í síðasta skipti. Það eru leikmenn að kveðja og menn gerðu það í dag. Við héldum haus og með kassann úti.“ Eftir 15 mínútur var staðan 2-2. „Það er alltaf hátt spennustig en markmennirnir frábærir, vörnin frábær og það sást að það eru oftast tilfinningarnar sem ráða för frekar en kannski handboltinn.“ Þór spilar í Grill66 deildinni á næsta ári. „Ég býst ekki við neinu öðru en að Þór verði komið upp aftur eftir 2 ár. Ungir strákar sem voru að spila megnið af leiknum í dag þeir vonandi halda áfram og klára Grill66 deildina á næsta ári.“ Jónatan Magnússon: „Heppnir að fá stig í dag“ Jónatan Magnússon, þjálfari KA.MYND/STÖÐ 2 „Þetta var alvöru leikur sem við töldum að við værum klárir í en við vorum það ekki. Við vorum bara ekki rétt stilltir.“ KA í baráttu um að enda ofarlega í töflunni. „Skilaboðin voru skýr. Við ætluðum að vinna þennan leik. Við ætluðum að koma okkur eins ofarlega í töfluna og hægt var en það tókst ekki. Við vorum í raun bara heppnir að fá stig úr þessum leik. Þetta var svona úrslitakeppnis fílingur. Þórsararnir voru grimmir og þetta var bara alvöru grannaslagur.“ Eftir 15 mínútur var staðan 2-2. „Já það var ekki uppleggið að halda þeim á núlli en ég á eftir að skoða þetta aftur. Markvarslan fyrsta korterið var bara með ólíkindum, ég upplifði þetta allt sem mjög góð færi, sérstaklega hjá okkur. Jovan kukubat hefur átt þetta til hérna í KA heimilinu og bara hrós á hann.“
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti