Rússar hafna flugáætlunum sem sneiða hjá Hvíta-Rússlandi Kjartan Kjartansson skrifar 27. maí 2021 22:16 Lúkasjenka á hauk í horni í Kreml þar sem Vladímír Pútín, forseti Rússlands er. Alexei Nikolsky/Getty Tveimur evrópskum farþegaþotum var synjað um leyfi til að fljúga til Rússlands í dag eftir að þarlend yfirvöld höfnuðu flugáætlunum þeirra sem sneiddu hjá Hvíta-Rússlandi. Sum flugfélög forðast nú hvítrússneska lofthelgi til að mótmæla því þegar stjórnvöld þar neyddu þotu Ryanair til að lenda í Minsk til að þau gætu handtekið blaðamann og kærustu hans. Evrópusambandið kannar nú möguleikann á viðskiptaþvingunum sem beindust að innsta hring Aleksanders Lúkasjenka, forseta Hvíta-Rússlands, til að refsa honum fyrir það sem evrópskir ráðamenn hafa líkt við flugrán á sunnudag. Hvítrússnesk yfirvöld neyddu þá þotu Ryanair sem var á leið frá Grikklandi til Litháen til þess að lenda í Minsk og sendu orrustuþotu til móts við hana. Í Minsk var blaða- og andófsmaðurinn Roman Protasevits og kærasta hans Sofia Sapega leidd út úr vélinni. Hvítrússneskum flugfélögum er nú bannað að fljúga í lofthelgi Evrópusambandsins og Bretlands. Flugfélagið Belavia segist hafa þurft að aflýsa tólf flugleiðum til Evrópu fram á haust vegna refsiaðgerðanna. Rússar eru nánir bandamenn Lúkasjenka og þeir hafa nú svarað refsiaðgerðum Evrópuríkja gegn honum. Flugmálayfirvöld í Rússlandi synjuðu flugáætlunum Air France og Austrian Airlines vegna þess að þær sneiddu hjá Hvíta-Rússlandi. Flugfélögin aflýstu ferðum til Moskvu vegna þess í dag, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Ekki hefur verið gefið upp hvort að Rússar ætli að hafna öllum flugáætlunum ef þær gera ráð fyrir að krókur sé tekinn fram hjá hvítrússneskri lofthelgi. Utanríkisráðuneyti Austurríkis sagði ákvörðun Rússa algjörlega óskiljanlega í dag. Ræddu hertar þvinganir Utanríkisráðherrar Evrópusambandsríkjanna ræddu um frekari efnahagsþvinganir gegn ríkisstjórn Lúkasjenka, sem oft er nefndur síðasti einræðisherrann í Evrópu, á fundi þeirra í Lissabon í Portúgal í dag. Þeir vilja að aðgerðirnar bíti meira á Lúkasjenka persónulega og innsta hring hans. Einn möguleikinn er sagður að beita þvingunum gegn ríkisrekinni pottöskuframleiðslu Hvíta-Rússlands þar sem hún er ein helsta tekjulind ríkisins, að sögn AP-fréttastofunnar. Pottaska er notuð í áburð. Alþjóðaflugmálastofnunin (ICAO) hefur ákveðið að rannsaka atvikið þegar Ryanair-þotan var þvinguð til að lenda í Hvíta-Rússlandi. Lúkasjenka hefur haldið því fram að yfirvöld í Hvíta-Rússlandi hafi brugðist við sprengjuhótun sem barst og að þau hafi haft lögmæta ástæðu til að handtaka Protasevits. Þýska blaðið Spiegel segir þó að hvítrússneskir flugumferðarstjórar hafi skipað þotunni að lenda í Minsk nokkru áður en sprengjuhótunin á að hafa borist. Grátbað alþjóðasamfélagið um aðstoð Á meðan evrópsku utanríkisráðherrarnir réðu ráðum sínum grátbáðu foreldrar Protasevits alþjóðasamfélagið um aðstoð við að frelsa son þeirra úr haldi Lúkasjenka. „Ég vil að þið heyrið grát minn, grát sálar minnar, svo að þið skiljið hversu erfitt þetta er fyrir okkur og hvað við megum reyna við þessar aðstæður. Ég grátbið ykkur, hjálpið mér að frelsa son minn,“ sagði Natalia Protasevits, móðir blaðamannsins, á blaðamannafundi í Póllandi. Natalia Protasevits þerrar tár sín á blaðamannafundi í Póllandi í dag þar sem hún grátbað alþjóðasamfélagið um að bjarga syni sínum úr greipum Lúkasjenka.AP/Czarek Sokolowski Eftir að Protasevtis og Sapega voru handtekinn um helgina hafa birst myndbönd af þeim þar sem þau lesa upp játningar sem flestir telja að þau hafi verið þvinguð til að lesa. Hvítrússnesk stjórnvöld saka Protasevits um alvarlega glæpi og settu hann á hryðjuverkalista í fyrra í tengslum við fjölmennustu mótmæli gegn stjórn Lúkasjenka í seinni tíð. Protasevtis hafði verið í útlegð í Litháen og var á leið þangað þegar hvítrússnesk yfirvöld neyddu flugvélina sem hann var farþegi í til að lenda í Minsk. Rússneska utanríkisráðuneytið segir að Sapega sé sökuð um lögbrot í ágúst og september en ekki er ljóst hverjir meintir glæpir hennar eiga að vera, að sögn BBC. Hvíta-Rússland Rússland Evrópusambandið Fréttir af flugi Mest lesið Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Rússar taldir hylja slóð flutningaskipa til að verja olíuhafnir sínar Búa sig undir meiri rigningu og fleiri flóð á Spáni Segir ummæli Trump um konur móðgun við alla Um átta þúsund norðurkóreskir hermenn á landamærunum Horfði á lík fljóta fram hjá Sjá meira
Evrópusambandið kannar nú möguleikann á viðskiptaþvingunum sem beindust að innsta hring Aleksanders Lúkasjenka, forseta Hvíta-Rússlands, til að refsa honum fyrir það sem evrópskir ráðamenn hafa líkt við flugrán á sunnudag. Hvítrússnesk yfirvöld neyddu þá þotu Ryanair sem var á leið frá Grikklandi til Litháen til þess að lenda í Minsk og sendu orrustuþotu til móts við hana. Í Minsk var blaða- og andófsmaðurinn Roman Protasevits og kærasta hans Sofia Sapega leidd út úr vélinni. Hvítrússneskum flugfélögum er nú bannað að fljúga í lofthelgi Evrópusambandsins og Bretlands. Flugfélagið Belavia segist hafa þurft að aflýsa tólf flugleiðum til Evrópu fram á haust vegna refsiaðgerðanna. Rússar eru nánir bandamenn Lúkasjenka og þeir hafa nú svarað refsiaðgerðum Evrópuríkja gegn honum. Flugmálayfirvöld í Rússlandi synjuðu flugáætlunum Air France og Austrian Airlines vegna þess að þær sneiddu hjá Hvíta-Rússlandi. Flugfélögin aflýstu ferðum til Moskvu vegna þess í dag, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Ekki hefur verið gefið upp hvort að Rússar ætli að hafna öllum flugáætlunum ef þær gera ráð fyrir að krókur sé tekinn fram hjá hvítrússneskri lofthelgi. Utanríkisráðuneyti Austurríkis sagði ákvörðun Rússa algjörlega óskiljanlega í dag. Ræddu hertar þvinganir Utanríkisráðherrar Evrópusambandsríkjanna ræddu um frekari efnahagsþvinganir gegn ríkisstjórn Lúkasjenka, sem oft er nefndur síðasti einræðisherrann í Evrópu, á fundi þeirra í Lissabon í Portúgal í dag. Þeir vilja að aðgerðirnar bíti meira á Lúkasjenka persónulega og innsta hring hans. Einn möguleikinn er sagður að beita þvingunum gegn ríkisrekinni pottöskuframleiðslu Hvíta-Rússlands þar sem hún er ein helsta tekjulind ríkisins, að sögn AP-fréttastofunnar. Pottaska er notuð í áburð. Alþjóðaflugmálastofnunin (ICAO) hefur ákveðið að rannsaka atvikið þegar Ryanair-þotan var þvinguð til að lenda í Hvíta-Rússlandi. Lúkasjenka hefur haldið því fram að yfirvöld í Hvíta-Rússlandi hafi brugðist við sprengjuhótun sem barst og að þau hafi haft lögmæta ástæðu til að handtaka Protasevits. Þýska blaðið Spiegel segir þó að hvítrússneskir flugumferðarstjórar hafi skipað þotunni að lenda í Minsk nokkru áður en sprengjuhótunin á að hafa borist. Grátbað alþjóðasamfélagið um aðstoð Á meðan evrópsku utanríkisráðherrarnir réðu ráðum sínum grátbáðu foreldrar Protasevits alþjóðasamfélagið um aðstoð við að frelsa son þeirra úr haldi Lúkasjenka. „Ég vil að þið heyrið grát minn, grát sálar minnar, svo að þið skiljið hversu erfitt þetta er fyrir okkur og hvað við megum reyna við þessar aðstæður. Ég grátbið ykkur, hjálpið mér að frelsa son minn,“ sagði Natalia Protasevits, móðir blaðamannsins, á blaðamannafundi í Póllandi. Natalia Protasevits þerrar tár sín á blaðamannafundi í Póllandi í dag þar sem hún grátbað alþjóðasamfélagið um að bjarga syni sínum úr greipum Lúkasjenka.AP/Czarek Sokolowski Eftir að Protasevtis og Sapega voru handtekinn um helgina hafa birst myndbönd af þeim þar sem þau lesa upp játningar sem flestir telja að þau hafi verið þvinguð til að lesa. Hvítrússnesk stjórnvöld saka Protasevits um alvarlega glæpi og settu hann á hryðjuverkalista í fyrra í tengslum við fjölmennustu mótmæli gegn stjórn Lúkasjenka í seinni tíð. Protasevtis hafði verið í útlegð í Litháen og var á leið þangað þegar hvítrússnesk yfirvöld neyddu flugvélina sem hann var farþegi í til að lenda í Minsk. Rússneska utanríkisráðuneytið segir að Sapega sé sökuð um lögbrot í ágúst og september en ekki er ljóst hverjir meintir glæpir hennar eiga að vera, að sögn BBC.
Hvíta-Rússland Rússland Evrópusambandið Fréttir af flugi Mest lesið Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Rússar taldir hylja slóð flutningaskipa til að verja olíuhafnir sínar Búa sig undir meiri rigningu og fleiri flóð á Spáni Segir ummæli Trump um konur móðgun við alla Um átta þúsund norðurkóreskir hermenn á landamærunum Horfði á lík fljóta fram hjá Sjá meira