NATO æfir sig fyrir mögulega innrás Samúel Karl Ólason skrifar 28. maí 2021 14:07 Þessi mynd var tekin af dekki flugmóðurskipsins HMS Queen Elizabeth undan ströndum Portúgals. Áhöfn skipsins tekur þátt í Steadfast Defender 21. AP/Ana Brigida Þúsundir hermanna, sjóliða og flugmanna taka nú þátt í umfangsmiklum heræfingum Atlantshafsbandalagins (NATO) sem ætlað er að líkja eftir innrás í eitt aðildarríkið. Æfingarnar fara fram beggja vegna Atlantshafsins allt að Svartahafi. Æfingarnar kallast Steadfast Defender 21 og er þeim meðal annars ætlað að reyna á getu NATO til að flytja hermenn frá Bandaríkjunum til Evrópu og birgðir að ímynduðum víglínum. Æfingin hófst fyrr í mánuðinum á æfingum undan ströndum Portúgals. Svo munu æfingar fara fram í Þýskalandi og í Rúmeníu. Rúmlega níu þúsund hermenn frá meira en tuttugu ríkjum koma að æfingunum. Við Portúgal koma tuttugu skip, kafbátur og um sextíu flugvélar að æfingunni. Þar á meðal er flugmóðurskipið HMS Queen Elizabeth, sem er í sinni fyrstu almennu siglingu. Sjá einnig: Bretar gera sig breiða og sigla flota um höf Asíu NATO has been the cornerstone of Britain s defence & guarantor of peace in Europe for 70 years. It s a privilege for the @RoyalNavy to be front & centre for the maritime phase of #SteadfastDefender21 #WeAreNATO pic.twitter.com/giIhIvauAV— Commander UK Carrier Strike Group (@smrmoorhouse) May 28, 2021 Jens Stoltenber, framkvæmdastjóri bandalagsins, sagði blaðamanni AP fréttaveitunnar um borð í flugmóðurskipinu í dag að NATO væri ætlað að verja öll aðildarríki og þessi æfing ætti að senda skilaboð um getu bandalagsins. Hann og aðrir æðstu yfirmenn NATO segja æfingarnar ekki beinast gegn Rússlandi. Þær snúast samt að miklu leyti um Svartahaf þar sem Rússar hafa verið sakaðir um að koma í veg fyrir frjálsar siglingar. Þá hefur fundum á milli forsvarsmanna herafla Rússlands og NATO farið fækkandi og ráðamenn í Evrópu segja Vladimír Pútín, forseta Rússlands, vera að snúa sér meira í átt að einræði og fjarlægjast vesturveldin. Stoltenberg sagði NATO alltaf tilbúið til viðræðna við Rússa. Þeir hefðu hins vegar ekki tekið vel í fyrirspurnum NATO um fundi. Tveimur ítölskum orrustuþotum flogið yfir Apavatn á æfingu NATO hér á landi árið 2019.NATO/NIC Edouard Bocquet Ekki sammála um áherslur NATO NATO á þó í ákveðnum vandræðum. Ráðamenn vestanhafs hafa á undanförnum árum kvartað yfir því að Evrópuríki NATO verji ekki nægilega miklum peningum í varnarmál og hafa krafist þess að ríkin standi við skuldbindingar sínar varðandi stofnsamning NATO. Sá samningur felur í sér að ríki NATO eigi að verja minnst tveimur prósentum af vergri landsframleiðslu til varnarmála og það hafa fá ríki bandalagsins gert á undanförnum árum. Sjá einnig: Segja aðildarríki NATO enn verja of litlu til varnarmála Stoltenberg lagði nýverið til að ríki bandalagsins vörðu meiri peningum í smáa sameiginlega sjóði NATO, í stað þess að verja þeim beint til eigin varnarmála. Sú tillaga hefur þó mætt mótspyrnu og þá sérstaklega í Frakklandi. Þar sem ráðamenn telja að tillaga Stoltenberg kæmi niður á getu einstakra ríkja, samkvæmt heimildarmönnum Reuters fréttaveitunnar í Frakklandi. Frakkar hafa á undanförnum árum leitt viðleitni Evrópusambandsins um að auka hernaðargetu þess. Emmanuel Macron, forseti Frakklands, hefur á undanförnum árum, talað fyrir því að Evrópa eigi að beita sér meira á heimsvísu. Að ríki heimsálfunnar ættu að taka höndum saman í varnarmálum. Árið 2019 sagði hann NATO heiladautt og hvatti Evrópuríki til að líta á heimsálfuna sem heimsveldi. NATO Hernaður Rússland Evrópusambandið Mest lesið Auglýsingaskilti framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Innlent Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Innlent Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Innlent „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Innlent Fleiri fréttir Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Sjá meira
Æfingarnar kallast Steadfast Defender 21 og er þeim meðal annars ætlað að reyna á getu NATO til að flytja hermenn frá Bandaríkjunum til Evrópu og birgðir að ímynduðum víglínum. Æfingin hófst fyrr í mánuðinum á æfingum undan ströndum Portúgals. Svo munu æfingar fara fram í Þýskalandi og í Rúmeníu. Rúmlega níu þúsund hermenn frá meira en tuttugu ríkjum koma að æfingunum. Við Portúgal koma tuttugu skip, kafbátur og um sextíu flugvélar að æfingunni. Þar á meðal er flugmóðurskipið HMS Queen Elizabeth, sem er í sinni fyrstu almennu siglingu. Sjá einnig: Bretar gera sig breiða og sigla flota um höf Asíu NATO has been the cornerstone of Britain s defence & guarantor of peace in Europe for 70 years. It s a privilege for the @RoyalNavy to be front & centre for the maritime phase of #SteadfastDefender21 #WeAreNATO pic.twitter.com/giIhIvauAV— Commander UK Carrier Strike Group (@smrmoorhouse) May 28, 2021 Jens Stoltenber, framkvæmdastjóri bandalagsins, sagði blaðamanni AP fréttaveitunnar um borð í flugmóðurskipinu í dag að NATO væri ætlað að verja öll aðildarríki og þessi æfing ætti að senda skilaboð um getu bandalagsins. Hann og aðrir æðstu yfirmenn NATO segja æfingarnar ekki beinast gegn Rússlandi. Þær snúast samt að miklu leyti um Svartahaf þar sem Rússar hafa verið sakaðir um að koma í veg fyrir frjálsar siglingar. Þá hefur fundum á milli forsvarsmanna herafla Rússlands og NATO farið fækkandi og ráðamenn í Evrópu segja Vladimír Pútín, forseta Rússlands, vera að snúa sér meira í átt að einræði og fjarlægjast vesturveldin. Stoltenberg sagði NATO alltaf tilbúið til viðræðna við Rússa. Þeir hefðu hins vegar ekki tekið vel í fyrirspurnum NATO um fundi. Tveimur ítölskum orrustuþotum flogið yfir Apavatn á æfingu NATO hér á landi árið 2019.NATO/NIC Edouard Bocquet Ekki sammála um áherslur NATO NATO á þó í ákveðnum vandræðum. Ráðamenn vestanhafs hafa á undanförnum árum kvartað yfir því að Evrópuríki NATO verji ekki nægilega miklum peningum í varnarmál og hafa krafist þess að ríkin standi við skuldbindingar sínar varðandi stofnsamning NATO. Sá samningur felur í sér að ríki NATO eigi að verja minnst tveimur prósentum af vergri landsframleiðslu til varnarmála og það hafa fá ríki bandalagsins gert á undanförnum árum. Sjá einnig: Segja aðildarríki NATO enn verja of litlu til varnarmála Stoltenberg lagði nýverið til að ríki bandalagsins vörðu meiri peningum í smáa sameiginlega sjóði NATO, í stað þess að verja þeim beint til eigin varnarmála. Sú tillaga hefur þó mætt mótspyrnu og þá sérstaklega í Frakklandi. Þar sem ráðamenn telja að tillaga Stoltenberg kæmi niður á getu einstakra ríkja, samkvæmt heimildarmönnum Reuters fréttaveitunnar í Frakklandi. Frakkar hafa á undanförnum árum leitt viðleitni Evrópusambandsins um að auka hernaðargetu þess. Emmanuel Macron, forseti Frakklands, hefur á undanförnum árum, talað fyrir því að Evrópa eigi að beita sér meira á heimsvísu. Að ríki heimsálfunnar ættu að taka höndum saman í varnarmálum. Árið 2019 sagði hann NATO heiladautt og hvatti Evrópuríki til að líta á heimsálfuna sem heimsveldi.
NATO Hernaður Rússland Evrópusambandið Mest lesið Auglýsingaskilti framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Innlent Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Innlent Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Innlent „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Innlent Fleiri fréttir Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Sjá meira