Veðjum á ungt fólk Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar 27. maí 2021 16:30 Á þessu kjörtímabili hafa verið tekin stór framfaraskref í félagslegum málum. Lenging fæðingarorlofs í ár, hækkun atvinnuleysisbóta og lækkun kostnaðar sjúklinga eru nokkur dæmi um slík skref. Á næsta kjörtímabili þurfum við að halda áfram þessari vegferð í átt að sterkara og réttlátara samfélagi. Ég tel að við þurfum sérstaklega að huga að málefnum ungs fólks, einkum að húsnæðismálunum og menntamálunum. Húsnæði eru mannréttindi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur hefur alls ekki setið auðum höndum í húsnæðismálum. Síður en svo. Á þessu kjörtímabili hefur réttarstaða leigjenda verið efld, áframhaldandi uppbygging í almenna íbúðakerfinu átt sér stað og nýtt úrræði, hlutdeildarlán, litið dagsins ljós sem gagnast sérstaklega þeim tekjulágu og við fyrstu kaup og stendur til boða um allt land. En betur má ef duga skal. Því miður er það of algengt að fólk, og þá sérstaklega ungt fólk, eigi ekki aðgang að mannsæmandi húsnæði á skikkanlegum kjörum eða greiði of háa leigu fyrir óviðunandi húsnæði. Ungt fólk hefur í auknu mæli leitast eftir því að stofna sitt heimili á landsbyggðunum og þá þarf að haldast í hendur framboð á húsnæðis ,atvinna og góð opinber þjónusta. Við Vinstri græn leggjum áherslu á að öll eigi rétt á öruggu og heilsusamlegu heimili, enda eru það mannréttindi að hafa þak yfir höfuðið. Því verðum við að halda áfram uppbyggingu á húsnæði sem og fjölgun og eflingu húsnæðisúrræða á næsta kjörtímabili með félagslegar lausnir að leiðarljósi til að tryggja ungu fólki viðunandi húsnæði. Sú uppbygging þarf að eiga sér stað hringinn í kringum landið enda á fólk að hafa raunverulegt val um búsetu og geta stigið fyrstu skrefin á húsnæðismarkaði í heimabyggð. Þá tel ég eðlilegt að miða við að greiðslubyrði vegna húsnæðis eigi ekki að fara umfram fjórðung ráðstöfunartekna fólks líkt og miðað er við í almenna íbúðakerfinu. Námslánakerfið eflt Á þessu kjörtímabili voru gerðar góðar breytingar á lánakerfi námsmanna. Nú breytist hluti námsláns í styrk við lok náms og foreldrum býðst barnastyrkur á meðan þeir eru í námi. Þetta eru skref í rétta átt og sem við verðum að halda áfram eftir næstu kosningar. Við Vinstri græn teljum að menntun eigi að vera gjaldfrjáls. Það er einnig mikilvægt að tryggja framfærslu nemenda allan ársins hring og við erum tilbúin að skoða ólíkar leiðir í þeim efnum. Það skiptir miklu máli að ungt fólk geti sótt menntun nálægt sínum átthögum og stuðningskerfi námsanna þarf að styðja sérstaklega við þau sem sækja nám fjarri heimabyggð. Enda eiga öll að geta sótt nám óháð stétt og stöðu í samfélaginu. Í næstu kosningum munum við takast á um ólíka strauma, stefnur og hugmyndir. Eins og við Vinstri græn höfum sýnt á kjörtímabilinu þá erum við óhrædd við að forgangsraða fjármunum í þágu fólks og bæta þannig lífsgæði. Við viljum halda áfram á þeirri braut á næsta kjörtímabili til að byggja sterkara og réttlátara samfélag. Ég tel að við getum bætt lífskjör ungs fólks til muna með réttum áherslum og pólitískri stefnumótun, að við getum tryggt öllum mannsæmandi húsnæði á sanngjörnum kjörum og gert öllum kleift að sækja sér gjaldfrjálst nám við hæfi, óháð búsetu eða fjárhagsstöðu. Höfundur er Alþingismaður fyrir Vinstri græna og formaður atvinnuveganefndar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Lilja Rafney Magnúsdóttir Félagsmál Mest lesið Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Gerum betur Hilmar Björnsson Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Sjá meira
Á þessu kjörtímabili hafa verið tekin stór framfaraskref í félagslegum málum. Lenging fæðingarorlofs í ár, hækkun atvinnuleysisbóta og lækkun kostnaðar sjúklinga eru nokkur dæmi um slík skref. Á næsta kjörtímabili þurfum við að halda áfram þessari vegferð í átt að sterkara og réttlátara samfélagi. Ég tel að við þurfum sérstaklega að huga að málefnum ungs fólks, einkum að húsnæðismálunum og menntamálunum. Húsnæði eru mannréttindi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur hefur alls ekki setið auðum höndum í húsnæðismálum. Síður en svo. Á þessu kjörtímabili hefur réttarstaða leigjenda verið efld, áframhaldandi uppbygging í almenna íbúðakerfinu átt sér stað og nýtt úrræði, hlutdeildarlán, litið dagsins ljós sem gagnast sérstaklega þeim tekjulágu og við fyrstu kaup og stendur til boða um allt land. En betur má ef duga skal. Því miður er það of algengt að fólk, og þá sérstaklega ungt fólk, eigi ekki aðgang að mannsæmandi húsnæði á skikkanlegum kjörum eða greiði of háa leigu fyrir óviðunandi húsnæði. Ungt fólk hefur í auknu mæli leitast eftir því að stofna sitt heimili á landsbyggðunum og þá þarf að haldast í hendur framboð á húsnæðis ,atvinna og góð opinber þjónusta. Við Vinstri græn leggjum áherslu á að öll eigi rétt á öruggu og heilsusamlegu heimili, enda eru það mannréttindi að hafa þak yfir höfuðið. Því verðum við að halda áfram uppbyggingu á húsnæði sem og fjölgun og eflingu húsnæðisúrræða á næsta kjörtímabili með félagslegar lausnir að leiðarljósi til að tryggja ungu fólki viðunandi húsnæði. Sú uppbygging þarf að eiga sér stað hringinn í kringum landið enda á fólk að hafa raunverulegt val um búsetu og geta stigið fyrstu skrefin á húsnæðismarkaði í heimabyggð. Þá tel ég eðlilegt að miða við að greiðslubyrði vegna húsnæðis eigi ekki að fara umfram fjórðung ráðstöfunartekna fólks líkt og miðað er við í almenna íbúðakerfinu. Námslánakerfið eflt Á þessu kjörtímabili voru gerðar góðar breytingar á lánakerfi námsmanna. Nú breytist hluti námsláns í styrk við lok náms og foreldrum býðst barnastyrkur á meðan þeir eru í námi. Þetta eru skref í rétta átt og sem við verðum að halda áfram eftir næstu kosningar. Við Vinstri græn teljum að menntun eigi að vera gjaldfrjáls. Það er einnig mikilvægt að tryggja framfærslu nemenda allan ársins hring og við erum tilbúin að skoða ólíkar leiðir í þeim efnum. Það skiptir miklu máli að ungt fólk geti sótt menntun nálægt sínum átthögum og stuðningskerfi námsanna þarf að styðja sérstaklega við þau sem sækja nám fjarri heimabyggð. Enda eiga öll að geta sótt nám óháð stétt og stöðu í samfélaginu. Í næstu kosningum munum við takast á um ólíka strauma, stefnur og hugmyndir. Eins og við Vinstri græn höfum sýnt á kjörtímabilinu þá erum við óhrædd við að forgangsraða fjármunum í þágu fólks og bæta þannig lífsgæði. Við viljum halda áfram á þeirri braut á næsta kjörtímabili til að byggja sterkara og réttlátara samfélag. Ég tel að við getum bætt lífskjör ungs fólks til muna með réttum áherslum og pólitískri stefnumótun, að við getum tryggt öllum mannsæmandi húsnæði á sanngjörnum kjörum og gert öllum kleift að sækja sér gjaldfrjálst nám við hæfi, óháð búsetu eða fjárhagsstöðu. Höfundur er Alþingismaður fyrir Vinstri græna og formaður atvinnuveganefndar.
Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar
Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir Skoðun