Snorri Steinn: Erum frekar í meðvindi en mótvindi Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 27. maí 2021 22:15 Strákarnir hans Snorra Steins Guðjónssonar hefja leik í úrslitakeppninni gegn KA á þriðjudaginn. vísir/vilhelm Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari Vals, var ánægður með sigurinn á Aftureldingu og að ná 3. sæti Olís-deildarinnar. Hann kveðst nokkuð brattur fyrir úrslitakeppnina. „Ég er mjög sáttur og fannst við gera þetta vel. Eflaust bar þessi leikur þess merki að það er stutt í úrslitakeppnina en mér fannst við samt leggja vel í þetta og ég rúllaði mikið á liðinu. Ég fékk það sem ég vildi út úr leiknum. Ég vildi vinna og fá góða frammistöðu,“ sagði Snorri við Vísi eftir leikinn í Mosfellsbænum. Liðsheildin hjá Val var öflug í leiknum í kvöld og margir lögðu í púkkið. „Það var meðvitað fyrir þessa tvo síðustu leiki. Við ætluðum að vinna þá en þeir þróuðust þannig að ég gat rúllað á liðinu. Við í þjálfarateyminu töldum mikilvægt að spila á mörgum mönnum og leyfa sem flestum sem að komast í sem mestan takt fyrir framhaldið,“ sagði Snorri. Í átta liða úrslitunum mætir Valur KA sem endaði í 6. sæti deildarinnar. „Mér líst vel á það. Það verður geggjað að fara norður, sérstaklega þegar búið er að leyfa áhorfendur. Það er yfirleitt sturluð stemmning þar. Það er gott að fara að byrja þessa úrslitakeppni. Þetta hefur verið langur vetur og erfiður á margan hátt,“ sagði Snorri. Hann vonast til að Valsmenn séu nú komnir á beinu brautina og haldi sér á henni. „Miðað við oft í vetur erum við frekar í meðvindi en mótvindi. Þetta hefur verið í báðar áttir hjá okkur og það er ekkert leyndarmál að stöðugleikann hefur skort. Ég hef ekki verið ánægður með það og það er kannski ástæðan fyrir því að við erum ekki ofar en í 3. sæti,“ sagði Snorri. „Ég er nokkuð bjartsýnn fyrir framhaldið og er ánægður með stöðuna á meiðslunum hjá okkur. Það hefur verið bras á því í vetur en það horfir til betri vegar hvað það varðar og það er mjög jákvætt fyrir úrslitakeppnina.“ Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Olís-deild karla Valur Mest lesið Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Körfubolti Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi Sport Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Hætti við að keppa út af hundinum sínum Sport Elías mættur til meistaranna Íslenski boltinn Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Körfubolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti Fleiri fréttir Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik Sjá meira
„Ég er mjög sáttur og fannst við gera þetta vel. Eflaust bar þessi leikur þess merki að það er stutt í úrslitakeppnina en mér fannst við samt leggja vel í þetta og ég rúllaði mikið á liðinu. Ég fékk það sem ég vildi út úr leiknum. Ég vildi vinna og fá góða frammistöðu,“ sagði Snorri við Vísi eftir leikinn í Mosfellsbænum. Liðsheildin hjá Val var öflug í leiknum í kvöld og margir lögðu í púkkið. „Það var meðvitað fyrir þessa tvo síðustu leiki. Við ætluðum að vinna þá en þeir þróuðust þannig að ég gat rúllað á liðinu. Við í þjálfarateyminu töldum mikilvægt að spila á mörgum mönnum og leyfa sem flestum sem að komast í sem mestan takt fyrir framhaldið,“ sagði Snorri. Í átta liða úrslitunum mætir Valur KA sem endaði í 6. sæti deildarinnar. „Mér líst vel á það. Það verður geggjað að fara norður, sérstaklega þegar búið er að leyfa áhorfendur. Það er yfirleitt sturluð stemmning þar. Það er gott að fara að byrja þessa úrslitakeppni. Þetta hefur verið langur vetur og erfiður á margan hátt,“ sagði Snorri. Hann vonast til að Valsmenn séu nú komnir á beinu brautina og haldi sér á henni. „Miðað við oft í vetur erum við frekar í meðvindi en mótvindi. Þetta hefur verið í báðar áttir hjá okkur og það er ekkert leyndarmál að stöðugleikann hefur skort. Ég hef ekki verið ánægður með það og það er kannski ástæðan fyrir því að við erum ekki ofar en í 3. sæti,“ sagði Snorri. „Ég er nokkuð bjartsýnn fyrir framhaldið og er ánægður með stöðuna á meiðslunum hjá okkur. Það hefur verið bras á því í vetur en það horfir til betri vegar hvað það varðar og það er mjög jákvætt fyrir úrslitakeppnina.“ Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Olís-deild karla Valur Mest lesið Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Körfubolti Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi Sport Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Hætti við að keppa út af hundinum sínum Sport Elías mættur til meistaranna Íslenski boltinn Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Körfubolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti Fleiri fréttir Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik Sjá meira
Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Körfubolti
Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Körfubolti