NATO æfir sig fyrir mögulega innrás Samúel Karl Ólason skrifar 28. maí 2021 14:07 Þessi mynd var tekin af dekki flugmóðurskipsins HMS Queen Elizabeth undan ströndum Portúgals. Áhöfn skipsins tekur þátt í Steadfast Defender 21. AP/Ana Brigida Þúsundir hermanna, sjóliða og flugmanna taka nú þátt í umfangsmiklum heræfingum Atlantshafsbandalagins (NATO) sem ætlað er að líkja eftir innrás í eitt aðildarríkið. Æfingarnar fara fram beggja vegna Atlantshafsins allt að Svartahafi. Æfingarnar kallast Steadfast Defender 21 og er þeim meðal annars ætlað að reyna á getu NATO til að flytja hermenn frá Bandaríkjunum til Evrópu og birgðir að ímynduðum víglínum. Æfingin hófst fyrr í mánuðinum á æfingum undan ströndum Portúgals. Svo munu æfingar fara fram í Þýskalandi og í Rúmeníu. Rúmlega níu þúsund hermenn frá meira en tuttugu ríkjum koma að æfingunum. Við Portúgal koma tuttugu skip, kafbátur og um sextíu flugvélar að æfingunni. Þar á meðal er flugmóðurskipið HMS Queen Elizabeth, sem er í sinni fyrstu almennu siglingu. Sjá einnig: Bretar gera sig breiða og sigla flota um höf Asíu NATO has been the cornerstone of Britain s defence & guarantor of peace in Europe for 70 years. It s a privilege for the @RoyalNavy to be front & centre for the maritime phase of #SteadfastDefender21 #WeAreNATO pic.twitter.com/giIhIvauAV— Commander UK Carrier Strike Group (@smrmoorhouse) May 28, 2021 Jens Stoltenber, framkvæmdastjóri bandalagsins, sagði blaðamanni AP fréttaveitunnar um borð í flugmóðurskipinu í dag að NATO væri ætlað að verja öll aðildarríki og þessi æfing ætti að senda skilaboð um getu bandalagsins. Hann og aðrir æðstu yfirmenn NATO segja æfingarnar ekki beinast gegn Rússlandi. Þær snúast samt að miklu leyti um Svartahaf þar sem Rússar hafa verið sakaðir um að koma í veg fyrir frjálsar siglingar. Þá hefur fundum á milli forsvarsmanna herafla Rússlands og NATO farið fækkandi og ráðamenn í Evrópu segja Vladimír Pútín, forseta Rússlands, vera að snúa sér meira í átt að einræði og fjarlægjast vesturveldin. Stoltenberg sagði NATO alltaf tilbúið til viðræðna við Rússa. Þeir hefðu hins vegar ekki tekið vel í fyrirspurnum NATO um fundi. Tveimur ítölskum orrustuþotum flogið yfir Apavatn á æfingu NATO hér á landi árið 2019.NATO/NIC Edouard Bocquet Ekki sammála um áherslur NATO NATO á þó í ákveðnum vandræðum. Ráðamenn vestanhafs hafa á undanförnum árum kvartað yfir því að Evrópuríki NATO verji ekki nægilega miklum peningum í varnarmál og hafa krafist þess að ríkin standi við skuldbindingar sínar varðandi stofnsamning NATO. Sá samningur felur í sér að ríki NATO eigi að verja minnst tveimur prósentum af vergri landsframleiðslu til varnarmála og það hafa fá ríki bandalagsins gert á undanförnum árum. Sjá einnig: Segja aðildarríki NATO enn verja of litlu til varnarmála Stoltenberg lagði nýverið til að ríki bandalagsins vörðu meiri peningum í smáa sameiginlega sjóði NATO, í stað þess að verja þeim beint til eigin varnarmála. Sú tillaga hefur þó mætt mótspyrnu og þá sérstaklega í Frakklandi. Þar sem ráðamenn telja að tillaga Stoltenberg kæmi niður á getu einstakra ríkja, samkvæmt heimildarmönnum Reuters fréttaveitunnar í Frakklandi. Frakkar hafa á undanförnum árum leitt viðleitni Evrópusambandsins um að auka hernaðargetu þess. Emmanuel Macron, forseti Frakklands, hefur á undanförnum árum, talað fyrir því að Evrópa eigi að beita sér meira á heimsvísu. Að ríki heimsálfunnar ættu að taka höndum saman í varnarmálum. Árið 2019 sagði hann NATO heiladautt og hvatti Evrópuríki til að líta á heimsálfuna sem heimsveldi. NATO Hernaður Rússland Evrópusambandið Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Fleiri fréttir Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Sjá meira
Æfingarnar kallast Steadfast Defender 21 og er þeim meðal annars ætlað að reyna á getu NATO til að flytja hermenn frá Bandaríkjunum til Evrópu og birgðir að ímynduðum víglínum. Æfingin hófst fyrr í mánuðinum á æfingum undan ströndum Portúgals. Svo munu æfingar fara fram í Þýskalandi og í Rúmeníu. Rúmlega níu þúsund hermenn frá meira en tuttugu ríkjum koma að æfingunum. Við Portúgal koma tuttugu skip, kafbátur og um sextíu flugvélar að æfingunni. Þar á meðal er flugmóðurskipið HMS Queen Elizabeth, sem er í sinni fyrstu almennu siglingu. Sjá einnig: Bretar gera sig breiða og sigla flota um höf Asíu NATO has been the cornerstone of Britain s defence & guarantor of peace in Europe for 70 years. It s a privilege for the @RoyalNavy to be front & centre for the maritime phase of #SteadfastDefender21 #WeAreNATO pic.twitter.com/giIhIvauAV— Commander UK Carrier Strike Group (@smrmoorhouse) May 28, 2021 Jens Stoltenber, framkvæmdastjóri bandalagsins, sagði blaðamanni AP fréttaveitunnar um borð í flugmóðurskipinu í dag að NATO væri ætlað að verja öll aðildarríki og þessi æfing ætti að senda skilaboð um getu bandalagsins. Hann og aðrir æðstu yfirmenn NATO segja æfingarnar ekki beinast gegn Rússlandi. Þær snúast samt að miklu leyti um Svartahaf þar sem Rússar hafa verið sakaðir um að koma í veg fyrir frjálsar siglingar. Þá hefur fundum á milli forsvarsmanna herafla Rússlands og NATO farið fækkandi og ráðamenn í Evrópu segja Vladimír Pútín, forseta Rússlands, vera að snúa sér meira í átt að einræði og fjarlægjast vesturveldin. Stoltenberg sagði NATO alltaf tilbúið til viðræðna við Rússa. Þeir hefðu hins vegar ekki tekið vel í fyrirspurnum NATO um fundi. Tveimur ítölskum orrustuþotum flogið yfir Apavatn á æfingu NATO hér á landi árið 2019.NATO/NIC Edouard Bocquet Ekki sammála um áherslur NATO NATO á þó í ákveðnum vandræðum. Ráðamenn vestanhafs hafa á undanförnum árum kvartað yfir því að Evrópuríki NATO verji ekki nægilega miklum peningum í varnarmál og hafa krafist þess að ríkin standi við skuldbindingar sínar varðandi stofnsamning NATO. Sá samningur felur í sér að ríki NATO eigi að verja minnst tveimur prósentum af vergri landsframleiðslu til varnarmála og það hafa fá ríki bandalagsins gert á undanförnum árum. Sjá einnig: Segja aðildarríki NATO enn verja of litlu til varnarmála Stoltenberg lagði nýverið til að ríki bandalagsins vörðu meiri peningum í smáa sameiginlega sjóði NATO, í stað þess að verja þeim beint til eigin varnarmála. Sú tillaga hefur þó mætt mótspyrnu og þá sérstaklega í Frakklandi. Þar sem ráðamenn telja að tillaga Stoltenberg kæmi niður á getu einstakra ríkja, samkvæmt heimildarmönnum Reuters fréttaveitunnar í Frakklandi. Frakkar hafa á undanförnum árum leitt viðleitni Evrópusambandsins um að auka hernaðargetu þess. Emmanuel Macron, forseti Frakklands, hefur á undanförnum árum, talað fyrir því að Evrópa eigi að beita sér meira á heimsvísu. Að ríki heimsálfunnar ættu að taka höndum saman í varnarmálum. Árið 2019 sagði hann NATO heiladautt og hvatti Evrópuríki til að líta á heimsálfuna sem heimsveldi.
NATO Hernaður Rússland Evrópusambandið Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Fleiri fréttir Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Sjá meira